Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 95
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Aðfangadagur er mikilvægur hátíðisdagur í Póllandi, rétt eins og á Íslandi, þar sem
fjölskyldan nýtur þess að borða
góðan mat og eiga ánægjulega
stund saman. Áður en borð-
haldið hefst fá allir kirkjubrauð,
eða oblátu, og óska hver öðrum
alls hins besta og ekki síst góðrar
heilsu. Við höldum í gamla, pólska
hefð og erum með tólf mismunandi
rétti á veisluborðinu á aðfangadag,
eða jafnmarga og postularnir.
Þessir réttir eru ýmist búnir til
úr fiski, sveppum eða grænmeti,
en ekki tíðkast að borða kjöt á
aðfangadag. Með þessu er líka
borðað brauð. Við leggjum alltaf
einn aukadisk á borðið, ef það
kæmi óvæntur gestur í heimsókn
þetta kvöld. Undir borðdúkinn
er sett hey fyrir jesúbarnið,“ segir
Kamila, þegar hún er beðin um að
segja frá pólskum jólahefðum.
„Á aðfangadagskvöld förum við
alltaf saman í pólska jólamessu, en
við erum kaþólskrar trúar eins og
meirihluti Pólverja. Eftir miðnætti
má svo borða kjöt og jafnvel fá sér
vínglas,“ segir Kamila og bætir við
að sumir Pólverjar trúi því að jólin
hefist þegar fyrsta stjarnan birtist
á himninum á aðfangadag og byrji
ekki að borða fyrr en hún fari að
sjást.
Hægt að panta jólasvein
Hápunktur kvöldsins er þegar jóla-
sveinninn, sem kallast Heilagur
Nikulás, kemur með gjafir fyrir
börnin en Kamila segir að það sé
pólskur siður frá fyrri tíð. „Börnin
syngja nokkur lög fyrir jólasvein-
inn áður en þau fá gjafirnar. Oftast
er jólasveinninn einhver úr fjöl-
skyldunni eða vinahópnum en það
er líka hægt að panta jólasveininn,“
segir hún með bros á vör. Pakk-
arnir eru merktir með nafni þess
sem fær pakkann, en ekki er sagt
frá hverjum þeir eru, aðeins að þeir
séu frá jólasveininum. „Mér finnst
þetta yndislegur siður og gaman að
sjá hvað börnin eru alltaf spennt að
hitta jólasveininn,“ segir hún.
Á jóladag hittist fjölskyldan
og borðar saman úrval af kjöt-
réttum og gómsætum kökum og
fer jafnvel í leiki. Annar í jólum er
með svipuðu sniði en áhersla er
lögð á samveru og að hafa gaman
saman. Hvað skreytingar varðar er
jólatréð gjarnan skreytt með hand-
máluðum glerkúlum, sem eru hver
annarri fallegri. „Ég byrja ekki að
skreyta neitt fyrr en þegar líða fer
að jólum,“ segir hún.
Kamila segir að það sé auðvelt að
útvega allt hráefni sem hún er vön
að nota til matargerðar, þegar hún
er innt eftir því hvort hún þurfi að
láta senda sér matvæli eða varning
á milli landa. „Það er ekkert mál
því það eru pólskar matvörubúðir
á Íslandi og úrvalið af matvöru
verður sífellt betra. Eftir þessi átta
ár á Íslandi hef ég líka aðlagað
matargerðina að því hráefni sem
fæst í búðum hérlendis.“
Jólasveinninn gefur gjafirnar
Kamila, Milena og Filip halda jól að pólskum sið á Íslandi. Hér er Kamila með börnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kamila Elzbieta er frá
Póllandi en hefur búið
á Íslandi undanfarin
átta ár, ásamt tveimur
börnum sínum.
Þau halda í pólskar
jólahefðir í mat og
drykk og fá jólasveininn
í heimsókn.
Fujifilm X-T3 með XF18-55
Fullt verð kr. 275.000
Jólatilboð kr. 247.730
Gildir frá 25. Nóvember
Fujifilm X-T30 með XF18-55
Fullt verð kr. 208.900
Jólatilboð kr.187.084
Gildir frá 25. Nóvember
Instax Mini 9, filma,
nærmynda linsa – hvít og bleik
Fullt verð kr.15.450
Jólatilbð kr.12.400
Takmarkað magn
Instax Mini 9, film, taska,
nærmyndalinsa – Ice blue
Fullt verð kr.17.390
Jólatilboð kr.13.900
Takmarkað magn
Frábærar í jólapakkann
JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 974