Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 2

Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 99.995 STÖKKTU Í HELGARFERÐ Róm 1.NÓVEMBER Í 4 NÆTUR Flug frá kr. 59.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Formenn aðildarfélaga Lands- sambands lögreglumanna munu hittast á mánudaginn til þess að ræða komandi kjarasamninga og önnur mál líðandi stundar. Arin- björn Snorrason, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, segist hafa óskað eftir fundinum, sem hafi verið í bígerð í nokkurn tíma til þess að ræða kjaramál lögreglumanna. Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, sagði við fjöl- miðla í gær að komið hefði til um- ræðu að lýst yrði vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislög- reglustjóra, á fundinum, en að hing- að til hefði ekki verið full samstaða um slíkt meðal formannanna. „Það kemur hvergi fram að tilefni fund- arins sé að leggja fram vantraust á ríkislögreglustjóra,“ segir Arin- björn, sem segist vilja bíða og sjá hverju vindi fram á fundinum áður en hann tjái sig um áhrif þess, ef slíkt vantraust yrði samþykkt. Boðað til fundar formanna  Vantraust hvergi nefnt, segir Arinbjörn María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir ljóst af núgildandi reglugerðum að greiðsluþátttaka ríkisins er ekki tryggð fyrir öll börn með skarð í vör eða gómi, enda koma fram í þeim skilyrði um alvarleika fráviksins og líkur á alvarlegum vanda í framtíð- inni. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að móðir drengs með skarð í gómi hefði kært synjun stofn- unarinnar til úrskurðarnefndar vel- ferðarmála, en hún og aðrir for- eldrar höfðu þá fengið synjun þar sem mál barna þeirra voru ekki talin nógu alvarleg. „Við ákvörðun um greiðsluþátt- töku í þessari þjónustu förum við eft- ir gildandi reglugerðum, og sú reglu- gerð sem er í gildi í dag er alveg skýr um að það þarf að fara fram mat á al- varleika fráviksins í munnholi,“ segir María. Hún segir að í reglugerðinni sem nú fjalli um þessi mál, nr. 1254/ 2018, felist að það þurfi að meta al- varleika og umfang vandans og einn- ig líkur á því hve alvarlegur vandinn geti orðið. Í reglugerðinni er tekið fram að greiðsluþátttaka taki aðeins til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju, svo og ef meiri líkur en minni eru á að af- leiðingar fæðingargallans verði al- varlegar. „Þannig að reglugerðin tryggir ekki greiðsluþátttöku fyrir öll börn, og við fylgjum gildandi reglugerð,“ segir María. María tekur jafnframt fram að það sé ekki hlutverk Sjúkratrygg- inga að ákveða hvaða reglur eigi að gilda, heldur afgreiði stofnunin mál samkvæmt þeim reglum sem heil- brigðisráðuneytið setur. Ítreka áskorun sína Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í gær frá sér ítrekun á áskorun sem félagið setti fram í apríl síðastliðnum. Þar var skorað á heil- brigðisráðherra, barnamálaráðherra og alþingismenn að tryggja að öll börn sem fæðast með skarð í gómi fái lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttinga- meðferðar. Biðja samtökin þá aðila að bregðast tafarlaust við því ástandi sem nú sé uppi og stöðva mismunun barna vegna heilbrigð- isþjónustu eftir tegund fæðingar- galla. sgs@mbl.is Skýrt að reglugerðin tekur ekki til allra tilvika  Umhyggja skorar á ráðamenn að stöðva mismunun Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, reiknar með að aðgerðir til að styðja við íbúðakaup fyrstu kaup- enda og tekjulágra verði kynntar fyrir áramót. Raunhæft sé að úr- ræðin taki gildi sumarið 2020. Stýrihópur á vegum Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barna- málaráðherra, hefur verið í kynn- isferð í Skotlandi og Bretlandi og skoðað útfærslu eiginfjárlána. Fulltrúar frá ASÍ, Íbúðalánasjóði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru í hópnum. Aðgerðirnar voru til umræðu við gerð lífskjarasamninga. Ráðherra fól starfshópi að kanna leiðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæð- ismarkaðinn. Hópurinn kynnti til- lögurnar í apríl og sagði ráðherrann þá að tillaga um eiginfjárlán yrði skoðuð með lagasetningu í huga. Gekk hún út á að ríkið veitti eig- infjárlán sem gætu numið 15-30% af kaupverði og væru án afborgana. Þau skyldu afmörkuð við hagkvæmt húsnæði og myndi höfuðstóll lána taka breytingum með markaðsvirði íbúðar. Lánið skyldi endurgreiðast við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Ragnar Þór segir hugmyndir um að stuðningur við fyrstu kaup nái líka til þeirra sem hafi lent utan hús- næðismarkaðar, t.d. vegna hruns- ins. „Við höfum verið að móta þessar tillögur út frá því hvernig þetta hef- ur gengið hér ytra. Slík úrræði hafa verið í boði í Skotlandi frá 2013 og gengið vel. Verði aðgerðir ríkis- stjórnarinnar að veruleika yrði það bylting á íslenskum húsnæðismark- aði, svo ég taki vægt til orða.“ Lánin valdi ekki þenslu Skotar takmarki slík lán við nýjar íbúðir og hámarksfjárhæð til að eiginfjárlánin valdi ekki þenslu. „Úrræðin eru töluvert rýmri í Bretlandi og almennari. Á Íslandi gætu þessi úrræði spilað með til- greindu séreigninni sem fólk getur safnað og notað sem eigið fé.“ Ásmundur Einar fundaði í ferð- inni með Kevin Stuart, húsnæðis- málaráðherra Skotlands, og með skoskum embættismönnum. Eiginfjárlán henta tekjulágum Morgunblaðið náði tali af Ás- mundi Einari í gærkvöldi en hann hafði þá lokið fundum í Skotlandi. Hann segir eiginfjárlánin lofa góðu. „Þessi aðgerð á að geta gert ungu fólki og tekjulágum, sem ekki geta safnað fyrir útborgun, kleift að komast í eigið húsnæði. Rætt hefur verið um að aðgerðir á eftirspurn- arhliðinni muni sjálfkrafa leiða til hækkunar á fasteignaverði. Við höf- um farið yfir þau mál í þessari ferð. Reynsla manna í Skotlandi og Bret- landi er sú að þetta hafi ekki verið raunin. Það ræðst af útfærslunni, hvert hlutfall nýrra íbúða er o.s.frv. Fyrst og síðast er þetta aðgerð til að gera 80-90% leigjenda mögulegt að komast í eigið húsnæði. Þá sér- staklega í ljósi þess að síðustu tíu ár hafa leigjendur orðið einsleitari hópur. Þar eru áberandi lægstu tekjutíundirnar sem eru fastar á leigumarkaði af því að þær komast ekki í eigið húsnæði. Þessi aðgerð, í samspili við lífeyrisaðgerðina [ráð- stöfun skattfrjáls lífeyrisiðgjalds], á að geta gengið mjög vel upp. Það eru hins vegar margar stilliskrúfur í þessu og við vorum að komast að því hvernig þeir hafa stillt hlutina af hér ytra,“ segir Ásmundur Einar. Hann segir aðspurður að tillög- urnar geti litið dagsins ljós næstu mánuði og að raunhæft sé að úrræð- in taki gildi á næsta ári. „Yrði bylting á húsnæðismarkaði“ Ragnar Þór Ingólfsson  Formaður VR bindur vonir við ríkisstyrki til íbúðakaupa  Ráðherra boðar slíka styrki árið 2020 Ásmundur Einar Daðason Þögul mótmæli gegn niðurfellingu nauðgunar- mála fóru fram fyrir framan skrifstofu héraðs- saksóknara í gær. Sunna Kristinsdóttir og Ni- cole Leigh Mosty fluttu yfirlýsingu, þar sem það var m.a. sagt óásættanlegt að tveir þriðju nauðg- unarmála á Íslandi færu aldrei fyrir dóm. Morgunblaðið/Hari Niðurfellingu nauðgunarmála mótmælt með þögninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.