Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 72

Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Samfélagsádeila er rauði þráðurinn í nær öllum sýningum okkar á kom- andi starfsári,“ segir Friðrik Frið- riksson, framkvæmdastjóri Tjarnar- bíós. „Alls verða 14 sýningar settar upp í Tjarnarbíói í ár auk þess sem við hýsum innlendar og erlendar gestasýningar, uppistand, tónleika og ýmsa aðra viðburði. Einnig erum við í góðu samstarfi við ýmsar listahátíðir, sem er mikilvægt fyrir okkur. Fyrir áramót verða Reykja- vík Jazz Festival, Reykjavík Dance Festival og sviðslistahátíðina Lókal með viðburði hér í Tjarnarbíói,“ segir Friðrik og bendir á að meðal þess sem sýnt verði á Lókal, sem hefst 14. september, sé opnunar- atriði sem Snæfríður Gunnarsdóttir, nýútskrifaður sviðslistahöfundur, stýrir, og sýningarnar Saga biðraða eftir Aðalbjörgu Þóru Árnadóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur og Snitsel eft- ir Janus Braga Jakobsson og Loja Höskuldsson. „Eftir áramót verða Reykjavík Dance Festival, Lista- hátíð í Reykjavík og Assitej Barna- menningarhátíð með sýningar hér,“ segir Friðrik. Dansrevía um konuna Starfsárið í Tjarnarbíói hófst í síð- asta mánuði með frumsýningu sviðs- listahópsins Sálufélaga á Independent Party People. „Höf- undar og flytjendur eru Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétars- son, Nína Hjálmarsdóttir og Selma Reynisdóttir, en leikstjóri er Brogan Davison. Í sýningunni takast þau á við málefni líðandi stundar og skoða markaðssetninguna á Íslandi og við- horf okkar til fólks með annað litar- haft en hvítt,“ segir Friðrik og bend- ir á að næsta sýning verði 13. september. „Sem helgast af því að Nína og Selma fluttu stuttu eftir frumsýningu til útlanda í nám og koma sérstaklega heim til að sýna.“ Sviðslistahópurinn Íslandsdeild stofnunar um endurnýttar vænt- ingar frumsýnir 10. október Endur- minningar Valkyrju eftir Ásgeir Helga Magnússon, Cameron Cor- bett, Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Sigurð H. Starr Guðjónsson. „Þarna er um að ræða dragfögnuð til heiðurs kvenhetjunni kynngimögn- uðu Brynhildi,“ segir Friðrik og vís- ar þar til Brynhildar Buðladóttur sem þekkt er úr Völsunga sögu. „Þetta er dansrevía þar sem birting- armynd konunnar er skoðuð út frá draginu.“ Leikið við svínsskrokk Rocky nefnist verk eftir Tue Bier- ing í leikstjórn Vignis Rafns Val- þórssonar sem leikhópurinn Óska- börn ógæfunnar frumsýnir 17. október með Svein Ólaf Gunnarsson í hlutverki. „Hér er um að ræða ein- leik sem vakti mikla athygli í Dan- mörku þegar verkið var frumsýnt haustið 2017, enda felur það í sér beitta samfélagsádeilu. Biering hlaut dönsku Reumert-sviðlistaverðlaunin 2018 fyrir leikstjórn sína á verkinu auk þess sem uppfærslan hlaut sér- verðlaun ársins,“ segir Friðrik og tekur fram að hann megi ekki gefa of mikið uppi um innihald verksins til að spilla ekki upplifun væntanlegra leikhúsgesta. „Ég get þó upplýst að mótleikari Sveins Ólafs verður svíns- skrokkur sem fær mikla útreið í sýn- ingunni,“ segir Friðrik og bendir á að Óskabörn ógæfunnar séu þekkt fyrir beittar ádeilusýningar og nefn- ir í því samhengi Illsku og Hans Blæ. „Dagana 18.-22. nóvember fer Reykjavík Dance Festival fram í Tjarnarbíói, Iðnó og Mengi undir listrænni stjórn Alexanders Roberts og Ásgerðar G. Gunnarsdóttur. Á fyrsta degi hátíðarinnar verður í Tjarnarbíói frumsýnt Fegurð í mannlegri sambúð eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, Olgu Sonju Thor- arensen og Gunni Martinsdóttur Schlüter. Líkt og í fyrri sýningum sínum er Ásrún að vinna með hópa sem ekki hafa verið áberandi á sviðs- listasenunni áður,“ segir Friðrik og vísar þar til GRRRRLS og Hlust- unarpartýs. Segir hann nýju sýn- inguna vera í formi leiðsöguferðar um Reykjavík þar sem leiðsögu- mennirnir eru ungt fólk með fötlun sem miðli sinni upplifun af lífinu. „Á lokadegi hátíðarinnar frumsýnir Rósa Ómarsdóttir sólóverk sitt sem nefnist Spills og fjallar um náttúruna og umhverfismál.“ Styttir biðina eftir jólunum Að sögn Friðriks verður boðið upp á tvær jólasýningar í desember. Annars vegar Jólaævintýri Þorra og Þuru eftir Agnesi Wild og Sigrúnu Harðardóttur í leikstjórn Söru Marti Guðmundsdóttur sem leikhópurinn Miðnætti frumsýnir 1. desember. Hins vegar Jólasýning Svansins 19. desember sem spunahópurinn Svan- urinn stendur að, en hópinn skipa Adolf Smári Unnarsson, Auðunn Lúthersson, Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson, Máni Arn- arson, Ólafur Ásgeirsson og Pálmi Freyr Hauksson sem allir eru með- limir í sýningarhópnum Improv Ísland. „Ævintýrið um Augastein hefur verið jólasýning Tjarnarbíóis síðustu mörg árin, en í fyrra kvaddi Felix Bergsson sýninguna með formlegum hætti. Í hans stað koma Þorri og Þura, sem mörg börn þekkja úr barnasjónvarpi RÚV. Þau voru í húsinu í fyrra og mæta nú á staðinn með glænýja jólasýningu þar sem þessir yndislegu jólaálfar undirbúa komu jólanna,“ segir Friðrik og bendir á að fullorðna fólkið geti stytt biðina til jóla með því að mæta á Jólasýningu Svansins. „Það hefur verið mikil ánægja með sýningar hópsins síðustu árin og orðinn fastur liður hjá mörgum í jólaundir- búningnum að skella sér á Svaninn og komast í annars konar jólaskap.“ Lotta margfyllir húsið Fyrsta frumsýningin á nýju ári er Hans klaufi eftir Snæbjörn Ragn- arsson í leikstjórn Dóru Jóhanns- dóttur sem Leikhópurinn Lotta frumsýnir 11. janúar. „Þetta er þriðja árið í röð sem Lotta sýnir hjá okkur nýjar uppfærslur á eldri verk- um sínum,“ segir Friðrik og bendir á að Lotta eigi sér stóran aðdáendahóp enda hafi þau vaxið mikið listrænt á umliðnum árum. „Þau fylla húsið tvisvar á dag allar helgar, sem er mjög ánægjulegt.“ The Brogan Davison Show Extra- vaganza nefnist sýning eftir Brogan Davison og Pétur Ármannsson sem sviðslistahópurinn Dance For Me frumsýnir 28. febrúar. „Að grunni til er þetta útskriftarsýning Brogan úr meistaranámi hennar við DasArts í Hollandi. Í sýningunni vinnur hún með reynslu sína af því að fara í heimahús og vera með uppistand fyrir fólk þar sem hún fjallar um sjálfa sig. Hér nýtir hún öll meðöl leikhússins, þannig að þetta verður ekki hefðbundin uppistandssýning, þó að mig gruni að þetta verði mjög fyndin sýning.“ Dagana 2.-5. apríl standa Tjarnar- bíó og Reykjavík Dance Festival fyr- ir Vorblóti, en að sögn Friðriks verð- ur dagskráin auglýst síðar. „Ég get þó upplýst að Verk 2.0 eftir Stein- unni Ketilsdóttur verður frumsýnt á hátíðinni,“ segir Friðrik og bendir á að verkið sé það þriðja í röðinni sem spretti upp af rannsóknarverkefninu „Expressions: the power and politics of expectations in dance“ sem Stein- unn leiðir í samstarfi við hóp lista- og fræðimanna. „Öll eiga verkin það sameiginlegt að í þeim er það dans- verkið sem er viðfangsefnið þar sem hugmyndir rannsóknarinnar um virði og vald væntinga innan list- formsins eru kannaðar. Spennandi ferðalag út í geim Í vor verða frumsýndar tvær barnasýningar. Annars vegar Bunraku-brúðusýningin Geim-mér- ei sem Miðnætti frumsýnir 2. maí í leikstjórn Agnesar Wild og hins veg- ar Tréð eftir Söru Marti Guðmunds- dóttur og Agnesi Wild sem frumsýnt verður á Listahátíð í Reykjavík. Eins og titillinn gefur til kynna býður Geim-mér-ei upp á spennandi ferða- lag út í geim,“ segir Friðrik og bend- ir á að í Á eigin fótum, síðustu sýn- ingu Miðnættis í Tjarnarbíói, hafi ferðalagið legið aftur í tímann en nú sé farið inn í framtíðina. „Tréð fjallar á myndrænan hátt um veruleika og stöðu flóttabarna,“ segir Friðrik og bendir á að þar sé á ferðinni enn ein sýningin á leikárinu sem takist á við áríðandi málefni líð- andi stundar. „Loks verður að nefna að verðlaunasýningin Lífið, sem frumsýnd var í Tjarnarbíói 2015, verður tekin aftur til sýningar 14. september. Hún hefur farið sigurför um heiminn og því ánægjuefni að fá hana aftur í hús.“ Áskoranir fylgja auknum vexti Aðspurður segir Friðrik rekstrar- stöðu Tjarnarbíós vera góða. „Við höfum vaxið hratt undanfarin ár og áhorfendum fjölgað eftir því. Á síð- asta ári vorum við með 24 þúsund áhorfendur,“ segir Friðrik og bendir á að þriggja ára samstarfssamningur Tjarnarbíós við Reykjavíkurborg renni út um áramótin. „Það verður spennandi að sjá hvort borgin heldur áfram að gera eins vel við okkur og hún hefur gert og jafnvel betur. Það er löngu búið að sýna og sanna að þörfin fyrir Tjarnarbíó er mjög mikil, enda húsið mikið nýtt undir liststarfsemi, bæði sem æfinga- og sýningarhúsnæði frá kl. 9 á morgnana til kl. 23 á kvöldin. Húsið er orðið eina athvarf sviðslistahópa í borginni og nánast eina athvarf dansins. Önnur rými eru í einkaeigu, kosta mikið og henta ekki fyrir sviðslistir. Meðan staðan er sú má borgin una sátt við allt það góða starf sem unnið er í Tjarnar- bíói. Sýningum hefur fjölgað, enda erum við með yfir 240 sýningarkvöld á ári. En auknum vexti fylgja fleiri áskoranir. Þannig væri mjög ákjós- anlegt að geta verið hér með starfs- fólk í fullu starfi í stað hlutastarfa.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirspurn „Við erum með yfir 240 sýningarkvöld á ári,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Samfélagsádeila rauði þráðurinn“  14 sýningar og sviðslistahátíðir mynda formlegt starfsár Tjarnarbíós sem þegar er hafið  „Húsið orðið eina athvarf sviðslistahópa í borginni,“ segir Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.