Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef lengi haft áhuga á að vinna á
Íslandi þannig að þegar tækifærið
gafst greip ég það,“ segir John
Ramster sem leikstýrir Brúðkaupi
Fígarós eftir W.A. Mozart sem
Íslenska óperan frumsýnir í Þjóð-
leikhúsinu á laugardag kl. 19.30.
Blaðamaður settist niður með Rams-
ter og leikmynda- og búningahönn-
uðinum Bridget Kimak í liðinni viku
og fékk að heyra um sýn þeirra á
verkið.
Bretinn Ramster nam sagnfræði
við háskólann í Cambridge áður en
hann sneri sér að óperuheiminum,
fyrst sem aðstoðarmaður Clare
Venables og síðan hjá Glynde-
bourne-hátíðinni þar sem hann starf-
aði sem aðstoðarleikstjóri hjá meðal
annars Trevor Nunn, Peter Sellars
og Deborah Warner. Í tæpa þrjá
áratugi hefur hann samhliða leik-
stjórnarstörfum sinnt leiklistar-
kennslu fyrir óperusöngvara við
meðal annars Guildhall, Royal Aca-
demy of Music og Covent Garden.
Kimak er fædd í Kanada en býr og
starfar í London þaðan sem hún
sinnir verkefnum víðs vegar um
heiminn. Ramster og Kimak hafa
unnið saman um árabil.
Áhrif framferðis karla á konur
„Við höfum bæði sett upp Brúð-
kaup Fígarós nokkrum sinnum.
Þetta er ein vinsælasta ópera tón-
bókmenntanna sem skýrist af snill-
ingunum þremur sem skópu það,“
segir Ramster og vísar þar til Moz-
art sem samdi tónlistina, Lorenzo
Da Ponte sem samdi líbrettóið og
Pierre Beaumarchais sem samdi
upprunalega franska gamanverkið
frá 1778 sem óperan byggist á, en
óperan var frumsýnd í Vín 1786. „Við
búum því við þann lúxus að vinna
með meistaraverk,“ segir Ramster
og tekur fram að í hvert sinn sem
hann leikstýri óperunni ljúkist það
upp fyrir honum með nýjum hætti.
„Það kemur því af sjálfu sér að mað-
ur nálgist verkið með ferskum og
nýjum augum,“ segir Ramster og
tekur fram að hann sé sér vel með-
vitaður um þá gagnrýni sem stund-
um heyrist að of lítið sé um frum-
sköpun í óperuheiminum og aðeins
verið að sýna sömu fimmtíu óper-
urnar.
„Það væri tilgangslaust að vera
sífellt að endurtaka sig. Hver upp-
setning krefst nýrrar nálgunar,“
segir Kimak og bendir á að heim-
urinn hafi breyst síðan þau Ramster
síðast settu Brúðkaup Fígarós upp
saman í Finnlandi fyrir um sex ár-
um. „Það hefði verið afskaplega auð-
velt að setja Brúðkaup Fígarós upp
með áhersluna á #metoo, enda er
greifinn hræðilegur maður sem
minnir um margt á Weinstein og
Trump, þ.e. ríkur karlmaður sem tel-
ur sig eiga heimtingu á hlutum, þar
með talið aðgangi að líkömum
kvenna. Ég held að áhorfendur muni
sjálfir sjá þá tengingu og því sé al-
gjörlega ónauðsynlegt að skella
ljósri hárkollu á greifann eða láta
leikmyndina vera skrifstofu Holly-
wood-framleiðanda eða líkjast
Trump-turni,“ segir Ramster og tek-
ur fram að það sé auðvitað fremur
sorglegt hversu vel rúmlega 230 ára
gamalt verk kallist á við samtímann
þegar kemur að átökum kynjanna.
„Eitt af markmiðum mínum í þessari
uppfærslu er að draga fram áhrifin
sem framferði karlmanna verksins
hefur á líf kvennanna. Þó að verkið
sé í eðli sínu farsi er undirtónninn al-
varlegur,“ segir Ramster og bætir
við: „Raunar var leikrit Beaumarch-
ais mun pólitískara en óperan, sem
helgast af ritskoðun þess tíma.
Stéttaátökin sem einkenna leikritið
víkja að miklu leyti fyrir baráttu
kynjanna í óperunni,“ segir Ramster
og tekur fram að í sínum huga séu
samböndin sem birtast lykilþema
óperunnar.
„Við fyrstu sýn er farsinn í sam-
skiptunum mest áberandi, en það
sem er raunverulega í húfi fyrir
Súsönnu og Fígaró er samband
þeirra næstu áratugina innan hjóna-
bandsins. Öll sem gifta sig þurfa að
gera upp við sig hvers konar hjóna-
bandi þau sækjast eftir og hverjar
grunnstoðir sambandsins eiga að
vera, s.s. traust og hreinskilni. Í
verkinu sjáum við tvö hjónabönd,
annars vegar hjónaband Súsönnu og
Fígarós sem er að hefjast og hins
vegar hjónaband greifans og greif-
ynjunnar sem virðist vera að líða
undir lok. Þannig tefla höfundarnir
fram tveimur forvitnilegum and-
stæðum,“ segir Ramster og bendir á
að hann nálgist þetta leiðarstef með
öðrum hætti en hann gerði þegar
hann setti óperuna fyrst á svið 1994.
„Á þeim tíma var ég of ungur til að
skilja allar flækjur og áskoranir
hjónabandsins, en bý yfir meiri
reynslu í dag sem nýtist mér í sköp-
unarferlinu.“
Aðalsveldi fáránlegt í sjálfu sér
Aðspurð segjast Ramster og
Kimak hafa valið uppfærslunni stað
og tíma á Spáni 1786 með það að
markmiði að leggja áherslu á stétta-
baráttu persóna verksins. „Beaum-
archais neyddist til að færa sögu-
sviðið frá Frakklandi til Spánar
vegna ritskoðunar frönsku hirð-
arinnar, enda hættulega pólitískt
verk. Hugmyndin um aðalsveldi er
fáranleg í sjálfu sér. Öll erum við
eins sem manneskjur, en ákveðið
hefur verið sumir eigi að njóta sér-
stakra forréttinda strax við fæðingu.
Við sjáum þetta t.d. í Bretlandi í
formi konungsfjölskyldunnar. Þann-
ig er ég tæknilega séð ekki borgari
heldur þegn drottningar,“ segir
Ramster og bendir á að þó Da Ponte
og Mozart hafi dregið mikið úr
stéttaátökum verksins til að koma
því í gegnum ritskoðun séu þau engu
að síður undirliggjandi leiðarstef.
„Stéttaátökin verða meira áber-
andi þegar tími verksins er 1786,
enda aðeins þrjú ár í það að franska
byltingin hefjist sem aftur hefur
áhrif á viðtökur. Stéttaátökin
krauma undir niðri,“ segir Kimak og
bendir á að í aðdraganda frönsku
byltingarinnar hafi mikilla öfga gætt
í fatnaði aðalsins, með það að mark-
miði að sýna auð og vald yfirstétt-
arinnar. „Sem dæmi urðu kjólar
sífellt breiðari með þeim afleiðingum
að aðalskonur komust ekki í gegnum
venjulegar dyr og fyrir vikið hönn-
uðu arkitektar tvöfaldar dyr sem
voru óþekktar í byggingasögunni
fram að þeim tíma. Í upphafssenu
verksins sjáum við á sviðinu að að-
alsfólkið kemst ekki hjálparlaust í
fötin sín þar sem þau eru svo flókin
og er því háð þjónustufólkinu,“ segir
Kimak og bendir á að töluverðs jafn-
ræðis gæti hins vegar milli yfir- og
undirstéttar í verkinu þegar kemur
að hlut persóna í framvindunni.
„Það vekur eftirtekt í Brúðkaupi
Fígarós að það er ekki aðeins ein
aðalpersóna heldur fjórar, þ.e. Fíg-
aró, Súsanna, greifinn og greifynjan.
Öll eru þau á einhverjum tímapunkti
verksins gerendur í framvindunni
allri og vandasamt að skilgreina þau
sem hetjur eða skúrka. Til að sýn-
ingin verði sönn verðum við að skoða
hvað hefur farið úrskeiðis í hjóna-
bandi greifans og greifynjunnar. Þau
hafa smám saman vaxið hvort frá
öðru í hjónabandinu án þess að hægt
sé að benda á eitthvað eitt sem út-
skýri aukið samskiptaleysi þeirra.
Þau eru bæði ringluð, reið og í
uppnámi vegna þessa, en bregðast
við með ólíkum hætti. Hann fær út-
rás fyrir reiði sína með nautnalíferni
sem samtímis skapar sjálfshatur, því
undir niðri veit hann að framkoma
hans er röng. Orðsporið sem fer af
Fígaró er að hann sé snjall og geti
leyst öll vandamál, en verkið dregur
upp mynd af manni sem er í reynd
kjáni sem misskilur oftast aðstæður.
Hann sér oft ekki það sem blasir við
honum af því að hann er svo blind-
aður af hugmyndinni um eigin snilli.
Þannig fer það algjörlega framhjá
honum hvað konur verksins eru
snjallar. Hvað það varðar er í verk-
inu ótrúleg framsýni,“ segir Rams-
ter og tekur fram að Brúðkaup Fíg-
arós sé kjörin ópera fyrir óvana til að
kynnast listforminu, en samtímis
hafi hann gætt að því að lauma inn
skemmtilegum tilvísunum sem gleðji
vana óperugesti.
Góður leikur snýst um viðbragð
Ramster hefur á löngum ferli sem
óperuleikstjóri samhliða sinnt leik-
listarkennslu óperusöngvara. Að-
spurður segir hann kennsluna sér
hjartfólgna, enda gefi það sér mjög
mikið að fylgjast með nemendum
sínum á þroskabrautinni. Spurður
hver sé lykillinn að því að hjálpa góð-
um söngvurum að verða líka góðir
leikarar segist Ramster hjálpa nem-
endum sínum að vinna með persónu-
sköpun og ýmis tæknileg atriði, sem
séu alls ekki sjálfgefin.
„Stanislavskíj er mikilvægasta
fyrirmynd okkar allra í leiklistinni,“
segir Ramster og leggur áherslu á að
óperusöngvarar geti ekki nýtt sér
„method acting“- leiklistaraðferðina
sem þróuð var í Bandaríkjunum. „Sú
tækni nýtist frábærlega í kvik-
myndaleik en alls ekki á óperusvið-
inu. Ef óperusöngvari ætlaði sér að
nota „method acting“ til að syngja
reiðiaríu Fígarós í fjórða þætti og
nýta þá reiði sem söngvarinn hefur
sjálfur upplifað í lífi sínu til að miðla
reiði Fígarós þá myndi hálsinn herp-
ast og hann væri líkamlega ófær um
að syngja hlutverkið. Ég þarf því að
hjálpa söngvurum að finna leið til
þess að syngja tónlistina og miðla
samtímis réttu tilfinningunum. Þar
hef ég að leiðarljósi kenninguna um
að góður leikur snýst um viðbragð.
Ef leikari eða söngvari veit ekki hvað
hann á að gera á sviðinu er ávallt
best að horfa í augu mótleikara síns
og bregðast við því sem er að ger-
ast,“ segir Ramster og bendir á að
bókin The Actor and the Target eftir
Declan Donnellan sé að hans mati
frábært leiðbeiningarrit um sviðs-
leik. „Samkvæmt kenningu Declans
liggur öll orka einstaklingsins utan
við hann. Þannig á leikari ekki að
þurfa að grafa ofan í eigin sársauka
til þess að geta miðlað sársauka. Allt
snýst þetta um viðbragð við aðstæð-
um og öðrum persónum,“ segir
Ramster og tekur fram að hann
reyni í þjálfun sinni markvist að fá
óperusöngvara til að hugsa út fyrir
sjálfa sig.
„Óperusöngvarar eyða mörgum
árum í að æfa sig í litlum rýmum og
fókusera þá stöðugt á eigin radd-
tækni. Í leiklistarkennslunni þarf ég
að hjálpa þeim að finna þessari inn-
hverfri orku farveg út á við. Það er
magnað að sjá breytinguna sem
verður hjá söngvurum frá fyrsta
námsárinu til þess síðasta. Þegar
nemendur eru að byrja fer öll orkan í
söngtæknina og þá geta þeir aðeins
notað 3% af heilastarfseminni í leik-
inn. Sjö árum seinna eru þau farin að
geta nýtt 40-50% af heilastarfsem-
inni í leikinn. Allt snýst þetta um að
þjálfa hljóðfærið sem felst í líkama
þeirra og hjálpa þeim að samþætta
sönginn og leikinn í eitt sem er lykill-
inn að óperunni sem listformi.“
Brúðkaupið krefst nándar
Spurður um söngvarahópinn sem
tekur þátt í Brúðkaupi Fígarós seg-
ist Ramster einstaklega ánægður
með hópinn. „Þarna eru margir ung-
ir söngvarar sem starfa erlendis en
gripu tækifæri til að koma heim og
vinna hérlendis í sumar. Þau geta
stolt sýnt afrakstur vinnu sinnar og
námsdvalar erlendis síðustu árin,“
segir Ramster og vísar í því sam-
hengi sérstaklega til söngvaranna
fimm sem eru að þreyta frumraun
sína hjá Íslensku óperunni í Brúð-
kaupi Fígarós, en það eru Andri
Björn Róbertsson sem Fígaró,
Eyrún Unnarsdóttir sem greifynjan,
Karin Thorbjörnsdóttir sem Cheru-
bino, Sveinn Dúa Hjörleifsson sem
Don Basilio og Harpa Ósk Björns-
dóttir sem Barbarina.
„Það vill svo skemmtilega til að ég
hef kennt þremur söngvaranna,“
segir Ramster og nefnir í því sam-
hengi Andra Björn, Valdimar Hilm-
arsson sem leikur Antonio og Eyjólf
Eyjólfsson sem leikur Don Curzio.
„Ég kynntist Þóru Einarsdóttur sem
leikur Súsönnu þegar hún stundaði
nám í Guildhall School of Music and
Drama þótt ég hafi ekki kennt henni
þá. Það er því gaman að fá tækifæri
til að vinna með henni núna,“ segir
Ramster, en í öðrum lykilhlutverk-
um eru Oddur Arnþór Jónsson og
Andrey Zhilikhovsky sem skipta
mér sér hlutverki greifans, Hanna
Dóra Sturludóttir sem er Marcellina
og Davíð Ólafsson sem dr. Bartolo.
Inntur eftir því hvernig honum
þyki Þjóðleikhúsið henta sem
óperuhús segir Ramster það ljóm-
andi. „Þessi ópera hefði aldrei virkað
í jafnstórum sal og Eldborg Hörpu
er, enda krefst hún meiri nándar.
Hljómburðurinn hér er frábær auk
þess sem við nýtum okkur óspart
hringsviðið, sem ekki er fyrir hendi í
Hörpu. Þessi ópera krefst þess að
vera sviðsett í leikhúsi,“ segir
Ramster að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Lúxus að vinna með meistaraverk“
John Ramster leikstýrir Brúðkaupi Fígarós sem Íslenska óperan frumsýnir á laugardag Leik-
stjórinn segir að á sama tíma og í verkinu sé ótrúleg framsýni sé það sorglega viðeigandi í samtímanum
Ljómandi John Ramster og Bridget
Kimak segjast afar ánægð með
Þjóðleikhúsið sem óperuhús.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Kragelund stólar
K 406