Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
verðlauna á þeim mótum sem hann
hefur tekið þátt í og flokkar sjó-
stangveiðina sem eitt helsta áhuga-
mál sitt. „Ég veiddi tvö og hálft tonn
á þessu sumri. Önnur helstu áhuga-
mál mín eru skotveiði, ferðalög inn-
anlands, skák og að eyða dýrmætum
stundum með börnum og barnabörn-
um.“
Fjölskylda
Fyrri makar Gilberts: Hrefna
Birgisdóttir, f. 4.6. 1951, d. 10.2. 2017,
húsmóðir, og Guðný María Sigurð-
ardóttir,. f. 13.2. 1954, húsmóðir.
Sonur Gilberts og Hrefnu er 1)
Birgir Gilbertsson, f. 13.9. 1971, sjón-
tækjafræðingur, búsettur í Aust-
urríki. Maki: Sabina Ortner nuddari.
Barnabörn eru Adam Breki, f. 19.10.
2000, og Vigfús Nói, f. 28.6. 2003.
Börn Gilberts og Guðnýjar eru 2)
Sigurður Björn Gilbertsson, f. 8.11.
1971, úrsmiður, búsettur í Garðabæ.
Maki: Heiða Þorsteinsdóttir sölu-
stjóri. Barnabörn eru Gilbert Arnar,
f. 13.8. 1995, og Eva María, f. 4.4.
1999; 3) Tinna Gilbertsdóttir, f. 31.10.
1980, sölustjóri hjá Iceland Seafood,
búsett í Reykjavík. Maki: Vilhjálmur
Svan Vilhjálmsson verslunarstjóri.
Barnabörn eru Henrý Þór, f. 25.2.
2008, og Björn Daníel, f. 27.10. 2016.
Systkini Gilberts eru Svana Guð-
rún Guðjónsdóttir, f. 16.8. 1947, hús-
móðir, búsett í Reykjavík, og Birgir
Örn Guðjónsson, f. 16.11. 1956, sölu-
maður, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Gilberts voru Guðjón
Tómasson, f. 29.8. 1925, d. 2.12. 1977,
deildarstjóri hjá Flugumferðar-
stjórn, fæddur í Vestmannaeyjum en
síðast búsettur í Reykjavík, og Mar-
grét Ólafsdóttir, f. 15.4. 1927, d.
15.11. 1977, húsmóðir, fædd á Akra-
nesi en síðast búsett í Reykjavík.
Gilbert Ólafur
Guðjónsson
Sigríður Jónsdóttir
vinnukona í Litla-Árskógi
á Árskógsströnd
Davíð Guðmundsson
húsmaður á Hallgilsstöðum í Hörgárdal, síðar fi skimaður að Svínakoti
Svanbjörg Davíðsdóttir
húsfreyja á Akranesi
Margrét Ólafsdóttir
húsmóðir, búsett í Reykjavík
Ólafur Sigurjón Magnússon
verkamaður og sjómaður á Akranesi,
síðar starfsmaður Eimskips í Reykjavík
Margrét Ólafsdóttir
bústýra í Hvammsvík
Magnús Magnússon
bóndi í Hvammsvík í Kjós
Laufey Guðjóns-
dóttir hús freyja í
Vestmanna eyjum
Guðjón Júlíus Guðjónsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
og verkamaður í Rvík
Dagbjartur Einarsson
útgerðar maður og
skipstjóri í Grindavík
Kristján Hreinsson skáld
Guðrún Ólafsdóttir
matráðskona og
húsfreyja í Reykjavík
Árni Pálsson
bóndi og hreppstjóri
að Hurðarbaki í
Villingaholtshreppi
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja að Hurðarbaki
Guðrún Árnadóttir
ráðskona í Vestmannaeyjum
Tómas Maríus Guðjónsson
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
Guðríður Bjarnadóttir
húsfreyja í
Vestmannaeyjum
Guðjón Jónsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Úr frændgarði Gilberts Ó. Guðjónssonar
Guðjón Tómasson
deildarstjóri hjá Flugumferðarstjórn í Reykjavík
„dagur þrjú – og enn hefur ekkert
TIL HANS SPURST.” „HÆTTU AÐ FLAUTA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera með þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA, AUGU ÞÍN
ERU SEM …
UM … SEM … SEM … KÚLULAGA , HLAUPKENNDIR
HLUTIR SEM ÞÚ SÉRÐ ÚT UM
HVER SAGÐI
AÐ RÓMANTÍK
VÆRI DAUÐ?
HRÓLFUR, ÞETTA ER VINUR MINN HANS!
HANN ER MIKILL SAGNAMAÐUR!
NÚ? ÉG SJÁLFUR
ER EINNIG
NOKKUÐ GÓÐUR
SAGNAMAÐUR!
SKO, TÆKNILEGA SÉÐ ERU
SÖGURNAR ÞÍNAR UPPLOGNAR
FJARVISTASANNANIR!
ÉG Á
AFMÆLI Í
DAG
Ólafur Stefánsson orti á Leir ámánudag:
Haustar að, á heiðum krapi,
horfi á úfinn sæinn.
Bóndakona í besta skapi
býður góðan daginn.
Reir frá Drangsnesi segist hafa
séð að verið væri að yrkja um
ömmu og afa á Boðnarmiði um dag-
inn og datt í hug:
Saman á Bakka búa
bæði, en Rauður dó
afi er skrítin skrúfa,
skárri en amma þó
Áðan saddur syrgði Rauð,
seinna þurrka tárin.
Afi skaut og amma sauð
elsku hjartans klárinn.
Saman átu sykur og brauð
sitt af hvoru tagi
og lögðust síðar saman dauð
sitt í hvoru lagi.
Helgi Ingólfsson sagðist hafa birt
þessi vísukorn á Miðinum fyrir ári
eða svo:
Afi minn fékk allt sitt brauð
sem eyrarverkamaður.
Amma mín var einnig rauð,
afi var því glaður.
Afi minn og amma mín
úti á Bakka vinna.
Líða fyrir leti og grín
Litháa og Finna.
Afi minn, svo vitur, vænn,
vinnu á Bakka missti.
Var hann fyrrum vinstri grænn,
varð nú sósíalisti.
Hreinn Guðvarðarson bætir við:
Ef sýnist vanta sykur og brauð
sitt af hvoru tagi
Þá yrkja menn um afa og Rauð
og allt í fína lagi.
Að lokum yrkir Jón Atli Ját-
varðarson:
Rauður aldrei aftur bar
afa í sulli og vætu.
Enginn sendur aftur var
eftir neinu sætu.
Á fimmtudaginn 29. ágúst var
höfuðdagurinn. Halldór Kristján
Ragnarsson lét þess getið að mein-
laust veður væri á Hólmavík:
Ef höfuðdags er horft í spár
hjátrúar má vona
að viðri næstu vikur þrjár
væntanlega svona.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn um Rauð og
sitt af hvoru tagi
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
DVERGARNIR R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti