Fréttablaðið - 25.02.2016, Qupperneq 68
Frumsýningar
Fyrir Framan
annað Fólk
Gamanmynd
aðalhlutverk: Snorri
Engilbertsson, Svandís Dóra
Einarsdóttir, Hilmir Snær
Guðnason og Hafdís Helga
Helgadóttir
Frumsýnd: 26. febrúar
IMDb 8,3/10
The Danish Girl
Dramamynd
Aðalhlutverk: Eddie Redmayne,
Alicia Vikander, Matthias
Schoenaerts, Ben Whishaw og
Sebastian Koch
Frumsýnd: 26. febrúar
IMDb 7,0
Rotten Tomatoes 69%
Triple 9
Glæpamynd
Aðalhlutverk: Kate Winslet,
Norman Reedus, Teresa Palmer,
Aaron Paul, Gal Gadot, Chiwetel
Ejiofor og Woody Harrelson
Frumsýnd: 26. febrúar
IMDb 7,2/10
Rotten Tomatoes 56%
The ellen DeGeneres
show
2.054 þættir hafa verið
gerðir af The Ellen DeGeneres
Show
13 seríur hafa verið sýndar
8. september árið 2003 fór
fyrsti þátturinn í loftið
38 Daytime Emmy-verðlaun
hefur þátturinn fengið
Faxafen 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727
SKÍÐATILBOÐ
Snjóbrettapakkar 35- 45% afsl.
Skíðapakkar frá 89.995
Öryggið fyrir öllu
Bakhlífar og hjálmar 30% afsl.
Skíðaskór, ákveðnar gerðir 40% afsl.
Ekki missa af þessu
takmarkað magn
f i m m t u d a g / / f ö s t u d a g / / l a u g a r d a g
Fyrsti þátturinn af The Ellen DeGeneres Show fór í loftið 8. september árið 2003 og er 13. sería þáttarins nú í sýningu. Kynnir og stjórn-
andi í þáttunum er Ellen DeGeneres.
Ellen ættu nú flestir að kannast
við en hún hóf ferilinn sem uppi-
standari og náði talsverðri athygli
á því sviði og var hún meðal annars
fyrsti kvenuppistandarinn sem boðið
var í settið í spjall eftir uppistand sitt
í The Tonight Show Starring Johnny
Carson. Að komast þar að og hvað þá
að setjast í settið og ræða við Johnny
Carson var álitið eitt besta tækifærið
í bransanum fyrir grínista á þessum
tíma.
Ellen reyndi einnig fyrir sér sem
leikkona og margir kannast við
hana sem rödd Dory í teiknimynd-
inni Finding Nemo. Einnig hefur
hún leikið lykilhlutverk í tveimur
leiknum sjónvarpsþáttaröðum, Ellen
og The Ellen Show. Í fjórðu seríu af
þættinum Ellen árið 1997 kom hún
út úr skápnum þegar hún var gestur
í spjallþætti Oprah Winfrey, stuttu
síðar kom karakter hennar í þætt-
inum, Ellen Morgan, einnig út úr
skápnum hjá sálfræðingi sínum sem
leikinn var af sjálfri Oprah, og vakti
það talsverða athygli.
Hún hefur einnig verið kynnir á
Óskars- og Grammy- og Emmy-verð-
launahátíðum við góðar undirtektir
enda þykir hún vera fyndin. Sjálf
hefur hún hlotið þrettán Emmy-verð-
laun, fjórtán People's Choice verð-
laun auk ýmissa annarra verðlauna
á ferlinum.
Óhætt er að segja að þættir hennar
hafi hlotið prýðis viðtökur og eiga
þeir sinn fasta áhorfendahóp og
horfa að meðaltali 3,9 milljónir
manna á hvern þátt sem telst ansi
gott. Þættirnir hafa fengið alls 38
Daytime Emmy Awards og hefur
Ellen sjálf unnið People's Choice
Award sem besti kynnir í dagsjón-
varpi fjórtán sinnum
Í þáttunum er fjöldi endurtekinna
atriða og þemu, sem dæmi má nefna
móður Ellenar, Betty, sem heimsækir
þáttinn reglulega og einnig dansar
Ellen sjálf í upphafi hvers þáttar,
stundum dansar hún inn í áhorf-
endahópinn og fær jafnvel lánað
eitthvað frá áhorfendum, eins og hatt
eða flík sem hún klæðist.
Sýningar á The Ellen DeGeneres
Show hefjast þann 7. mars á Stöð 2
og verður þátturinn sýndur mánu-
daga til fimmtudaga klukkan 17.45.
gydaloa@frettabladid.is
Fjölbreyttur ferill Ellen DeGeneres
spjallþáttastjórnandinn, leikkonan og uppistandarinn ellen DeGeneres hefur heldur
betur komið víða við á ferlinum. Þrettánda sería þáttar hennar er nú í sýningu.
Ellen DeGeneres er hress týpa. NorDicphoToS/GETTy
sophia Grace oG rosie
Frænkunum Sophia Grace
Brownlee og Rosie McClelland
var fyrst boðið í þáttinn eftir að
Ellen sá myndband af þeim flytja
ábreiðu af laginu Super Bass
með söngkonunni Nicki Minaj.
Þegar myndbandið var birt á
myndbandaveitunni YouTube
árið 2011 voru þær átta og fimm
ára gamlar og eftir að hafa komið
sem gestir í þáttinn í fyrsta sinn
fengu þær sitt reglulega innslag
undir yfirskriftinni Tea Time
with Sophia Grace and Rosie þar
sem þær taka viðtöl við þekkta
einstaklinga á borð við Justin
Bieber, Katy Perry, Taylor Swift
og Reese Witherspoon.
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r36 M e n n I n G ∙ f r É T T a b L a ð I ð
bíó