Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 57

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 57
Ragna hefur haft áhuga á matargerð og bakstri frá því hún var barn. „Ég ætlaði lengi vel að verða kokkur eða kondi- tormeistari en ákvað svo að verða hjúkrunarfræðingur eftir langa umhugsun.“ Ragna heldur úti bloggsíðunni ragna.is þar sem hægt er að finna hátt í 90 fjölbreyttar uppskriftir. Ragna er mikið jólabarn hún elskar að baka fyrir jólin og var búin að skreyta húsið að utan að mestu um miðjan nóvember. „Ég baka ekki margar sortir, mér finnst betra að baka fáar sortir sem klárast en að baka margar og geyma þær,“ segir hún. „Mér finnst skemmtilegast að búa til laufabrauð og smákökur en svo geri ég líka alltaf parta eins og amma mín og nafna Ragna gerði alltaf. Ég baka partana bara rétt fyrir jól. Ég tók við hlutverkinu hennar ömmu Rögnu að búa þá til fyrir ættina.“ Ragna hefur í nógu öðru að snúast fyrir jólin en að baka. Hún syngur á fimm mismunandi jólatónleikum og er því löngu farin að æfa jólalögin og löngu komin í jólaskap að eigin sögn. „Ég er í kór Lindakirkju og svo syng ég með Guðrúnu Árnýju í Víði- staðakirkju um jólin sem gestasöng- kona. Ég syng líka á Jóla Bublé tón- leikunum og fer heim til Víkur með jólatónleika. Þar fyrir utan syng ég í jólaboðum og fyrirtækjaveislum þannig að það er nóg að gera svona milli vakta, jólaundirbúnings og almenns heimilislífs. Ég er næstum alla daga annaðhvort að syngja eða hjúkra, svo restina af tímanum baka ég og sinni fjölskyldunni,“ segir Ragna. Það eru tvö ár síðan Ragna bakaði fyrst rúllutertuna sem hún deilir uppskriftinni að með lesendum, en hún segist hafa verið orðin leið á súkkulaði- og kara- mellukökum. „Þetta þarf ekki endilega að vera jólakaka en hún er voða jólaleg með hvítu kremi og rauðum Bismark brjóstsykri.“ KAKA: 4 egg 50 gr púðursykur 100 gr sykur 150 gr hveiti 15 gr kakó ½ tsk. salt 1 msk. rauður matarlitur 1 tsk. borðedik/hvítvínsedik 2 tsk. vanilludropar/extrakt 2 msk. mjólk 2 msk. matarolía Þeytið saman egg, púðursykur og sykur saman þar til mjög létt og ljóst í hrærivél eða handþeytara. Sigtið út í blönduna öll þurrefni og setjið restina af vökvum út í og hrærið varlega saman á lágum hraða þar til að deigið er vel blandað saman. Klæðið stórt skúffukökuform um 38x25 cm að stærð (ofnplata er of stór) með smjörpappír. Hellið deiginu yfir á smjör- pappírinn og jafnið út deigið þannig að það sé alls staðar jafn þykkt. Bakið í 180°C heitum ofni í 12 mínútur eða þar til kakan er svampkennd þegar hún er snert. Þegar kakan er tekin út úr ofn- inum er henni hvolft strax ofan á viskastykki sem búið er að strá f lórsykri á. Því næst er smjör- pappírinn tekinn af, f lórsykri stráð yfir kökuna og henni svo rúllað upp inn í viskastykkið. Þannig er hún látin kólna á meðan kremið er útbúið. Krem: 450 gr flórsykur 200 gr smjör 2 msk. rjómi 2 tsk. piparmyntudropar Flórsykri, smjör, rjómi og pipar- myntudropar er þeytt vel saman í handþeytarar eða með þeytara- stykki í hrærivél. Ath. að því lengur sem kremið er þeytt, því hvítara verður það. Kökunni er varlega rúllað í sundur, kremi smurt innan í og svo rúllað þétt saman upp aftur. Kremi er smurt yfir alla kökuna á platta eða diski og svo skreytt með brotnum/muldum Bismark brjóst- sykri/jólasveinastöfum. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Bakar syngur og hjúkrar Hjúkrunarfræðingurinn Ragna Björg Ársælsdóttir heldur úti matarblogginu ragna.is þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum að gómsætum kökum og mat. Ragna nýtir frítíma sinn fyrir jólin í bakstur milli þess sem hún sinni starfi sínu og syngur á hinum ýmsu tónleikum. Ragna hefur í nógu að snúast í kringum jólin en gefur sér samt tíma fyrir bakstur. Þessi rúlluterta er mjög jólaleg FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK - meiri upplifun Bíókort er tilvalin jólagjöf fyrir kvikmyndaunnandann Bíókortið gildir á allar kvikmyndir sem sýndar eru í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Sjáðu allar þær kvikmyndir sem þú vilt yfir tímabil kortsins 1, 3, 12 MÁNAÐA KORT OG LÚXUS ÁRSKORT Í BOÐI VERÐ FRÁ 4.990 KR. Nánari upplýsingar á smarabio.is/biokort UPPLIFUN Í JÓLAGJÖF JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 936
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.