Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 76
Haustdagskrá Café Lingua hefst í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í dag kl. 17 og er dagskráin helguð taílenskri tungu og menningu. Gestir fá m.a. tækifæri til að læra nokkrar setningar á taílensku, hægt verður að upplifa taílenskt nudd og hugleiðslu sem leidd verð- ur af taílenskum munki. Þá verða sýndir taílenskir dansar, leikin tón- list og boðið upp á smakk af taí- lenskum réttum. Hugleiðsla leidd af taílenskum munki FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Morgunblaðið heldur áfram að kynna liðin í Olísdeild karla í hand- knattleik og í dag er komið að ÍBV og KA. Rætt er við Sigurberg Sveinsson, leikmann ÍBV, og Andra Snæ Stefánsson, fyrirliða KA, um liðin, leikmannahóparnir eru birtir ásamt breytingum á liðunum og Sebastian Alexandersson leggur mat á möguleika þeirra í vetur. »62 Hvernig gengur ÍBV og KA í vetur? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Bandaríski leik- arinn John Hawkes verður gestur Alþjóð- legrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 26. september. Haw- kes fer með að- alhlutverkið í opnunarmynd hátíðarinnar, End of Sentence, eftir leikstjórann Elfar Aðalsteinsson og verður viðstaddur sýningu myndar- innar. Degi síðar, 27. september, mun Elfar eiga klukkustundarlangt spjall við Hawkes um feril hans og að því loknu mega áhorfendur spyrja spurninga. Hawkes hefur hlotið fjölda verðlauna og var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir Winter’s Bone. John Hawkes á RIFF hafinn. Í frétt á heimasíðu Skóg- ræktarinnar fyrir ári kom fram að það tré hefði verið 27,36 metrar á hæð og 64,5 cm að þvermáli í brjóst- hæð í ágúst í fyrra. Lífmassi ofan- jarðar hefði verið tæplega 1,4 tonn og neðanjarðar 347 kíló. Kolefnis- innihald hefði verið um 868 kg og áætluð binding CO2 frá upphafi um 3,2 tonn. Einn stærsti einkaskógurinn Á upplýsingaskilti kemur fram að upphaf skógarins á Klaustri megi rekja til þess að bændur á Kirkju- bæjarklaustri girtu af brekkurnar ofan við bæinn. Á sama tíma stóð yf- ir barátta við sandfok austan við Kirkjubæjarklaustur sem var farið að ógna byggð á svæðinu. Árið 1945 voru gróðursettar þar 60 þúsund birkiplöntur af heimafólki á Klaustri og fólki úr sveitinni. Áttu hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helga- dóttir stóran þátt í því að til skógar- ins var stofnað. Á næstu árum var bætt inn sitkagreni-, lerki- og furu- trjám og var skógurinn einn stærsti einkaskógur á landinu. Árið 1966 var gerður samningur við Skógræktina um viðhald girð- inga og umsjón með skóginum. Hefur Skógræktin á síðustu árum bætt aðgengi að skóginum auk þess að bæta við sjaldgæfum trjáteg- undum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sitkagreni í skógarlundi við Systra- foss á Kirkjubæjarklaustri mældist tæplega 28,7 metrar á hæð í vikunni. Það er hæsta tré sem mælt hefur verið í íslenskum skógi og er ekki talið að annað tré íslenskt hafi kom- ist svo nálægt 30 metrunum, sam- kvæmt upplýsingum Björns Traustasonar, sérfræðings hjá Skógræktinni. Í mælingum Björns og Ólafs Stef- áns Arnarssonar, sem báðir eru starfsmenn Skógræktarinnar á Mó- gilsá, á þriðjudag reyndist meðaltal tíu mælinga á trénu vera 28,65 metrar. Það hefur því hækkað um tæpa 30 sentímetra frá mælingum fyrir ári og bætt jafnt og þétt við sig síðan það var útnefnt hæsta tré landsins fyrir nokkrum árum. Góðar aðstæður á Klaustri Ekki er auðvelt að mæla tréð þar sem það stendur í lundinum en með endurteknum þríhyrningamæl- ingum segir Björn að hæðin ætti að vera nokkuð nákvæm. „Tréð virtist vera við góða heilsu og er trúlega hæsta tré á Íslandi í milljónir ára. Við getum alveg sagt að þetta sé hæsta tré á Íslandi í nútíma. Birkið sem lengi hefur verið ríkjandi hér á landi hefur aldrei náð þessari hæð. Á Kirkjubæjarklaustri eru sérstaklega góðar aðstæður til að sitkagreni geti vaxið, mikil úrkoma, almennt gott veðurfar og ágætt skjól,“ segir Björn. Sitkagrenið var gróðursett á Klaustri fyrir réttum 70 árum og hefur þrifist vel eins og mörg önnur tré í lundinum. Það er enn í fullum vexti og er talið að þetta sígræna barrtré geti orðið nokkur hundrað ára hér á landi. Á vef Skógræktar- innar segir að sitkagreni sé ein af uppistöðutegundum í íslenskri skóg- rækt og muni ná að minnsta kosti 40 metra hæð hérlendis, en erlendis verður tegundin mun hávaxnari. Við hliðina á sitkagreninu há- vaxna er annað tré, sem er litlu lægra en mun gildvaxnara en met- Sitkagrenið við Systra- foss vex og dafnar  Hæsta tré sem nokkru sinni hefur verið mælt hér á landi Ljósmynd/Ólafur Stefán Arnarsson Á Klaustri Björn Traustason með mælitæki við sitkagrenið hávaxna. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ATLANTEREN N°6301 120x200 cm 169.900 kr. Nú127.425 kr. 160x200 cm 219.900 kr. Nú164.925 kr. 180x200 cm 239.900 kr. Nú179.925 kr. HÖFUÐGAFL N°02 120 cm 54.900 kr. Nú 41.175 kr. 160 cm 64.900 kr. Nú 48.675 kr. 180 cm 69.900 kr. Nú 52.425 kr. ATLANTEREN WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS 1 2 3 4 5 6 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort Latex - 5 cm 3 7 svæða pokagormar - 15 cm 4 Stuðningssvampur 5 Stuðnings-pokagormar - 15 cm 6 Sterkur viðarrammi - 8 cm 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM NORTH BEDS RÚMUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.