Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 31

Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 31
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Þorkell Ragnarsson hefur um rúmlega 30 ára skeið búið og starfað í Bandaríkjunum þar sem hann hefur stærstan hluta starfsferilsins keyrt stóran tankbíl um Bandaríkin og Kanada. Á þessu tímabili hefur hann starfað hjá fimm ólíkum fyrirtækjum og flutt allt milli himins og jarðar, t.d. byggingarkrana, jarðvinnslu- tæki, kælivagna með grænmeti og dísilolíu. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá fyrirtækinu Oakley, sem er staðsett í miðju Flórídaríki, þar sem hann flytur eingöngu varning sem tengist mat- vælaiðnaði með einhverjum hætti, allt frá vatni til viskís. „Hjá Oakley erum við eingöngu með tanka í eftirdragi en hver þeirra tekur um 27.300 lítra. Þeir hafa bara eitt hólf og fyrir vikið er frekar erfitt að draga þá því innihaldið er alltaf á hreyfingu. Við flytjum mikið af matarolíu, þá helst sólblómaolíu, pálmaolíu, ólífuolíu og hnetuolíu. Einnig edik, heitt súkkulaðismjör, heitt súkkulaði og ýmsan ávaxta- safa auk ýmiss konar áfengis. Sumt af þessu þarf að flytja heitt og þá er hitanum haldið við með því að tengja kælivatnið frá bílnum í hita- leiðara í tanknum.“ Erfitt fyrir fjölskyldufólk Þorkell segist elska starf sitt og það sé einfaldlega skýringin á því hversu lengi hann hefur tollað í því. „Á þessum árum hef ég keyrt yfir þrjá milljónir mílna á þjóðveg- um Bandaríkjanna og Kanada sem gera um 4,8 milljónir kílómetra. Það góða við starfið er að ég fæ ágætt kaup og svo er ég alltaf að sjá eitthvað nýtt. Lífið á þjóðvegunum er ekki svo slæmt ef maður hefur jákvætt hugarfar og hefur gaman af starfinu. Þetta er þó erfitt starf fyrir fjölskyldufólk með mörg börn því fjarvera frá heimilinu er mikil.“ Prófaði aftur Ísland Áður en Þorkell hóf störf hjá Oakley starfaði hann hjá nokkrum fyrirtækjum. „Fyrsta fyrirtækið hét General Crane en þar var ég aðallega að flytja krana og jarð- vinnslutæki. Næst var það Token Transport en þar vorum við eingöngu í þungaflutningum og notuðumst við Peterbilt bíla. Þá keypti ég Freightliner bíl og var að draga kælivagna með grænmeti á milli Flórída og New York borgar í nokkur ár. Eftir nokkur ár skipti ég um bíl og keypti Peterbilt bíl og fór að draga vagna fyrir fyrirtæki sem heitir Schnider. Þar flutti ég allt milli himins og jarðar, ef það bara komst í tengivagninn. Eitt skiptið flutti ég t.d. tvö gasgrill frá Flórída til Kaliforníu á 53ja feta tengivagni. Næst fór ég að keyra dísilolíu á olíusvæðunum í Texas og þaðan lá svo leiðin til Oakley þar sem ég vinn í dag. Á þessu tímabili tók ég mér næstum tveggja ára frí frá keyrslunni og prófaði að flytja aftur til Íslands en það var erfitt og gekk ekki upp hjá mér.“ Ekkert annað tækifæri Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta fólk af öllum gerðum og þjóð- ernum þá er þetta einnig flott starf segir Þorkell. „Eitt sem ég tók eftir þegar ég byrjaði að keyra hér er hversu breytileg enskan er milli landshluta. Einnig sé ég miklar breytingar gegnum árin hvað varð- ar kurteisi. Mér finnst hún vera smátt og smátt að hverfa og yngra fólkið sem er að koma inn í þessa vinnu er sumt með enga þolinmæði fyrir starfi sínu. Þolinmæðin er þó undirstaða þess að gera ekki mistök í þessari vinnu því það er ekkert sem heitir annað tækifæri í þessu starfi. Það er erfitt að horfa upp á slys sem maður sér og maður veit að flest þeirra hefðu ekki átt sér stað ef bílstjór- arnir hefðu bara verið með hugann við keyrsluna.“ Lífið varð gott Þorkell hefur komið sér vel fyrir í Bandaríkjunum en hann býr í Ft. Lauderdale. „Eftir að ég hætti að miða allt við hvernig hlutirnir voru gerðir á Íslandi og sætta mig við aðstæður hér breyttist allt og lífið varð gott. Hér hef ég verið síðan 1985, að undanskildu stuttu tímabili heima á Íslandi, og hér líður mér vel. Ég sé engar breyt- ingar fram undan en get þó ekki neitað því að hugurinn reikar oft til Íslands þannig að það er aldrei að vita hvað ég geri í fram- tíðinni.“ Utan vinnunnar segist Þorkell eyða miklum tíma í gönguferðir. „Ég er svo heppinn að vinnu- veitandi minn leyfir mér að taka fríin mín hvar sem ég vil. Því hef ég tekið mikið af fríum mínum í Klettafjöllunum og farið þar í fjallgöngur. Einnig tek ég bílaleigu- bíla og keyri um og skoða það sem ég næ ekki að skoða á vinnutíma. Því eins og ég segi alltaf þá er lífið ævintýri ef maður notar það rétt.“ Alltaf að sjá eitthvað nýtt Á síðustu þremur áratugum hefur Þorkell Ragnarsson keyrt um 4,8 milljónir kílómetra starfs síns vegna á þjóðvegum Bandaríkjanna og Kanada. Hann segir lífið á þjóðvegunum ekki svo slæmt ef maður hefur bara jákvætt hugarfar og hefur gaman af starfinu og það hefur hann sannarlega. Bíllinn sem Þorkell Ragnarsson keyrir hjá Oakley er þessi fallegi Volvo vnl 630 árgerð 2017. Hann keyrir sama bílinn í tvö ár og fær svo nýjan. Hér er Þorkell að afferma viskí í Carson í Kali- forníu. Þorkell Ragnarsson hefur um 30 ára skeið starfað í Bandaríkjunum þar sem hann keyrir tankbíl um Banda- ríkin og Kanada. Olíumiðstöðvar og ofnar í báta og sumarbústaði 555-8000 : velanaust.is 14 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.