Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 17
Hér koma þrjár uppskriftir úr ólíkum fisktegundum sem eiga það sameiginlegt að
vera frekar einfaldar og innihalda
hóflega mikið af hráefni. Boðið er
upp á fylltan smokkfisk með tún-
fiski og capers, heimagerða laxa-
borgara með fetaosti, spínati og
lárperusósu og að lokum ótrúlega
einfaldan rétt úr þorskhnökkum,
borinn fram með sítrónusmjör-
sósu.
Fylltur smokkfiskur
með túnfiski og capers
Fyrir 4-6
12 smokkfiskar (fást frosnir víða)
2 dósir túnfiskur í olíu
2 góðar msk. capers
4 msk. majónes
2 msk. parmesanostur
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
3-4 vorlaukar, smátt saxaðir
Sósan:
½ bolli hvítvín
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. smjör
1 msk. sítrónusafi
1 msk. capers
Fersk steinselja
Salt og pipar
Marinering:
Olía
Sítrónusafi
Salt og pipar
Skolið og hreinsið smokkfiskinn og
þerrið vel. Látið marinerast í skál í
30 mín. með smá sítrónusafa, ólífu-
olíu og salti og pipar.
Hitið ofn í 220 gráður. Blandið
Ljúffengir fiskréttir í helgarfríinu
Af einhverjum ástæðum eru margir Íslendingar lítt hrifnir af því að borða fisk um helgar heldur
kjósa ýmislegt kjötmeti til að gera vel við sig og sína. Fiskur er hins vegar frábært hráefni sem
hægt er að elda á ótal vegu þannig að úr verði sannkölluð veislumáltíð á afar hóflegu verði.
Laxaborgari
með fetaosti
og spínati
rennur ljúft
niður.
Vel kryddaðir
þorskhnakkar með
sítrónusmjörsósu
Fyrir 4
700 gr þorskhnakkar
5 hvítlauksrif, pressuð
¼ bolli steinselja, söxuð
⅓ bolli hveiti
1 tsk. kóríander duft
¾ tsk. chili duft
¾ tsk. cummin
¾ tsk. salt
½ tsk svartur pipar
Sósan:
5 msk sítrónusafi
5 msk. extra virgin ólífuolía
2 msk. brætt smjör
Hitið ofninn í 200 gráður. Blandið
saman í skál sítrónusafa, olíu og
bræddu smjöri. Setjið í aðra skál
hveitið, kryddin, salt og pipar.
Þerrið fiskbitana og dýfið fyrst
í sítrónusmjörið og svo í hveiti-
blönduna. Hristið aukahveitið af.
Setjið 2 msk. af olíu á pönnu á
miðlungshita og steikið í 1-2 mín.
á hvorri hlið. Fiskurinn á ekki að
fulleldast á þessu stigi. Setjið fisk-
bitana í lítið eldfast mót.
Bætið kramda hvítlauknum við
afganginn af sítrónusmjörinu,
hrærið vel og hellið yfir fiskbitana.
Bakið í ofninum í um tíu mínútur
eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
Stráið saxaðri steinselju yfir áður en
borið er fram. Berið fram með t.d.
grjónum og góðu grísku salati.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Fylltur smokk-
fiskurinn lítur
girnilega út.
Sítrónan og
hvítlaukurinn
leika stórt hlut-
verk í þessum
einfalda rétti.
Hitið olíu á pönnu og steikið
smokkfiskinn þar til hann fær fal-
legan lit. Þegar allur smokkfiskurinn
er steiktur er honum raðað í ofnfast
mót (ekki of stórt). Bætið við á
pönnuna hvítvíninu, hvítlauknum,
capers, sítrónusafanum og smjörinu.
Smakkið til með salti og pipar. Þegar
sósan er til er henni hellt í fatið.
Þekjið með álpappír og bakið í ofni í
um 20 mín. Berið fram með sítrónu-
bátum, steinselju og góðu salati.
Laxaborgari með
fetaosti og spínati og
lárperusósu
6 stk. laxaborgarar
½ kg laxaflak
1 bolli saxað spínat
1 bolli mulinn fetaostur
1 ½ msk. sítrónusafi
Svartur pipar
3 hamborgarabrauð eða annað
gott brauð.
Sósan:
½ lárpera
4 msk. sýrður rjómi
4 tsk. sítrónusafi
1 hvítlauksgeiri, pressaður
Beinhreinsið, roðflettið og snyrtið
flakið. Skerið fiskinn í um 2 cm
teninga. Setjið laxinn og spínatið í
matvinnsluvél og hakkið vel saman,
þó ekki of mikið. Setjið farsið í skál
og bætið út í fetaostinum, sítrónu-
safanum og ágætlega af pipar.
Blandið vel saman og skiptið svo
í sex hluta og búið til laxaborgara
úr hverjum. Steikið þá á pönnu eða
grilli í um 3 mín. á hvorri hlið eða
þar til steiktir í gegn.
Á meðan þeir steikjast er lárperan
stöppuð í skál. Bætið út í sýrða
rjómanum, sítrónusafanum og
hvítlauknum.
Ristið eða hitið brauðið. Smyrjið
sósunni á hvora hlið og setjið
laxaborgarann á milli. Tilvalið er
að setja einnig gott salat á milli,
grillaðan ferskan aspas eða tómat-
sneiðar. Nýsteiktar franskar kart-
öflur passa líka ljómandi vel með.
saman túnfisknum, majónesinu og
olíunni. Bætið út í hvítlauknum,
svörtum pipar, vorlauknum, capers
og parmesanostinum. Hrærið
vandlega þar til líkist farsi og engir
stórir túnfiskbitar sjást. Fyllið hvern
smokkfisk upp að ⅔ og lokið með
tannstönglum.
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.790 kr.*
NAUTAKJÖT Í OSTRUSÓSU
KJÚKLINGUR Í KARRÝSÓSU
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI
*tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R