Fréttablaðið - 26.10.2018, Qupperneq 26
Kristinn Már Emilsson, framkvæmdastjóri atvinnutækjasviðs, við nýja þjónustumiðstöð Veltis við Hádegismóa 8.
Veltir þjónustar
öll atvinnu-
tækjamerki
Volvo en eftir
því sem best er
vitað er hvergi
í Skandinavíu
hægt að finna
einn um-
boðsaðila sem
er með öll Volvo
atvinnutækja-
vörumerkin á
sinni könnu.
Flutningar á Volvo atvinnu-tækjasviði Brimborgar í nýtt glæsilegt sérhannað þjón-
ustuhúsnæði fyrir atvinnutæki
að Hádegismóum 8 í Árbæ hófust
í síðustu viku og starfsemi verk-
stæðanna byrjaði í þessari viku.
Stefnt er að því að flutningum
á allri starfsemi Volvo atvinnu-
tækjasviðs verði lokið um næstu
mánaðamót. „Starfsemi Volvo
atvinnutækjasviðs í nýrri þjónustu-
miðstöð að Hádegismóum verður
undir nafninu Veltir, en það er gert
til þess að skapa skarpari skil á
milli fólksbílasölu Brimborgar að
Bíldshöfða annars vegar og þunga-
deildarinnar í Hádegismóum hins
vegar,“ segir Kristinn Már Emilsson,
framkvæmdastjóri atvinnutækja-
sviðs.
Starfsmenn virkir
í hönnunarferlinu
Nýja húsnæðið er merkilegt fyrir
margra hluta sakir. Hönnunarferlið
tók langan tíma og var vandað til
verka. Starfsmenn atvinnutækja-
sviðs höfðu meðal annars tök á
því að koma á framfæri sínum
skoðunum á fundum í hönnunar-
ferlinu. Við hönnun á húsnæðinu
var sérstaklega hugað að stað-
setningu, aðkomu frá stofnbraut,
flæði varahluta innandyra og að
tækjabúnaður yrði sem allra bestur.
Jafnframt var hugað að því að
aðstaða fyrir starfsmenn og okkar
viðskiptavini yrði sem best. „Þessi
Volvo þjónustumiðstöð er öðruvísi
hvað það varðar að við erum að
þjónusta öll atvinnutækjamerki
Volvo, þ.e. Volvo Trucks vörubif-
reiðarnar, Volvo CE vinnuvélarnar,
Volvo Bus rútur og strætisvagna
og Volvo Penta bátavélarnar auk
Renault Trucks vörubifreiða, en
eftir því sem ég best veit er hvergi
í Skandinavíu hægt að finna einn
umboðsaðila sem er með öll Volvo
atvinnutækjavörumerkin á sinni
könnu eins og við,“ segir Kristinn.
Framúrskarandi aðstaða
„Til framtíðar er nýju þjónustumið-
stöðinni ætlað að styðja við öfluga
uppbyggingu atvinnutækjasviðs
Brimborgar og gera Velti að einum
eftirsóknarverðasta vinnustað á
markaðnum með framúrskarandi
aðstöðu og athafnarými til að veita
okkar traustu viðskiptavinum bestu
þjónustu sem völ er á.“
Í vesturhluta húsnæðisins er
aðalinngangur Veltis með mót-
töku, sölu og söluráðgjöf vara-
hluta ásamt verkstæðismóttöku.
Á annarri hæð verða söluráðgjafar
Veltir – ný þjónustumiðstöð
fyrir Volvo atvinnutæki
Á nýju þjónustu-
verkstæði Veltis
verður allur
tækjabúnaður
eins og best
verður á kosið.
Jóhann Rúnar
Ívarsson, þjón-
ustustjóri Veltis,
prófar nýjar
dekkjavélar hjá
Velti Xpress.
26 metra löng gryfja.
Ný þjónustumið-
stöð Veltis fyrir
Volvo atvinnu-
tæki opn ar að
Hádegismóum
8. Húsnæðið er
sérhannað og öll
aðstaða til fyrir-
myndar. Helgina
17. og 18. nóvem-
ber verður opið
hús í Velti.
fyrir Volvo atvinnutæki stór sem
smá,“ lýsir Kristinn. Helgina
17.-18. nóvember verður opið hús
að Hádegismóum 8 og sýning á
Volvo atvinnutækjum og því sem
Veltir hefur upp á að bjóða.
Best útbúna atvinnutækja-
verkstæðið
Á nýju þjónustuverkstæði Veltis
verður allur tækjabúnaður eins
og best verður á kosið og segir
Kristinn að verkstæðið verði án
efa eitt flottasta og best útbúna
atvinnutækjaverkstæði landsins
og þó víðar væri leitað. „Sem dæmi
um tækjabúnað á verkstæðinu
hjá Velti þá eru tjakkalyftur í
gólfi í tveimur stæðum, 26 metra
löng gryfja með áföstum bremsu-
prófunar búnaði auk öflugra
hristi platna sem gerir okkar bif-
vélavirkjum fært að greina betur
slit í fóðringum og hjólabúnaði.
Þá er 10 tonna brúarkrani sem
nær yfir helming húsnæðisins
sem auðveldar okkur að lyfta
þungum hlutum og verður meðal
annars fjárfest í búnaði sem hægt
er að nota með brúarkrana sem
auðveldar okkur framrúðuskipti.
Búið er að fjárfesta í háþró-
uðum hjólastillingarbúnaði fyrir
vörubifreiðar, en rétt hjólastillt
vörubifreið ásamt vagni minnkar
hráolíueyðslu auk þess sem dekk-
jaslit minnkar til muna.“
Í vöruhúsi Veltis er öflugur
11 metra hár vöruturn sem kemur
til með bæta enn frekar hraða og
flæði varahluta til viðskiptavina
og verkstæða auk þess sem utan-
umhald varahlutalagers verður
öruggara og enn betra.
Veltir Xpress hraðþjónusta
Veltir Xpress er heitið á nýrri
hraðþjónustu sem er í boði fyrir
vörubifreiðar, tæki og vagna að
Hádegismóum 8. Þar eru unnin
verkefni sem ekki taka of langan
tíma, svo sem smurþjónusta, minni
viðgerðir á eftirvögnum, bremsu-
viðgerðir og dekkjaþjónusta. Í
aðstöðunni hjá Velti Xpress er 26
metra löng gryfja auk fjögurra pósta
tjakkalyftu í gólfi sem gerir það að
verkum að hægt verður að lyfta
bæði bíl og vagni í passlega vinnu-
hæð fyrir starfsmenn. Hugsunin er
sú að viðskiptavinir geti mætt án
þess að panta tíma og farið í röðina
með sitt atvinnutæki.
Í austurenda Hádegismóa 8 er
Frumherji með sérhæfða skoð unar-
stöð fyrir atvinnutæki. Heildar-
stærð húsnæðis að Hádegismóum
8 er samtals rúmlega 4.000 m2 og
lóðin er 14.000 m2.
Kristinn vill koma á framfæri
þökkum til viðskiptavina fyrir þol-
inmæði vegna plássleysis að Bílds-
höfða 6 og segir hann starfsmenn
Veltis hlakka til að taka á móti þeim
á nýjum stað að Hádegismóum 8.
Að lokum er áhugasömum
fagmönnum í greininni sem hafa
áhuga á því að vinna með Velti bent
á að skoða laus störf hjá Brimborg
á heimasíðu Brimborgar, www.
brimborg.is
Frekari upplýsingar um starfsemi
Volvo atvinnutækjasviðs má finna
á heimasíðum Volvo atvinnutækja
volvotrucks.is, volvoce.is, volvo-
bus.is og volvopenta.is. Auk þess
er hægt að fylgjast með fréttum
og afhendingu tækja á Facebook-
síðunni Volvo atvinnutæki.
Nýtt símanúmer hjá Velti er
510 9100.
Volvo atvinnutækja staðsettir
ásamt fundaraðstöðu, kennslu-
rými og mötuneyti fyrir starfs-
menn. „Úr mötuneyti starfsmanna
á annarri hæð er hægt að ganga
út á stórar svalir með frábæru
útsýni til norðurs yfir Grafarholts-
völl, en þar verður hægt að gera
eitthvað skemmtilegt saman á
góðviðrisdögum. Hægt er að opna
stóra hurð frá rými í anddyrinu
inn á verkstæðið og nýta þannig
verkstæðið sem sýningar aðstöðu
KYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR