Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 22
Mercedes-Benz frumsýndi nýlega nýjan Actros vörubíl sem býður upp á fjölmargar spennandi nýjungar. MYNDIR/DAIMLER Nýr Actros er talsvert frábrugðinn fyrirrennara sínum. Í stað baksýnisspegla eru nú tveir 15 tommu skjáir sem eru tengdir við myndavélar. Nýr Actros hefur fjölmargar nýjungar og margar hverjar eru mikið stökk fram á við. Þær auka bæði öryggi og þægindi bílstjóra á ýmsan hátt. Mercedes-Benz Trucks frumsýndi nýja kynslóð af Actros vörubílnum í byrjun september og fékk hann enn frekari athygli á IAA atvinnu- bílasýningunni í Hannover,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, sölufulltrúi Mercedes-Benz trukka á Íslandi. „Nýr Actros er mikið breyttur frá fyrri kynslóð og er mun tækni- væddari en áður og með mikið af nýjum akstursstoðkerfum,“ segir Eiríkur. „Þessi nýja kynslóð vörubílsins eykur þægindi fyrir bílstjóra, öryggi hans, sem og vegfarenda, auk þess sem rekstrar- hagkvæmni eykst mikið. Nýr Actros er talsvert frá- brugðinn fyrirrennara sínum hvað útlit varðar. Í stað hefðbundinna baksýnisspegla eru nú komnar myndavélar sem staðalbúnaður,“ segir Eiríkur. „Myndavélarnar eru mikil framför hvað varðar loftmót- stöðu, öryggi og alla meðhöndlun bílsins. Myndavélarnar auka verulega á útsýni fyrir ökumann, en kerfið samanstendur af tveimur myndavélum sitt hvorum megin á bílnum. Í innra rými bílsins eru tveir 15 tommu skjáir sem festast á gluggapóst hvorum megin. Athyglisverðasta nýjungin er Active Drive Assist aksturs- aðstoðarkerfið sem gerir bílinn að hluta til sjálfkeyrandi. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er í boði í fjöldaframleiddum vörubíl,“ segir Eiríkur. „Þetta nýja aksturs- aðstoðarkerfi sér til þess að Actros geti hemlað, aukið hraðann og stýrt sjálfstætt. Ólíkt kerfum sem vinna aðeins á ákveðnum hraða býður Active Drive Assist upp á að hluta til sjálfvirkan akstur á öllum hraða og notast bæði við radar og myndavélar til að gera aksturinn sem öruggastan. Active Drive Assist byggir á þrautprófuðum skriðstilli með stopp/start aðgerðum og akreina- vara frá Mercedes-Benz, auk rafmagnsstýris sem kemur nú í Actros í fyrsta sinn, en hefur verið í boði fyrir Mercedes-Benz Arocs í nokkur ár,“ segir Eiríkur. „Þótt ábyrgðin á akstrinum sé áfram hjá bílstjóranum þá hjálpar þetta nýja og byltingarkennda kerfi við að auka öryggi og létta vinnuálagi af bílstjóranum. Nýr Actros hefur að geyma fjölmargar nýjungar frá fyrri gerð. Alls er um 60 breytingar að ræða og margar hverjar eru mikið stökk fram á við,“ segir Eiríkur. „Á IAA sýningunni árið 2014 sýndi Merc- edes-Benz Actros framtíðarvörubíl sem þá þótti mjög framúrstefnu- legur. Nú aðeins fjórum árum síðar eru flestar þessara nýjunga, sem þá voru kynntar, í boði í fjöldafram- leiddum vörubíl. Mercedes-Benz Trucks hefur boðið bremsuaðstoðarkerfi frá árinu 2006 og kynnir nú nýjustu kynslóð slíkra kerfa, Active Brake Assist 5, í nýjum Actros. Þetta nýja kerfi kemur ekki einungis í veg fyrir aftanákeyrslur, heldur skynjar kerfið nú einnig gangandi vegfarendur,“ segir Eiríkur. „Aukin samþætting radar- og myndavéla- kerfa gerir þetta mögulegt og setur Mercedes-Benz vörubíla í sérflokk hvað þennan búnað varðar.“ Nýr og hátæknivæddur Actros vörubíll frá Benz Mercedes-Benz frumsýndi nýlega nýja kynslóð af Actros vörubílnum sem býður upp á fjölda nýjunga sem auka þægindi og öryggi. Bíllinn þótti framúrstefnulegur fyrir aðeins fjórum árum. Active Drive Assist akstursaðstoðarkerfið gerir bílinn að hluta til sjálfkeyr- andi. Það hefur ekki áður verið í boði í fjöldaframleiddum vörubíl. KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.