Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 4
Gera verður kröfu til þess að ráð- herrann skýri hvað hún á við. Halldór Grönvold, aðstoðarfram­ kvæmdastjóri Alþýðusambandsins, í umfjöllun um nýtt frumvarp til laga þar sem boðaðar eru aðgerðir til að sporna við kennitöluflakki. Þetta kalla ég að búa greininni ramma sem drepur nýsköpun. Þórólfur Matthías­ son hagfræði­ prófessor LögregLumáL Þrjár konur frá Srí Lanka  fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjá- tíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear.  Fyrir- tækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störf- uðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undir- verktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfir- lýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni.   Kristrún Elsa Harðardóttir, lög- fræðingur og réttargæslumaður, harð- neitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað, hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætl- un ríkisstjórnar. Heimildir frétta- stofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda.  Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endur- skoðuð og verður áfram í endur- skoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra  við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingis- manns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi.  Sérstök áhersla verður nú lögð á bar- áttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofn- anir og aðila vinnumarkaðarins. Síð- ustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um man- sal sem kom út í júlí í fyrra og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla. kristjanabjorg@frettabladid.is Þrír þolendur í mansali í Vík Ein kona til viðbótar er talin þolandi í mansalsmálinu í Vík í Mýrdal. Hún nýtur nú verndar eins og kon- urnar tvær sem var komið í skjól í aðgerðum lögreglu á fimmtudag fyrir viku. Konan er líka frá Srí Lanka. Í endurskoðaðri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar verður lögð sérstök áhersla á aðgerðir gegn vinnumansali. StjórnmáL Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðn- aðarins, Félag atvinnurekenda, Neyt- endasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hefði farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagn- rýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagn- rýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjár- heimildir þingsins í tíu ár.“ – jhh Hafnar ásökunum um skort á samráði Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, svaraði fyrir nýjan búvörusamning í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. FréttAblAðIð/ErnIr Aðgerðaáætlun ríkis- stjórnar gegn mansali hefur verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu, að því er fram kemur í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Þolendur mansals í yfirstandandi rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi eru nú þrír. Þriðja konan er einnig frá Srí lanka. Mynd/Stöð 2 fjármáL Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitölu- flakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjald- þrota. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutn- ingsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitölu flakkið er heldur hrein- lega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“ Tilefni skrifanna er viðtal við ráð- herra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköp- unarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragn- heiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stór- skaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Frétta- blaðsins að litið hafi verið til ákveð- inna hluta í lagasetningu nágranna- ríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög tak- markanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki. – shá Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Landbúnaður Þórólfur Matthías- son, prófessor í hagfræði, segir Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, hafa misskilið gagnrýni sína á nýjan búvörusamning. Ragnhildur sagði margs konar nýsköpun felast í búvörusamningnum. Til að mynda hygðist ríkið leggja fram peninga til stuðnings lífrænni framleiðslu sem ekki hefði verið gert áður. „Staðreyndin er að í samningnum er búin til umgjörð um mjólkur- framleiðsluna þar sem Mjólkur- samsölunni er gert að stunda flutn- ingsjöfnun. Það þýðir að sá sem vill vinna úr sinni mjólk heima á býli og til dæmis kaupa mjólk af nágrönnum sínum stöku sinnum á mjög erfitt um vik vegna þess að Mjólkursamsalan býður ókeypis flutning á hrámjólkinni í mjólkur- samlag. Og síðan þegar kemur að því að selja ost og skyr þá er Mjólk- ursamsalan líka að bjóða ókeypis flutning á afurðinni. Þetta kalla ég að búa greininni ramma sem drepur nýsköpun,“ segir hann. Þórólfur  segir því að það sam- keppnisforskot sem Mjólkursam- sölunni sé fært með samningnum geti numið tugum króna á lítra. Þá spyr Þórólfur hvort það sé nýsköpun að setja nokkrar milljónir í sjóð í atvinnuvegaráðuneytinu og láta starfsmenn þar og fulltrúa bænda úthluta þeim samkvæmt óskýrum starfsreglum. – ih Telur aðjúnkt misskilja gagnrýni 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I m m t u d a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.