Morgunblaðið - 05.09.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á
Vestfjörðum er komið með leyfi til
eldis á 12 þúsund tonnum af laxi á
ári. Þegar er kynslóðaskipt eldi í
þremur fjörðum, Patreksfirði,
Tálknafirði og Dýrafirði. Stærð-
arhagkvæmni er augljós í fiskeldi og
því er áfram unnið að umsóknum um
aukningu. Grunnur allrar starfsem-
innar er ný og fullkomin seiðastöð í
botni Tálknafjarðar sem byggist á
vatnsendurnýtingarkerfi (RAS).
Margt gerist á árinu 2019 hjá Arc-
tic Fish. Í byrjun árs hófst slátrun á
laxi af fyrstu kynslóð úr fyrstu lax-
eldisstöð fyrirtækisins sem er í
Dýrafirði. Enn er verið að slátra laxi
úr firðinum. Fyrirtækið endurheimti
laxeldisleyfi í Patreksfirði og Tálkna-
firði og tók þessar staðsetningar í
notkun með útsetningu seiða. Þá
verður nýja seiðastöðin tekin form-
lega í notkun næsta ári.
„Stærðarhagkvæmni er mikilvæg í
laxeldi. Oft er rætt um að fram-
leiðslan þurfi að vera að minnsta
kosti 10 þúsund tonn. Þegar við
stofnuðum fyrirtækið á árinu 2011
var það gert með þeirri framtíðarsýn
að byggja upp fyrirtæki í umhverfis-
vænu og sjálfbæru eldi og gera einn-
ig út á uppruna afurðanna á Íslandi
og Vestfjörðum. Við erum nú að ná
að sjá þá framtíðarsýn verða að veru-
leika,“ segir Sigurður Pétursson,
framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish
og stofnandi fyrirtækisins. Hann
segir að grunnurinn að þessum ár-
angri sé gott starfsfólk, góð seiðaeld-
isstöð og góðar staðsetningar í sjó til
framtíðaruppbyggingar.
Einstæður árangur í sumar
Ýmislegt hefur komið upp á í þess-
ari vegferð. „Það hefur komið mér
mest á óvart að ekki hafi fengist
meiri stuðningur til þess að styðja og
efla uppbyggingu fiskeldis á atvinnu-
svæði sem vantar sárlega stuðning til
að byggjast upp,“ segir Sigurður.
Hann segir að úrvinnsla umsókna
um leyfi til eldis hafi gengið hratt og
vel fyrir sig í upphafi. Fyrirtækið
hafi notið velvilja og fengið hvatn-
ingu. Ári eftir að farið var af stað hafi
farið að heyrast mótbárur.
„Við erum núna með nokkur leyfi í
ferli. Ég fullyrði að engin tvö þeirra
hafa farið eftir sama farvegi,“ segir
Sigurður en tekur fram að fyrirtækið
hafi alla tíð notið mikils velvilja á
Vestfjörðum. „Það hefur veitt manni
kraft til að halda áfram.“
Sjórinn við Vestfirði er kaldur en
laxeldið hefur þrátt fyrir það gengið
ótrúlega vel. Sigurður tekur sem
dæmi að seiði hafi verið sett út í kvíar
í Patreksfirði um miðjan maí í vor.
Telur hann að seiði hafi aldrei verið
sett út jafn snemma hér við land.
Þetta hafi verið stór seiði, eða yfir
200 grömm að jafnaði. Þau hafa
fimmfaldað þyngd sína á þremur og
hálfum mánuði og er fiskurinn nú um
kíló að þyngd. Það telur Sigurður
einstakan árangur hér á landi. Lax-
inum verður hægt að slátra næsta
haust, eftir aðeins einn vetur í sjó.
„Eldið lagar sig að aðstæðum í
hverju landi og á hverju svæði. Okk-
ur langar til að fara þá leið að fram-
leiða stærri seiði, 200 til 400 gramma,
og stytta eldistímann í sjó. Við erum
búnir að skapa okkur aðstæður til að
gera það í seiðastöðinni í Norður-
Botni,“ segir Sigurður.
Seiðastöð á heimsmælikvarða
Arctic Fish hefur byggt upp
stærstu og tæknilega best útbúnu
seiðastöð landsins, hún er raunar á
heimsmælikvarða. Helsta nýjungin
er endurnýting á vatni, eins og sagt
er frá í hliðargrein. „Þegar við stofn-
uðum fyrirtækið ákváðum við að
byrja á grunninum með því að
byggja upp góða seiðastöð. Varð
staðurinn að fullnægja nokkrum skil-
yrðum. Það þurfti að vera aðgangur
að nægu heitu og köldu vatni, nægu
byggingarlandi, aðgangi að sjó og
helst rafmagni. Aðstaðan í Norður-
Botni í Tálknafirði hafði allt þetta og
við keyptum litla seiðastöð sem var
hér,“ segir Sigurður.
Þetta var árið 2012 og síðan hefur
glæsileg seiðastöð verið byggð upp
og tekin í notkun í áföngum. Nú er
hún að verða fullbúin, það er að segja
þessi áfangi, og verður hún tekin
formlega í notkun um miðjan næsta
mánuð þegar frágangi nýjasta húss-
ins verður lokið.
Hús seiðastöðvarinnar eru níu
þúsund fermetar að grunnflatarmáli
og samanlagt er þetta stærsta hús á
Vestfjörðum. Þar er hægt að fram-
leiða yfir fjórar milljónir seiða á ári.
Með því að bæta við þriðja eldishús-
inu er unnt að auka framleiðsluget-
una í rúmar sex milljónir seiða.
Uppbygging stöðvarinnar er fjár-
frek framkvæmd. Hún kostar yfir
fjóra milljarða króna, eða eins og
fjórir togarar og segir Sigurður að
heildarfjárfesting í fyrirtækinu sé
eins og 8-9 góðir togarar. Það er
samanburður sem Vestfirðingar
skilja.
Áhugi á eldi í Ísafjarðardjúpi
Með endurheimtum leyfum í Pat-
reksfirði og Tálknafirði sem tekin
voru af fyrirtækinu á síðasta ári er
Arctic Fish með leyfi til framleiðslu á
12 þúsund tonnum af laxi. Í ár eru
settar út yfir tvær milljónir seiða,
sem skila sér í fyllingu tímans í rúm-
lega 10 þúsund tonna framleiðslu. Ef
allt gengur samkvæmt áætlun verð-
ur Arctic Fish þá með svipaða fram-
leiðslu og Arnarlax, sem eftir sam-
einingu við Fjarðalax hefur verið
langstærsti laxaframleiðandi lands-
ins og borið uppi framleiðsluna í
landinu.
Ný markmið hafa verið sett. „Við
viljum vaxa í yfir 20 þúsund tonn á
næstu þremur til fimm árum,“ segir
Sigurður. Það ætti að geta gengið
eftir því að aukning um samtals 10
þúsund tonn í Dýrafirði og Arnarfirði
er langt komin í umhverfismatsferli.
Þar fyrir utan vinnur fyrirtækið að
umhverfismati fyrir átta þúsund
tonna framleiðslu í Ísafjarðardjúpi.
Meiri óvissa er um þá framkvæmd
því áform fyrirtækja um að hefja þar
laxeldi er í bið vegna áhættumats
Hafrannsóknastofnunar vegna hugs-
anlegrar erfðablöndunar við lax í ám.
„Við bíðum þess að endurmat á
áhættumati líti dagsins ljós. Við höf-
um miklar væntingar til þess að
niðurstaðan verði jákvæð,“ segir Sig-
urður og getur um nýja tækni til að
fylgjast með laxi sem gengur upp í
laxveiðiárnar í Ísafjarðardjúpi, jafn-
vel að hægt verði að greina eldislax
sjálfvirkt og taka hann til hliðar.
Stöðugt framboð þarf allt árið
Ekki hefur verið erfitt að selja all-
an þann lax sem hér er hægt að ala,
enda er framleiðslan á Íslandi svo lít-
il að hún greinist varla á heimsmark-
aði enn sem komið er. „Við viljum
skapa íslenskum laxi sérstöðu og
teljum að við getum fengið hærra
verð út á það. Reynslan úr fisk-
útflutningi segir manni það. Við
munum ekki ná þeirri stöðu fyrr en
framboð og gæði vöru okkar verða
stöðug. Það fer kannski að styttast í
það. Á næsta ári verður hægt að
tryggja stöðugt framboð allt árið,“
segir Sigurður.
Hann hefur reynslu af útflutningi
sjávarafurða. Var hjá SÍF á sínum
tíma og var síðan búsettur úti í
Frakklandi í nokkur ár þar sem hann
byggði upp sölu- og framleiðslufyrir-
tæki í sjávarafurðum, Novo Food,
með félaga sínum, Guðmundi Stef-
ánssyni.
Arctic Fish selur fisk undir eigin
vörumerki, mest til Evrópu í gegnum
dreifingarfyrirtækið Novo Food og
sölukerfi Norway Royal Salmon, sem
er stærsti eigandi fyrirtækisins.
Hluti framleiðslunnar fer til Banda-
ríkjanna. Sigurður bíður eftir að síð-
ustu hindrunum við því að hægt verði
að selja lax til Kína, án tolla, í sam-
ræmi við fríverslunarsamning þjóð-
anna, verði rutt úr vegi og bindur
vonir við að það geti orðið búbót fyrir
íslenska laxaútflytjendur.
Heimsmarkaðsverð á laxi hefur
verið hátt á síðustu árum enda eftir-
spurn verið meiri en framboð. Hins
vegar varð töluverð verðlækkun nú í
ágústmánuði. Sigurður hefur ekki
áhyggjur af því. Tímabundnar
ástæður séu fyrir verðlækkuninni.
Neysla á eldisfiski hafi aukist stöð-
ugt og ekkert bendi til annars en að
sú þróun muni halda áfram á næstu
árum og áratugum. Þá séu mestu
neyslumánuðir ársins fram undan.
Yfir sextíu starfsmenn
Á sjöunda tug starfsmanna er nú
hjá Arctic Fish eftir að ráðnir voru
ellefu starfsmenn á starfsstöðvar á
Patreksfirði og Tálknafirði til að ann-
ast eldið í þessum fjörðum. Mennt-
unarstig er frekar hátt, meðal annars
skipstjórar, vélstjórar, fiskeldisfræð-
ingar og fólk með ýmsa menntun á
háskólastigi.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á
Ísafirði. Fyrirtækið er auk þess með
starfsstöðvar á Þingeyri, Tálknafirði
og Patreksfirði og seiðastöðina í
botni Tálknafjarðar. Þá hafa tveir
starfsmenn sem annast leyfamál
fyrirtækisins og samskipti við opin-
berar stofnanir skrifstofuaðstöðu í
Hafnarfirði. Sigurður er annar
þeirra.
Uppbygging fiskeldisins hefur
gjörbreytt stöðunni í atvinnumálum
og mannlífi á sunnanverðum Vest-
fjörðum. Þar hefur verið uppbygg-
ingarskeið sem ekki er séð fyrir end-
ann á.
30Arctic Fish var áður með eigin
vinnslu í Ísafjarðarbæ og stefndi að
frekari uppbyggingu þar en frestaði
því vegna biðstöðu í leyfamálum í
Ísafjarðardjúpi. Öllum laxi er nú
slátrað hjá Arnarlaxi á Bíldudal og
segir Sigurður að samvinna fyr-
irtækjanna gangi vel.
Stytta eldistíma í sjó
Arctic Fish framleiðir stór laxaseiði í nýrri eldisstöð sinni í Tálknafirði Fyrsta stöðin með
vatnsendurnýjunarkerfi Unnið að tvöföldun laxeldisins til að nýta kosti stærðarhagkvæmni
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Tálknafjörður Nýja seiðastöðin í Norður-Botni er í þremur húsum. Útifyrir
er brunnbátur að taka seiði úr stöðinni til að setja út í kvíar utar í firðinum.
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
SJÁ SÍÐU 30