Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Lesaiton Lengoloni, stríðsmaður af
ættflokki Samburu í Laikipia-fylki í
Kenía, taldi áður fyrr sjálfsagt að
veiða gíraffa enda virtist vera nóg af
þeim á sléttunum.
„Við vorum ekki sérlega stoltir af
því að veiða gíraffa, ekki eins og að
veiða ljón,“ sagði hann við AFP-
fréttastofuna. „En kjötið af einum
gíraffa nægði til að fæða alla í þorp-
inu í rúma viku.“
Nú er svo komið að gíraffinn virð-
ist vera að komast í útrýmingar-
hættu í Afríku. Þannig fækkaði gír-
öffum í álfunni um 40% frá 1985 til
2015 og þeir eru nú taldir vera færri
en 100 þúsund, samkvæmt upplýs-
ingum frá Alþjóðanáttúruverndar-
sambandinu (IUCN).
Þessi fækkun hefur þó til þessa
ekki vakið eins mikla athygli og
fækkun fíla, ljóna og nashyrninga.
„Gíraffinn er stórt dýr og áberandi í
görðum og á verndarsvæðum. Þetta
kann að hafa leitt til ranghugmynda
um að gíraffastofnarnir væru vel
haldnir,“ sagði Julian Fennessy,
varaformaður sérnefndar IUCN um
gíraffa og ókapa.
Sumir stofnar að deyja út
Gíröffum hefur fækkað hraðast í
mið- og austurhluta Afríku og eru
ástæðurnar einkum veiðiþjófnaður,
hnignun búsvæða dýranna og stríðs-
átök. IUCN segir að síðustu þrjá
áratugi hafi gíröffum fækkað um
60% í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu.
Undirtegundinni Núbíugíröffum
hefur fækkað um 97% og þeir eru
því nánast að deyja út. Í Mið-
Afríkulýðveldinu hefur annarri
undirtegund, Kordofan-gíraffanum,
fækkað um 85%.
IUCN flokkaði árið 2010 gíraffa
sem tegund sem ekki væri í hættu.
Sex árum síðar voru gíraffar hins
vegar mörgum að óvörum flokkaðir
í nokkurri hættu. „Þetta er ástæðan
fyrir því að við segjum að gíraffar
eigi á hættu að deyja hægt og hljóð-
lega út,“ sagði Jenna Stacy-Dawes,
vísindamaður hjá rannsóknar-
stofnun San Diego-dýragarðsins.
Gíraffar á lista CITES
Á ársfundi CITES, samningsins
um alþjóðaverslun með tegundir
villtra dýra og plantna sem eru í út-
rýmingarhættu, í Genf í lok ágúst
var samþykkt að frumkvæði sex
Afríkuríkja að setja gíraffa í fyrsta
skipti á viðaukalista II, sem þýðir að
gripið verður til aðgerða til að fylgj-
ast með tegundinni og tryggja að
verslun með gíraffaafurðir verði
sjálfbær.
Ákvörðunin á fundi CITES þýðir
að lögleg verslun með gíraffa-
afurðir, þar á meðal þær sem sport-
veiðimenn afla, verður undir al-
þjóðlegu eftirliti. Aðildarríki CITES
verða að skrá útflutning á gíraffa-
afurðum og sækja verður um leyfi
til að versla með þær. Ekki voru all-
ir á eitt sáttir á fundi CITES og
beittu fulltrúar ríkja í suðurhluta
Afríku, þar sem gíraffastofnar eru í
mun betra standi, sér gegn tillög-
unni.
Lítið vitað um gíraffa
Frekar lítið er vitað um lifnaðar-
hætti gíraffa, mun minna en til
dæmis lifnaðarhætti fíla, ljóna og
nashyrninga. Viðvarandi stríðs-
ástand í Sómalíu, Suður-Súdan og
austurhluta Lýðveldisins Kongó
hefur gert það að verkum að nánast
ekkert er vitað um gíraffastofna á
þessu svæði.
Gíraffarannsóknir á friðsamlegri
svæðum eru einnig gloppóttar.
Arthur Muneza, starfsmaður
Gíraffaverndarstofnunarinnar, segir
að fyrsta umfangsmikla rannsóknin
á gíröffum hafi ekki verið gerð fyrr
en árið 2004. Upplýsingum um lifn-
aðarhætti gíraffa hefur ekki verið
safnað með skipulögðum hætti held-
ur sem eins konar hliðarverkefni í
rannsóknum á öðrum dýrateg-
undum.
Forfeður í Evrópu og Asíu
Gíraffar þróuðust frá dýri, líku
antílópu, sem var um það bil þrír
metrar á hæð og lifði í skógum Asíu
og Evrópu fyrir 30-50 milljónum
ára. Nánasti ættingi hans er ókapi. Í
september árið 2016 upplýstu vís-
indamenn að til væru fjórar mis-
munandi gíraffategundir og hver
tegund skiptist í níu undirtegundir.
Gíraffinn fékk latneska nafnið ca-
melopardalis, sem þýðir: kameldýr
með merki eins og hlébarði. En
blettir gíraffans eru ekki bara til
þess að þeir sjáist síður í umhverf-
inu heldur er flókið æðakerfi um-
hverfis hvern þeirra sem virkar eins
og hitastillir.Þá hafa engir tveir gír-
affar eins bletti.
Tunga gíraffans, sem er allt að
hálfur metri að lengd, er svarblá að
lit og er talið að liturinn sé til að
verja hana fyrir sólarljósi. Einnig er
talið að í munnvatni gíraffans séu
sótthreinsandi efni sem verji tung-
una fyrir sárum af völdum þyrna
akasíutrjánna.
Óttast um gíraffann í Afríku
Talið að innan við 100 þúsund dýr séu eftir í gíraffastofnum álfunnar Sumir stofnar eru nánast
útdauðir Samþykkt á ársfundi CITES að herða eftirlit með verslun með gíraffaafurðir
Gíröffum hefur fækkað um 40% á 30 árum
Gíraffar í hættu
Heimild: IUCN
AFP Photo
2015
Fjölgun
Fækkun
Stöðug
Helstu ógnir:
Minnkandi kjörlendi
stríðsátök
veiðar
G. c. reticulata 8.661
G. c.* tippelskirchi 35.000
G. c. thornicrofti 600
G. c. giraffa 21.387
G. c. angolensis 30.582
G. c. rothschildi 1.671
G. c. peralta 400
G. c. antiquorum 2.000
G. c. camelopardalis 650
NAMIBÍA
BÓTSVANA
MÓSAMBÍK
SIMBABVE
SAMBÍA
TANSANÍA
KENÍA
ÚGANDA
LÝÐVELDIÐ
KONGÓ
EÞÍÓPÍA
MIÐ-AFRÍKU-
LÝÐVELDIÐ
KAMERÚN
TSJAD
NÍGER
SUÐUR-
AFRÍKA
151.702 - 163.452
Áætlaður fjöldi
1985
97.562
9 undirtegundir í hættu
SÓMALÍA
Dýr
*Giraffa camelopardalis
(68.293 fullvaxin dýr í
náttúrulegu umhverfi)
AFP
Gíraffahjörð Gíraffar í Loisaba-verndarsvæðinu í Laikipia í Kenía.
Gíraffar eru hæstu spendýr jarðar.
Karldýrin eru frá 4,6 til 5,5 metrar á
hæð og vega 800-1.930 kg en kven-
dýrin eru frá 4 til 4,8 m á hæð og
vega 550-1.180 kg. Gíraffar eru ekki
aðeins háfættastir og hálslengstir
allra dýra, heldur eru þeir einnig
stærstu jórturdýrin. Aðalfæða
þeirra er lauf af akasíutré sem vex
víða í Afríku. Stærstu karldýrin
þurfa allt að 80 kg af laufum á dag,
að því er kemur fram á Vísindavef
Háskóla Íslands Gíraffar eru hjarð-
dýr og fjöldinn í hverri hjörð er oft-
ast 12-15 dýr: karldýr sem er foringi
hjarðarinnar og nokkur kvendýr,
kálfar og ókynþroska karldýr.
Vegna þess hve háls gíraffa er
langur er hjartað óvenju kröftugt og
getur dælt gríðarlegu magni af blóði
í hverju slagi. Auk þess hafa háls-
slagæðarnar, sem liggja upp í heila,
lokur sem koma í veg fyrir bakflæði
blóðs.
AFP
Matartími Karlgíraffi étur laufblöð á Ol-Pejeta verndarsvæðinu í Laikipia
í Kenía. Gíraffar innbyrða mörg kíló af laufi á hverjum degi.
Hæstu spendýrin
VERSLUN &
VERKSTÆÐI
Opið virka daga 10-18
laugardaga 12-17
Snorrabraut 56, 105 Reykjavík, Sími 588 0488, feldur.
FELDUR
verkstæði