Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Elínrós Líndal elinros@mbl.is Þórunn Birna hefur starfað við aust- rænar lækningar í tæpa tvo áratugi. Hún er sú eina sem hún veit sjálf til sem starfar með doktorsgráðu í sinni grein hér á landi. Hún er aðallega að starfa á sviði nálastungna, en kínversk læknisfræði býður upp á öfluga notk- un á kínverskum jurtum líka svo dæmi séu tekin. „Þær jurtir sem notast er við í þess- um fræðum eru margar ólöglegar hér á landi. Þess vegna stóla ég meira á nálastunguaðferðina. Leiðsögn tengt mataræði og breyttum lífsstíl svo dæmi séu tekin. Kínversk læknisfræði byggir á 4.000 ára gamalli hefð þar sem náttúr- an er notuð til að koma jafnvægi á lík- amann. Kínverjar hafa því í mörg þús- und ár náð að fullkomna sínar grasalækningar, þannig að form- úlurnar fyrir hvaða kvillum sem er eru háþróaðar og áhugaverðar.“ Þórunn getur pantað sér einka- skammta af kínverskum jurtum, sem hún drekkur í teformi sjálf sér til heilsubótar. Hvað ertu að drekka í dag þessu tengt? „Ég drekk te sem styrkir orkuna, aðstoðar við meltinguna og byggir upp varnarkerfið. Ég drekk te sem kemur jafnvægi á blóðið mitt því í fjölskyld- unni minni þurfum við að passa upp á þessa hluti.“ Hvað gerir þú fleira til að huga að heilsunni? „Ég reyni að hugsa hlutina heild- rænt og halda öllu í hófi, bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Við verðum að geta slakað jafn mikið á og við erum á þeytingi og hömumst í ræktinni. Ég hreyfi mig helst utan- dyra, fer mikið í fjallgöngur og létt skokk en svo elska ég jóga og finnst ekkert betra en að teygja vel á öllum líkamanum með djúpri öndun. Þá losnar svo mikil spenna úr skrokkn- um. Ef ég ætti að gefa eitt gott ráð fyrir stoðkerfið, þá væri það að teygja meira. Síðan borða ég eins hollt og ég mögulega get allavega sex daga af sjö dögum vikunnar. Þá skiptir þessi sjö- undi dagur ekki svo miklu máli. Ann- ars þýðir heilsa fyrir mér að vera með heilbrigða skynsemi þegar kemur að lífsstílnum.“ Hvað er góð heilsa að þínu mati? „Góð heilsa fyrir mig er að vera í góðu jafnvægi bæði andlega og lík- amlega og í fullkominni sátt við til- veruna. Að næra bæði yin og yang. Að geta hlustað á líkamann og líða vel í honum. Að vera með sterkt varnar- kerfi, góða meltingu og orku og sofa vel án allra verkja. Það er heilsa fyrir mér.“ Hvað borðar þú daglega? „Það sem ég geri nánast á hverjum degi er að ég fæ mér súrkál á fastandi maga fyrir meltinguna til að auka þarmaflóruna. Það munar öllu til að geta melt vel allan minn mat og styrkt varnarkerfið. Það klikkar síðan sjald- an að ég fái mér gott gróft súrdeigs- brauð í hádeginu, þá mögulega með spældu eggi, avókadó og tómötum. Svo narta ég alltaf aðeins í söl til að fá mín steinefni. Sölin eru flottasta fjöl- vítamín sem völ er á. Skeið af hör- fræjaolíu og svo jurtaformúluna mína úr kínverskum jurtum. Þá er misjafnt hvaða formúla það er. Hvort ég er að vinna í orkunni, meltingunni, róa taugakerfið eða örva blóðflæðið eða hormónakerfið. Svo finnst mér ekki leiðinlegt að fá mér einn bolla af Matcha við og við.“ Hvernig hugsarðu hluti tengda heilsunni? „Mín hugsun og kenning er yfirleitt sú að bakka aftur í tímann og huga að því hvers konar lífsstíll okkur mann- fólkinu var upprunalega ætlaður. Hvað náttúran gaf okkur til að lifa af og borða og hvernig við þrifumst í tug- þúsundir ára. Við megum ekki fara of langt frá upprunanum og því reyni ég að halda mig frá öllum tískusveiflum og nýjungum. T.d. er ekkert sérlega hollt fyrir meltinguna að drekka mat- inn okkar. Við eigum helst að borða matinn okkar, tyggja vel og drekka vatnið. Svo sneiði ég hjá unnum mat- vælum með aukaefnum og treysti allt- af fyrst og fremst á hreinar afurðir og þessa heilbrigðu skynsemi sem við öll búum við innst inni en gleymum oft að sækja. Mér finnst einnig að við ættum að fara varlega í hreyfingunni og passa að ganga ekki alveg fram af skrokknum. Það er svo auðvelt að ganga aðeins yfir strikið til að ná sem mestum árangri.“ Hvernig stígur þú inn í að vera besta útgáfan af þér daglega? „Í dag er ég besta útgáfan af mér. Ég get samt sem betur fer þroskast áfram, lært, elst og þá mögulega orðið betri útgáfa fyrir mig á þeim tíma. Að- alatriðið er að gera sitt besta við að vera heiðarlegur við sjálfan sig, stunda þakklæti og fyrirgefningu hjá sjálfum sér til að halda þannig áfram að þroskast. Það eru sem dæmi engin mistök í lífinu að mínu mati, einungis lærdómur. Svo finnur maður meira og meira með aldrinum hvað gjafmildin er sterkt afl. Hjálpsemi og að geta gef- ið af sér þroskar mann og fyllir hjart- að meiraen nokkuð annað.“ Hvað finnst þér mikilvægt að muna? „Hver einstaklingur er frábrugðin hinum og því þarf að varast allar tískusveiflur sem mögulega henta sumum en alls ekki öllum. Við erum sem betur fer ekki steypt í sama form og það á líka við um innri starfsemi líkamans, bæði hvað varðar matvörur eða hreyfingu. Það sem hentar Jóni hentar ekki alltaf Sigga í næsta húsi. Við verðum öll að finna okkar eigin takt eftir eigin sannfæringu og lifa eft- ir því.“ Hvað erum við Íslendingar að gera ólíkt öðrum þjóðum? „Við erum með kæki þegar kemur að sætindum, söltum mat og mæjo- nesi. Eins erum við mikið í öfgunum í stað þess að byggja á því sem er að virka í okkar menningu. Ísland er land öfganna og ég tel að við kunnum ekki alveg að vera í slökun og jafnvægi. Við erum sífellt á þeytingi. Eina stundina erum við á ketófæðinu og aðra stund- ina á Atkins. Að mínu mati er sem dæmi ketó ekki fyrir alla, þar sem mikil fita og prótein getur valdið vandamálum í nýrum hjá sumu fólki. Þess vegna mæli ég með því fyrir alla sem ætla að umbylta mataræðinu sínu á þennan hátt að vera undir hand- leiðslu lækna þegar þeir fara í gegnum svoleiðis breytingar.“ Á hverju byggir þín þekking? „Ég tók grunnmenntun í vestrænni læknisfræði í mínu námi erlendis en ég sjúkdómsgreini eftir austrænni læknisfræði líkama fólks. Hvað gæti verið kjarninn í áskorunum hjá þeim sem leita til mín. Ég býð upp á einstaklingsmeðferð og er mjög með- vituð um að ekki gildir það sama fyrir alla. Ef viðkomandi er til dæmis með kaldan líkama frekar en heitan, eða meltingin er frekar hæg en hröð, er allt annað mataræði sem hentar þeim einstaklingi heldur en hinum. Ég starfa hins vegar ekki eins og vest- rænn læknir en geri alltaf kröfu um að fólk nái árangri hjá mér, annars myndi ég senda það áfram.“ Hvernig virka nálastungur? „Nálastungur örva eigin starfsemi líkamans og aðstoða líkamann í að gera það sem honum er ætlað að gera. Við erum sjaldnast í fullkomnu jafn- vægi. Þó að við reynum það. Þá notum við nálarnar til að fara inn á rafsvið líkamans (Qi). Fólk kemur til mín með allt milli himins og jarðar. Til dæmis höfuðverki, kvíða, þunglyndi og streitu. Nálarnar losa spennu, slaka á taugakerfinu og losa um innri spennu. Kvíði getur einnig verið tengdur melt- ingunni. Ég fer heildrænt yfir það sem fólk er að gera og passa upp á að kjarninn í starfsemi hvers og eins sé að starfa rétt.“ Þórunn segir að stundum sjái hún að það vanti upp á svefn eða að melt- ingin sé í ólagi. En markmiðið er alltaf að vinna í rót vandans. „Ef þú finnur rótina fara allar aðrar flækjur úr lík- amanum.“ Hvað með fólk sem er í krabba- meinsmeðferð, leitar það til þín? „Já þá get ég aðstoðað fólk við að styrkja varnarkerfi líkamans og róa taugakerfið, hvort sem það er í með- ferðum eða ekki við krabbameininu.“ Hvaða þjálfun hefur þú fengið í þínu starfi? „Ég vann á háskólasjúkrahúsinu í UCLA og vann á meðferðarstofnun á afvötnunardeild. Ég var í Emperor’s College of Traditional Oriental Medicine háskólanum í Kali- forníu. Þeir sem útskrifuðust með mér á sínum tíma starfa margir á sjúkra- húsum víða um Bandaríkin.“ Hvað gera þeir þar? „Þeir nota nálastungur fyrir þá sem til dæmis þola ekki sterk verkjalyf. Það er vinsælt sér í lagi þar sem opíóí- ðafaraldur er að skapa mikið vanda- mál í Bandaríkjunum núna.“ Er þér vel tekið á spítölunum hér? „Það vantar töluvert upp á að brúa bilið á milli vestrænna lækninga og austrænna hér á landi. Ég finn fyrir fordómum sem ég túlka sem fáfræði um hvað austræn læknisfræði hefur í för með sér. Sem dæmi er ég með sex ára nám í að veita fólki nálastungu- meðferð. Það eru mikil fræði á bak við það og vildi ég ekki vera minna und- irbúin undir að nota nálastungur en ég fékk í minni þjálfun. Hins vegar hef ég heyrt að hér á Íslandi sé fólk með grunnmenntun innan heilbrigðiskerf- isins, svo sem sjúkraþjálfarar, að læra nálastungur á tveimur helgum. Það kallast kukl út frá mínu kenn- ingakerfi. Ég held það væri eðlilegast og heilbrigðast að þessir tveir heimar ynnu meira saman. Enda markmiðið á endanum alltaf líðan fólksins sem leit- ar til okkar; að það fái bata og betra líf.“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson „Ísland er land öfganna“ Þórunn Birna Guð- mundsdóttir er nála- stungusérfræðingur með doktorsgráðu í austræn- um lækningum frá há- skóla í Kaliforníu. Hún er formaður Nálastungu- félags Íslands. Hún segir austrænar lækningar áhugaverðan valkost sem fólk ætti að kynna sér með opnum huga. Þórunn Birna Áhugavert að brúa bilið á milli vestrænna lækninga og austrænna hér á landi. Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Úrval - gæði - þjónusta Rafdrifnar rúllugardínur Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.