Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 24

Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 24
Ljósmynd/Aðsend Slasaður Þór hefur slasast ótal sinnum frá því hann flutti á sambýlið. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fjölskylda Þórs Ólafssonar, 49 ára þroskahamlaðs og flogaveiks manns sem hefur búið á sambýli í fjögur ár er gjörsamlega ráðalaus vegna óvið- unandi búsetuúrræða sem Þór býr við og hefur miklar áhyggjur af öryggi hans. Þetta segir systir Þórs, Anna Hulda Ólafsdóttir, lektor í verkfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Þór sem er með afar skert jafnvægisskyn notar göngu- grind daglega sér til stuðnings en að sögn Önnu er afar erfitt að koma göngugrindinni upp og niður stigana að íbúð hans sem er á annarri hæð í lyftulausu húsnæðinu. Tvisvar fengið blæðingu á heila Án göngugrindarinnar á Þór erfitt með að athafna sig, er gjarn á að detta og slasast auðveldlega. Það sem af er ári sjö sinnum lent á spítala vegna þess að hann hefur dottið illa. Tvisvar hefur hann þurft innlögn á spítala vegna blæðingar á heila og síðustu helgi fótbrotnaði hann illa í stiganum á sambýlinu. Anna Hulda segir að enginn öryggishnappur sé í íbúð Þórs og því sé lítið sem hann geti gert til að kalla eftir aðstoð lendi hann í óhappi. Starfsmaður starfar á fyrstu hæð í sambýlinu á daginn en enginn starfar þar á næturvöktum sem er nauðsyn- legt til að tryggja öryggi Þórs að sögn Önnu Huldu. Baðherbergið er þar að auki algjörlega óviðunandi og óað- gengilegt en heilbrigður maður í kjörþyngd ætti erfitt með að athafna sig þar að sögn Önnu Huldu. Þór fékk heilahimnubólgu rétt eftir fæðingu sem varð til þess að skerðing varð á þroska hans. Segir hún bróður sinn vera góðhjartaðan og ótrúlega duglegan mann sem vill gera allt sem hann getur sjálfur og kvartar nánast aldrei. Hefur margoft fengið synjun Anna Hulda segir að áður en Þór hafi fengið þetta húsnæði hafi hann búið hjá foreldrum þeirra systkina. Hún segir að mikið hafi breyst eftir að móðir þeirra lést 2010 en faðir þeirra sem er hjartveikur átti erfitt með að veita Þór þá umönnum sem hann þarfnast. Það var þó ekki fyrr en faðir þeirra fékk hjartaáfall og þurfti að fara í uppskurð sem Þór fékk íbúðina. Anna Hulda segir húsnæðið upp- haflega hafa átt að vera tímabundin lausn. Þór hafi því strax og hann flutti inn verið settur biðlista eftir nýrri íbúð sem byði upp á þá þjónustu, að- gengi og öryggi sem hann þarfnast. Hann hefur síðan þá fengið ótal synj- anir úthlutunarnefndar velferðar- sviðs sem sér um að velja hverjir fái íbúðir. Umsókn hans var synjað í síð- ustu viku að sögn Önnu Huldu, rétt áður en hann fótbrotnaði í stiga sam- býlisins. Segist Anna Hulda hafa fengið þá skýringu að hann hafi ekki komist að á listanum. „Ég veit ekki hvort það sé af því að hann er kominn inn á þennan stað að hann er ekki tekinn inn,“ segir Anna Hulda. Starfsfólkið reynir sitt besta „Hann er með mjög skert jafnvæg- isskyn sem hefur versnað mjög mikið frá því hann fór þarna inn. Maður sér mikinn mun. Það ætti að vera ástæða til að setja hann ofar á þennan lista,“ segir hún. Anna Hulda segir starfsfólk sam- býlisins vera yndislegt og segir að það reyni eftir bestu getu að aðstoða Þór. „Hann þarf bara svo miklu meiri aðstoð. Starfsfólkið er að gera vel miðað við það sem það hefur en það fær ekki fjármagn til að gera það sem þarf fyrir hann,“ segir Anna Hulda og bætir við að starfsfólkið sé sjálft sam- mála um að íbúðin og aðgengið sé ekki ásættanlegt fyrir Þór. Vöntun á betri úrræðum „Nú er hann orðinn það gamall og honum hefur hrakað það mikið að ég er bara búin að vera að bíða eftir að hann detti niður þennan stiga. Það er bara spurning hvort maður þarf að bíða þar til það verður hans síðasta fall. Það er komið á það stig,“ segir Anna Hulda alvarleg. „Ég hef rosa- lega miklar áhyggjur af honum. Starfsfólkið þarna er að reyna að gera sitt besta en hendur þess eru bara bundnar. Það er alveg sama hvert maður leitar. Það er eins og það bendi bara allir hver á annan,“ segir hún. „Það er ekki bara hann sem er að berjast við þetta. Þó að það sé fullt fullt af góðu starfsfólki í kerfinu þá er eitthvað sem vantar, greinilega tölu- vert fleiri og betri úrræði. Ég veit að það er enginn að reyna að vera eitthvað vondur. Það er bara ekki til lausn á þessu. Það er greinilega ekki nægilega ofarlega á forgangslista að setja fólk sem þarf þessa aðstoð í viðeigandi húsnæði,“ segir Anna Hulda. Sjö sinnum á spítala það sem af er ári  Þroskahamlaður og flogaveikur maður hefur beðið eftir viðeigandi íbúð í fjögur ár  „Það er bara spurning hvort maður þarf að bíða þar til það verður hans síðasta fall,“ segir systir Þórs Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhyggjur Anna Hulda hefur áhyggjur af bróður sínum sem hefur fengið ótal synjanir um viðeigandi húsnæði. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is nýskr. 03/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, leður, glerþak og hellingur af aukahlutum. Við höfum ekki séð fallegra eintak! TILBOÐSVERÐ 4.990.000 kr. Raðnúmer 259690 VWGOLF GTE PREMIUM Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 595 1000 ge tur br ey st fr ra . Ævintýri í Marokkó Ath .a ðv e ðgg etu rb re yst 24. október - 9 nætur Sérferð - Agadir - Taroudant - Foum Zguid - Sahara eyðimörkin - Chegaga - Zagora - Tamegroute - Ouarzazate - Marrakech - Essaouira Verð frá kr. 264.995

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.