Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kosið var tilhéraðs-þings í
tveimur sam-
bandslöndum
Þýskalands,
Brandenborg og
Saxlandi, á sunnudaginn.
Vöktu úrslit þeirra kosninga
einkum athygli fyrir þá stað-
reynd að Alternative für
Deutschland, AfD, náði mun
fleiri þingsætum í héraðsþing-
unum tveimur en hann hefur
haft til þessa. Flokkurinn náði
þó ekki þeim árangri sem spáð
var í skoðanakönnunum fyrir
helgina og hafa því einhverjir
haft á orði að gömlu valda-
flokkarnir, SPD og CDU, hafi
unnið varnarsigur.
Það var þó lítill fagnaðar-
hugur í stuðningsmönnum
Angelu Merkel Þýskalands-
kanslara. Flokksmenn hennar
í kristilegum demókrötum
náðu rétt um þriðjungsfylgi í
Saxlandi og misstu um 7,5%
fylgi frá síðustu kosningum.
AfD náði aftur á móti öðru sæt-
inu með rúmlega 27% fylgi. Í
Brandenburg, sem umlykur
höfuðborgina Berlín, hélt
Sósíaldemókrataflokkurinn
forystu sinni naumlega, en inn-
an við þremur prósentustigum
munaði á fylgi hans og AfD.
Ýmsar ástæður eru sagðar
fyrir þessum úrslitum, en með-
al annars hefur verið bent á
það að bæði sambandslöndin
tilheyrðu áður Austur-Þýska-
landi. Árangur AfD um helgina
megi því að hluta til útskýra
með vaxandi óánægju fólks þar
með gömlu valdaflokkanna,
sem tengist jafnvel vanda-
málum í kjölfar sameiningar
Þýskalands fyrir þrjátíu árum.
Spjótunum hefur einnig ver-
ið beint að Merkel sjálfri og
eftirmanni hennar
í formannsstóli
CDU, Annegret
Kramp-Karren-
bauer, en hin síð-
arnefnda við-
urkenndi eftir
kosningarnar að hún hefði gert
nokkrar taktískar skyssur í
kosningabaráttunni. Mögu-
leikar Kramp-Karrenbauers á
að verða arftaki Merkels í
kanslaraembættinu hafa enda
minnkað við úrslit helgarinnar,
en hún hefur til þessa ekki náð
að stíga út úr skugga Merkel.
Þessar skýringar segja þó
fjarri því alla söguna, þar sem
þær útskýra ekki hvers vegna
óánægja þýskra kjósenda leið-
ir til þess að AfD sækir sífellt í
sig veðrið, þrátt fyrir að flokk-
urinn sé talinn yst á hægri-
væng þýskra stjórnmála (sem
er út af fyrir sig umdeilanleg
skilgreining) og að yfirlýst
stefna gömlu flokkanna sé að
starfa ekki með honum.
Í flestum ríkjum Evrópu,
innan sem utan ESB, má nú
greina sístækkandi kjósenda-
hóp, sem finnst hann hafa verið
skilinn útundan þegar brugðist
var við vanda í efnahagslífinu,
eða sem finnur að gjá hefur
myndast milli sín og hinna
hefðbundnari stjórnmála-
manna sem í auknum mæli
fylgja frekar ráðum hins yf-
irþjóðlega valds Evrópusam-
bandsins en eigin kjósenda.
Í stað þess að mæta áhyggj-
unum hafa viðbrögð flestra
hinna hefðbundnari flokka ver-
ið þau að skella við skollaeyr-
um og jafnvel að uppnefna
þessa kjósendur og tala niður
til þeirra. Viðbúið er því að
óánægjan magnist enn frekar
og finni sér farveg utan hinna
hefðbundnu flokka.
Enn ein skilaboðin
frá evrópskum
kjósendum bárust
um liðna helgi}
Skellt við skollaeyrum
Sjálfstæðismenní borgarstjórn
lögðu fram tillögu
á borgarstjórn-
arfundi í vikunni
um að bæta um-
ferðar- og ljósastýringu í
Reykjavík með því að beita
nýjustu tækni. Samkvæmt út-
tekt og reynslu annars staðar
frá er hægt að spara almenn-
ingi mikinn biðtíma með slíkri
lausn og þar með að spara sam-
félaginu háar fjárhæðir sem
annars fara í súginn á rauðum
ljósum meirihlutans í Reykja-
vík.
Meirihlutinn átti í megin-
atriðum tvo kosti í stöðunni, að
samþykkja tillöguna eða að
hafna henni, en tók þriðja kost-
inn og vísaði henni
frá. Þetta var gert
með þeim rökum
að sífellt væri verið
að vinna í að bæta
þetta.
Þeir sem aka um götur borg-
arinnar – eða öllu heldur bíða á
götum borgarinnar – vita að
þetta er fjarstæða. Ljós eru
augljóslega ekki samstillt á
besta máta og stillingar eru
ekki til þess fallnar að lág-
marka biðtíma. Hvernig má
það vera að meirihlutinn standi
ekki aðeins gegn mislægum
gatnamótum heldur líka bættri
stýringu umferðarljósa? Getur
einhver önnur skýring verið á
því en að meirihlutinn beinlínis
vilji valda umferðartöfum?
Ekkert má gera í
Reykjavík sem bætt
getur umferðarflæði}
Meirihluti umferðartafanna
V
itundarvakning söfnunarinnar
„Á allra vörum“ sem hleypt var
af stokkunum sl. sunnudag hef-
ur hreyft við þjóðinni. Málefnið
sem sett er í forgrunn átaksins
er misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og
ótímabær dauði ungmenna vegna þeirra.
Safnað er nú fyrir framkvæmd þjóðarátaks
í þágu forvarna og fræðslu til grunn-
skólanema sem standa mun til ársins 2022.
Forvarnarverkefnið verður undir merkjum
slagorðsins „VAKNAÐU – þú átt bara eitt
líf“ og verður leitt af samtökum sem þegar
hafa unnið mikilsvert starf á því sviði,
Minningarsjóði Einars Darra Óskarssonar.
Einar var einn þeirra 39 sem létust vegna
lyfjaneyslu á árinu 2018, þá aðeins 18 ára
að aldri.
Aðgengi og framboð á lyfjum og vímuefnum, sem
mörg eru mjög ávanabindandi, hefur breyst mikið á
undanförnum árum og notkun þeirra virðist mun al-
mennari en áður. Við þurfum að vera vakandi fyrir
afleiðingum þeirrar þróunar því hún snertir okkur
öll. Markmið átaksins er að vekja þjóðina til umhugs-
unar og tala opinskátt um þessi mál til að koma megi
í veg fyrir þann skaða sem þessi efni geta valdið,
ekki síst ungu fólki. Tölfræðin sýnir okkur að það er
brýnt tilefni til aðgerða. Samkvæmt málaskrárkerfi
ríkislögreglustjóra fjölgaði málum þar sem grunur er
á brotum á lyfsölulögum um 229% milli ár-
anna 2015 og 2018. Dauðsföllum vegna
lyfjanotkunar fjölgaði um 56% á árunum
2016-2018. Samkvæmt niðurstöðum könn-
unar Rannsókna & greiningar frá 2018
höfðu 8% framhaldsskólanema undir 18
ára aldri notað morfínskyld verkjalyf án
lyfseðils oftar en einu sinni um ævina og
12% framhaldsskólanema eldri en 18 ára.
Tæp 11% grunnskólanema í 10. bekk höfðu
tekið svefntöflur eða róandi lyf án lyfseðils
einu sinni eða oftar um ævina sem ekki
var ávísað á þau og 1,5% höfðu reynt örv-
andi lyf sem ekki voru þeim ætluð.
Við Íslendingar náðum eftirtektar-
verðum árangri í því að minnka áfengis-
og tóbaksneyslu ungmenna en með nýjum
tímum koma nýjar áskoranir. Við vitum
hvaða aðferðir virka vel, fræðsla og öflugt foreldra-
samstarf eru mikilvægir þættir, en einnig virk þátt-
taka í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ég er þess fullviss
að við munum ná árangri í þessu mikilvæga verkefni
með góðri samvinnu heimila, skóla, félagasamtaka og
stjórnvalda. Sem ráðherra menntamála fagna ég ein-
læglega framtaki „Á allra vörum“ og hvet alla til
þess að kynna sér þetta mikilvæga málefni og leggja
því lið.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Okkar eina líf
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Eitt af stórum viðfangs-efnum sem tekist er áum við samningaborðiðþessa dagana í kjara-
viðræðum opinberra starfsmanna
við ríkið og sveitarfélögin er
ákveðnar grundvallarbreytingar
sem gera þarf á ávinnslu orlofsrétt-
inda. Lög sem tóku gildi 1. júlí síð-
astliðinn banna tengingu orlofsdaga
við lífaldur. Ekki má mismuna fólki
á vinnumarkaði eftir aldri skv. lög-
unum en fjöldi orlofsdaga opinberra
starfsmanna hefur hingað til verið
tengdur aldri.
Þetta hefur engar breytingar í
för með sér á almenna vinnumark-
aðnum, þar sem launamenn ávinna
sér lengra orlof með auknum
starfsaldri, en opinberir starfsmenn
hafa hins vegar áunnið sér aukinn
orlofsrétt með hækkandi lífaldri á
undanförnum árum. Því þarf nú að
breyta ákvæðum í kjarasamning-
unum um ávinnslu orlofsdaga með
hærri aldri og miða annaðhvort við
starfsaldur líkt og gert er á al-
menna vinnumarkaðinum eða finna
aðrar leiðir. Að því er unnið en það
hefur reynst flókið ef koma á í veg
fyrir að einhverjir verði beinlínis
fyrir skerðingum vegna þessa að
mati fulltrúa stéttarfélaga.
Árni Stefán Jónsson, formaður
Sameykis, stærsta stéttarfélags
opinberra starfsmanna, segir að um
sé að ræða viðfangsefni sem ekki sé
einfalt að breyta og niðurstaða liggi
ekki fyrir. Á árum áður bjuggu
opinberir starfsmenn við svipað
fyrirkomulag og gilt hefur á al-
menna markaðinum, þar sem or-
lofsdögum þeirra fjölgar í skrefum
með hækkandi starfsaldri. Þessu
var breytt í kringum síðustu alda-
mót á þann veg að mismunandi or-
lofsréttur opinberra starfsmanna
hefur síðan þá tekið mið af lífaldri.
,,Það einfaldaði málin og við vorum
afar sátt við þetta fyrirkomulag.
Flestir komu vel úr út þessu meðal
opinberra starfsmanna,“ segir hann
og bendir á að opinberir starfsmenn
séu að jafnaði eldri en gengur og
gerist á almenna vinnumarkaðinum.
Vilja að allir fái 30 daga
Fólk í fullu starfi nýtur að lág-
marki 24 daga orlofs en skv. kjara-
samningum geta opinberir starfs-
menn áunnið sér fleiri orlofsdaga
með hækkandi lífaldri í allt að 30
daga, eða í sex vikur. Bannið við því
að tengja orlofsrétt við aldur starfs-
manna á sér rætur í lögum sem sett
voru í fyrra um jafna meðferð á
vinnumarkaði, en með þeim voru
lögfestar Evróputilskipanir sem
banna mismunun gagnvart starfs-
fólki í fjölmörgum tilteknum atrið-
um. Var ákveðið að fresta gild-
istöku ákvæðisins um bann við
mismunun á grundvelli aldurs til 1.
júlí sl.
Að sögn Árna Stefáns hafa
stéttarfélögin bent á að beinast
liggi við að bregðast við þessari
breytingu með því að veita öllum
fullt 30 daga orlof eða 240 tíma en
viðsemjendur þeirra hafa ekki vilj-
að taka undir það. Hann segir að
um 80% félagsmanna séu nú þegar
með 30 daga orlofsrétt en komið
hafi fram að það yrði dýrari aðgerð
hjá Reykjavíkurborg en ríkinu ef
allir ættu að fá 30 daga orlofsrétt
þar sem þar er töluvert meira um
yngra starfsfólk s.s. á tóm-
stundasviðinu og í skólunum.
Leitað er leiða til að laga fyrir-
komulag orlofsréttinda fólks að
þessum breytingum, mögulega með
einhvers konar sólarlagsákvæði, en
að sögn Árna Stefáns verður ekki
frá þessu gengið nema tryggt sé að
núverandi réttur starfsmanna verði
a.m.k. jafn verðmætur eftir breyt-
ingarnar og hann er í dag.
Fjöldi orlofsdaga má
ekki ráðast af lífaldri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tómstundir Á almennum markaði er fjöldi orlofsdaga tengdur starfsaldri
en lengd orlofs opinberra starfsmanna hefur miðast við lífaldur.
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga og formaður
samninganefndar, segir að yfir-
standandi viðræður um breyt-
ingar á ávinnslu orlofsréttinda
vegna nýju laganna séu í sjálfu
sér ekki flókið viðfangsefni.
„Þetta eru bara breytt lög sem
við þurfum að laga okkur að og
er ekkert flókið. Við þurfum að
ná saman um nýjar leikreglur og
það hefur verið rætt,“ segir
hún. Ætla má að nálægt 70%
starfsmanna hjá sveitarfélög-
unum hafi þegar áunnið sér full-
an orlofsrétt þ.e. 30 orlofsdaga.
Meðalaldur starfsmanna sveit-
arfélaganna er 47-48 ár. „Það
verður greitt úr þessu,“ segir
Inga Rún. Spurð hvort tekið
verði upp starfsaldursviðmið
eins og á almenna markaðinum
segir hún að ekki sé búið að
semja um það. Viðsemjendur
eigi eftir að komast að sameig-
inlegri niðurstöðu um fyrir-
komulagið.
„Verður greitt
úr þessu“
FORMAÐUR SNS