Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 22
Jón G
narr
Pistillinn
Í gegnum sjónvarpið
fáum við meira efni
fyrir minni pening. Það
er góð fjárfesting fyrir
okkur, sem við getum
flutt út og miðlað til
komandi kynslóða. Þess
vegna er mjög brýnt að
lögum um Kvikmynda-
miðstöð verði breytt.
Sjónvarp hefur verið ástríða í lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Ég hef oft sagt
að ég hafi líklega lært meira af
þarflegum hlutum fyrir framan
sjónvarpið heldur en í skólanum.
Með því að lesa texta æfði ég mig
í íslensku og lestri. Ég held að
Laura Ingalls og Fawlty Towers
hafi kennt mér meiri og betri
ensku en skólakerfið. Í gegnum
sjónvarpið lærði ég líka heil-
margt um Ísland og íslenska
menningu og náttúru. Landa-
fræðin sem ég fékk í gegnum
sjónvarpið var bæði gagnlegri
og skemmtilegri en sú sem var
kennd í skólanum. Í gegnum
sjónvarpið kynntist ég dag-
legu lífi og menningu í öðrum
löndum og fornum menningar-
samfélögum.
Að fá að vinna í sjónvarpi
hefur verið eitt það skemmti-
legasta sem ég hef gert í lífinu.
Og af því að ég sé sjónvarp sem
raunverulegan upplýsingamiðil
þá hef ég leitast við að skapa
efni sem er tímalaust og getur
lifað lengi. Inntakið í mínu
gríni hefur verið tungumálið og
menningin. Ég hef forðast að gera
afþreyingarefni sem er bundið
raunverulegum persónum eða
atburðum. Mig hefur til dæmis
aldrei langað til að vera góð eftir-
herma. Ég hef lagt mig fram um
að skapa nýtt frekar en herma
eftir. Á því er stór munur. Ég hef
átt þeirrar gæfu að njóta að fá að
búa til, í samstarfi við aðra, eftir-
minnilegar persónur sem lifa
með þjóðinni. Ég held til dæmis
að Georg Bjarnfreðarson muni
lifa mig. Ég tel ekkert ólíklegt að
hann muni með tímanum öðlast
svipaðan sess með þjóðinni og
Bjartur í Sumarhúsum.
Nú er vor í íslenskri sjónvarps-
þáttagerð. Með Ófærð höfum
við sýnt og sannað að við getum
búið til og framleitt sjónvarps-
þætti fyrir heimsmarkað. 365
hefur þegar samið við aðstand-
endur Ófærðar um sjónvarps-
þættina Katla. Það verður enn
stærra verkefni og verður sýnt á
Stöð 2 veturinn 2017. Sjónvarpið
er áhrifaríkasti miðillinn í dag.
Neysluformið er aukaatriði. Það
skiptir engu höfuðmáli hvort
fólk horfir á línulega dagskrá, í
gegnum netið eða efnisveitur.
Fólk vill og mun horfa á sjón-
varp. Og þar gegnir innlent efni
mestu máli. Sjónvarpsþátta-
seríur eru lengri en bíómyndir.
Í gegnum sjónvarpið fáum við
meira efni fyrir minni pening.
Það er góð fjárfesting fyrir okkur,
sem við getum flutt út og miðlað
til komandi kynslóða. Þess vegna
er mjög brýnt að lögum um
Kvikmyndamiðstöð verði breytt.
Leikið sjónvarpsefni fær nú um
18% á meðan stærsti hlutinn
rennur til kvikmynda. Það þarf
að jafna þennan hlut eða hrein-
lega stofna nýjan sjóð; Íslenska
sjónvarpssjóðinn.
Íslensk dagskrá
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar Félags
eldri borgara
í Reykjavík og
nágrenni
Þegar eldri borgari fer á hjúkrunar-heimili tekur Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu
kostnaðar við dvölina á hjúkrunar-
heimilinu. Þetta er líkast eignaupp-
töku. Allur lífeyrir frá TR er tekinn.
Þeir, sem hafa meira en rúmar 74
þúsund í tekjur, mega sæta því, að það
sem umfram er sé af þeim tekið fyrir
dvalarkostnaði þar til náð er markinu
tæpar 355 þúsund krónur. Þar stöðv-
ast „eignaupptakan“. Síðan eru eldri
borgurunum skammtaðir vasapen-
ingar, 53 þúsund krónur að hámarki,
en þessi greiðsla er tekjutengd. Vasa-
peningarnir eru skertir ef viðkomandi
eldri borgari hefur t.d. örlitlar vaxta-
tekjur. Aldraðir fá ekki einu sinni að
hafa vaxtapeningana í friði!
Eldri borgararnir, sem fara á hjúkr-
unarheimili, eru ekki spurðir að því,
hvort þeir samþykki að lífeyrir þeirra
sé tekinn af þeim í framangreindum
tilgangi. Nei, þeim er einfaldlega til-
kynnt þetta. Allar greiðslur til þeirra
frá TR eru felldar niður strax í næsta
mánuði eftir innlögn! Annars staðar
Lífeyrir aldraðra frá TR
tekinn við innlögn
á hjúkrunarheimili!
á Norðurlöndunum er annar háttur
hafður á. Þar fá eldri borgararnir líf-
eyrinn í sínar hendur en síðan greiða
þeir sjálfir eða aðstandendur kostnað-
inn við dvölina á hjúkrunarheimilinu.
Það er mat lögfræðinga, að það sé
mannréttindabrot að rífa lífeyrinn af
eldri borgurum á þennan hátt. Kjara-
nefnd Félags eldri borgara í Reykjavík
hefur rætt þetta fyrirkomulag við lög-
fræðinga og þeir telja, að það standist
hvorki lög né stjórnarskrá að rífa líf-
eyrinn af eldri borgurum á þann hátt
sem gert er.
Stjórnvöld hafa íhugað að breyta
þessu en ráðamenn hjúkrunarheimil-
anna hafa lagst gegn breytingu. Að
sjálfsögðu eiga þeir ekki að ráða þessu.
Við ættum að hafa sama hátt á þessu og
önnur norræn ríki.
Við þurfum að breyta þessu strax.
Það er niðurlægjandi fyrir eldri borg-
ara að þurfa að sæta því fyrirkomulagi,
sem nú er viðhaft.
Eldri borgararnir, sem fara á
hjúkrunarheimili, eru ekki
spurðir að því, hvort þeir
samþykki, að lífeyrir þeirra
sé tekinn af þeim í framan-
greindum tilgangi. Nei, þeim
er einfaldlega tilkynnt þetta.
Oddný G.
Harðardóttir
alþingismaður
Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir
stóraukna opinbera fjárfestingu.
Að minnsta kosti þyrfti þá með
einhverjum hætti að búa það svig-
rúm til,“ sagði fjármálaráðherra í
sérstökum umræðum á Alþingi um
þörf fyrir innviðauppbyggingu hér
á landi.
Um 80.000 manns hafa nú kraf-
ist þess með undirskrift sinni að
auknum fjármunum verði veitt
til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á
auknar vegaframkvæmdir og upp-
byggingu á ferðamannastöðum úr
öllum áttum og að löggæslu þurfi
einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis
bæði íbúa og ferðamanna í senn.
Fleiri ferðamenn hér á landi auka á
álag á heilbrigðiskerfið en álagið er
of mikið fyrir. Fjármunir sem ferða-
mennska skilar í ríkiskassann duga
ekki til.
Fjármálaráðherrann segir að ef
mæta eigi þessum kröfum þurfi
að gera ráðstafanir og búa til svig-
rúm fyrir þær í ríkisrekstrinum.
„Þetta svigrúm væri auðvitað hægt
að skapa með því að draga saman í
rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla
samstöðu um það á þinginu að
draga reksturinn mjög saman þann-
ig að þetta svigrúm verði til staðar,“
sagði ráðherrann í umræðunum um
innviðauppbygginguna.
Ef setja á aukna fjármuni í heil-
brigðiskerfið, vegakerfið og lög-
gæslu við þær aðstæður sem nú eru
uppi í hagkerfinu okkar þarf annað
tveggja að koma til; niðurskurður í
ríkisrekstri eins og fjármálaráðherr-
ann bendir á eða auknar tekjur. En
þá leið nefndi ráðherrann ekki og
segir ekkert hægt að gera nema
hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir
Landhelgisgæsluna og nýja Vest-
mannaeyjaferju. Þær fjárfestingar
auki ekki fjármuni í umferð hér á
landi enda verslað við útlönd.
Færi langt með að mæta þörfinni
Skoðum þetta aðeins betur.
Ef hægristjórnin tæki til baka
lækkun á veiðigjöldum og lækkun
tekjuskatts sem hún hefur staðið
fyrir á kjörtímabilinu þá færi það
langt með að mæta þörfinni fyrir
uppbyggingu. Lækkun á veiði-
gjöldunum nemur um 6 milljarða
tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og
tekjuskattslækkunin sú síðasta
sem gagnast þeim með lægstu
launin ekkert, nemur um 11 millj-
örðum á ári þegar að hún er að
fullu komin til framkvæmda. Auk
þess blasir við að þeir sem nýta
sér ferðaþjónustu ættu að greiða
virðisaukaskatt í almennu þrepi
en gera ekki. Hægristjórnin vill
að ferðamenn fái afslátt af neyslu-
skatti. Slíkur skattaafsláttur getur
verið réttlætanlegur fyrir sprotaat-
vinnugrein sem vantar aðstoð til
að vaxa. Það er ferðaþjónustan
ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er
svo stór atvinnugrein að hún topp-
ar sjávarútveg í gjaldeyristekjum
og fjöldi ferðamanna er meiri en
við virðumst ráða fyllilega við.
Ef við værum að innheimta jafn há
veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað
á síðasta kjörtímabili, tekjuskatts-
þrepum hefði ekki verið fækkað og
ef ferðaþjónustan innheimti virð-
isaukaskatt af sínum viðskipta-
vinum eins og almennt gerist hjá
öðrum þjónustufyrirtækjum í
landinu, gætum við haldið við
vegum með sómasamlegum hætti
og bætt heilbrigðiskerfið, lög-
gæsluna og jafnvel skólana svo um
munaði.
Það skiptir máli hverjir stjórna.
Fyrir þá sem vilja heyra meira er
hér slóð með allri umræðu um
innviðauppbygginguna á Alþingi
(stendur yfir í 30 mín.). Málshefj-
andi var Guðmundur Steingríms-
son, þingmaður Bjartrar fram-
tíðar.
http://www.althingi.is/altext/
upptokur/lidur/?lidur=-
lid20160217T154956
Lausn á vanda
Ef setja á aukna fjármuni
í heilbrigðiskerfið, vega-
kerfið og löggæslu við þær
aðstæður sem nú eru uppi í
hagkerfinu okkar þarf annað
tveggja að koma til; niður-
skurður í ríkisrekstri eins og
fjármálaráðherrann bendir á
eða auknar tekjur. En þá leið
nefndi ráðherrann ekki.
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
NÝJUSTU GRÆJURNAR
STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM!
240GB SSD DISKUR
49.900
XL2411Z
144Hz 3D LEIKJASKJÁR
144Hz
24” 144Hz
3D SKJÁR
ALGJÖRLE
GA NÝ
UPPLIFUN!
GTX 970 LEIKJASKJÁKORT
0dB
SILENT G
AMING
Windforc
e 3X TÆK
NIN
SKILAR L
oL OG FL
EIRI
LEIKJUM
Í 0dB
HLJÓÐLE
YSI!
4GB7.1GHz MINNI1190MHz OG ALLT AÐ 30% YFIRKLUKKUN MEÐ ENN ÖFLUGRI3X WINDFORCE KÆLINGU MEÐ KOPAR HITAPÍPUM 79.900
XTREME GAMING
14.900
TRIACTOR
NÝR
VAR AÐ
LENDA!
ENN
BETRA
VERÐ
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð