Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 69
|FÓLKTÍSKA
NOTALEG LÍFSSTÍLSVERSLUN Í versluninni er að finna úrval skrautmuna og nytjahluta sem fegra heimilið. Sömuleiðis húðvörur, ermahnappa, armbönd og fallegar gólfmottur svo dæmi séu nefnd. MYND/GVA
Jón Kjartansson, eigandi Win-ston Living, og kona hans hafa búið í Svíþjóð um langt
skeið en kona hans er sænsk.
Þau hafa sömuleiðis búið í París
og London. „Við höfum mikinn
áhuga á hvers kyns hönnun og
höfum kynnst mörgum frábærum
merkjum á ferðalögum okkar um
Evrópu,“ segir Jón sem hefur lengi
starfað við sölu og markaðsmál.
Hann opnaði vefverslun í júní og
verslun í portinu að Nýbýlavegi 8
skömmu síðar.
„Við höfum komið okkur upp
góðum viðskiptasamböndum og
erum afar stolt af því að vera með
umboð fyrir ýmis hágæða vöru-
merki. Má þar nefna Skultuna,
Chhatwal & Jonsson, Björk &
Berries, David Ehrenstråhle, Munka
Sweden og Gusums Messing.“
Að sögn Jóns er að mestu leyti
um að ræða tímalausa hönnun
sem hefur átt vinsældum að fagna
í fjölda ára en fellur sérstaklega
vel að smekk Íslendinga um þess-
ar mundir. „Þetta eru vörur með
karakter og margar hafa mikið
söfnunargildi.“
Í versluninni er að finna úrval
skrautmuna og nytjahluta sem
fegra heimilið og sömuleiðis líf-
rænar húðvörur frá Björk &
Berries. „Þá erum við með vegg-
spjöld frá David Ehrenstråhle í tak-
mörkuðu upplagi ásamt armbönd-
um, ermahnöppum og fallegum
gólfmottum svo dæmi séu nefnd.“
En hvaðan kemur nafnið? „Við
vildum tengja það erlendum
markaði. Við lifum á breytilegum
tímum og erum mikið að hugsa
fram og aftur í tíma. Winston
Churchill, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Breta, var merkur maður
og kom víða við. Við ákváðum að
keyra á því nafni og bæta Living
við,“ útskýrir Jón.
Í versluninni er að finna mikið
af gjafavöru og margt sem er
tilvalið í jólapakkann. Versl-
unin er notaleg og vel staðsett.
Hægt er að kynna sér úrvalið á
Winstonliving.is og .com.
TÍMALAUS GÆÐAHÖNNUN
WINSTON LIVING KYNNIR Verslunin Winston Living var nýverið opnuð í portinu að Nýbýlavegi 8. Þar er boðið upp á hágæða
heimilis- og lífsstílsvarning með sterk en sígild sérkenni. Vörurnar eru allar sérvaldar og til þess fallnar að lífga upp á rými og
klæðnað. Flestar eru jafnframt handgerðar. Í versluninni er ríkulegt úrval af gjafavöru sem er tilvalin í jólapakkann.
Tímalaus hönnun | Lífstílsvörur | winstonliving.is
Nýbýlavegi 8 í Portinu | 200 Kópavogur