Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 23

Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 23
Ekki hefur verið rannsakað sérstaklega hérlendis hvaða kvillar hrjá helst fólk sem vinnur við akstur en samkvæmt erlendum heimildum eru mjó- baksverkir algengustu stoð- kerfiseinkennin. Önnur einkenni sem eru algeng eru vöðvabólga, höfuðverkir, óþægindi frá öxlum og þreytuóþægindi í fótum. Þetta eru allt einkenni sem eru algeng meðal fólks í kyrrstöðuvinnu,“ segir Gunnlaugur en hann hefur um langt skeið verið sjúkraþjálfari hjá Vinnuvernd. Hann bendir á að það sé mjög fjölbreyttur hópur einstaklinga sem starfi við akstur og að hluti þeirra hreyfi sig töluvert í vinnunni, sér í lagi þeir sem sinni störfum þar sem þeir taka þátt í að ferma og afferma bílana. Þar eru algeng stoðkerfiseinkenni sem fylgja öðrum líkamlegum störfum eins og t.d. lagerstörfum. Lög um hvíldartíma mikilvæg Þegar Gunnlaugur er spurður hvað bílstjórar ættu að hafa í huga til að viðhalda hreysti og góðri heilsu segir hann mikilvægt að huga að líkamlegu atgervi, hreyfa sig reglulega og passa upp á matar- æðið. „Svefn er einnig lykilatriði. Atvinnubílstjórar eyða miklum tíma í umferðinni, sem þarfnast mikillar einbeitingar. Lög eru í gildi um hvíldartíma bílstjóra, þau eru bæði mikilvæg fyrir bílstjórana sjálfa og til að stuðla að auknu umferðaröryggi,“ bendir Gunn- laugur á.  Einnig má líta til þess hvað fyrir- tækin í þessum geira geta gert til að ýta undir góða heilsu starfsmanna, að sögn Gunnlaugs. Hann segir að í því sambandi sé bæði aðbún- aður og fræðsla mikilvæg. „Oft er vöntun á tækjum ekki eini vand- inn, heldur einnig að þau léttitæki og búnaður sem er til staðar sé nýttur til að auðvelda störfin. Sam- hliða þarf að hafa öfluga fræðslu og þjálfun fyrir nýliða í notkun búnaðarins og líkamsbeitingu.“ Gunnlaugur nefnir að mörg fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum að fá fagaðila til að mæla áhættuþætti fyrir t.d. sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. „Í því getur falist ákveðið aðhald fyrir starfsmenn, auk þess sem mikil- vægt er að greina þessa sjúkdóma sem fyrst,“ segir hann. Teygjur geta hjálpað Gunnlaugur segir að ekki sé hægt að svara því með vissu þegar hann er spurður hvort atvinnubílstjórar á Íslandi séu í sérstökum áhættu- hópi hvað snertir hjarta- og æða- sjúkdóma. „Það er beintengt þeim lífsstíl sem hver og einn stundar. Áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eru reykingar, hár blóðþrýstingur, sykursýki, hátt kólesteról og ofþyngd. Ef ein- staklingur er í ofþyngd eykur það líkur hans á háum blóðþrýstingi og sykursýki. Ég hef ekki séð gögn þess efnis að atvinnubílstjórar séu með sanni frekar í þessum áhættu- hópum umfram aðrar starfsstéttir. Ættarsaga getur einnig haft áhrif, og aukast líkurnar ef einhver nákominn hefur fengið kransæða- sjúkdóm fyrir 65 ára aldur.“ Margir bílstjórar finna af og til fyrir stífleika í kroppnum vegna langrar setu við vinnu. Gunnlaugur segir gott að gera blóðrásarauk- andi æfingar og teygjur til að liðka líkamann. „Mikilvægt er að setja sér hæfileg markmið þegar kemur að því að skipuleggja hreyfingu í vinnutíma. Á sama tíma getur verið gott að tengja hana ákveðn- um tíma vinnudags til að auka lík- urnar á að fylgja æfingunum eftir. Fyrir utan vinnutíma er margt í boði og þarf hver og einn að finna hvað hentar sér. Margir hreyfa sig innan veggja líkamsræktarstöðva sem bjóða upp á fjölbreytta mögu- leika, bæði styrkjandi og liðkandi æfingar, ýmsa hópatíma, jóga og tækjaþjálfun. Mikilvægt er að hafa í huga að göngutúrar og útivist hafa einnig góð áhrif á heilsu okkar og að hreyfing þarf alls ekki alltaf að vera undir handleiðslu utan- aðkomandi aðila, ef við förum skynsamlega og virðum mörk eigin getu.“ Áttu góð almenn heilsuráð fyrir þá sem vinna við akstur? „Hreyfing, mataræði og svefn myndi ég telja að væru lykilþættir sem hver og einn þarf að hafa í huga. Við erum mörg hver dugleg að sinna skipulagðri hreyfingu, en af ýmsum ástæðum erum við kannski ekki nógu dugleg að hreyfa okkur í daglegu amstri, án þess að fara á skipulagðar æfingar.“ Teygjur hjálpa stirðum kroppi Gunnlaugur Már Briem, sjúkraþjálfari hjá Vinnuvernd, segir reglulega hreyfingu, gott matar æði og nægan svefn lykilþætti að góðri heilsu þeirra sem vinna kyrrsetustörf. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Gunnlaugur segir gott að gera blóðrásaraukandi æfingar og teygjur til að líðka skrokkinn en margir atvinnubílstjórar finna af og til fyrir stífleika í líkamanum vegna langrar setu við vinnu. Hann segir mikilvægt að setja sér hæfileg markmið þegar kemur að því að skipuleggja hreyfingu á vinnutíma. MYND/ANTON BRINK Atvinnubílstjórar eyða miklum tíma í umferðinni , sem þarfn- ast mikillar einbeitingar. Lög um hvíldartíma eru mikilvæg fyrir bílstjóra. Gunnlaugur Már Briem 6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR VIÐGERÐIR VARAHLUTIR ÞJÓNUSTA SÍMI 555-6670 www.velras.is BIFREIÐA- OG VÉLAVERKSTÆÐI - ÁLHELLU 4, HAFNARFIRÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.