Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
ALLT Í BAÐHERBERGIÐ
FRÁ A TIL IFÖ
Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum.
IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936.
„Ég elska vinnuna mína og er
heppin að hafa vinnu sem mér
finnst gaman í. Það er alltaf er
nóg að gera og alltaf einhver
skemmtileg verkefni,“ segir
Nancy Rut Helgadóttir líftækni-
fræðingur, sem rekur rannsókn-
arstofuna í seiðastöð Arctic
Fish í Tálknafirði.
Nancy er fædd og uppalin á
Tálknafirði. Hún var verk-
efnastjóri hjá fiskvinnslunni
Þórsbergi en þegar hún átti að
koma aftur til vinnu eftir fæð-
ingarorlof á árinu 2015 var búið
að loka fyrirtækinu. „Ég vildi
búa hér áfram, út af börnunum,
gott er að ala þau hér upp. Hér
eru pabbi og mamma og afi og
amma og allt baklandið. Ekki
eru mörg störf á mínu sviði en
ég hringdi í Arctic Fish og fékk
vinnu nánast strax,“ segir
Nancy, sem fékk þannig tæki-
færi til að taka þátt í uppbygg-
ingu seiðastöðvarinnar.
Starfið felst fyrst og fremst í
því að fylgjast með gæðum
vatnsins í endurnýtingunni
enda mikilvægt að þau séu
stöðug og henti fiskinum sem
best.
Rannsóknarstofan er með
best útbúnu stofum sem vinna
fyrir fiskeldið, segir Nancy. Áð-
ur þurfti að senda sýni til
margra rannsóknarstofa og til
útlanda. Tíma tekur að fá svör.
„Í þessum rekstri skiptir höf-
uðmáli að fá niðurstöðurnar
samdægurs til þess að hægt sé
að grípa til ráðstafana ef þörf
gerist á.“ helgi@mbl.is
Alltaf skemmti-
legt í vinnunni
BESTA RANNSÓKNARSTOFAN
Rannsóknir Nancy Rut Helgadóttir
rannsakar vatnssýnin daglega.
„Ég átti mér þann draum þegar
ég flutti frá Frakklandi að
koma aftur á gömlu heimaslóð-
irnar á Vestfjörðum og nýta
reynslu mína í sölu- og mark-
aðsmálum til að koma upp
fiskeldi,“ segir Sigurður Pét-
ursson, sem stofnaði Arctic
Fish sumarið 2011. Hann fékk
til liðs við sig Jerzy Malek, sem
átti stóra fullvinnslu á laxa-
afurðum og tækjaframleiðslu
fyrir fiskeldi í Póllandi og Sig-
urður hafði átt viðskipti við.
Arctic keypti fyrirtækið Dýr-
fisk á Þingeyri haustið 2011, en
það var með eldi á regnboga-
silungi. Ákveðið var að fara í
kynslóðaskipt eldi og skipta
regnbogasilungi út fyrir lax og
sótt um leyfi til að gera það.
Norska fiskeldisfyrirtækið
Norway Royal Salmon (NRS)
kom inn í fyrirtækið á árinu
2016 og lagði fram nýtt hlutafé
til móts við fyrri eigendur og á
helming hlutafjár. „Þegar NRS
kom inn í félagið var það ekki
aðeins til þess að styrkja fjár-
málahlið starfseminnar heldur
einnig til að miðla reynslu
sinni í fiskeldi á köldum slóð-
um þar sem meginhluti eld-
isstarfsemi félagsins er í Norð-
ur-Noregi.“
Vildi á gamla
heimaslóð
STOFNANDINN
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vatnið er tekið inn í seiðastöð Arctic
Fish í Tálknafirði úr tólf borholum
sem skila vatni á bilinu frá fimm
gráðum upp í 38 gráður. Það er síð-
an blandað eftir þörfum í tönkum
stöðvarinnar.
Í gegnum seiðastöðina flæða yfir
þrjú þúsund lítrar á sekúndu, eða
vatn sem samsvarar þremur Elliða-
ám. 95% af vatninu eru endurnýtt og
aðeins 5% af nýju vatni er bætt við.
Einn af helstu kostum vatnsend-
urnýtingarkerfa (RAS) er að mögu-
legt er að meðhöndla allt vatn sem
notað er í eldinu og það geislað. Það
fer því inn í stöðina algjörlega dauð-
hreinsað og lífhreinsar með sér-
hæfðum bakteríum hreinsa síðan
vatnið í stöðinni. Að lokum er svo
mögulegt að sía frá það sem fellur til
af lífrænum úrgangi og hefur verið
útbúin hreinsistöð til að búa til
áburðarefni úr úrganginum. Hún er
nú í tilraunarekstri.
Dregið úr hættu á sjúkdómum
Stöðinni er skipt upp í einingar
þar sem fáein ker eru með eigin
endurnýtingarkerfi og dælur, raun-
ar ávallt tvöfalt dælukerfi ef einhver
dæla bilar. Endurnýtingarkerfin eru
því mörg og það skapar aukinn
sveigjanleiki í hitastýringum og ör-
yggi ef upp koma vandamál í af-
mörkuðu eldiskerfi.
Endurnýtingarkerfið er ekki fyrst
og fremst til að spara vatnið, enda
nóg til af vatni í landi Norður-Botns.
Kerfið er sett upp til þess að hafa
alltaf jafnt og gott vatn fyrir seiðin
og ekki síður til að varna því að sjúk-
dómar komi upp. Sigurður Pét-
ursson segir að vatn á Íslandi sé
ótrúlega hreint en með öðruvísi eig-
inleika en vatn í öðrum löndum. Til
dæmis er of mikið ál í því. Sett eru
lífræn efni út í vatnið í stöðinni til að
fella út álið. Segir Sigurður að fisk-
inum líði betur í þessu stýrða um-
hverfi og myndi betra ónæmiskerfi.
Síðustu tvö ár hafa öll seiði Arctic
Fish verið alin í nýrri eldisstöð fyrir-
tækisins og á þeim tíma hefur stöðin
ekki orðið fyrir neinum áföllum
vegna sjúkdóma.
Hvað gerir starfsfólkið?
Mikil sjálfvirkni er í stöðinni og
verður blaðamanni á að spyrja hvað
starfsfólkið sé að gera þar. Sigurður
svarar því til að þegar allt gangi vel
hafi fólkið lítið að gera en það þurfi
þó góða tæknimenn til að tryggja að
tæknin virki. Síðan þurfi að vinna
ýmis störf með höndunum.
Sigurður er ánægður með
árangurinn það sem af er. Segir að
hann sjáist á frammistöðu starfs-
manna í klaki og seiðaeldi, ekki síst á
þessu ári, og einnig hvernig seiðin
vaxi í sjó.
Skapað gott um-
hverfi fyrir seiðin
Arctic Fish tekur í notkun nýja seiðastöð
með vatnsendurnýtingarkerfi Vatn sem
svarar til þriggja Elliðaáa flæðir í gegn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fjölþjóðlegt Estrela Abelleira hreinsar eggjaskurn og dauð seiði upp úr
klakbökkum. Hún hefur reynslu af þessu starfi erlendis frá.
„Við óskum aðeins eftir fyrirsjáan-
leika, til þess að geta gert áætlanir
og unnið eftir þeim,“ segir Stein
Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish.
Hann og Sigurður Pétursson benda
á að framleiðsluferlið sé langt frá
því að hrogn eru pöntuð þar til fisk-
inum er slátrað upp úr sjókvíum,
rúm þrjú ár. Dráttur á útgáfu leyfa
og uppákomur eins og þær sem
urðu þegar leyfi sem fyrirtækið
hafði fengið til eldis í Patreksfirði
og Tálknafirði voru afturkölluð
fyrirvaralaust skapi erfiðleika.
Raunar fengust bráðabirgðaleyfi
og nú hafa upprunalegu leyfin ver-
ið endurheimt og framleiðslan er
komin á fullt.
Sigurður segir að ef það hefði
legið fyrir að leyfunum myndi
seinka um þessa ellefu mánuði
hefði fyrirtækið miðað undirbúning
sinn við það. Stein Ove bendir einn-
ig á að það hafi tekið sex ár að fá
leyfi fyrir seiðastöðinni.
Forstjórinn viðurkennir að lax-
eldi sé mikil áhættugrein. Þess
vegna sé lögð áhersla á að nota
fjármuni sem fást þegar markaðir
eru góðir, eins og þeir hafa verið
undanfarin ár, til að fjárfesta í inn-
viðum svo hægt sé að lifa af mögru
árin.
Arctic Fish byggði upp höf-
uðstöðvar sínar á Ísafirði og segir
Stein Ove að fyrirtækið hafi mikinn
áhuga á að koma upp laxeldi í
Ísafjarðardjúpi. Þar séu miklir
möguleikar. Heimamenn á Ísafirði
spyrji mikið um stöðuna í þeim mál-
um, en laxeldi í Djúpinu er bannað
eins og er. „Við verðum tilbúnir að
hefja þar eldi og búum þegar að
góðri þekkingu og reynslu frá
starfsemi okkar á Vestfjörðum.“
Laxeldið hefur orðið fyrir mikilli
gagnrýni, ekki síst frá fulltrúum
veiðiréttarhafa, og fyrirtækin
þurfa að verja sig fyrir dómstólum
og úrskurðarnefndum. Stein Ove
segir að það hafi verið mikilvægt að
fá jákvæð merki frá stjórnvöldum
um áframhaldandi uppbyggingu
fiskeldis á Íslandi. „Stefnumótun
um næstu skref er þó mjög mikil-
væg fyrir þessa atvinnugrein, sem
hefur alla burði til þess að vaxa og
dafna með sérstöðu í uppruna vör-
unnar frá Íslandi,“ segir hann.
helgi@mbl.is
Óskum aðeins eftir fyrirsjáanleika
Stjórnendur Sigurður Pétursson,
framkvæmdastjóri Arctic Fish, og
Stein Ove Tveiten forstjóri.