Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
✝ Einar Oddssonfæddist á
Laugavegi 53a í
Reykjavík 30. des-
ember 1943. Hann
lést á krabba-
meinslækninga-
deild Landspít-
alans 24. ágúst
2019.
Einar var sonur
hjónanna Odds
Geirssonar og Mar-
grétar Einarsdóttur. Einar var
elsta barn þeirra hjóna en næst
koma Sigríður Sesselja, Erna,
Sigrún og Geir.
Hinn 8. nóvember 1969
kvæntist Einar eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Evu Østerby
Christensen, hjúkrunar-
fræðingi, dóttur hjónanna Ólaf-
ar Østerby og Hermans Øster-
by. Börn Einars og Evu eru: a)
Margrét Einarsdóttir, gift
Magnúsi Guðmundssyni og
börn þeirra eru Sturla, unnusta
hans er Helena Stjarna Péturs-
dóttir og dóttir þeirra Ylja Sál.
Egill og Vala. b) Snorri Ein-
arsson, kvæntur Höddu Fjólu
Reykdal og börn þeirra eru
Hjalti, Lilja, Hildur
og Jón.
Einar lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1964 og
prófi frá lækna-
deild Háskóla Ís-
lands 1971. Í kjöl-
farið starfaði
Einar við sjúkra-
húsið á Patreks-
firði þar til hann
hóf sérnám í lyflækningum og
meltingarsjúkdómum í Kaup-
mannahöfn. Einar lauk sérnámi
1977, fjölskyldan flutti í Kópa-
vog og Einar hóf störf við
Landspítalann. Hann starfaði
sem sérfræðingur á lyfja- og
meltingarsjúkdómadeild Land-
spítalans allt til 2013. Auk
starfsins við Landspítalann
sinnti Einar ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Læknafélag Ís-
lands og Starfsmannafélag
Landspítalans. Einar var einnig
virkur í Samtökum norrænna
meltingarlækna.
Úför Einars fer fram frá
Neskirkju í dag, 5. september
2019, klukkan 15.
Fyrir margt löngu var ég ung-
ur og ástfanginn af fallegri stúlku
sem átti eftir að verða konan mín.
Ástin reyndist mín gæfa í þessu
lífi og það er ekki hægt að biðja
um meira en það sem við Margrét
mín eigum saman. En ég fékk
samt meira, því með henni eign-
aðist ég dásamlega tengdafor-
eldra sem hafa kennt mér margt
og gefið mér mikið.
Í dag þegar við kveðjum Einar
Oddsson, minn elskulega tengda-
föður, er söknuðurinn mikill. Þeg-
ar fundum okkar bar saman á
fyrri hluta tíunda áratugarins,
kynntist ég manni sem sinnti
börnum og heimili af alúð og ást-
ríki en því hafði ég ekki áður
kynnst í fari karlmanns af hans
kynslóð.
Í dag þykir slíkt sjálfsagt en
það gerðist ekki af sjálfu sér,
heldur fyrir tilstilli þeirra sem
breyta umhverfi sínu til betri veg-
ar. Þannig maður var Einar.
Hann lagði sig fram um að breyta
til betri vegar, láta fólki líða vel og
bar fyrir því virðingu. Og alltaf
var hann reiðubúinn að rétta
hjálparhönd. Ekkert verk var of
stórt, ekkert viðvik of lítið.
Alltaf var Einar til staðar og
mætti manni sem jafningja frá
fyrstu tíð. Það var ekki síst fyrir
þessa góðu eiginleika Einars að
með okkur tókst afar góð vinátta.
Vinátta sem efldist með árunum
og þegar börnin okkar Möggu
komu til sögunnar reyndist Einar
þeim frábær afi og sannur vinur.
Hann var alltaf til staðar fyrir
barnabörnin og sýndi þeim virkan
áhuga á því sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Studdi þau með ráðum og dáð
og naut með þeim hverrar sam-
verustundar. Heill og sannur fjöl-
skyldumaður.
Sjálfur átti Einar sér fjölmörg
áhugamál. Ferðalög, útivist,
göngur, hestamennska, golf og
náttúra Íslands voru þar ofarlega
á blaði og það var frábært að
ferðast um landið með Einari.
Hann var hafsjór af fróðleik og lét
sér annt um náttúruna. Það fann
maður hvergi betur en á Ökrum á
Mýrum þar sem Einar og Eva
byggðu sér og sínum sumarhús,
þar sem var dásamlegt að njóta
samvista. Að vakna við gargið í
kríunni og anda að sér söltu loft-
inu í bland við rjúkandi kaffið sem
beið frammi þar sem Einar var
löngu kominn á fætur ásamt afa-
börnunum var engu líkt og ómet-
anlegt.
Síðustu árin glímdi Einar við
alvarleg veikindi sem hann vissi
að ættu eftir að hafa af honum líf-
ið og þar með samvistina með ást-
vinunum sem hann elskaði svo
heitt.
Hvernig Einar tókst á við veik-
indin og þessa vitneskju af æðru-
leysi og styrk fyllir mig aðdáun.
Einar lifði hvern dag og naut
hverrar stundar með þeim hætti
að það var sigur lífsins. Best
fannst honum og mikilvægast að
njóta samvista með fjölskyldunni
og það var sigur kærleikans.
Fyrir mér lifir Einar í þessum
sigrum. Ég sé hann í börnunum
mínum og barnabarni. Ég finn
fyrir honum í öllu sem hann
kenndi mér og leiðbeindi; kær-
leikanum, vináttunni og lífskraft-
inum.
Ég minnist hans og er þakklát-
ari en orð fá lýst. Ég sakna míns
góða vinar en geymi hann í hjarta
mér. Hugur minn er hjá Evu,
Möggu minni, Snorra og Höddu
og öllum frábæru börnunum sem
við eigum í þessari fjölskyldu.
Okkur öllum sem eigum saman
ótal minningar um góðan mann.
Magnús Guðmundsson.
„Hann stendur ásamt tjaldi og sendlíngi
í fjöruborðinu niðrundan bænum og
horfir á ölduna sogast að og frá.“
(H.L.)
Bróðir minn Einar hefur kvatt.
Hann var stóri bróðir minn á allan
þann hátt sem orðið stóri getur
lýst. Hann var mér svo góður þeg-
ar ég var barn. Aðstoðaði mig í
heimanámi, blokkflautu, hlýddi
mér yfir fyrir próf og þýddi mik-
inn doðrant eftir Lewis Carrol,
sem hann hafði keypt í Skotlandi
um stelpu í Undralandi, jafnóðum
og hann las hana fyrir mig.
Hann las læknisfræði heima
fyrstu árin og mér fannst notalegt
að sitja inni hjá honum og lesa, og
fá það sem hann kallaði músaskít,
litlar lakkrískúlur úr blikkdós.
Mikið sem ég átti góðan stóra
bróður alltaf. Fyrir það get ég
ekki fullþakkað.
Seinna þegar Einar og Eva
urðu eitt opnaðist mér heimur
bókmennta og lista. Ég var svo
heppin að fá að passa Möggu eitt
sumar á Patreksfirði. Einar og
Eva útveguðu mér og vinkonu
minni líka vinnu á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn, þegar hann var
þar við nám og þau Eva bjuggu
þar með Möggu og Snorra.
Bróðir minn var læknir af list.
Af lífi og sál. Hann var góður mað-
ur og mikill lífskúnstner. Naut
lífsins og gjafa þess. Þess vegna
er svo sárt að kveðja hann.
Fyrir allt það sem hann gerði
fyrir mig, Villa og fjölskyldu okk-
ar þakka ég af öllu hjarta.
Missir hans nánustu er mikill,
Evu, Möggu, Snorra, maka þeirra
og afkomenda.
„Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu
sólskini. Bráðum skín sól upprisudags-
ins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún
bíður skálds síns.
Og fegurðin mun ríkja ein.“
(H.L.)
Sigrún Oddsdóttir
Vilmundur Gíslason.
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og
hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og
bætist,
ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei
kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns
hjarta rætist.
(Einar Benediktsson)
Kær vinur, heiðursmaður og
ljúfmenni hefur kvatt, þeyst burt
undir loftsins þök. Söknuður sam-
hliða þakklæti fyrir allt og allt er
mér efst í huga þessa stund. Ein-
ar Oddsson var einstakt ljúf-
menni, ætíð reiðubúinn til þess að
veita gleði, hlýju og gamansemi
inn í líf mitt. Hann var gáfumenni
og afburða læknir svo engan
þekkti ég betri. Alltaf tilbúinn til
þess að hugga og lækna.
Það er ekki sjálfgefið að eign-
ast góð tengdabörn en ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi þegar
Magnús, sonur minn, eignaðist
Margréti dóttur Einars og Evu
fyrir konu. Það var mikið gæfu-
spor í lífi okkar allra því ég eign-
aðist ekki aðeins yndislega
tengdadóttur heldur einnig góða
vini í foreldrum hennar. Það hef-
ur verið ómetanlegt að njóta sam-
vista við þetta góða, greinda og
skemmtilega fólk, ekki aðeins fyr-
ir mig heldur fjölskylduna alla.
Fyrir það erum við þakklát.
Einar var mikill náttúruunn-
andi og útivistarmaður, gekk um
landið sitt þvert og endilangt, auk
þess að stunda lengi vel hesta-
mennsku af bæði þrótti og alúð
enda sannur dýravinur. Einar og
Eva byggðu sér dásamlegt sum-
arhús við sjávarsíðuna á Ökrum á
Mýrum, þar sem hann hafði dval-
ið í sveit sem ungur drengur.
Þarna í sveitinni naut Einar sín til
fulls, þekkti hverja þúfu og sér-
hvern hól og þar átti fjölskyldan
yndislegar stundir sem við feng-
um að njóta með þeim. Það var
góður og dýrmætur tími.
Síðustu árin átti golfíþróttin
hug hans allan þar sem hann naut
sín vel í góðri íþrótt úti í guðs-
grænni náttúrunni. Þegar erfiðir
sjúkdómar tóku að herja á heilsu
Einars varð ég þess aldrei vör að
hann léti hugfallast, heldur þvert
á móti, taka hverjum degi fagn-
andi og njóta lífsins til fulls með
sinni frábæru eiginkonu og fjöl-
skyldu. Þar var hvert skref aðdá-
unarvert. Hver dagur sigur lífs-
ins.
Einar var góður vinur og hans
verður sárt saknað. Hugur minn
og fjölskyldunnar er fyrst og
fremst hjá Evu, Möggu, Snorra
og fjölskyldum og systkinum Ein-
ars. Missirinn er mikill en þakk-
læti er mér efst í huga fyrir að
hafa notið samvista með góðum
dreng. Minningin um góðan mann
lifir. Hjartans samúðarkveðjur.
Helga Þ. Stephensen
og fjölskylda.
Góður vinur og samstarfmaður
hefur kvatt. Elsku Einar. Sorg og
söknuður hellast yfir. Við höfum
verið samferða í 30 ár.
Sá hann fyrst þegar hann kom í
vitjun á bæjarvaktinni að sinna
veikri dóttur minni. Eftir að hafa
róað móður og barn tyllti hann
sér í sófann hjá pabbanum og
ræddi leikinn í sjónvarpinu. Þeir
náðu vel saman.
Einar með sín alþýðlegu sam-
skipti og húmor sem við áttum
eftir að kynnast svo vel síðar. Svo
var það þegar ég hóf störf á spegl-
unardeild Landspítalans að ég
hitti hann aftur. Í upphafi svolítið
stressuð að vinna með honum.
Það breyttist fljótt. Minnist þess
að ég klúðrað mikilvægum sýnum
úr erfiðri speglun. Bjóst við ávít-
um. Einar tók þessu af mikill ró.
„Það er ekkert við því að gera. Við
reynum bara aftur.“
Við áttum sameiginlegt áhuga-
mál sem er hestamennska.
Fljótleg fórum við að stunda
hestamennsku saman og auðvitað
með Evu hans og Þorvaldi mín-
um.
Við ferðuðumst um fjöll og
firnindi ásamt fleiri vinum og nut-
um hestanna okkar saman í Heið-
mörkinni og víðar. Þessi vinátta
óx með aldrinum og fyrir það er-
um við og börnin okkar þakklát.
Það var gaman að ferðast með
Evu og Einari erlendis eða eiga
saman kvöldstund í heimhúsi.
Hann var gæðasælkeri og fagur-
keri. Að ekki sé nefnd kátínan,
brandararnir og fróðleikurinn.
Þau Eva hlustuðu mikið á djass
og kveiktu í okkur varðandi það.
Hann var góður læknir. Flink-
ur við speglunar. Tengdist sjúk-
lingunum sínum með umhyggju
og kærleika.
Margir þeirra voru langveikir,
oft ungt fólk sem hann tengdist
vinaböndum.
Þegar kom að starfslokum
veikist hann illa og var vart hugað
líf. Sjúkdómurinn fylgdi honum
það sem eftir var. Erfiðar lyfja-
gjafir og rannsóknir. Hann tók
þessu af ótrúlegu æðruleysi. Létt-
lyndið og dugnaðurinn fylgdi hon-
um áfram. Húmorinn alltaf til
staðar. „Ég ætla að hanga á graf-
arbakkanum eins lengi og ég
get.“ Aldrei heyrði ég hann
kvarta . Jákvæðni hans, æðru-
leysi og dugnaður kom honum
langt. Margt hef ég lært af honum
í hans veikindastríði.
Hann fann sér ýmislegt að
gera. Fór í tréskurð og á golfvöll-
inn þegar færi gafst. Kom oft í
heimsókn í Inter og tók leik í pílu-
kasti eða snóker við starfsmennin
og fékk sér kaffi.
Fyrir nokkru að morgni dags
hringdi hann í okkur og sagði
okkur frá versnandi heilsu sinni.
Höfðum ekki heyrst í nokkurn
tíma. Við erum óendanlega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að hitta
hann eftir það. Hann var mjög
veikur þá og æðruleysið það
sama, glettnin til staðar. Hann
vissi að hverju stefndi. Ræddi
mikið um fjölskylduna sína sem
var honum allt. Glaður og þakk-
látur fyrir hvert og eitt þeirra.
Elsku Eva, Margrét, Snorri og
fjölskylda. Guð styrki ykkur og
blessi
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Far þú í friði kæri vinur. Frið-
ur Guðs þig blessi.
Herdís Ástráðsdóttir.
Kynni okkar Einars hófust
þegar ég spilaði nokkrum sinnum
bridds við hann og vini hans í for-
föllum einhvers í þeim hópi.
Tveimur eða þremur árum síðar
var mér boðin full aðild að þeim
félagsskap.
Í þessum hópi ríkir góður andi
og Einar var þar skemmtinn og
glaðvær og óþreytandi að ræða
hvaða mál sem var og jafnframt
að gefa félögum sínum ýmis heil-
ræði, en vegna þess að hann var
læknir og briddsfélagarnir teknir
nokkuð að eldast leituðu þeir oft
til hans og spurðu út í ýmiss kon-
ar krankleika sem hrjáðu þá.
Þegar kom að árlegri uppske-
ruhátíð briddsklúbbsins þar sem
karlarnir og konur þeirra hittust í
dýrlegum kvöldverði á heimili
einhvers þeirra var Einar jafnan
hrókur alls fagnaðar og sagði þar
óborganlegar sögur af Pekka, vini
sínum. Þótt við hefðum heyrt
sumar þeirra áður öðluðust þær
jafnan nýtt líf með hverjum flutn-
ingi.
Einar var gamall körfubolta-
maður og dómari í íþróttinni um
alllangt skeið. Hann hafði sterkar
skoðanir á boltaíþróttum, átti sér
uppáhaldslið og uppáhaldsleik-
menn og var oft ósáttur við dóm-
arana, fannst þeir iðulega beita
sína menn rangindum.
Eftir því sem tímar liðu varð
vinátta okkar hjóna og Einars
nánari. Hann var ekki bara vinur í
fagnaði og gleði heldur líka í erf-
iðleikum og veikindum og vildi þá
alltaf fá að fylgjast með og var
ævinlega tilbúinn með uppörvun-
arorð og samúð.
Með Einari er genginn einn
besti maður sem við höfum
kynnst og við vottum Evu og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúð.
Guðni Kolbeinsson
og Lilja Bergsteinsdóttir.
Látinn er góður félagi, Einar
Oddsson, starfsbróðir og sam-
starfsmaður til 27 ára.
Einar veiktist hastarlega fyrir
fimm árum og ég hef dáðst að því
allar götur síðan hvernig hann
tókst á við alvarleg veikindi og
hélt andlegri ró. Hann lét þetta
áfall ekki hindra sig í að lifa áfram
lífinu hvort sem það var úti á golf-
vellinum, í ferðalögum með Evu
sinni eða hitta vinina, þ.m.t. fyrr-
verandi starfsbræður og -systur.
Þetta var í samræmi við per-
sónuleika hans, en hann var á
margan hátt nagli, sem hafði
sjálfstraust, var ákveðinn og vissi
hvað hann vildi.
Hann var hjálpsamur jafnt á
vinnustað sem utan hans.
Einar var félagslyndur maður.
Hann var iðulega hrókur alls
fagnaðar og í essinu sínu á
mannamótum. Hann kom mikið
að félagsstörfum fyrir fagfélag
sitt, Félag sérfræðinga í melting-
arsjúkdómum (FSM). Hann lagði
sérstaka rækt við að FSM hefði
sem mest samstarf við önnur
sambærileg fagfélög á Norður-
löndum, enda fór hann í sérnám í
Danmörku og bar hlýjar tilfinn-
ingar til uppeldisstöðvanna. Það
var ekki síst í tengslum við nor-
ræna fagfundi í meltingarsjúk-
dómum, s.k. Nordic Congress of
Gastroenterology sem Einar
lagði sig fram og naut sín. Mér er
sérstaklega minnisstæð röggsöm
og góð framistaða hans á einum
slíkum fjölmennum og glæsileg-
um fundi í Háskólabíói sem hald-
inn var 1990. Einar var þá for-
maður undirbúningsnefndar og
undirritaður, þá algjör nýgræð-
ingur í slíkum fundarhöldum,
fékk að læra af meistaranum
hvernig þannig fundir skyldu
skipulagðir.
Það var ekki einungis á Land-
spítalanum að við Einar unnum
saman til fjölda ára heldur störf-
uðum við vel saman utan stóra
spítalans við læknisþjónustu í
sérgrein okkar. Fyrir 17 árum
stofnuðum við ásamt þremur koll-
egum speglunarþjónustufyrir-
tækið Meltingarsetrið (MS) í
Mjóddinni innan veggja Lækna-
setursins. Þetta fyrirtæki hefur
alla tíð síðan átt farsælan og góð-
an feril. Það er nú orðið öflugt 20
manna fyrirtæki þar sem starfa
m.a. 10 læknar.
Í Mjóddinni naut Einar sín
mjög vel með sína miklu reynslu
og færni í speglunarrannsóknum.
Hann var vinsæll meðal sam-
starfsfólksins, hvort sem þar áttu
í hlut sjúkraliðar, hjúkrunarfræð-
ingar eða læknar. Það var á þess-
um vinnustað, MS, sem Einar
framkvæmdi síðustu læknisverk
sín. Eftir að Einar hætti störfum
var alltaf ánægjulegt að fá hann í
heimsókn og taka hann í fangið.
Hann var eins og áður segir eng-
an veginn sigraður, alltaf í orði
glettinn og spaugsamur og
áhugasamur um starfsemi MS.
Undirritaður og og annað sam-
starfsfólk á MS sakna góðs vinnu-
félaga og senda Evu og hennar
góðu fjölskyldu innilegar samúð-
arkveðjur.
Hallgrímur Guðjónsson.
Einar Oddsson, vinur okkar
sem vinnum á meltingardeild
Landspítalans, er látinn langt fyr-
ir aldur fram. Hans verður sárt
saknað. Við Einar kynntumst
frekar seint á hans starfsævi. Við
unnum saman í nokkur ár og með
okkur tókst mikill vinskapur.
Minningarnar fara aftur til þess
tíma þegar við hittumst á ráð-
stefnu erlendis. Ég var með
stórum hópi sænskra unglækna
og læknanema. Einar féll strax
inn í hópinn þar sem gleðin var
við völd á kvöldskemmtun. At-
hygli Einars fangaði sænskur
læknanemi sem með gleði sinni
og útgeislun var hrókur alls fagn-
aðar. Einar sagði hversu vel hon-
um litist á drenginn og bætti við
„hann minnir svo mikið á Snorra
minn“.
Það sem vakti athygli mína
þegar við kynntumst sem starfs-
félagar var hversu ófeiminn hann
var við að viðra skoðanir sínar,
sérstaklega á faglegum málefn-
um. Hann sá oft vinkil á málum
sem aðrir höfðu ekki séð. Hann
hélt á lofti mikilvægi aðferða-
fræðinnar og benti á að ef rann-
sóknaraðferðirnar væru ekki
skotheldar væru niðurstöðurnar
það ekki heldur. Við söknum hans
gagnrýnu hugsunar. Gott var að
leita til Einars með læknisfræði-
leg úrlausnarefni enda reyndur
og með góða dómgreind. Síðustu
helgina sem hann lifði var ég á
vakt. Ég heimsótti Einar á
krabbameinsdeildina þar sem
hann lá inni og ræddi tilfelli við
hann og eins og alltaf hlustaði
hann vel og gaf mér góð ráð.
Einar var með skrifstofu á
sömu hæð og legudeild melting-
arlækninga. Ólíkt öðrum fór hann
flesta morgna inn á deildina og
tók púlsinn á starfseminni sem oft
var ekki einföld og mörg flókin
vandamál hjá starfsfólki og sjúk-
lingum. Ég veit að starfsfólkinu
fannst gott að finna nærveru hans
og stuðning, ræða við hann, létta
á áhyggjum og fá góð ráð. Fram-
koma af þessu tagi, sem ég held
að sé alveg einstök, kemur ekki
fram í starfsemistölum en lifir í
minningu samstarfsfólksins. Ein-
ar gat verið mjög alvörugefinn
þegar það átti við og hann hafði
mikinn áhuga á læknisfræðilegri
siðfræði og var um tíma formaður
siðfræðiráðs Læknafélags Ís-
lands.
Ekki er hægt annað en að
minnast á hversu mikill húmoristi
Einar var. Stundum gleymist að
húmor er mjög mikilvægur hluti
af mannlegri greind og vanmet-
inn. Við hlógum oft og mikið sam-
an. Ég veit að allir meltingar-
læknar sem voru á jólahlaðborði
fyrir nokkrum árum minnast þess
þegar Einar stóð upp og sagði
sögur af hinum finnska Pekka.
Sögur þessar voru bráðfyndnar
og Einar flutti þær með miklum
leikrænum tilþrifum. Hann var á
þessari stundu klárlega í klassa
með okkar bestu uppistöndurum.
Þetta var ógleymanleg stund sem
ekki verður endurtekin.
Einar Oddsson kvaddi þetta líf
um miðjan dag 24. ágúst. Við Hel-
ena fréttum ekki af láti hans fyrr
en daginn eftir. Við vorum í sum-
arbústaðnum dánardaginn, um
miðjan dag reikaði hugurinn
sterkt til Einars og Evu konunn-
ar hans, við kveiktum á kertum í
kertastjaka sem þau heiðurshjón
höfðu gefið okkur.
Að leiðarlokum viljum við Hel-
ena þakka honum fyrir góðan vin-
skap og vottum Evu konunni
hans, börnum hans, Margréti og
Snorra, og þeirra fjölskyldum
innilega samúð okkar.
Einar Stefán Björnsson.
Einar Oddsson HINSTA KVEÐJA
Einar, minn kæri vinur,
baráttu þinni er lokið.
Elsku Eva mín, Magga,
Snorri og ykkar yndislegu
fjölskyldur, minningin um
góðan mann mun lifa.
Ykkar vinkona,
Sigríður
(Sigga Guðmunds).