Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 21

Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 21
Rétt eftir alda- mótin 1900 voru konur sjaldséðir ökumenn á vegum úti. Það vakti því athygli þegar Alice H. Ramsey hús- móðir ók þvert yfir Bandaríkin fyrst kvenna. Þann 9. júní 1909 lagði hin 22 ára gamla Alice Huyler Ramsey af stað í ökuferð ásamt mágkonum sínum tveimur og vinkonu. Ferðin átti eftir að standa yfir í 59 daga og þvera Norður-Ameríku frá austri til vesturs, rétt um 5.767 kílómetra. Ferðin hófst við Hell Gate á Man- hattan og endaði í San Francisco. Þar með varð Alice fyrsta konan í sögunni til þess að aka bíl þvert yfir Bandaríkin. Ástæða ferðalagsins var auglýs- ingabragð fyrir bílaframleiðand- ann Maxwell-Briscoe. Eiginmaður Alice hafði nefnilega gefið henni bíl, Maxwell Runabout, og í fram- haldinu tók Alice þátt í Montauk Point kappakstrinum árið 1908, önnur tveggja kvenna. Alice reynd- ist hinn prýðilegasti ökumaður og vann bronsverðlaun í keppninni. Tveir aðrir ökumenn kepptu á Maxwell bílum og var Carl Kelsey annar þeirra. Kelsey þessi annaðist kynningarmál Maxwell og fóru aksturshæfileikar Alice ekki fram hjá honum. Hann stakk því upp á því að Alice æki þvert yfir Banda- ríkin á bílnum sínum, í auglýsinga- skyni, og myndi Maxwell styrkja ferðina. Uppátækið myndi vekja athygli þar sem óvenjulegt var að sjá konu undir stýri á þessum tíma. Svo óvenjulegt reyndar að New York Times sá ástæðu til þess í upphafi ferðar að fordæma Alice og ferða- félaga hennar fyrir að „ætla sér að framkvæma karlmannsverk“. Alice leit á ferðina sem áskorun og skemmtilegt ævintýri. Eins og vera ber var leiðangrinum fylgt eftir af bíl til aðstoðar. Þar sátu karlmenn undir stýri en sérstak- lega var tekið til þess að Alice leysti úr öllum vandamálum sem upp komu sjálf og gaf stýrið aldrei eftir þó hún kæmist í hann krappan. Ferðin reyndist hið ævintýraleg- asta ferðalag. Aðeins voru 244 kíló- metrar af þeim 5.767 kílómetrum sem Alice og ferðafélagar hennar fóru yfir lagðir bundnu slitlagi. Á leiðinni þurfti Alice því að skipta 11 sinnum um dekk. Þá þurfti hún að hreinsa kertin, gera við brotinn bremsupedala og sofa í bílnum þegar hann sat fastur í drullu leiðinni. Þá lenti hún í árekstri við Cadillac, varð bensínlaus úti á víðavangi og ók ofan í skurð. Annað framhjólið brotnaði undan bílnum í torfærum og tókst Alice að græja bráðabirgðaviðgerð með stálvír að vopni og aka áleiðs á verkstæði. Þó þær hefðu meðferðis kort frá The American Automo- bile Association til að komast rétta leið eltust þær að mestu leyti við símastaura og þá staura með fleiri en einni línu þar sem þeir leiddu líklega til næsta bæjar. Á leiðinni óku þær yfir svæði í Nebraska þar sem morðingi gekk laus og var hundeltur af lögreglu, Alice varð útbitin af veggjalús eftir nótt á hóteli í Wyoming og í Nevada voru þær umkringdar af veiðiflokki frumbyggja, vopnuðum bogum og örvum. Á leiðarenda komust þær þó á endanum, þrem- ur vikum eftir áætlaðan komudag, og í San Francisco fagnaði þeim mannfjöldi. Árið 1960 fékk Alice nafnbótina Woman Motorist of the Century af The American Automobile Associ- ation. Árið 1961 gaf Alice út bók um ferðalagið „Veil, Duster, and Tire Iron“. Á tímabilinu 1960 til 1975 ók Alice yfir þrjátíu sinnum þvert yfir Bandaríkin. Hún lést árið 1983. Ævintýralegur leiðangur Alice Ökuþórinn Alice H. Ramsey við bíl sinn en hún ók þvert yfir Bandaríkin árið 1909 fyrst kvenna. MYND/WIKIPEDIA.ORG 4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hagstæð ármögnun á bílum og tækjum Landsbankinn býður fyrirtækjum og ein- staklingum hagstæða ármögnun á nýjum og notuðum bifreiðum og atvinnutækjum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.