Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 120

Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 120
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Jólapakkaskákmót Hugins verður haldið dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Formaður borgarráðs, Björn Blöndal, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 18. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins. „Það er misjafnt hvað mótið er stórt. Fjöl- mennast var mótið þegar um 260 manns mættu og það hafa verið tvö þannig mót undanfarin ár. Mótið í fyrra var mjög stórt en skráning í ár er eitthvað minni en í fyrra,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon, varaformaður skákfélagsins Hugins. Keppt verður í að minnsta kosti sex flokkum: Flokki fæddra 2000-2002, flokki fæddra 2003-2004, flokki fæddra 2005-2006, flokki fæddra 2007-2008, flokki fæddra 2009 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu. Tefldar verða fimm umferðir með tíu mínútna umhugsunar- tíma á mann. Vigfús Óðinn segir að iðkendum í skákinni hafi fjölgað talsvert eftir hrun. „Ef það er kreppa þá er mótið stórt en ef það er góðæri og atvinnuástand betra þá er þátttaka minni. Það er mjög góð þátttaka hjá börnum og unglingum í skákinni og sérstaklega eftir hrun, lík- lega af því að menn höfðu meiri tíma eftir hrun og því um líkt. Það er fyrst núna sem iðkendum hefur fækkað. Ég á von á ágætri þátttöku í dag, það verða allavega 140 til 150 manns geri ég ráð fyrir.“ Flestir keppendur í mótinu keppa í yngstu flokkunum. „Keppendur í flokki fæddra 2005-2006 og flokki fæddra 2007-2008 eru fjölmennustu flokk- arnir. Í fyrra bættum við 2009 og yngri og hann er talsvert fjölmennur,“ bætir Vigfús Óðinn við. Hann gerir ráð fyrir að sterkustu skák- menn landsins mæti í mótið. „Flestir af þeim sterkustu verða þarna. Það er yfir- leitt erfiðast að fá þau í elstu flokkunum til að koma en mér sýnist flestir þeir bestu vera skráðir í mótið núna. Ég á von á að flestir af þeim bestu komi í ár,“ segir Vigfús Óðinn. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig, fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um þrjá jóla- pakka í hverjum aldursflokki fyrir sig og í lokin verður happdrætti fyrir alla þátttakendur þar sem meðal annars verður dreginn út hátalari frá Sjónvarps- miðstöðinni og áskrift að Stöð 2. Allir keppendur verða svo leystir út með sælgæti frá Góu. Meðal þeirra fyrir- tækja sem leggja til gjafir í jólapakkana eru: Bókabeitan útgáfa, Bókaútgáfan Björk, Bókaútgáfan Ugla, Bókaútgáfan Skrudda, Bókaútgáfan Veröld/Bjartur, Edda útgáfa, Ferill verkfræðistofa, Góa, Landsbankinn, Sambíóin, Sjónvarps- miðstöðin, Skáksamband Íslands og Stöð 2. Mótið hefst klukkan 13.00 og er ókeypis á mótið en skráning á mótið er skak.is og á heimasíðu Hugins. „Ef það er nóg af töflum þá er engum vísað frá en það er betra að skrá sig svo við sjáum hvað þetta er stórt mót,“ bætir Vigfús Óðinn við. gunnarleo@frettabladid.is Eitt fjölmennasta skákmót ársins mun fara fram í dag Jólapakkaskákmót Hugins verður haldið dag í Ráðhúsi Reykjavíkur og keppt er í að minnsta kosti sex flokkum. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og fer nú fram í átjánda sinn. Jólapakkaskákmót Hugins hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins. Ef það er kreppa þá er mótið stórt en ef það er góðæri og atvinnuástand betra þá er þátttaka minni. Það er mjög góð þátttaka hjá börnum og unglingum í skákinni og sérstaklega eftir hrun, líklega af því að menn höfðu meiri tíma eftir hrun og því um líkt. Vigfús Óðinn Vigfússon, varaform. Hugins Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, barnabarns og tengdasonar, Hjalta Más Baldurssonar flugmanns, sem lést af slysförum 12. nóvember síðastliðinn. Jafnframt sendum við fjölskyldu og vinum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Anna Ýr Böðvarsdóttir Elísa Björk Hjaltadóttir Ester Laufey Hjaltadóttir Guðrún Elísabet Jensdóttir Baldur Freyr Kristinsson Fannar Baldursson Aron Baldursson Birkir Freyr Baldursson Birgitta Rún Baldursdóttir Ester Úranía Friðþjófsdóttir Lísa Thomsen Böðvar Pálsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Sigríður Jónsdóttir Eyrarvegi 7a, áður til heimilis á Húsavík, lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn. Ingvi Böðvarsson Garðar Geirsson Leah Ann Mauzey María H. Þorgeirsdóttir Sæmundur Árnason Vignir Þorgeirsson Sigurbjörg Ingvadóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför frænda okkar og vinar, Gríms Jónssonar Klifshaga, Öxarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fyrir góða umönnun. Daði Þröstur Þorgrímsson Sigra Þorgrímsdóttir Pétur Þorgrímsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Þorsteinn Þorsteinsson Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 15. desember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 28. desember kl. 13.00. Helga Hansdóttir Guðrún Þorsteinsdóttir Friðrik G. Olgeirsson Sigrún Þorsteinsdóttir Brynjólfur Markússon Hans Ragnar Þorsteinsson Helga Laufdal Sveinn Þorsteinsson Heiða Lára Eggertsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Gísla Bjarnasonar tæknifræðings, Gaukshólum 2. Þóra Björk Róbertsdóttir Bjarni Kristbjörnsson Guðrún Inga Bjarnadóttir Kristbjörn Bjarnason Steinunn Björg Jónsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Óskar Garðar Hallgrímsson Róbert Árnason Þórgunnur Þórarinsdóttir Með kærleik og virðingu Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Með kærleik og virðingu ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Guðmundur Kristinn Klemenzson læknir, Rekagranda 8, Reykjavík, sem lést þann 8. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirku mánudaginn 21. desember kl. 13.00. Ólafur Örn Klemenzson Inga A. Valdimarsdóttir Sæunn Klemenzdóttir Hallur Helgason Sigurður Jökull Ólafsson Guðrún Ólafsdóttir Valdís Ólafsdóttir Valdimar Klemens Ólafsson Hallur Hallsson 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R84 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.