Fréttablaðið - 25.02.2016, Page 26

Fréttablaðið - 25.02.2016, Page 26
„Það krefst mikils sjálfstæðis og oft vinn ég langt fram á kvöld. Það eru engin hefðbundin skólaverkefni heldur erum við að vinna í eigin tísku,“ segir Arnar Már Jónsson sem stundar meistaranám í fatahönnun í London. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Arnar Már Jónsson stundar meist- aranám í fatahönnun við Royal Col- lege of Art í London sem þykir einn fremsti skóli heims á sviði fata- hönnunar. Hann útskrifaðist árið 2013 af námsbraut í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og starf- aði eftir útskrift hjá bæði Rue du Mail og sem aðstoðarmaður Stu- arts Trevor, stofnanda All Saints. Framtíðin er þó ekki alveg ljós enda segir Arnar erfitt að ákveða slíkt á þessu stigi. „Það eru allt- af að koma inn ný verkefni og tækifæri þannig að það er erfitt að ákveða fyrirfram hvað maður ætlar sér að gera í framtíðinni. Eina sem ég veit er að ég vil halda áfram að vinna að skapandi verk- efnum í framtíðinni. Undanfar- in ár hefur karlmannafatahönnun vaxið mjög hratt og það er mjög spennandi að fylgjast með því hvaða áhrif hún hefur haft á sam- félagið. Persónulega geri ég þó ekki greinarmun á karla- og kvennatísku. Það er frekar gamal- dags hugsun að greina það í sundur.“ Krefjandi nám Að lokinni útskrift frá LHÍ fékk Arnar atvinnutilboð frá hinu virta franska tískuhúsi Rue Du Mail í París. List- rænir stjórnendur tísku- hússins, þau Mark Ascoli og Martine Sitbon, heilluð- ust af útskriftarlínu Arn- ars og höfðu samband strax eftir útskrift. „Ég hafði áður unnið hjá þeim sem starfsnemi í gegn- um starfsnámsáfanga í Listaháskólanum. Starf mitt fólst að mestu í því að fylla út skissubæk- ur ásamt því að vinna með textíl. Það var frá- bær reynsla en mig langaði meira til að vera í London. Ég fór því að vinna þar sem aðstoðarmaður Stu- arts Trevor, stofnanda All Saints. Hann er núna með fyrirtæki sem heitir Bolongaro Trevor en þar var ég eini hönnuðurinn fyrir karl- mannafatnað ásamt honum þann- ig að ég var með frekar mikla ábyrgð. Hins vegar lærði ég mjög mikið og starfs- reynslan mun nýtast mér mjög vel.“ Námið er að sögn Arnars mjög krefj- andi en um leið mjög skemmtilegt. „Það krefst mikils sjálf- stæðis og oft vinn ég langt fram á kvöld. Það eru engin hefð- bundin skólaverkefni heldur erum við að vinna í eigin tísku. Svo hittir maður kennara og fólk úr bransanum og fær viðbrögð þeirra. Segja má að námið sé ekki byggt upp til að undirbúa okkur fyrir bransann heldur frekar til að gefa okkur sjálfstraust til að finna frelsi í vinnu okkar.“ Persónuleg nálgun Sjálfur segist Arnar rannsaka eigin upplifanir og umhverfi í klúbbakúltúr borgarinnar og í dag- legu lífi. „Svo bý ég til hluti út frá því þannig að þetta er mjög per- sónuleg nálgun. Ég skissa ekki og vinn ekki með myndir og fer því mínar eigin leiðir. Það eru ótal margar leiðir til þess að nálgast vinnu sína og við erum hvött til þess að finna okkar eigin.“ Arnar segist hafa ákveðið um 16-17 ára aldur að verða fatahönn- uður án þess þó að vita nákvæm- lega hvað þeir gerðu. „Ég hef allt- af haft áhuga á því að klæða mig og á tjáningu í gegnum fatnað. Þó var ég alltaf að búa til einhverja hluti og mixa eitthvað steikt. Ég vinn ekkert mjög ósvipað í dag. Einnig hafði ég mikinn áhuga á danstónlist þegar ég var yngri og fór snemma að sækja danstónlistarkvöld sem ég held að hafi haft mestu áhrifin á hvað ég er að fást við í dag.“ sKaPandi í london  Óhefðbundin verkefni og mikið sjálfstæði einkennir meistaranám Arnars Más í fatahönnun við Royal College of Art í London. Arnar Már sækir m.a. innblástur í klúbbakúltúr Lundúnaborgar. Hönnun eftir Arnar. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook 8.900 kr. Fleiri mynstur og litir. Stærð 36 - 46. 7.900 kr. Fleiri mynstur og litir. Stærð 36 - 46. Flottur fatnaður Flottir toppar Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Vor - Mussur Kr. 7.900.- Str. 42-52 Fleiri litirKr. 9.800.- Str. 42-52 Fleiri liti SUNNUDAGA KL. 19:10 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.