Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 50

Fréttablaðið - 25.02.2016, Side 50
heilsa og fegurð Kynningarblað 25. febrúar 201620 Kaldir hafragrautar eru holl og góð lausn fyrir þá sem eru upp- teknir eða einfaldlega ekki mjög svangir á morgnana. Best er að útbúa þá kvöldinu áður og geyma í krukku yfir nótt í ísskáp. Krukk- unni er svo kippt með og graut- urinn borðaður í vinnunni, eftir ræktina eða hvenær sem hentar. Fjöldi ljúffengra uppskrifta er til og lítið mál að bæta við hráefnum eða sleppa einhverjum. Hér er ein einföld uppskrift sem auðvelt er að leika sér með. Kaldur hafragrautur ¼ bolli haframjöl eða hafrar ¹⁄ ³ bolli léttmjólk ¼ bolli grísk jógúrt eða hrein AB mjólk 1-1½ tsk. chia-fræ 1 tsk. kakóduft 1 tsk. hunang (má sleppa) ¼ bolli smátt skorinn banani Öllu blandað saman í glerkrukku. Einnig gott að setja epli, frosna ávexti og ýmis önnur fræ. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín.  MorgunboMba Farðu á fleygiferð niður brekkurnar á Gifflar bretti Viltu vinna Pågen Gifflar sleðabretti? Fylltu út þátttökuseðil í næstu verslun Mjúkur og svalandi ís sem setur ekki aðhaldið úr skorðum. Fyrir fjóra. 4 bananar 1¼ bolli grísk jógúrt 1 msk. sítrónusafi 2 msk. hunang ½ tsk. kanill Setjið allt hráefnið í blandara og maukið vel þar til blandan er orðin silkimjúk og loftkennd. Hell- ið blöndunni í frystibox og geymið í frysti þar til blandan er næstum því frosin í gegn, mokið henni þá aftur í blandarann og þeytið þar til bland- an verður mjúk. Frystið þá aftur og nú alveg í gegn. www.allrecipes.com hunangsbananaís Á netinu má finna ýmis ráð. Hér eru nokkur sem tískubloggarar hafa gefið og tengjast naglalökkun. l Ef ætlunin er að þurrka nagla- lakkið sem fyrst er ráð að dýfa nýlökkuðum nöglunum ofan í ís- kalt vatn. l Glimmernaglalakk er flott en það getur verið höfuðverkur að ná því af án þess að verða allur út í glimmeri. Einn bloggarinn bendir á að nota filtefni í stað bómullar þegar naglalakkið er þrifið af. l Það getur verið flott að vera með matta áferð á nöglunum. Ein leið til að ná slíkri áferð er að nota gufu. Næst þegar þið eruð að sjóða pasta skuluð þið skella einni umferð á neglurnar, halda þeim svo yfir vatnsgufunni í smá tíma og sjá hvernig glansandi áferðin breytist í matta. sniðug naglaráð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.