Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 ✝ Lilja Kristjáns-dóttir fæddist 12. febrúar 1929 á Hermundarfelli í Þistilfirði. Hún lést á Landakoti 27. ágúst 2019. For- eldrar Lilju voru Kristján Einarsson frá Garði, f. 6.2. 1875, d. 10.2. 1969, og Sveinbjörg Pét- ursdóttir, f. 6.5. 1895, d. 26.3. 1963. Alsystkini Lilju voru Fjóla, f. 28.11. 1931, d. 23.8. 1975, og Pálmi, f. 20.6. 1933, d. 17.11. 1997. Hálfsystkini Lilju í móð- urætt voru Þórhallur, f. 29.1. 1914, d. 9.3. 1986, Friðbjörg, f. 26.2. 1917, d. 1.10. 2009, og Steinunn, f. 29.3. 1921, d. 25.3. 2007. Faðir þeirra var Steinþór Pálsson, f. 8.10. 1882, d. 30.3. 1937. Samfeðra Lilju voru Þór- dís, f. 23.2. 1901, d. 14.12. 1986, Páll, f. 17.4. 1909, d. 8.1. 1999, og Einar, f. 26.10. 1911, d. 6.7. 1996. Móðir þeirra var Guðrún Pálsdóttir frá Hermundarfelli, f. 1.9. 1880, d. 13.5. 1923. Lilja giftist 19.5. 1953 Má Ár- sælssyni stærðfræðikennara, f. 6.4. 1929, d. 11.8. 2013. Börn 2012, og Jóhann Bjarni, f. 21.6. 2016. c) Ágúst, f. 29.4. 1989. 4) Þórdís, f. 30.7. 1958, sjúkraliði. Maki: Aðalsteinn Stefánsson, flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg. Börn þeirra eru: a) Hildur, f. 15.11. 1983. Maki: Eiður Gunnar Bjarnason. Synir þeirra eru: Bjarni Gunnar, f. 27.4. 2002, og Emil Fannar, f. 25.9. 2005. b) Valný, f. 2.6. 1985. Maki: Hannes Olauson. Sonur þeirra er Aron Hrafn, f. 26.01. 2018. c) Ottó Freyr, f. 14.9. 1989. d) Aðalheiður, f. 7.3. 1998. Kær- asti hennar er Steinþór Stef- ánsson. 5) Ottó, f. 13.1. 1965, heim- spekingur og bóksali. Synir hans eru: a) Már, f. 28.1. 1992. b) Bjarni, f. 23.1. 1996. Lilja fæddist og ólst upp á Hermundarfelli fram yfir ferm- ingu. Hún lauk landsprófi 1947 og fór seinna í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og útskrifaðist 1980. Hún var útivinnandi í hálfu starfi í um tíu ár meðfram heimilisstörfunum. Eftir stúdentspróf fór hún að vinna hjá Lyfjaverslun ríkisins, en þar hafði hún unnið áður. Lilja starfaði í Kvenfélagi sósíalista og var þar í stjórn um árabil. Ennfremur var hún full- trúi félagsins í Víetnamnefnd- inni þann tíma sem nefndin starfaði, frá 1972-1975. Útför Lilju fer fram frá Ás- kirkju í dag, 5. september 2019, klukkan 13. Lilju og Más eru: 1) Áskell, f. 21.11. 1953, tónskáld. Maki: Sigríður Búadóttir hjúkr- unarfræðingur. Dóttir Áskels er Margrét, f. 4.11. 1984. Maki: Leifur Björnsson. Dóttir þeirra er Sesselía Úa, f. 25.4. 2010. 2) Ársæll, f. 20.1. 1955, framhaldsskóla- kennari. Sambýliskona: Mar- grét Pálsdóttir málfræðingur. Börn Ársæls eru: a) Lilja, f. 24.6. 1979. Maki: Jón Freyr Benediktsson. Börn þeirra eru: Benedikta, f. 9.1. 2006, og Mikael Karl, f. 1.4. 2013. b) Teitur, f. 28.2. 1983. c) Bene- dikta, f. 13.3. 1990. Sambýlis- maður: Jonathan Baker. 3) Karólína Margrét, f. 17.3. 1956, grunnskólakennari. Maki: Stefán Jóhannsson, sérfræðingur við HA. Synir þeirra eru: a) Baldur Már, f. 30.9. 1982. Sambýliskona: Anna Marie Lárusdóttir. b) Andri Snær, f. 18.4. 1986. Maki: Krist- ín Hanna Bjarnadóttir. Synir þeirra eru: Sölvi Snær, f. 3.9. Móðir mín fæddist á Her- mundarfelli í Þistilfirði. Hún gekk í Svalbarðsskóla og var skólagangan fáeinar vikur yfir sumartímann, í þrjú eða fjögur ár. Skömmu eftir fermingu fór hún með strandferðaskipinu Heklu til Reykjavíkur og fyrir unga stúlkuna var það mikið æv- intýri. Þórdís, eldri systir henn- ar, var þá farin suður og var vinnukona hjá Sigurði Nordal. Hún hafði fengið vilyrði fyrir að litla systir gæti fengið athvarf á heimilinu. Sigurður sjálfur sá til þess að hún gengi í skóla og kenndi henni að rata um stór- borgina Reykjavík. Mamma tók svo landspróf 1947 í Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Þegar Sigurður Nordal fékk sendiherrastöðu í Danmörku vildi Ólöf kona hans fá Lilju með sér sem stofustúlku þegar þau flyttu út. Því fór mamma með Gullfossi til Kaupmannahafnar 1951. Á skipinu kynntist hún pabba, Má Ársælssyni, sem þá lærði stærðfræði í Kaupmanna- höfn. Þau giftu sig 19. maí 1953 í Danmörku, og fluttu til Íslands og fóru að búa hjá ömmu og afa, foreldrum pabba, á Nýlendu- götu 13. Þaðan fluttu þau á Sundlaugaveg 28 árið 1957 og síðan á Rauðalæk 33 sex árum seinna, þannig að Laugarnes- hverfið var uppeldismiðstöð okkar eldri systkinanna. Fjöl- skyldan flutti svo í Blönduhlíð 5 síðsumars 1970. Þegar öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð var stofn- uð opnuðust gáttir fyrir marga sem fram að þeim tíma höfðu haft takmörkuð tækifæri til menntunar. Mamma fór í öld- ungadeildina og lauk stúdents- prófi vorið 1980, á sama tíma og Karólína dóttir hennar. Mamma hafði verið útivinnandi í áratug hjá ýmsum aðilum meðfram heimilisstörfum áður en hún fór í menntaskólann. Eftir stúd- entsprófið fór hún að vinna hjá Lyfjaverslun ríkisins, en þar hafði hún unnið áður og líkað vel. Hugur mömmu hneigðist til íslenskra fræða. Eitthvað varð þess þó valdandi að hún fór ekki í íslenskunám að stúdentsprófi loknu, eins og hún hafði alltaf stefnt að. Ég þykist vita að mamma hefði gjarnan þegið betri tæki- færi til náms í því sem hún hafði mest gaman af. Hún var bók- hneigð, kunni aragrúa vísna og fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í heiminum, allt fram undir það síðasta. Við systkinin eigum henni mikið að þakka. Hjá henni kynntumst við sjónarhornum og lífsviðhorfum sem við búum að alla ævi. Ársæll Másson. Lilja Kristjánsdóttir ✝ Árný Rósa Að-alsteinsdóttir fæddist 1. nóv- ember 1955 á Berg- staðastræti. Hún lést á Landspít- alanum, Hring- braut, 31. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Sigríður Árnadótt- ir, f. 9. maí 1932, d. 19. janúar 2018, og Aðalsteinn Björnsson, f. 26. júní 1930, d. 6. mars 2013. Systkini hennar eru þau Kristín Björk Aðalsteins- dóttir, f. 27. júní 1950, d. 28. mars 2008, og Björn Árni Að- alsteinsson, f. 3. október 1966. Sambýlismaður hennar var Jóhannes Sigurhólm Stef- ánsson, f. 2. desember 1945. Eignuðust þau fjögur börn sam- an, þau eru Hanna Gréta, f. 6. júlí 1976, Guðný Lára, f. 27. jan- úar 1979, Aðal- steina, f. 23. sept- ember 1983, d. 23. apríl 1988, og Anna Stefanía, f. 11. júní 1992. Barnabörn: börn Hönnu Grétu eru Aðalsteina Líf Kjartansdóttir, f. 30. ágúst 1994, Jó- hannes Sigurhólm Kristinsson, f. 14. janúar 2000, og Ármann Sig- urhólm Larsen, f. 9. október 2008. Börn Guðnýjar Láru eru Kristinn Sigurhólm Einarsson, f. 1. mars 2001, og Valgeir Árni Einarsson, f. 16. febrúar 2008. Árný ólst upp í Skerjafirði og gekk í Hagaskóla. Hún vann ým- is störf um ævina, meðal annars við umönnun aldraða. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. sept- ember 2019, klukkan 15. Ástkær móðir, sambýliskona, systir, amma og frænka. Nú ert þú að kveðja þennan heim eftir langvarandi veikindi en einungis stutta baráttu við illvígan sjúk- dóm sem tók þig frá okkur allt of snemma. Elskulegi kletturinn okkar, við kveðjum þig með miklum söknuði í hjarta og vitum það að þú ert komin á betri stað. Er við hugs- um til þín minnumst við þess hvað þú varst ávallt til staðar fyr- ir okkur öll, sama hver það var, þú tókst opnum örmum á móti öllum sem heim komu og ávallt til í að skella í smá kaffistund með þínum heimsfrægu pönnukökum. Ef eitthvað bjátaði á gat maður ávallt leitað til þín og þú með alls kyns lausnir, enda aldrei úrræða- laus. Þú munt ávallt eiga heima í okkar hjörtum og erum við þakk- lát fyrir þessi mörgu ár sem við höfum fengið með þér en nú hef- ur hún Allý okkar kallað þig til sín og þarf á þér að halda. Við er- um sannfærð um að allir aðrir sem nánir okkur eru og farnir munu taka mjög vel á móti þér og að þú vakir yfir okkur sem eftir stöndum. Hér erum við að skrifa þessa grein og áttum okkur á því að þú sást alltaf um þessi mál og ritunarhæfileikar okkar lágu einna helst hjá þér. Við munum minnast þín með hlátri, um- hyggju og að sjálfsögðu gleði í hjarta. Við ætlum nú að kveðja þig og fagna ævi þinni. Minningar lifa lengi í hjarta og huga og þær munu sko hanga á veggjum hjá okkur. Við munum hugsa vel um hvert annað og sjá til þess að minning þín verði heiðruð. Við sjáum á eftir þér með sorg í hjarta og með von um að þú sért komin á betri stað umvafin hlýj- um örmum. Að sinni verður þetta ekki lengra og við munum frekar ræða málin er við heimsækjum þig í kirkjugarðinn eða við mat- arborðið á sunnudögum. Við munum að sjálfsögðu fagna æv- inni með því að bjóða ástvinum þínum og okkar upp á þínar heimsfrægu pönnukökur og von- andi mun okkur takast jafn vel til og þér. Við elskum þig til tungls- ins og til baka. Mamma. Þú ert gull og gersemi, góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami, eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín. Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. Þínar dætur Hanna Gréta, Guðný Lára og Anna Stefanía. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Jóhannes, Björn Árni, Anna Stefanía, Hanna Gréta, Guðný Lára, Aðalsteina Líf, Jóhannes Sigurhólm, Ár- mann Sigurhólm, Kristinn Sigurhólm og Valgeir Árni. Árný Rósa Aðalsteinsdóttir ✝ Steinn Guð-mundsson frá Mykjunesi í Holtum í Rangárvallasýslu, lengst af búsettur í Goðheimum 19 í Reykjavík, fæddist 19. júní 1921. Hann lést 22. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Guðmundur Tómasson bóndi, f. í Miðkrika í Hvol- hreppi 11. maí 1884, d. 2. desem- ber 1963, og Gróa Einarsdóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 22. september 1890, d. 24. mars 1988. Systkini hans eru Einar, f. 22. júlí 1910, d. 29. júlí 1910, Magnús, f. 16. janúar 1918, d. 15. ágúst 1995, og Kristín, f. 1. maí 1924. Steinn giftist 12. maí 1951 brún, f. 23. júlí 1956, sem gift er Jóni Elvari Björgvinssyni, f. 11. júní 1948, og eru börn þeirra Trausti Elvar, f. 13. maí 1977, Davíð Arnar, f. 18. desember 1984, og Arnfríður Ósk, f. 8. mars 1993; Guðmundur, f. 10. júlí 1961, og stjúpsonur hans er Daníel Freyr Gunnlaugsson, f. 16. febrúar 1979, og dætur Svava Dögg, f. 7. maí 1988, og Sóley, f. 23. desember 1994, móðir þeirra: Ásta Einarsdóttir, f. 7. október 1957; og Berglind, f. 29. október 1965. Barnabarna- börn Steins og Svövu eru sex. Steinn vann öll algeng störf til sjós og lands sem ungur mað- ur og þar á meðal um skeið hjá breska hernum eftir að hann kom til landsins á stríðsárunum. Hann lærði rafvirkjun og vann síðan sem rafvirki og rafvirkja- meistari með eigið fyrirtæki. Eftir að hann seldi fyrirtækið varð hann yfirdyravörður í Glæsibæ. Útför Steins fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 5. sept- ember 2019, klukkan 13. Svövu Daníels- dóttur frá Gutt- ormshaga í Holtum í Rangárvallasýslu, f. 31. desember 1927, d. 13. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Daníel Daníelsson bóndi, f. í Kaldárholti í Holt- um 8. nóvember 1880, d. 10. apríl 1932, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir hús- freyja, f. í Miðkrika í Hvolhreppi 12. september 1885, d. 2. sept- ember 1977. Börn þeirra eru Trausti, f. 2. júlí 1950, og börn hans eru Adam Freyr, f. 20. janúar 2000, og Salka María, f. 11. september 2001, móðir þeirra: Maria Anna Maríudóttir, f. 26. júlí 1966; Kol- Pabbi var ekki maður margra orða, svona oftast nær, en þau sem hann las og lærði lagði hann á minnið. Á það reyndi hin síðari ár þegar hann var mikið búinn að missa heyrn og lá löngum stundum fyrir án þess að vilja lesa eða horfa á sjón- varp. Heilu ljóðabálkarnir runnu upp úr honum fyrirhafn- arlaust sem og söguþræðir Ís- lendingasagna sem hann hafði ekki lesið áratugum saman. Minni hans almennt var líka óbrigðult fram á síðasta dag og alltaf vissi hann um það helsta í þjóðmálunum. Ein lífseigasta æskuminning okkar systra er frá laugardög- unum þegar við borðuðum salt- fisk í hádeginu og spiluðum svo vist með Gróu ömmu á vöktum til miðnættis. Glúrnari spila- maður en pabbi er vandfundinn og ef hægt var að fella í hálfri gerði hann það. Spilamennska reyndist okkur líka drjúg af- þreying síðustu árin hans. Spiladísin virtist alltaf vera í hans liði, hvort sem við spil- uðum vist, sjöu eða ólsen ólsen. Þaðan tökum við margar dýr- mætar minningar inn í framtíð- ina, nú þegar hann er farinn í græna landið til mömmu. Þau sigldu sinn úfna sæ í hjóna- bandi í 66 ár og átta mánuði, saman í 70 ár, og undanfarið eitt og hálft ár hefur aðskiln- aður þeirra verið honum þung- bær. Pabbi sagðist stundum vera „bara rafvirki“ en okkur finnst ekkert bara við það að vera raf- virki og laghentur við allt. Í geymslunni átti hann flest sem mann vanhagaði um, hvort sem um var að ræða smæstu skrúfu eða tengla, dósir og snúrur, og alltaf mætti hann með upp- brettar ermar ef maður þurfti. Hann rak rafvirkjaþjónustu í nokkra áratugi og við höfum lesið bréf frá viðskiptavinum hans sem bera vott um vand- virkni hans, fagmennsku og líka sanngirni í bæði verðlagningu og innheimtu. En aldrei hreykti hann sér af verkum sínum. Hann hafði góða menn í vinnu enda er sagt að líkur sæki líkan heim. Hann var alinn upp í nægjusemi og honum var eig- inlegt að fara vel með. Fyrstu árin sem rafvirki fór hann hjól- andi í allar vitjanir með verk- færakassann á bögglaberanum. Pabbi sinnti af natni öllu við- haldi á Goðheimunum meðan þau bjuggu þar, málaði húsið – og þakið líka sem við vorum ekkert of hressar með þegar hann var kominn yfir áttrætt – sló grasið og gróðursetti tré. Hann var mikill verkmaður en kunni líka að hvíla sig og tók ekki mikinn þátt í inniverkun- um fyrr en hann fór að sjá um mat handa þeim mömmu þegar hann var kominn undir áttrætt. Hann var mikill glímukappi á sínum yngri árum en alltaf hóg- vær yfir afrekum sínum. Við þurfum að skoða verðlaunapen- ingana sem hann varðveitti eins og sjáöldur augna sinna til að átta okkur á hversu mikill af- reksmaður hann var. Þótt pabbi hafi verið orðinn 98 ára er kveðjustundin sárs- aukafull. Við munum æðruleysi hans. Hann var hraustur maður en þegar fór að halla undan fæti á ævikvöldinu kvartaði hann ekki heldur þakkaði fyrir að vera verkjalaus og gerði allt til að halda sjálfstæði sínu. Þegar maður hefur átt foreldra sína lengi eru viðbrigðin mikil og við eigum eftir að sakna pabba sárt eins og við söknum mömmu. Þínar elskandi dætur, Berglind og Kolbrún. Steinn Guðmundsson Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SVEINSDÓTTUR áður Baldursgötu 26. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Laugarási fyrir umhyggju og umönnun. Gunnar V. Guðmundsson Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir Karl B. Guðmundsson Guðrún Vilhjálmsdóttir Björgvin G. Guðmundsson Hildur Pálmadóttir Þórir B. Guðmundsson Hafdís Ingimundardóttir barnabörn og langömmubörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín- ur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.