Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 19
Tvær tölur koma aftur og aftur við sögu stjórnarskrármálsins frá þjóðfundarárinu 2010. Það eru
tölurnar 2/3 og 1/3. Staðan í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis
sem fór með málið í þinginu 2009-
2013 var sex manna meiri hluti gegn
þrem fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknar í minni hluta, sem sagt
2/3 gegn 1/3. Atkvæðagreiðslur um
málið í þinginu þá, t.d. um að halda
þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október
2012, fóru á sömu lund: 2/3 greiddra
atkvæða stóðu gegn 1/3. Í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni lýstu 2/3 kjósenda
sig fylgjandi frumvarpi stjórnlagaráðs
að nýrri stjórnarskrá og 1/3 kjósenda
hafnaði frumvarpinu.
Nú er staðan þessi: Flokkarnir sem
báru nýja stjórnarskrá undir þjóðar-
atkvæði 2012, Samfylking og Vinstri
græn, ásamt Bjartri framtíð og
Pírötum, njóta stuðnings 2/3 kjósenda
meðan Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sókn njóta stuðnings 1/3 kjósenda (við
bætist að sjálfstæðismenn munu ganga
klofnir til næstu kosninga). Hinir
þingflokkarnir fjórir með 2/3 kjós-
enda að baki sér hafa því staðfestingu
nýrrar stjórnarskrár í hendi sér eftir
kosningar. Samt hafa fulltrúar þessara
flokka nú setið 48 fundi í stjórnarskrár-
nefnd og bisað við að úrbeina þrjú
ákvæði nýrrar stjórnarskrár að kröfu
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þing-
menn virðast telja sig þess umkomna
að draga bitið úr stjórnarskrá sem
2/3 kjósenda lýstu sig samþykka í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri
heilbrigðara og hyggilegra að staðfesta
nýju stjórnarskrána í heilu lagi gegn
vilja þingmanna Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar eftir kosningar. Einmitt
þannig fór Sjálfstæðisflokkurinn ásamt
tveim minni þingflokkum að gagnvart
Framsókn bæði 1942 og 1959 enda
var það eina færa leiðin til að koma
nauðsynlegum breytingum á stjórnar-
skránni gegnum þingið. Fordæmin
geta varla skýrari verið. Hnignandi
Sjálfstæðisflokki og Framsókn má ekki
haldast uppi að kúga fólkið í landinu
til undirgefni, allra sízt eftir að hafa átt
svo ríkan þátt í að kalla hrun og smán
yfir landið 2008. Rétt er að hafa hugfast
að innan við 14% kjósenda segjast
bera mikið traust til Alþingis, en 52%
bera lítið traust til Alþingis skv. nýrri
könnun MMR.
Þrenn drög
Stjórnarskrárnefnd Alþingis hefur nú
kynnt drög að þrem frumvörpum, eitt
er um náttúruauðlindir, annað um
umhverfis- og náttúruvernd og hið
þriðja um þjóðaratkvæðagreiðslu að
kröfu kjósenda. Öll miða frumvarps-
drögin að því að veikja samsvarandi
ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs
og mylja undir ríkjandi hagsmuni
gegn almannahag og lýðræði. Enda
hafa fulltrúar a.m.k. tveggja flokka í
nefndinni, Samfylkingar og Pírata,
lýst óánægju með frumvarpsdrögin
á opnum fundum. Drögin marka að
vísu framför frá gildandi stjórnarskrá
frá 1944, en miklu minni framför en
þá sem kjósendur samþykktu sér til
handa í þjóðaratkvæðagreiðslunni
2012. Þingmeirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar reynir nú að lokka
minni hlutann til að hjálpa sér við að
svíkja þegar samþykktar réttarbætur af
fólkinu í landinu.
Hvorki sameiginleg né ævarandi
Frumvarpsdrög stjórnarskrárnefndar
um náttúruauðlindir markast af
undanslætti. Tónninn er sleginn strax
í byrjun: „Auðlindir náttúru Íslands
tilheyra íslensku þjóðinni.“ Textinn
minnir á strákinn sem var stöðvaður
fyrir of hraðan akstur og sagði við
lögregluna: Bíllinn tilheyrir mér, en
pabbi á hann. Falklandseyjar tilheyra
Bretlandi, en Bretar eiga þær ekki.
Greinargerðin með frumvarpsdrög-
unum viðurkennir undansláttinn, þar
stendur (bls. 17): „Með þessu orðalagi
er ekki vísað til hefðbundins eignar-
réttar.“ Þarna er gefið í skyn að þjóðar-
eign eigi heima skör lægra en aðrar
eignir. Nefndin herðir á undanslættin-
um með því að láta orðin „sameiginleg
og ævarandi eign þjóðarinnar“ í upp-
hafi auðlindaákvæðis stjórnlagaráðs
víkja fyrir berskjaldaðri „þjóðareign“
inni í miðjum texta. Í staðinn fyrir
„fullt gjald“ fyrir nýtingu náttúru-
auðlinda í þjóðareigu er nú kominn
tvöfaldur afsláttur: „Að jafnaði skal
taka eðlilegt gjald.“ Í athugasemdum
við drögin er hvergi fjallað um hvort
„eðlilegt“ geti talizt að útvegsmenn
hirði 90% af fiskveiðirentunni svo sem
verið hefur hingað til eins og Indriði
Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur
lýst. Í staðinn fyrir orðin „sem ekki eru
í einkaeigu“ eru nú komin orðin „sem
ekki eru háð einkaeignarrétti“. Þarna
er skýrt orðaval stjórnlagaráðs – allir
vita hvað orðin „í einkaeigu“ merkja –
látið víkja fyrir loðnu og teygjanlegu
orðalagi sem býður upp á lagaþref.
Allir vita að útvegsmenn eiga ekki
fiskinn í sjónum, en þeir gætu reynt
að gera tilkall til að hafa áunnið sér
eignarrétt yfir honum. Til þess virðast
refirnir skornir.
Mannréttindabrotin hvergi nefnd
Greinargerðin með frumvarpsdrög-
unum hefur að sönnu ekkert laga-
gildi, en hún er til þess fallin að grafa
undan þeirri réttarbót sem kjósendur
samþykktu þegar 83% þeirra – 5/6
frekar en 2/3! – lýstu stuðningi við
þjóðareignarákvæðið í frumvarpi
stjórn laga ráðs. Greinargerðin segir
berum orðum að frumvarpstexti
nefndarinnar „leiðir hins vegar ekki
sjálfkrafa til breytinga á gildandi
nýtingarheimildum“ og „ákvæðið
mun ekki sjálfkrafa raska þeim óbeinu
eignarréttindum sem kunna að felast í
afnota- eða hagnýtingarrétti sem þegar
kann að hafa verið stofnað til gagnvart
landsréttindum og auðlindum sem
samkvæmt frumvarpinu munu teljast
í þjóðareign“. Í greinargerðinni segir
einnig: „Ef gjald er ekki ákvarðað á
markaði má gera ráð fyrir að gjaldtaka
taki mið af arðsemi nýtingar …“ Skila-
boð stjórnarskránefndar til útvegs-
manna eru skýr: Haldið bara áfram að
skuldsetja ykkur upp í rjáfur og þá fáið
þið stjórnarskrárvarinn afslátt eins og
ekkert hafi í skorizt.
Greinargerðin með frumvarpsdrög-
um stjórnarskrárnefndar fer mörgum
orðum um lagatexta sem litlu skipta
en hún nefnir hvergi tímamótadóm
Hæstaréttar frá 1998 þar sem fiskveiði-
stjórnarkerfið var lýst brotlegt gegn
gildandi stjórnarskrá. Greinargerðin
nefnir ekki heldur bindandi álit mann-
réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
frá 2007 sem staðfesti dóm Hæstaréttar
frá 1998. Þögnin heyrist, og sést.
Þjófar, lík og falir menn
Þorvaldur
Gylfason
prófessor
Í dag
Greinargerðin
með frumvarps
drögum
stjórnar
skrárnefndar fer
mörgum orðum
um lagatexta
sem litlu skipta
en hún nefnir
hvergi tíma
mótadóm
Hæstaréttar frá
1998 þar sem
fiskveiði
stjórnarkerfið
var lýst brotlegt
gegn gildandi
stjórnarskrá.
Ein helsta skýring á fylgi Pírata í margendurteknum skoðana-könnunum er á að giska þessi:
Fjöldi fólks vill refsa þeim fjórum
flokkum sem lengst hafa vélað um
hagsmuni þess og lífsskilyrði en
ekki tekist nógu vel upp. Annar
hópur, ungir kjósendur, treysta
þeim ekki til að bæta úr augljósum
göllum samfélagsins. Báðir hóparn-
ir binda vonir við næstum óskrifað
blað og finnst ekkert annað í boði,
nema kannski að skila auðu 2017.
Auðvitað má spyrja hvort vonir
dugi vel við tilraunir til að bæta
samfélagið og virkja almenning til
þátttöku. Það kemur í ljós.
Í ágætri mánudagsgrein Guð-
mundar Andra í Fbl. greinir hann
stöðuna og spyr hvort það séu örlög
vinstri manna á Íslandi að draga
alltaf Svarta Pétur í stað ássins í
pólitíska spilinu. Hann minnir á
Samfylkinguna sem átti að sameina
vinstri menn og minnist á Bandalag
jafnaðarmanna sem koðnaði fljótt
niður. Ef til vill veit Guðmundur
Andri ekki að þau sem fundu upp
á Samfylkingunni lögðu sig ekki í
líma við að ná Alþýðubandalaginu
í heild með í ferðina, fremur en
flokksleysingjum. AB-fólk að meiri-
hluta gerði sig heldur ekki tilkippi-
legt að nálgast Alþýðuflokksfólk. Ég
gerði dálitlar tilraunir sem flokks-
leysingi til að hafa áhrif í rétta átt
en það reyndist jafn erfitt og að
sameina tvo steina í einn. Bæði
pólitísk atriði og persónuleg stóðu
í vegi.
Upphafleg hugmynd Vilmund-
ar Gylfasonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar var að ná öllum
vinstri flokkum og hópum (1982-
3) í regnhlífasamtökin Bandalag
jafnaðarmanna. Fyrir því var mikil
stemning meðal ungs, róttæks fólks.
Ég fundaði með þeim félögum og
studdi hugmyndina. Ferlið mistókst
af ástæðum sem mér eru ókunnar
en urðu til innra með hugmynda-
hópnum að BJ. Þar með varð BJ að
áhrifalitlu afli. Ef til vill veit Guð-
mundur Andri ekki um þetta.
Sameiginlegt framboð
farsælli leið
Nú þegar lag er til, og nauðsyn
vegna nýsköpunar, að taka upp
raunverulega og mótaða samvinnu
á þessum væng, velja þrír flokkar
að bjóða fram á hefðbundnu
nótunum, S, BF og Vg. Katrín Jak-
obsdóttir leggur til að þeir búi til
yfirlýsingu og stefnuskrá um sam-
vinnu eftir kosningar. Ekki er það
neikvætt en nær of stutt.
Sameiginlegt framboð þessara
flokka, auk þess sem fólk utan
þeirra væri virkjað, er farsælli
leið. Því hef ég og fleiri utan flokka
komið á framfæri og þær raddir
hafa heyrst innan úr flokkunum.
Því ekki að gefa spilin upp á nýtt?
Það er mikilvæg list að kunna að
vinna saman að brýnum stefnu-
málum en geta deilt um önnur, eða
ýmis atriði hugmyndafræðinnar.
Mörg spil
í stokknum
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðvísindamaður
og rithöfundur Sameiginlegt framboð þess
ara flokka, auk þess sem fólk
utan þeirra væri virkjað, er
farsælli leið. Því hef ég og
fleiri utan flokka komið á
framfæri og þær raddir hafa
heyrst innan úr flokkunum.
Því ekki að gefa spilin upp á
nýtt?
365.is Sími 1817
RÉTTUR
Í MARAÞONI
Þriðja þáttaröðin af Rétti sló svo sannarlega í gegn á síðustu vikum.
Nú eru þessir nýju þættir af Rétti ásamt fyrri þáttaröðunum tveimur
komnir á Stöð 2 Maraþon. Á Stöð 2 Maraþon finnur þú yfir 1.000 klst.
af frábæru sjónvarpsefni sem þú getur horft á hvenær sem þér hentar.
STÖÐ 2 MARAÞONFYLGIR ÁSKRIFT
AÐ SKEMMTI-
PAKKANUM!
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F i M M T u d a g u R 2 5 . F e B R ú a R 2 0 1 6