Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 41

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 41
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ég baka alltaf smákökur eins og mamma og amma gerðu en mér finnst líka gaman að prófa nýjar uppskriftir og á orðið dágott matreiðslubókasafn. Á aðfangadag er ég með mjög fastar hefðir og elda alltaf það sama; beikonvafinn humar með sítrónu- sósu, fyllta aligæs og sérrífrómas og toblerone-ís. Hins vegar eru engar reglur á gamlárskvöld og þá elda ég bara það sem mér dettur í hug hverju sinni. Ég hef verið með antilópu, fasana og stokkönd á þeim tímamótum. Um leið og ég byrja að undirbúa matinn kemst ég í jólaskap,“ segir Anna Björk, sem heldur úti uppskriftasíðunni www.annabjork.is en hún hefur mikinn áhuga á matargerð. Þar má finna fjölbreyttar og ljúffeng- ar uppskriftir sem kitla sannar- lega bragðlaukana. „Ég kunni ekkert að elda þegar ég f lutti úr foreldrahúsum en áhuginn hefur vaxið með árunum og mér finnst eldamennska bæði skemmtileg og um leið ákveðin tjáning. Það er gaman að bera á borð eitthvað fallegt og gott fyrir fjölskyldu og vini. Það er eins og lítil ástarjátning,“ segir Anna Björk. Í nóvember er hins vegar lítill tími fyrir eldamennsku eða bakstur því þá er hún önnum kafin við að undirbúa jólakaffi og -happdrætti Hringsins, sem haldið verður í Hörpu þann 1. des- ember. „Jólakaffið er einstaklega vinsælt og börnin skemmta sér alltaf svo vel. Við eigum von á um eitt þúsund manns í kaffi svo það er í nógu að snúast þessa dagana. Allt starf Hringskvenna er unnið í sjálf boðavinnu og allt fé sem safnast rennur óskert í Barnaspít- alasjóð Hringsins en við styrkjum líka BUGL og heimili fyrir ein- hverf börn. Þessi dagur er einn af hápunktunum í því fallega starfi sem Hringskonur sinna allt árið um kring,“ segir Anna Björk. MACADAMIA- OG TRÖNUBERJAKÖKUR MEÐ HVÍTU SÚKKULAÐI Um 55 kökur 600 g hvítt súkkulaði, saxað 200 g smjör, mjúkt 2 egg 80 g ljós púðursykur 20 g dökkur púðursykur 175 g sykur 2 tsk. vanilludropar 350 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 100 g þurrkuð trönuber 100 g grófsaxaðar macadamia- hnetur Hitið ofninn í 180°C. Bræðið 170 g af súkkulaðinu yfir vatnsbaði og látið kólna lítillega. Þeytið smjör, egg, sykur og vanillu saman við bráðið súkkulaðið með rafmagns- þeytara, þar til blandan er orðin létt og ljós. Hrærið hveiti, lyfti- dufti, kanil og ⅔ af því sem eftir er af súkkulaðinu, ⅔ af trönuberjum og ⅔ af hnetunum varlega saman við þar til deigið verður þétt og hangir vel saman. Klæðið bök- unarplötu með bökunarpappír. Setjið deigið með teskeið á plötuna með góðu millibili. Stingið því sem eftir er af súkkulaðinu, hnetunum og berjunum ofan í kökurnar og bakið í 12 mín. eða þar til kök- urnar eru gylltar og fagrar. Látið kökurnar kólna í smástund áður en þær eru teknar af plötunni. Setjið svo á grind til að þær kólni alveg. ROLO-KÖKUR MEÐ SJÁVARSALTI Um 40 kökur 225 g mjúkt smjör 225 sykur 2 eggjarauður 2 msk. mjólk 250 g hveiti 30 g kakó ¼ tsk. salt U.þ.b. 40 pakkar Rolo Sjávarsalt frá Saltverki eða Maldon Þeytið smjör og sykur í hrærivél þar til blandan verður ljós og létt. Setjið eggjarauðurnar í glas og þeytið létt með gaff li. Bætið þeim smám saman út í. Hellið mjólkinni í glasið, hrærið lítillega og hellið svo út í deigið og hrærið áfram. Sigtið saman hveiti og kakó og hrærið varlega saman við með sleif og saltið. Pakkið því næst deiginu í plast og geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C. Klæðið bökunarplötur með bökunar- pappír. Takið deigið úr kæli, búið til kúlur á stærð við valhnetur úr deiginu með því að rúlla því á milli handanna. Setjið á bökunar- plötu og gætið þess að hafa gott bil á milli þeirra því þær stækka við baksturinn. Þrýstið síðan einum mola af Rolo létt ofan á hverja kúlu og sáldrið nokkrum salt- kornum ofan á. Bakið í 12-15 mín. eða þar til kökurnar virka þurrar og svolítið sprungnar á toppnum. Takið úr ofninum og látið kökurn- ar standa í 5 mín. áður en þær eru kældar á grind. Lítil ástarjátning Anna Björk er mikill snillingur í eldhúsinu. Hér gefur hún uppskriftir að mjög girnilegum smákökum fyrir jólin. „Mér finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir og á dágott matreiðslubókasafn,“ segir hún. Macadamia- og trönu- berjakökur með hvítu súkkulaði. Rolo-kökur með sjávar- salti. Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, byrjar jóla- baksturinn í desember. Hún gefur uppskriftir að tveimur smákökusortum sem sannarlega kitla bragðlaukana. Verð frá 94.999 kr. Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Jólagjöfin í ár Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 920
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.