Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —4 7 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 5 . F e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
Fréttir Ein kona til talin
þolandi mansals í Vík. 4
skoðun Þorvaldur Gylfason
skrifar um þjófa, lík og fala
menn. 18-24
sport Grótta verður aftur bikar-
meistari kvenna að mati
þjálfara Vals. 26
Menning Júlíana – hátíð sögu og
bóka haldin í Stykkishólmi. 34-39
lÍFið Lára tekur við
hlutverki Vigdísar í
Hleyptu þeim rétta
inn. 42-46
plús 2 sérblöð
l Fólk
l Heilsa og
Fegurð
*Samkvæmt prent-
miðlakönnun Gallup
apríl-júní 2015
Vísundur
17. febrúar – 1. mars
Opið
til 21
12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM
YFIR 15 TEGUNDIR
VERÐ FRÁ KR.24.990
HNÍFAPARATÖSKUR
45 ÁRA
LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955
Fluttir frá borði Verkfallsverðir stöðvuðu í gærmorgun uppskipun á áli við álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Hér sjást yfirmenn í álverinu fluttir í land aftur en þeir áttu að ganga frá áli í
lest flutningaskipsins. „Þeir ákváðu að hætta,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. „En við vöktum þetta áfram.“ Sjá síðu 8 Fréttablaðið/Vilhelm
HeilbrigðisMál Kristján Þór Júlíus-
son heilbrigðisráðherra kynnir í dag
breytingar á fyrirkomulagi heilsu-
gæslunnar undir yfirskriftinni
Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti
viðkomustaður sjúklinga. Breyting-
arnar, sem hafa verið í undirbúningi
um nokkurra mánaða skeið, fela
fyrst og fremst í sér breytingar á
fjármögnun. Heilsugæslustöðvar
verða ekki lengur fjármagnaðar
með föstum fjárveitingum heldur
fylgir fjármagn verkefnum. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
kynnti ráðherra breytingarnar fyrir
fagfólki í gær.
Vonast er til að opnaðar verði þrjár
nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar
við þær sautján sem núna eru reknar.
Gert er ráð fyrir að þessar heilsu-
gæslustöðvar verði einkareknar en
skilyrði er að félagið sem rekur heilsu-
gæslustöðvarnar verði sjálfstæður
lögaðili og að meirihluta í eigu heil-
brigðisstarfsmanna sem við stöðina
starfa, í að minnsta kosti 80 prósent
starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins mun
rekstraraðilum verða óheimilt að
greiða sér arð út úr rekstrinum.
Með nýja greiðslukerfinu er horft
til sænsks kerfis sem hefur verið
kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgi-
rit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um
kerfið í desember. Oddur Steinars-
son, lækningaforstjóri á Heilsugæslu
Eigendum óheimilt að greiða sér arð
Nýtt fyrirkomulag heilsugæslunnar verður kynnt í dag. Breytt greiðslufyrirkomulag og þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar.
höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við
Markaðinn að þetta nýja kerfi væri
nauðsynlegt til þess að Íslendingar
gætu verið samkeppnishæfir við
önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði
á hinum Norðurlöndunum,“ sagði
Oddur og bætti við að kerfið í Dan-
mörku og Noregi byggði nánast ein-
göngu á einkareknum stöðvum. – jhh
körFubolti Ísland gerði sér lítið
fyrir og vann ógnarsterkt lið Ung-
verjalands, 87-77, í undankeppni
EM 2017 í Laugardalshöll í gær.
Þetta var fyrsta tap Ungverja í riðl-
inum en fyrsti sigur Íslands og náðu
stelpurnar okkar að sýna allar sínar
bestu hliðar í leiknum.
Fremst meðal jafningja var þó
Helena Sverrisdóttir með einhverja
bestu frammistöðu íslensks lands-
liðsmanns frá upphafi en hún var
með 29 stig, sextán fráköst og átta
stoðsendingar. Gunnhildur Gunn-
arsdóttir (14 stig) og Pálína Gunn-
laugsdóttir (12 stig) áttu einnig stór-
leik, eins og svo margar í íslenska
liðinu.
Vonir Íslands um að komast í
lokakeppni EM eru enn litlar en
Ungverjar töpuðu hins vegar dýr-
mætum stigum í baráttunni um
toppsæti riðilsins. – esá / sjá síðu 26
Sá stærsti
frá upphafi