Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 ✝ IngibjörgHelgadóttir fæddist 23. maí 1925 að Miðhúsum í Gnúpverjahreppi. Hún andaðist 22. ágúst 2019 á Dval- arheimilinu Sól- völlum, Eyrar- bakka. Ingibjörg var yngst fimm barna hjónanna Kristrún- ar Brynjólfsdóttur og Helga Jónssonar á Miðhúsum. Bræður hennar voru: Brynjólfur, f. 12. ágúst 1914, Þórarinn, f. 31. mars 1918, Jón, f. 15. október 1919, og Guðjón, f. 26. júní 1922. Þeir eru allir látnir. Árið 1952 gengu þau í hjóna- band Ingibjörg og Marvin Frí- mannsson bifreiðasmiður, f. 4. október 1928, d. 2. febrúar og eiga þau þrjú börn, Ingi- björgu, Marvin Helga og Vil- hjálm. 5) Sjöfn, f. 2. júní 1966, gift Hilmari Björgvinssyni, f. 28. ágúst 1963, og eiga þau þrjú börn, Dag, Dröfn og Ástrósu. 6) Kristrún, f. 23. nóvember 1968, og á hún tvö börn, Kristin og Rebekku. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin 15. Ingibjörg ólst upp á Miðhús- um og gekk í Ásaskóla eins og önnur börn í Gnúpverjahreppi og síðar stundaði hún nám einn vetur í Húsmæðraskólanum að Hverabökkum í Hveragerði hjá Árnýju Filippusdóttur. Þau Ingibjörg og Marvin bjuggu all- an sinn búskap á Selfossi en æskustöðvarnar toguðu sterkt og árið 1982 byggðu þau sér sumarbústað á Miðhúsum ásamt börnum sínum og þeim stað unni hún mjög enda áhugamen- neskja um trjárækt og blóma- rækt og fengu þau hjón m.a. verðlaun fyrir fallegan garð við heimili sitt á Selfossi. Útför Ingibjargar var gerð í kyrrþey frá Selfosskirkju 4. september 2019. 1991, og stofnuðu heimili á Engjavegi 8, Selfossi. Börn þeirra eru: 1) Haf- dís, f. 31. janúar 1953, hennar mað- ur er Valdimar Bragason, f. 31. ágúst 1948, og eiga þau fjóra syni, Óm- ar, Óðin Braga, Marvin og Sæ- mund. 2) Helgi Kristinn, f. 16. maí 1954, kona hans er Sarah Seeliger, f. 21. maí 1979, Helgi Kristinn á tvo syni, Baldur Karl og Eyþór Inga. 3) Bergný, f. 4. desember 1956, gift Steingrími J. Sigfús- syni, f. 4. ágúst 1955, og eiga þau fjögur börn, Sigfús, Brynj- ólf, Bjart og Völu. 4) Brynja, f. 17. maí 1962, gift Magnúsi Baldurssyni, f. 5. febrúar 1961, Margoft sátum við Ingibjörg tengdamóðir mín á spjalli þar sem hún sagði frá æskudögunum á Miðhúsum í Eystri-Hrepp og kynnum sínum af samferðafólki. Aldrei voru þar sögð styggð- aryrði né nokkurri manneskju hallmælt, – hún bar öllum vel söguna; komu þá gjarnan í hug minn orð skáldsins: Það var svo hollt að heyra þitt mál, heilbrigt og laust við hið skrúfaða prjál. (EB) Það er dýrmætt að eiga góðar minningar og þær á ég margar um Ingibjörgu Helgadóttur, en henni kynntist ég fyrir rúmum 50 árum. Var gott að koma á heimili þeirra Marvins á Engja- veg 8 og ævinlega voru dregnar fram kræsingar sem húsmóðirin átti nægar í búri sínu. Slátrið er sérlega minnisstætt, blóðmör og lifrarpylsa, það besta sem ég hafði smakkað. Miðhúsaheimilið, þar sem Inga ólst upp, var ann- álað fyrir gestrisni og myndar- skapinn í eldhúsinu sem hún lærði af Kristrúnu móður sinni, kenndi hún Hafdísi, konu minni og dætrum sínum og einnig það sem hún nam í húsmæðra- skólanum. Má kannski segja að þannig nýttist námið í fleiri ætt- liði. Annað sem mér finnst rétt að nefna var áhugi Ingu fyrir hvers kyns gróðri. Garður þeirra Mar- vins á Selfossi vakt athygli sér- hvert sumar fyrir snyrti- mennsku og blómskrúð, enda hlutu þau fyrir sérstaka viður- kenningu bæjarfélagsins. Þá var hún áhugasöm um trjárækt og sumarbústaðaland fjölskyldunn- ar á Miðhúsum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var henni sér- lega umhugað um, hún hlúði þar að viðkvæmum trjágróðri í upp- eldi. Þar er í dag fagurt um að litast í vöxtulegum skógi. – Ákveðin kona og dugleg var Ingibjörg, ern og gekk á fjöll vel fram á tíræðisaldur. Hún hafði sérstakt yndi af lax- veiðum, að áliðnu sumri þegar laxinn var genginn í Þjórsá, stóð hún með stöngina sína á bakk- anum nálægt ármótum Kálfár og veiddi vel, oftast betur en aðrir. – Hún var kona sem aldrei lét sér verk úr hendi falla, var alltaf með eitthvað á prjónunum, horf- andi á sjónvarp var hún yfirleitt að prjóna vettlinga eða lopa- peysur. Jólaboðin sem Inga hélt voru einstök og venja stórfjöl- skyldunnar að fara til hennar seint á aðfangadagskvöld. Þar töfraði hún fram gómsætar rjómatertur og súkkulaði með rjóma, kræsingar sem seint gleymast. Á annan í jólum var farið upp að Miðhúsum og haldin dýrindisjólaveisla fyrir bræður hennar sem þar bjuggu. Um ára- mótin var hún seinustu árin und- antekningalaust hjá okkur Haf- dísi og voru þær stundir dýrmætar. Þar voru rifjaðar upp minningar frá löngu liðnum dög- um sem vörpuðu ljósi á lífskjör alþýðufólks í upphafi síðustu ald- ar. Ingibjörg missti Marvin, eig- inmann sinn til tæplega 40 ára, snemma árs 1991 en bjó áfram á Engjaveginum uns hún flutti í nýbyggt hús við Sóltún á Selfossi 2002. Þar bjó hún í 17 ár en fluttist á Dvalarheimilið Sólvelli á Eyrar- bakka í janúar sl. Viljum við hjónin hér þakka starfsfstúlkun- um á Sólvöllum fyrir einstaka og fallega umönnun og Margréti Valdimarsdóttur, sem búsett er á Sólvöllum, þökkum við um- hyggjuna sem hún sýndi vinkonu sinni, Ingibjörgu Helgadóttur. Valdimar Bragason. Tengdamóðir mín, Ingibjörg Helgadóttir frá Miðhúsum í Gnúpverjahreppi en lengst af búsett á Selfossi, hefur nú lokið löngu lífshlaupi á nítugasta og fimmta aldursári. Það rifjast upp fyrir mér að á þessu sumri eru slétt fjörutíu ár síðan ég hitti þau fyrst, síðar tengdaforeldra mína, Ingu og Marvin Frímannsson á heimili þeirra á Engjaveginum á Selfossi. Ég kom þá óhreinn og villimannslegur úr jarðfræðileið- angri ofan af Sprengisandi en var tekið opnum örmun eins og öðrum sem þar bar að garði. Marvin lést langt um aldur fram 1991 sem var Ingu og fjölskyld- unni allri mikið áfall. Hún lifði mann sinn í hartnær þrjá ára- tugi, við góða heilsu fram undir hið síðasta, bjó sér fallegt heimili í nýrri raðhúsíbúð, ræktaði sinn garð og hændi að sér mikinn fuglaskara sem hún fóðraði ríku- lega. Inga hafði sterkar taugar til Miðhúsa og var þeim bræðrum sínum, Þórarni og Jóni sem þar bjuggu einhleypir hvor á sínum jarðarhelmingnum, betri en eng- inn. Einnig var Brynjólfur bróð- ir hennar sem lengst af vann við smíðar á Selfossi heimagangur hjá þeim Ingu og Marvin og iðu- lega þar í fæði. Það var mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna þegar ráðist var í að reisa sumarbústað að Miðhúsum á landi sem Þórarinn bróðir Ingu bauð fram. Fyrri bústaðinn af tveimur sem þar standa í dag reistu þau Inga og Marvins ásamt þremur eldri börnum sín- um og fjölskyldum þeirra. Seinna reistu svo yngri systurn- ar þrjár og þeirra fjölskyldur sér bústað. Þar hefur stórfjölskyld- an síðan átt sér griðastað, plant- að trjám, ræktað kartöflur og grænmeti, veitt í Þjórsá, tínt ber og notið samvista. Ófá trén hófu ævi sína í pottum í garði Ingu niðri á Selfossi en fengu síðan varanlegan samastað á Miðhús- um þegar þau þurftu meira pláss. Inga var mikil ræktunar- og smekkmanneskja og báru heimili hennar, garður og allt sem hún umgekkst þess merki alla tíð. Hún naut sín hvergi betur en með fingurna á kafi í mold, með veiðistöng niðri við á, í göngu- ferðum inn um ása og berja- brekkunum innst í Torfdal. En nú er heimasætan glæsi- lega frá Miðhúsum, sem gamlar myndir sína tignarlega á hest- baki eða við störf í sveitinni, búin að fá hvíldina. Hugur hennar leitaði oft á þær slóðir undir lok- in og þaðan er gott að eiga um hana og þau Marvin góðar minn- ingar. Ég er og verð þeim báðum Ingu og Marvin ævarandi þakk- látur fyrir þá stóru gjöf lífsins sem þau gáfu mér í dóttur sinni sem eiginkonu og fyrir öll sam- skiptin við þau sem aldrei féll skuggi á. Steingrímur J. Sigfússon. Hún Inga amma var yndisleg manneskja, góðhjörtuð og hlý. Við systkinin vorum svo heppin að búa aðeins nokkrum húsa- lengdum frá henni á okkar upp- vaxtarárum. Þar eyddum við oft löngum stundum, hjálpuðum til í garð- inum, spiluðum á spil og hlust- uðum á sögur sem hún virtist kunna ógrynni af. Þegar kom að því að við systkinin fórum að missa tennurnar kom ekki annað til greina en amma sæi um það að kippa þeim úr, jafnvel þó for- eldar okkar væru alveg hæfir í verkið. Svo mikið var traust okk- ar á á ömmu. Þegar hún flutti í Sóltúnið nutum við þess að kíkja í kaffi og köku, eða kannski meira mjólk og súkkulaði. Því eins og allir vita, sem þekktu hana, þá hélt hún því statt og stöðugt fram að súkkulaðiát væri eina ástæðan fyrir langlífi hennar. Í fjölskyldu okkar eru föstu- dagar mikilvægir en þá hittumst við öll hjá foreldrum okkar og borðum saman pítsu. Auðvita lét amma sig ekki vanta og naut hún þess að borða með okkur og spjalla á eftir. Eftir að langömmubörnin komu til sögunar sýndi amma þeim mikinn áhuga. Hún elskaði að fá þær í heimsókn og ljómaði öll þegar hún sá þær ganga inn um dyrnar. Hún gat setið lengi og horft á þær leika sér og þegar hávaðinn var sem mestur og for- eldrarnir búnir að reyna allt til að róa þær sagði hún: „þær eru nú ekki börn nema það heyrist aðeins í þeim“. Með þessari stuttu frásögn af henni ömmu viljum við minnast hennar með gleði í hjarta ásamt því að varðveita allar þær ynd- islegu minningar sem við sköp- uðum saman. Amma, við elskum þig. Ingibjörg, Marvin Helgi og Vilhjálmur. Það eru ekki allir sem moka hjá sér stéttina og innkeyrsluna á níræðisaldri eða muna að gefa fuglunum daglega. Þú varst allt- af dugnaðarforkur og það breyttist ekki með aldrinum. Húsið og garðurinn á Engjavegi var ævintýraheimur sem okkur þótti alltaf gaman að heimsækja. Cocoa puffs og pönnukökur og ýmsar aðrar kræsingar voru alltaf á boðstólum. Uppi á Mið- húsum bjó fjölskyldan þín til gróðursæla paradís sem hefði aldrei orðið án þín, enda uppeld- isstaður þinn. Það eru forrétt- indi að eiga svona stað, þar sem maður kemst í nánd við náttúru, útivist og fjölskylduna allt í senn. Það eru enn meiri forrétt- indi að eiga ömmu sem kennir manni að meta slíka hluti og virða. Þú varst dugleg við útivist og umhirðu, hljópst upp á fjöll og tíndir ber og blóðberg með okk- ur og sagðir okkur sögur úr æsku þinni. Það er kannski ekki til eftirbreytni fyrir lítil börn að heyra hvernig amma manns ákvað að rölta yfir ísilagða Þjórsána einn veturinn því hana langaði að heimsækja fólkið á næsta bæ, en það eru þannig frá- sagnir sem lifa áfram í minning- unni og móta sýn manns á mann- eskjuna. Ömmur og afar sjá ekki bara um að skaffa sætindi og pössun heldur eru þau fyrirmyndir og viskubrunnar sem yngri kyn- slóðir sækja í. Þú varst okkur svo sannarlega góð fyrirmynd, amma, ráðagóð, ljúf, fyndin og þolinmóð kona allt fram í það síð- asta. Við elskum þig og munum sakna þín afskaplega mikið. Sigfús, Brynjólfur, Bjartur og Vala. Mig langar til að minnast ömmu minnar, Ingibjargar Helgadóttur, í örfáum orðum en hún lést þann 22. ágúst 94 ára gömul á Sólvöllum á Eyrar- bakka. Inga amma fæddist þann 23. maí árið 1925, hún var yngst fimm barna hjónanna Helga Jónssonar og Kristrúnar Brynj- ólfsdóttir sem hófu búskap á Miðhúsum í Gnúpverjahreppi árið 1913. Hún ólst upp á Miðhúsum og bjó þar með foreldum sínum fram til 25 ára aldurs eða þar til hún kynntist Marvini Frímanns- syni bifvélavirkja, giftu þau sig árið 1952 og byggðu sér hús á Engjavegi 8 Selfossi árið 1953. Á ég margar ljúfar minningar það- an, rólegur og þægilegur andi, ilmur af kaffi og nýbökuðum kökum. Það var alltaf svo sér- staklega gott að koma á Engja- veginn og síðar á Sóltúnið en þangað flutti amma nokkrum ár- um eftir að afi deyr. Hún hafði sérstakt lag á að búa til góðan ís- lenskan heimilsmat og gamals- dags rjómatertu sem hún ein kunni að gera svo góða. Eins voru kleinurnar hennar ömmu á öðru tilverustigi, svo góðar voru þær. Amma sótti mikið á æskustöðvarnar á Miðhúsum og reisti þau Marvin sér þar sum- arbústað ásamt elstu börnunum árið 1982. Síðar reistu yngstu börnin sér einnig þar hús og átti stórfjölskyldan sér griðastað og ævintýraland alla tíð síðan. Þar gat hún ræktað áhugamál sín, trjárækt og allt því sem grænt var. Tíndi hún ber ásamt fjöl- skyldunni á hverju ári fram á tí- ræðisaldur. Land Miðhúsa var henni hugstætt, fjöllin, áin, hólminn, trén, berin og blómin og síðast en ekki síst að sjá Heklu, drottningu íslenskra fjalla, í fjarlægð en samt svo stutt frá. Minnist ég þess alltaf þegar amma sagði mér frá því þegar hún vaknaði upp morgun- in 29. mars 1947 þegar Hekla gaus með látum eftir 102 ára hlé, gosmökkurinn náði tuga kíló- metra hæð og þeytti gosið björg- um langar leiðir. Sveitin var þak- in ösku og landið svart. Hekla hafði fyrr á öldum lagt allt í eyði í Þjórsárdalnum svo fólkið í sveitinni bar óttablandna virð- ingu fyrir henni. Amma hafði græna fingur og var garðurinn á Engjavegi og síðar Sóltúni prýddur fallegum blómun og trjám og ávallt vel snyrtur svo vel var tekið eftir af bæjarbúum. Voru þau hjónin verðlaunuð af bænum eitt sum- arið fyrir fallega garðinn sinn. Amma var alltaf mikið hjá okkur eftir að afi dó, eyddi mörg- um jólum og áramótum heima hjá foreldrum mínum á Heiðar- vegi 12 og naut ég þeirra forrétt- inda að kynnast henni betur á þeim stundum. Síðustu árin var skammtímaminnið farið að fölna en allt það gamla mundi hún eins og það hefði gerst í gær og hafði ég mikið gaman af því að forvitn- ast um gamla tíma og heyra sög- ur og staðreyndir frá henni, hvernig lífið gekk fyrir sig í gamla daga. Ég á eftir að sakna hennar ömmu mjög og erfitt er að kveðja ástvin en ég veit líka að hún þráði undir það síðasta að fá að fara og hitta elskaða foreldra sína og Marvin afa sem kvaddi allt of fljótt. Eins veit ég að hest- arnir hennar, Fluga og Faxi, koma hlaupandi á móti henni í Sumarlandinu. Takk fyrir allt. Marvin Valdimarsson. Fallin er frá fyrrverandi tengdamóðir mín, Ingibjörg Helgadóttir, á 95. aldursári eftir langa og góða ævi og langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Það var árið 1982 sem ég kom fyrst, tæplega 18 ára gömul, inn á heimili Ingu og Marvins er við Kristinn sonur þeirra vorum að byrja að rugla saman reytum. Þá var Inga á svipuðum aldri og ég er á núna sem er skrítin tilhugs- un. Já, hratt snýst tímans hjól, áratugirnir liðu við leik og störf, margar stundir voru við gróður- setningu í sumarbústaðarland- inu eins sjá má. Inga var mikið náttúrbarn og að ganga úti í náttúrunni á fjöllin í og við sum- arhúsið stundaði hún fram yfir nírætt. Eitt af aðaláhugamálum hennar var ræktun og hugsaði hún um blómin sín eins og börnin sín og garðurinn hennar heima bar þess sannarlega merki var alltaf hinn glæsilegasti. Smá- fuglarnir fengu einnig að njóta natni hennar, hún eldaði ofan í þá á veturna og gaf þeim úti á blettinum hjá sér, sátu þeir oft og biðu eftir góðgætinu sem þeir vissu að kæmi. Allir voru jafn réttháir. Fallegu lífi er nú lokið og skil- ur Inga eftir sig stóran hóp af- komenda sem er búinn að annast hana af alúð og virðingu í veik- indum hennar síðustu misserin. Ég þakka af miklum kærleik þá rúmlega þrjá áratugi sem okkar líf lá saman og alls sem ég fékk að njóta með henni. Blessuð sé minning Ingibjargar Helgadótt- ur. Hrund Baldursdóttir. Amma var dugleg, brosmild, hógvær og seig kona sem sat aldrei auðum höndum. Það var alltaf mjög glaðlegt andrúms- loftið í kringum ömmu og stutt í hláturinn. Amma talaði reglulega um það að lykillinn að langlífi og góðri heilsu væri að borða nógu mikið af súkkulaði og kökum. Hún kunni svo sannarlega að baka góðar kökur og hugsa vel um gestina sína. Okkur leið alltaf vel hjá ömmu, bæði sem börn og í seinni tíð. Tommi og Jenni á VHS-spólunum á Engjavegin- um. Prjónavélin sem virkaði svo flókin og flott. Kjötsúpan sem var ómögulegt að hætta að borða, hún var alltaf svo góð. Fallegu garðarnir með litríku blómunum, sem var sinnt af mik- illi alúð. Heimabökuðu flatkök- urnar, nýkomnar af hellunni – með smjöri. Svo mætti lengi telja. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allar samverustundirnar. Við söknum þín. Þín barnabörn, Dagur, Dröfn og Ástrós. Ingibjörg Helgadóttir HINSTA KVEÐJA Ég minnist Ingu vinkonu minnar með hlýhug og þakklæti fyrir góðar sam- verustundir á Sólvöllum. Inga var afskaplega góð kona með þægilega nær- veru. Við sátum oft saman og minntumst liðinna tíma. Ég vil senda börnum henn- ar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir góð kynni og einstaklega hlýtt viðmót. Margrét Valdimarsdóttir. Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.isSálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.