Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 8
Kjaramál Sáttafundi starfsmanna
álversins í Straumsvík og Rio Tinto
Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdag-
inn í gær án árangurs.
Deilan í álverinu í Straumsvík milli
starfsmanna og samninganefndar
ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá
því að henni var vísað til ríkissátta-
semjara um miðjan apríl í fyrra, en
samningar hafa verið lausir í fjórtán
mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst
snúist um kröfu stjórnenda álversins
sem fara fram á aukna heimild til verk-
töku. Talsmaður starfsmanna álversins
hefur sagt að hann telji hugsanlegt
að stjórnendur hyggist loka álverinu
alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio
Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar
engin áform um það.
Deilan í Straumsvík hefur verið
töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því
í nóvember síðastliðnum, en þá boð-
uðu starfsmenn til verkfalls þann 2.
desember og átti að slökkva á álverinu.
Samninganefnd starfsmanna í
álverinu í Straumsvík tók þá ákvörð-
un þann 1. desember hins vegar að
aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki
þótti raunverulegur samningsvilji
fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio
Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi
í viðtali í Bítinu að staðan sem upp
væri komin væri ótrúverðug. Ljóst
væri að ekki væri um kjaradeilu að
ræða heldur hugsanlegt að stjórn-
endur hygðust loka álverinu alfarið.
„Við fengum staðfestingu á því að
það sem þeir eru að tala um, einhver
43 störf, að fyrirtækið spari 45 millj-
ónir á ári með því að ná þessu í gegn.
Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir
milljörðum stendur og fellur með 45
milljónum króna á ári, þá er eitthvað
annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bít-
inu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto
Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin
áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta
fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert
til að ná sáttum við starfsfólk.
Viðræður þróuðust hægt eftir að
hætt var við verkfall. Þann 7. janúar
slitnaði upp úr samningaviðræðum.
Starfsmenn höfnuðu tilboði samninga-
nefndar ISAL um allt að 24 prósenta
launahækkun á næstu þremur árum
og allt að átta prósent til viðbótar í
bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur
fundur hjá ríkissáttasemjara.
Félagsmenn Verkalýðsfélagsins
Hlífar samþykktu þann 17. febrúar
ótímabundna og takmarkaða vinnu-
stöðvun sem hófst á miðnætti þann 24.
febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra
starfsmanna sem tilheyra flutninga-
sveit fyrirtækisins og starfa á hafnar-
og vinnusvæði álversins í Straumsvík.
Það þýðir að engu áli verður skipað um
borð í skip við Straumsvíkurhöfn.
Í gærmorgun kom Rannveig Rist
með hóp stjórnenda til að ganga í störf
verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg
til að flytja ál um borð í skip, sem byrj-
að var að lesta í gær. Verkfallsverðir
stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá
að ekki mætti ganga í störf þeirra sem
væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær
deilunni lýkur. saeunn@frettabladid.is
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið
Ekkert hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra.
Rannveig Rist
15. apríl
Deilum starfs-
manna álversins í
Straumsvík er vísað
til sáttasemjara.
23. nóvember
Fréttablaðið greinir
frá því að boðað hafi
verið til verkfalls þann
2. desember og þá eigi
að slökkva á álverinu.
Ágreiningurinn snýst
um kröfu stjórnenda
álversins um að fá aukna
heimild til verktöku, líkt
og önnur fyrirtæki hafi.
1. desember
Samninganefnd
starfsmanna
í álverinu í
Straumsvík tekur
þá ákvörðun að
aflýsa boðuðu
verkfalli sem átti
að hefjast á mið-
nætti það kvöld.
2015
2. desember
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna
álversins í Straumsvík,
segir hugsanlegt að
stjórnendur hyggist
loka álverinu alfarið.
Rannveig Rist, for-
stjóri Rio Tinto Alcan
á Íslandi, segir engin
áform um það.
4. desember
Guðmundur
Ragnarsson, for-
maður vélstjóra
og málmtækni-
manna, segir
líklegt að til
uppsagna komi
náist ekki sátt í
bráð.
2016
7. janúar
Um nóttina
slitnar upp úr
viðræðum starfs-
manna álversins
við fyrirtækið.
Hafnað er til-
boði samninga-
nefndar ISAL.
14. janúar
Launa-
hækkanir
frystar hjá
Rio Tinto á
heimsvísu,
samkvæmt
yfirlýsingu
forstjóra.
4. febrúar
Guðmundur
Ragnarsson segir
til greina koma að
grípa til aðgerða
nái fyrirskipun um
launafrystingu allra
starfsmanna fram
að ganga.
8. febrúar
Deiluaðilar setjast við
samningaborðið hjá ríkis-
sáttasemjara. Fundurinn
er stuttur og árangurs-
laus að sögn Gylfa
Ingvarssonar. Tilkynnt
er að starfsmenn ætli að
grípa til aðgerða.
2016
23. febrúar
Útflutningsbann starfsmanna hefst á
miðnætti en Félagsdómur úrskurðar
um kvöldið að bannið sé ekki ólöglegt.
Ólafur Teitur Guðna-
son, upplýsinga-
fulltrúi álversins,
segir að útflutn-
ingsbannið
hafi gríðarlega
alvarleg áhrif á
fyrirtækið.
24. febrúar
Rannveig Rist kemur
með hóp stjórnenda
með sér til að ganga í
störf verkamannanna
sem eru í verkfalli. Verk-
fallsverðir stöðva upp-
skipunina í hádeginu.
Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, segir að ekki
megi ganga í störf þeirra
sem eru í verkfalli.
✿ lengi hefur verið deilt um kaup og kjör í álverinu í Straumsvík
Samninga-
nefnd ISAL
bauð í janúar
allt að 24
prósenta
launahækkun
á næstu
þremur árum.
Aðalfundur í Vátryggingafélagi Íslands hf
verður haldinn 16. mars 2016
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, miðvikudaginn 16.
mars 2016 og hefst hann stundvíslega kl. 16:00.
Drög að dagskrá frá stjórn eru svohljóðandi:
Endanleg dagskrá frá stjórn verður birt miðvikudaginn 2. mars 2016.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur
ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en kl. 16:00 sunnudaginn 6.
mars 2016. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjorn@vis.is. Hafi hluthafi
krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur á
tímabilinu 3. mars - 6. mars 2016, verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu
félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta lagt fram spurning-
ar fyrir aðalfund eða á aðalfundinum sjálfum.
Einungis ef krafa kemur frá einhverjum fundarmanna verða atkvæðagreiðslur á aðalfundi
skriflegar. Þó skal stjórnarkjör jafnan vera skriflegt ef tillögur koma fram um fleiri
stjórnarmenn en kjósa skal. Stjórnarkjör fer fram skv. hlutfallskosningu eftir samþykktum
félagsins nema réttmæt krafa um margfeldiskosningu komi fram frá hluthöfum sem hafa
yfir að ráða meira en 10% hlutafjár sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta
óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist til
höfuðstöðva félagsins a.m.k. fimm dögum fyrir auglýstan aðalfund. Einnig geta hluthafar
vitjað atkvæðaseðla sinna í höfuðstöðvum félagsins frá sama tíma eða greitt þar atkvæði.
Hluthafar geta einnig látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður
skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í
hlutaskrá skv. hlutaskrárkerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum
sínum á aðalfundi.
Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður.
Frestur til að tilkynna um framboð til stjórnar á stjorn@vis.is lýkur fimm dögum fyrir
aðalfund, nánar tiltekið þann 11. mars kl. 16:00. Framboðseyðublað má finna á vefsíðu
félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða lagðar fram hluthöfum til sýnis
í höfuðstöðvum eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað. Þau eru á íslensku og fer aðalfundurinn einnig
fram á íslensku.
Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem
ályktunartillögur stjórnar (þ. á m. um breytingar á samþykktum), starfskjarastefnu og
breytingartillögur á henni, starfsreglur um kaupaukakerfi, eyðublöð og slíkt, er að finna á
vefsíðu félagsins: www.vis.is/fjarfestar.
Reykjavík, 24. febrúar 2016 .
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2015.
2. Stjórnin leggur fram til afgreiðslu endurskoðaðan ársreikning félagsins
fyrir hið liðna ár.
3. Ákvörðun um tillögu stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á
reikningsárinu og greiðslu arðs.
4. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum.
5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.
6. Kosið í stjórn félagsins.
7. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu og starfsreglur um kaupaukakerfi.
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og undirnefnda hennar.
9. Kosning endurskoðunarfélags í samræmi við lög um vátryggingastarfsemi.
10. Önnur mál löglega fram borin.
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I m m T U D a G U r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð