Fréttablaðið - 19.12.2015, Side 68

Fréttablaðið - 19.12.2015, Side 68
FÓLK| JÓL GJAFIR SEM GEFA „Við sem eigum nóg af öllu eigum að gefa og biðja um gjafir á móti sem gera heiminn betri og láta þann- ig gott af okkur leiða,“ segir Vala Matt. Oft reynist það þrautin þyngri að finna réttu jólagjöfina fyrir hvern og einn. Margir leggja í leiðangra til að kaupa eitthvað sem falla á í kramið sem reynist svo stundum hitta eitthvert annað en í markið. Oftast eru það persónulegu gjafirnar frá fólkinu sem stendur næst sem flestum þykir vænst um og þannig er það í tilfelli Valgerðar Matthíasdóttur, eða Völu Matt eins og flestir þekkja hana. „Það eru mjög margar jólagjafir sem mér hefur þótt vænt um sem koma upp í hugann og þar efst á listanum eru gjafirnar sem ég hef fengið frá dætrum mínum Tinnu og Sólu. En ein- hverra hluta vegna koma líka strax upp í hugann jólagjafir sem mamma bjó til handa okkur krökkunum þegar við vorum lítil. Við vorum sex systkinin og mamma var svo sniðug að hún bjó alltaf til ofsa- lega fallega jólapoka sem við máttum opna þegar við vöknuðum á jóladag,“ segir hún og heldur áfram. „Þetta var alltaf svo ótrú- lega skemmtilegt því þegar aðfangadagur var liðinn og búið að opna alla pakka þá vissum við að hátíðin var alls ekki búin því næsta morgun, jóladagsmorguninn, beið okkar spennandi gjöf, jólapokinn sem alltaf innihélt bók, sælgæti og litlar gjafir sem gladdi okkur mikið og varð framleng- ing aðfangadagskvölds. Alveg ógleyman- legt og gaman að hlakka til. Mamma var mjög listræn og hugmyndarík og allt sem hún kom nálægt var fallegt. Þessi jól verða fyrstu jólin okkar krakkanna án mömmu og verður þetta því enn þá sterkari minn- ing.“ GJAFIR SEM GERA HEIMINN BETRI Vala nefnir einnig gamalt úr sem pabbi hennar átti og notaði mikið þegar hann var á lífi en bróðir Völu hafði fengið úrið frá pabba þeirra. Þegar hann fékk sér nýtt gaf hann Völu gamla úrið frá pabba þeirra. „Ég var búin að tala svo oft um hvað það minnti mig á hann og mér þótti svo vænt um það. Þetta úr hefur haldið mér á rétt- um tíma í mörg ár og í hvert skipti sem ég horfi á það minnir það mig á föður minn og hvað það er mikilvægt að reyna að vera alltaf jákvæður og brosa og vera góður við alla í kringum sig því þannig var hann. Pabbi var einstaklega góður maður sem ég sakna mikið,“ segir Vala. Bestu gjafirnar segir Vala vera þær sem leiða gott af sér. „Ég hef verið mjög hörð á því undanfarin ár að við sem eigum nóg af öllu eigum að gefa og biðja um gjafir á móti sem gera heiminn betri og láta þannig gott af okkur leiða. Til dæmis Gjafir sem gefa frá Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða kross- inum og UNICEF. Því fylgir svo óumræði- lega góð tilfinning og er svo mikið í anda jólanna.“ JÓLAKÚLA OG GLERFUGL Í UPPÁHALDI Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona tekur í sama streng þegar kemur að þeim gjöfum sem eru í uppáhaldi og henni þykir vænst um. „Það eru tvær gjafir sem ég elska um- fram aðrar. Það er jólakúla sem dóttir mín gerði fyrir tveimur árum og gaf mér og svo er það glerfugl sem amma og afi áttu og mér þótti hann alltaf langfallegastur á trénu. Mamma gaf mér hann svo í jólagjöf eftir að hann féll henni í skaut.“ Hún nefnir að nytsamlegasta jólagjöfin hafi verið Soda stream-tæki sem hún fékk um árið og að í ár vanti hana nýja snyrti- buddu og svo sé alltaf gaman að fá bækur og tónlist. „Ég hef líka aðallega gefið tónlist sjálf en svo er það auðvitað jafn misjafnt og fólkið sem ég gef.“ GJAFIRNAR FRÁ BÖRNUNUM BESTAR JÓLAGJÖFIN HENNAR Fallegar jólagjafir sem eiga sér sögu og eru frá nánum ættingjum eru í uppáhaldi hjá bæði Völu Matt og Kristjönu Stefánsdóttur. „Við sem eigum nóg af öllu eigum að gefa og biðja um gjafir á móti sem gera heiminn betri og láta þannig gott af okkur leiða,“ segir Vala Matt. KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR segir jólakúlu frá dótturinni Lóu vera þá jóla- gjöf sem henni þykir vænst um. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Vetrardagar 20% afsláttar af öllum fatnaði. Fallegur og vandaður fatnaður, tilvalin í jólapakkan. Verið velkomnar. Skipholti 29b • S. 551 0770 Opi ð la uga rda g 11 .00 – 16 .00 Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Sjávarbarinn • Grandagarði 9 sjavarbarinn.is • 517 3131 Skötuhlaðborðið vinsæla er á Sjávarbarnum við Granda garð alla daga fram að jólum, jafnt í hádeginu sem á kvöld in og allan daginn á Þorláksmessu og dagana á undan. SKÖTUHLAÐBORÐ SJÁVARBARSINS Missterk skata – Saltfiskur – Siginn fiskur – Skötustappa – Plokkfiskur – Fiskibollur – Síldarréttir – Sviðasulta – Fjölbreytt meðlæti 2.900 KR. Á MANN SKÖTUHLAÐBORÐ FRAM AÐ JÓLUM 900 kr. afsláttur af skötuhlaðborðinu 9.-20. desember, aðeins 2.000 kr. á mann. Klipptu miðann út og hafðu hann með þér. Gildir ekki 21-22. des. og á Þorláksmessu. AFSLÁTTAR­ MIÐI Allt um skötuhlaðborðið á sjavarbarinn.is og á Facebook
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.