Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 124

Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 124
Brandarar Bragi Halldórsson 179 Konráð, Lísaloppa og Róbert eru rétt að ljúka við að skreyta jólatréð og húsið. „Þetta er nú aldeilis ofskreytt tré,“ sagði Róbert. „Ég hef nú vanalega látið mér nægja smá grenigrein. Maður finnur ekkert í öllu þessu skrauti, hvar er til dæmis leikfangabangsinn?“ Það er rétt hjá Róberti, hér er erfitt að finna margt.Svo virðist vera óboðinn gestur í jóla- trénu, mús. Getur þú fundið hana? Getur þú fundið leikfangabangsann? Eða brosandi stjörnu og fjögur snjó- korn? Og hvað heldur þú að séu margar rauðar jólakúlur á jólatrénu? Og hversu margar jólabjöllur eru í húsinu? Hvað heldur sig úti í horni og ferðast samt um allan heiminn? Frímerkið. Sundlaugarvörðurinn blés í flautuna sína og kallaði: „Heyrðu, hættu að pissa í laugina.“ Drengurinn: „En allir gera það.“ Sundlaugarvörðurinn: „Ekki af stökkbrettinu.“ Spurning: Af hverju hnerraði tölvan? Svar: Hún var með vírus. Hvað er grátt, með stór eyru, tvo rana, fimm fætur og þrjá hala? Fíll með varahluti. Hvernig leið þér, Hálfdán Helgi,  þegar þú varst valinn jólastjarna ársins 2015? Það var örugglega ein besta tilfinning lífs míns, alveg frábærlega skemmtilegt. Hefurðu áður tekið þátt í sam- keppni um þann titil? Já, ég hef áður sent inn myndband en komst þá ekki inn … þannig að ef þið sem lesið þetta hafið sent og ekki komist inn, þá er bara að prófa aftur. Hefur þú oft komið fram sem söngvari? Ég hef oft sungið í veislum, syng í kór, hef sungið í kirkjum, í stúdíói og  tekið þátt í hæfileikasýningu og núna bætist við að hafa sungið í Laugardals- höll á Jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. Ertu í tónlistarnámi? Ég er að læra á trommur hjá Össuri Geirs- syni í Skólahljómsveit Kópavogs og þegar ég var yngri lærði ég smá á píanó og selló. Þurftir þú mikið að æfa fyrir tónleikana með Bjögga? Já, það voru miklar æfingar enda rosa- lega stórir tónleikar. Varstu stressaður? Nei, enda kunni ég lagið „Jólin eru að koma“, sem ég flutti ásamt hinum í jólastjörnuhópnum, mjög vel. Áttu fleiri áhugamál en tónlist? Ég hef áhuga á kvikmyndagerð og hef tekið upp fullt af stutt- myndum með bróður mínum Matthíasi. Ég hef líka áhuga á tölvum og langar að búa til tölvu- leiki í framtíðinni. Í haust byrjaði ég að æfa karate sem mér finnst mjög skemmtilegt. Veistu hvað þú færð að borða á aðfangadagskvöld? Já, við fjölskyldan borðum hamborgar- hrygg. Í eftirrétt fáum við auð- vitað ís og jólafrómasinn hennar Gunnu ömmu. Fullt af konfekti og nammi! Er eitthvað sérstakt sem þú ætlar að gera um jólin? Á aðfangadag verð ég að syngja með Barnakórnum í Ástjarnar- kirkju sem ég er í og tek líka þátt í söngleik í Lindakirkju. Fer svo í jólaboð á jóladag, fer á jólaball og syng örugglega nokkur jólalög. En ég ætla líka að tjilla og horfa á jólamyndir og lesa eitthvað skemmtilegt sem ég fæ vonandi í jólagjöf. Jólastjarnan Hálfdán Helgi ætlar að tjilla, horfa á jólamyndir og lesa eitthvað skemmtilegt um jólin – og svo auðvitað að syngja. Fréttablaðið/GVa Ein besta tilfinning lífs míns Hálfdán Helgi Matthíasson, tólf ára, var einn af Jólagestum Björgvins eftir að hann var valinn Jólastjarna ársins 2015 úr hópi um tvö hundruð barna. Á jólunum er gleði og gaman fúm, fúm, fúm :/: Þá koma allir krakkar með í kringum jólatréð. Þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman fúm, fúm, fúm! :/: Og jólasveinn með sekk á baki fúm, fúm, fúm :/: Hann gægist inn um gættina á góðu krakkana. Þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman fúm, fúm, fúm! :/: Á jólunum er gleði og gaman fúm, fúm, fúm :/: Þá klingja allar klukkur við og kalla á gleði og frið. Þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman fúm, fúm, fúm! Á jólunum er gleði og gamanALLAR HELGAR 365.is Sími 1817 Afinn sem allir elska og fjörugu vinkonurnar Skoppa og Skrítla skemmta börnum og foreldrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum á Stöð 2. HELGARFJÖR FYRIR FLOTTASTA FÓLKIÐ 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r88 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.