Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2019, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 26.11.2019, Qupperneq 47
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ég hef verið svo heppinn á liðnum jólum að fá kærkomið jólafrí frá eldamennskunni og vera boðinn í jólaveislur hjá öðrum en um þessi jól ætla ég að elda jólamatinn heima hjá mér í fyrsta sinn og bjóða upp á grafinn lax, nautalund og súkkulaðimús á aðfangadagskvöld,“ segir Sigurþór Jóhannsson, matreiðslumaður á Skál. Sigurþór er hálfur Hafnfirðingur og hálfur Vestmannaeyingur sem er uppalinn að mestu á Álftanesi og útskrifaðist sem matreiðslu- maður fyrir tveimur árum. Hann segist ekki viss um hvort það hafi breytt nálgun hans á jóla- matseldina að starfa undir hinni virtu Michelin Bib Gourmand viðurkenningu á Skál, sem þýðir háklassa matreiðsla á sanngjörnu verði. „Ég reyni bara að hafa allt gott og þá verða allir sáttir. Ég held að allir geti gert góðan mat og mitt besta heilræði þegar kemur að matreiðslu er að salta allt nógu vel því salt og smjör eru mikil- Allir geta gert góðan jólamat Smjör og salt vega þyngst þegar kemur að afbragðs góðum jólamat hjá Sigurþóri Jóhannssyni, matreiðslumanni á Skál. Hann ætlar að elda jólamatinn heima í fyrsta sinn um þessi jól og gefur hér uppskrift að gómsætum jólarétti með Michelin Bib Gormand-brag. Sigurþór Jóhannsson er matreiðslumaður á Skál í Mathöllinni Hlemmi. Hann segist hafa það eina markmið í eldamennsku að gera allan mat góðan því þá verði allir sáttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR vægustu hráefnin að mínu mati og gera gæfumuninn þegar kemur að góðum mat,“ segir Sigurþór. Spurður hvort meistarakokkar geri stundum afdrifarík mistök yfir pottunum á jólunum segir Sigurþór alla kokka lenda í því að gera mistök af og til. „Því getur enginn neitað. Ég á sem betur fer enga sögu af slíku því ég hef ekki enn fengið tækifæri til að klúðra jólamatnum og vona að mér farist eldamennskan vel úr hendi. Það er frekar að ég geti upp- lýst það um næstu jól hvernig til tókst með jólasteikina í ár,“ segir Sigurþór broshýr yfir girnilegum og lokkandi jólarétti sem hann útbjó sérstaklega fyrir lesendur Fréttablaðsins og mælir með til að gleðja bæði munn og maga yfir hátíðarnar. „Grísakinnar með kartöflumús, eplasultu, grilluðu grænkáli og granateplum er rosalega góður réttur á köldum vetrardegi og hvað þá með einni góðri rauðvíns- flösku,“ upplýsir Sigurþór sem á sjálfur sitt ómissandi uppáhald þegar kemur að því að bíta og brenna yfir jól og áramót. „Já, ég á það til að hakka í mig laufabrauð og Lindor-súkkulaði,“ segir hann hinn kátasti í jólaskapi. GRÍSAKINNAR MEÐ KARTÖFLUMÚS, EPLASULTU, GRILLUÐU GRÆNKÁLI OG GRANATEPLUM fyrir 2 350 g grísakinnar, ristaðar í ofni á 180°C í 20 mínútur. Síðan settar í eldfast mót með sósunni og eldaðar á 180°C í 60-90 mínútur, eða þar til eldaðar í gegn. Sósan: 250 g hakkaðir tómatar 100 ml Tamari-sósa 50 ml eplaedik 100 g púðursykur 1 tsk. kóríanderfræ 1 tsk. reykt paprika ½ tsk. reykt chipotle ½ tsk. BBQ rub ½ tsk. kardimommufræ ½ tsk. fennelfræ 1 stk. anísstjarna ¼ tsk. cayenne-pipar Myljið kryddin í blandara. Setjið hin hráefnin saman í pott ásamt möluðum kryddunum. Hitið á miðlungshita þar til sykur er leystur upp. Passið að hræra inn á milli svo að sósan brenni ekki. Kartöflumúsin: 2 stk. bökunarkartöflur 100 g smjör 50 ml rjómi Salt og pipar Skerið kartöf lurnar í bita og sjóðið með salti. Þegar kartöf lurnar eru eldaðar skal sigta þær frá vatninu. Hitið rjóma upp að suðu og stappið kartöf lurnar út í. Bætið við smjöri í lokin, hrærið saman við og smakkið til með salti og pipar. Eplasultan: 2 stk. græn epli 1 msk. púðursykur 1 tsk. kanill ½ tsk. negull 1 stk. anísstjarna Skrælið eplin og skerið í grófa bita. Blandið því næst öllu saman í pott ásamt smávegis af vatni. Sjóðið eplin þar til þau eru orðin að mauki og smakkið til með sítrónusafa. blóðgjafirnar á árinu JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 926
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.