Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 47

Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 47
Ástkær bróðir minn, mágur minn og frændi okkar, Frímann Árnason til heimilis að Ástúni 10 í Kópavogi, lést á Kanaríeyjum þann 16. október sl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 29. október 2018 kl. 11. Guðrún Ágústa Árnadóttir Kristmundur Jónasson Ragna Kristmundsdóttir Bjarni V. Halldórsson og börn Árni Jónas Kristmundsson Erla Björg Birgisdóttir og börn Snædís Kristmundsdóttir Högni Haraldsson og börn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Pálsson frá Stóruvöllum í Bárðardal, fyrrum garðyrkjubóndi í Gufudal og verkstjóri hjá Hagvirki, lést föstudaginn 19. október á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin fer fram í Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. nóvember klukkan 14. Guðbjörg S. Birgisdóttir Guðmundur G. Norðdahl Sævar Birgisson Gerður Sævarsdóttir Brynja Birgisdóttir Bjarni Kristinsson Árni Birgisson Ásta Hólm Birgisdóttir Sigurbjörg Birgisdóttir Þorsteinn Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Þessu verki hreifst ég af 12 ára gamall þegar það var frumflutt í Þjóðleikhús-inu 1974. Fór þá einn míns liðs að horfa á óperuna af efstu svölum, stóð svo upp og ákvað að verða tónlistarmaður, alveg upptendraður,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem stjórnar tónlistarflutn- ingi Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson í Norðurljósasal Hörpu í kvöld og annað kvöld. Þar koma fram átta einsöngvarar, Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Leikstjóri er Bjarni Thor Kristinsson. Gunnsteinn segir Þrymskviðu nú flutta í tilefni af níræðisafmæli höf- undarins Jóns Ásgeirssonar og 100 ára fullveldisafmæli Íslands. „Tilviljun réð því að ég varð nemandi Jóns Ásgeirs- sonar í tónsmíðum þegar ég var 16 ára gamall og hann hafði gríðarleg áhrif á mig. Hann hefur líka haft mikið að segja í okkar tónlistarlífi. Þetta verk hans, Þrymskviða, er alveg magnað og í því eru miklar sviptingar, auk þess að vera skemmtilegt. Jón er þekktur fyrir flottar laglínur en teygir sig líka langt í tón- málinu. Ég held að þessi ópera sé dálítið lykilverk á hans ferli, sú fyrsta íslenska sem samin var í fullri lengd eftir sam- keppni sem var haldin í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.“ Jón endurskrifaði óperuna árið 1997 að sögn Gunnsteins, stytti hana, tók út dansa og bætti inn aríum í staðinn. „Þetta er í raun frumflutningur þeirrar útgáfu,“ segir hann. „Lítil hlutverk urðu stærri, eins og hlutverk Loka og hlutverk Grímu, það er persóna sem hann býr til og á að vera systir Þryms jötuns.“ Svona er efninu lýst í fréttatilkynn- ingu: Þór uppgötvar að hamar hans Mjölnir er horfinn! Þrymur þursadrott- inn hefur rænt honum og heimtar Freyju í lausnargjald. Hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn svo Þór fer í kvenmannsgervi til Jötunheima að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Lauf- eyjarsonar. Einsöngvarar eru Guðmundur Karl Eiríksson barítón sem Þór, Margrét Hrafnsdóttir sópran í hlutverki Freyju, Keith Reed bass-barítón syngur Þrym þursadrottin og Agnes Thorsteins Hamar Mjölnis er horfinn Gamanóperan Þrymskviða, fyrsta íslenska óperan sem samin var í fullri lengd, verður flutt í nýrri útgáfu í Hörpu í kvöld og annað kvöld, undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Hópurinn sem flytur Þrymskviðu á æfingu í Neskirkju í vikunni, Guðmundur Karl, sem leikur Þór, er í forgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Gunnsteinn sá Þrymskviðu 12 ára gamall. Nú stjórnar hann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Um Guðmund Karl sem leikur Þór Barítónsöngvarinn Guðmundur Karl Eiríksson kemur austan frá Flúðum í Hrunamannahreppi og er langafabarn Sigurðar Ágústssonar tónskálds og organista í Birtingarholti. Hann hefur stundað söngnám hjá Garðari Thór Cortes, Kristjáni Jóhannssyni og Renato Bruson. Þeim síðastnefnda í heimabæ Verdis, Busseto á Ítalíu, og þar söng hann með hljómsveit á galatónleikum í Theatre of Verdi. Einnig var hann í hlut- verki Schaunard í óperunni La bohème á Rimini. Nú starfar Guðmundur Karl sem sölumaður hjá SS en ætlar að halda stóra jólatónleika í heimabæ sínum Flúðum og fá til liðs við sig virta einsöngvara, meðal annars einn af læri- feðrunum, Kristján Jóhannsson. mezzósópran er Gríma, systir Þryms. Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór er Heimdallur og Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur Loka. Gunnsteinn hælir söngvurunum á hvert reipi, þeir eru flestir ungir og hann segir íslenska framtíð bjarta hvað söngvara varði. En verða bara þessar tvær sýningar? „Já, þær eru í Norður- ljósasalnum og eru settar upp á svolítið óvenjulegan hátt, sviðið verður eins og rampur fram í salinn þannig að áhorf- endur sitja umhverfis það. Svo er engin gryfja þannig að hljómsveitin er á sama gólfi og áheyrendur. Það komast samt um 400 manns á hvora sýningu og við vonum að bekkurinn verði þéttsetinn.“ gun@frettabladi.dis Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð þennan mánaðardag árið 1986, eftir 41 árs byggingar- sögu því smíði hennar hófst árið 1945. Arkitekt að henni var Guðjón Samúelsson. Við vígsluna gengu 2.000 kirkjugestir til alt- aris og var það meiri fjöldi en áður hafði sést í kirkjusögu Íslands. Hallgrímskirkja er 74,5 metra há og stendur á Skólavörðuholti, eins og margir vita. Hún sést því víða að og er afar þekkt kennileiti í Reykjavík. Hún er minningarkirkja um Hallgrím Pétursson og pílagrímsstaður ferðafólks. Flesta daga ársins koma þúsundir í kirkjuna, heimafólk og erlendir gestir. Í kirkjunni er 5.275 pípna orgel sem byggt var árið 1992. Það er 15 metrar á hæð og vegur um 25 tonn. Hallgrímskirkja þjónar nærumhverfi sínu sem sóknar- kirkja og er einnig þjóðar- helgidómur. Þ ETTA G E R Ð I ST : 2 6 . O KTÓ B E R 1 9 8 6 Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT Merkisatburðir 1927 Gagnfræðaskólinn á Akureyri fær heimild til að útskrifa stúdenta og við það verður hann Menntaskólinn á Akureyri. 1961 Allmikið hraungos hefst í Öskju. 1965 Reykjanesbraut eða Keflavíkurvegurinn, fyrsti þjóð- vegur á Íslandi utan þéttbýlis, sem lagður er bundnu slitlagi, er formlega opnuð eftir fimm ára framkvæmdir. Sett er á veggjald sem innheimt er í tollskýli við Straumsvík, þrátt fyrir mikla óánægju bílstjóra. 1995 Snjóflóð fellur á Flateyri með þeim afleiðingum að tuttugu farast.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.