Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 65
ÍÞRÓTTIR 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
Eitt
ogannað
Franski varnarmaðurinn Aymeric
Laporte leikur ekki með ensku
meisturunum í knattspyrnu, Man-
chester City, næstu mánuðina. Hann
meiddist í leik gegn Brighton um
síðustu helgi og hefur gengist undir
aðgerð á hné. Hann hafði verið kall-
aður inn í franska landsliðið í fyrsta
skipti fyrir leiki liðsins gegn Albaníu
og Andorra í riðli Íslands í und-
ankeppni EM.
Loic Mbang Ondo sem hefur ver-
ið fyrirliði 1. deildar liðs Aftureld-
ingar í knattspyrnu hefur verið rek-
inn frá félaginu. Guðbjörg Fanndal
Torfadóttir, formaður knatt-
spyrnudeildar Aftureldingar, stað-
festi þetta við Vísi í gær en vildi
ekki tilgreina ástæður. Ondo hefur
leikið hér á landi frá 2010 og þetta
var hans annað tímabil í Mosfellsbæ.
Bandaríska landsliðið í körfubolta
varð fyrir áfalli er Jayson Tatum,
leikmaður Boston Celtics, meiddist
undir lok leiks við Tyrkland á HM í
Kína í fyrradag. Tatum sneri sig á
ökkla er hann sótti að körfunni og
lenti illa. Hann skoraði 11 stig og tók
11 fráköst í leiknum og hefur verið
mikilvægur hlekkur
í bandaríska lið-
inu á mótinu.
Tatum missir að
minnsta kosti
af tveimur
leikjum liðs-
ins. Banda-
ríkin mæta
Japan í
lokaleik
sínum í E-
riðli í dag en
milliriðlar hefjast
á morgun.
FH-ingar eru meistarar meist-
aranna í handbolta karla 2019 en
þeir sigruðu Selfyssinga, 35:33, í
framlengdum leik á Selfossi í gær-
kvöld í hinni árlegu Meistarakeppni
HSÍ.
FH-ingar voru yfir í hálfleik,
14:11, en Selfyssingar komust yfir í
síðari hálfleik og lokamínútur venju-
legs leiktíma voru æsispennandi.
Árni Steinn Steinþórsson kom Sel-
fyssingum yfir, 29:28, þegar um 15
sekúndur voru eftir af leiknum. Sá
tími dugði FH-ingum til að krækja í
vítakast og úr því jafnaði Ásbjörn
Friðriksson þegar tvær sekúndur
voru eftir.
FH náði undirtökum í framleng-
ingunni og Ásbjörn gulltryggði sig-
urinn á lokasekúndunum.
Einar Rafn Eiðsson átti sannkall-
aðan stórleik og skoraði 14 mörk
fyrir FH en Ásbjörn og Bjarni
Ófeigur Valdimarsson gerðu 7 hvor.
Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir
Grímsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir
Selfyssinga.
Liðin mætast aftur í fyrstu um-
ferð Olísdeildar karla en sú við-
ureign fer fram í Kaplakrika næsta
miðvikudagskvöld. Á sunnudag leika
FH-ingar hinsvegar við Vise frá
Belgíu í EHF-bikarnum í Kapla-
krika. vs@mbl.is
Einar með 14 og FH fékk bikar
Bikarmeistararnir sigruðu Íslandsmeistara Selfoss í framlengdum leik
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Meistarar Kampakátir FH-ingar með meistarabikarinn eftir sigurinn á Íslandsmeisturunum í gærkvöld.
Jón Axel Guðmundsson, landsliðs-
maður í körfubolta, er í 36. sæti yfir
bestu leikmenn bandarísku háskól-
anna að mati vefjarins three-man-
weave.com sem fjallar um há-
skólakörfuboltann. Jón Axel var
gríðarlega sterkur með Davidson-
háskólaliðinu á síðasta tímabili og
var valinn besti leikmaður Atlantic
10-deildarinnar. Jón ætlaði að taka
þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í
sumar og æfði með Utah Jazz og
Sacramento Kings. Hann hætti hins-
vegar við og ákvað að taka fjórða og
síðasta árið með Davidson.
Jón mjög fram-
arlega í flokki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflugur Jón Axel Guðmundsson er
lykilmaður í liði Davidson.
Aron Pálmarsson og samherjar hans
í Barcelona kræktu í gærkvöld í sinn
annan bikar á fimm dögum. Þeir
unnu þá auðveldan sigur á Cuenca,
33:22, í hinni árlegu Meistarakeppni
Spánar. Jure Dolenec og Luka Cind-
ric skoruðu fimm mörk hvor og þeir
Aron, Dika Mem og Victor Tomas 4
mörk hver. Lið Barcelona er nýkom-
ið heim frá Sádi-Arabíu þar sem lið-
ið vann heimsbikar félagsliða og
sigraði þá Kiel í úrslitaleik, 34:32.
Barcelona tekur á móti Anaitasuna í
fyrsta leik 1. deildarinnar á Spáni á
laugardaginn. vs@mbl.is
Annar bikar í
höfn hjá Aroni
Ljósmynd/IHF
Bikar Aron Pálmarsson og félagar í
Barcelona eru illstöðvandi.
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, átti
stórleik fyrir Lemgo gegn Melsungen í þýsku 1. deildinni í
gærkvöld. Bjarki skoraði 10 mörk í 11 skotum og var
markahæstur á vellinum en það dugði ekki til því
Melsungen vann leikinn 26:23.
Lemgo hefur þar með tapað tveimur af fyrstu þremur
leikjum sínum á tímabilinu en Bjarki kom til félagsins frá
Füchse Berlín í sumar.
Geir Sveinsson og lærisveinar hans hjá Nordhorn þurftu
að sætta sig við stórt tap, 39:27, á útivelli gegn Magdeburg.
Geir þjálfaði Magdeburg frá 2014 til 2015, en gestrisni
Magdeburgarmanna var ekki sérlega mikil. Nordhorn er
án stiga í botnsætinu en Geir tók við liðinu rétt áður en tímabilið hófst.
Magdeburg er á toppnum með 6 stig, eins og Hannover-Burgdorf og Leipzig.
Oddur Gretarsson og félagar í Balingen máttu þola tap á útivelli fyrir
Hannover-Burgdorf, 31:23. Oddur skoraði eitt mark fyrir Balingen, sem er
með tvö stig eftir þrjár umferðir.
Stórleikur Bjarka ekki nóg
Bjarki Már
Elísson
Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handknatt-
leik, skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við
Fram. Hafdís steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með
Fram, áður en hún gekk í raðir Stjörnunnar. Hún hefur
spilað erlendis síðustu ár, fyrst með SönderjyskE í Dan-
mörku frá 2017 til 2018 og síðan Boden í Svíþjóð síðasta
tímabil. Hafdís var búin að semja við pólskt félag til
tveggja ára og hóf æfingar þar 10. júlí en rifti samningi
sínum eftir rúman mánuð og hélt heim.
„Aðstæður voru óboðlegar á þann hátt að öllum þeim
gildum sem ég fer eftir í lífinu var ógnað. Þau gildi sem
ég fer eftir, voru ekki til staðar í Póllandi,“ sagði Hafdís
í viðtali við mbl.is eftir undirritun samningsins í gærkvöld en vildi annars
ekki fara nánar út í aðstæðurnar. Hafdís segir heimkomuna tímabundna,
ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og meðal annars að verða sú besta í
heimi. Viðtalið við hana má sjá á mbl.is/sport/handbolti. johanningi@mbl.is
Ósátt við aðstæður í Póllandi
Hafdís
Renötudóttir