Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á serlyfjaskra.is.
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Viðurkennt af Lyfjastofnun
Haltu þínu striki!
Harpatinum við gigtar- og liðverkjum.
Bætir hreyfigetu og dregur úr stirðleika.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Brotlending flugvélarinnar á Skála-
felli í fyrradag er áttunda flugslysið
sem komið hefur upp á þessu ári.
Ekkert flugslys var skráð á árinu
2018, og var það í fyrsta sinn frá
árinu 1969 sem það gerðist.
Ragnar Guðmundsson, flugvéla-
verkfræðingur og rannsakandi á
flugsviði, tekur fram í samtali við
Morgunblaðið að hugtakið flugslys
eigi ekki bara við um þegar tjón
verði á fólki, líkt og þegar talað er
um slys í umferðinni, heldur sé hug-
takið einnig notað um atvik þar sem
skemmdir á loftfari hafi farið yfir
ákveðin mörk, og er þar farið eftir al-
þjóðlegum stöðlum. Flugslys geti því
orðið, jafnvel þar sem allir um borð
gangi heilir á húfi frá því.
Þá eru tólf önnur atvik, sem metin
eru sem alvarleg, sem komið hafa
upp á árinu og eru á borði nefnd-
arinnar. Það eru því samtals tuttugu
flugslys og svonefnd „flugatvik“ sem
komið hafa upp á árinu 2019 til
þessa, en auk þeirra eru tólf mál enn
til rannsóknar, sem komið hafa upp á
fyrri árum. Ragnar segir mjög mis-
jafnt hversu lengi mál séu til rann-
sóknar hjá nefndinni.
Athygli vekur að á síðasta ári var
ekkert flugslys skráð og árið þar á
undan voru þau tvö. Aðspurður segir
Ragnar tölu flugslysa rokka nokkuð
milli ára. „Þetta er ekki stórt úrtak,
þannig að hvert flugslys vegur mjög
mikið í tölfræðinni,“ segir Ragnar og
bætir við að meðalfjöldi flugslysa á
síðustu tíu árum sé á bilinu fjögur til
fimm á ári. Ljóst er að fjöldi þeirra í
ár er í mesta lagi, en árið 2014 voru
einnig skráð átta flugslys.
Tilkynningum fjölgað mjög
Í ársyfirliti flugsviðs rannsóknar-
nefndarinnar fyrir 2018 kemur fram
að alls hafi borist 2.984 tilkynningar
um „flugatvik, alvarleg flugatvik og
flugslys,“ en reglugerð um aukna til-
kynningaskyldu atvika í flugi tók
gildi árið 2006 og var fyrst beitt árið
2007. Það ár bárust 554 tilkynningar
og er því ljóst að tilkynningum hefur
fjölgað mikið. Ragnar segir ástæð-
una fyrir því vera tvíþætta, bæði þá
að flugumferð við landið hafi aukist á
þessu tímabili og þá að tilkynninga-
skyldir aðilar haldi nú betur utan um
tilkynningaskyld atriði.
Langflestar tilkynninganna telj-
ast ekki vera alvarlegs eðlis, og eru
því ekki teknar til rannsóknar hjá
nefndinni. „Það er staðlað verkferli
hjá okkur því að þá hefur borist til-
kynning, er þetta flugslys, flugatvik
eða meiriháttar flugatvik, en við vilj-
um halda utan um þau, þó að við telj-
um þau ekki rannsóknarefni sé eitt-
hvað til um tilkynningarnar.“
Áttunda flugslysið á árinu til þessa
Tuttugu mál hafa verið tekin til rannsóknar hjá flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa á
þessu ári Ekkert flugslys skráð á síðasta ári Tilkynningum hefur fjölgað mikið á síðustu árum
Flugslys
á árinu
8 flugslys hafa orðið á sjö stöð-
um á landinu það sem
af er árinu 2019
Þingvellir
Látrabjarg
Múlakot
Haukadalur
(tvö slys)
Skálafell
Svefneyjar
Rif
Haustið á Norðausturlandi hefur verið úrkomusamt.
Kálakrar eru víða blautir og ekki er hægt að komast
eftir sumum túnum með þungar vélar. Kýrnar á Laxa-
mýri í Þingeyjarsýslu fá hafra, kál og næpur á hverjum
morgni í akrinum og á góðum sólskinsdegi koma þær
saddar og sælar heim í kvöldmjaltirnar.
Sægráar kýrnar graðga í sig grænfóður
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Bjóða þriggja klukku-
stunda styttingu á viku
Kallar á kerfisbreytingar Bundin af kostnaðarramma
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Það er mjög flókið að fara í þær
kerfisbreytingar sem snúa að stytt-
ingu vinnuvikunnar,“ segir Harpa
Ólafsdóttir, skrifstofustjóri skrif-
stofu kjaramála
hjá Reykjavíkur-
borg og formaður
samninganefndar
borgarinnar.
Kjaraviðræður
hafa gengið afar
hægt fyrir sig og
útfærsla á stytt-
ingu vinnuvik-
unnar reynst
flóknasta við-
fangsefnið.
Borgin hefur boðið viðsemjendum
sínum þremur klukkustundum
styttri viðveru starfsfólks í hverri
viku.
Ekki hægt að yfirfæra
tilraunaverkefnið á alla
Efling stéttarfélag hefur vísað
deilunni við borgina til ríkissátta-
semjara og formaður Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga hefur
gagnrýnt borgina fyrir að fara fram
á að starfsmenn selji réttindi á móti
styttingu vinnuvikunnar.
Að sögn Hörpu vilja allir finna
leiðir til að stytta vinnuvikuna en út-
færslan sé flókin og ekki hægt að yf-
irfæra tilraunaverkefni Reykjavík-
urborgar um vinnutímastyttingu
yfir í kjarasamninga við alla starfs-
menn.
Tilraunaverkefnið náði bara til
mjög afmarkaðs hóps að sögn henn-
ar. ,,Niðurstaða þessa tilraunaverk-
efnis var sú að það væri ekki hægt að
halda því verkefni áfram nema með
viðbótarmönnun og viðbótarfjár-
magni,“ segir hún. Þetta eigi m.a. við
um alla þá sem vinna vaktavinnu og
þá sem starfa í leikskólum þar sem
ekki er hægt að breyta opnunartím-
um o.s.frv. Auk þess hafi þeir sem
tóku þátt í tilraunaverkefninu þurft
að hliðra til vinnu á vinnustöðum og
skiptast á til að stytta viðverutím-
ann.
,,Vilji okkar er svo sannarlega sá
að stytta vinnuvikuna og við höfum
nú þegar lagt fram tilboð sem felur í
sér þriggja klukkustunda styttingu á
viðveru á viku og við teljum að það sé
bara ágætlega boðið,“ segir Harpa.
Flókið verkefni
,,Þessar hugmyndir lögðum við
fram strax í febrúar en þetta er flók-
ið verkefni og eðlilegt að stéttar-
félögin taki sér tíma til þess að fara
yfir þetta í sínu baklandi. Við höfum
fullan skilning á því en þetta er snúið
og við höfum óskað eftir því að félög-
in komi að þessari vinnu með okkur.
Ef eitthvað er þá hefur okkur fundist
stranda á að félögin komi af heilum
hug inn í þessa vinnu því við þurfum
að leggjast yfir hvernig við förum í
verkefnið,“ segir hún.
Breyttur grunnur yfirvinnu
Einhvers konar kerfisbreyting
þurfi að eiga sér stað ef finna eigi
raunhæfar leiðir til styttingar vinnu-
vikunnar. Með styttingu í 37 stundir
breytist t.d. grunnur yfirvinnu sem
tekur gildi eftir 40 stunda vinnu á al-
menna vinnumarkaðinum. Ýmislegt
þurfi því að taka með í reikninginn
en mikilvægt sé að viðsemjendur séu
sammála um að fara í þá vegferð að
raunveruleg stytting vinnuvikunnar
eigi sér stað og starfsumhverfið
batni.
,,Við viljum svo sannarlega klára
samninga og allir stefna að því að
stytta vinnuvikuna. Hér innan borg-
arinnar hafa allir viðsemjendur verið
einhuga um að fara í styttingu vinnu-
vikunnar og við erum sammála því
en það er bara spurning um hvernig
við nálgumst það verkefni því við er-
um bundin af ákveðnum kostnaðar-
ramma,“ segir Harpa.
Harpa
Ólafsdóttir
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Bergþór Ólason, þingmaður Mið-
flokksins, var í gær kjörinn formað-
ur umhverfis- og samgöngunefndar
Alþingis, með tveimur atkvæðum.
Þau voru bæði greidd af Miðflokks-
mönnum í nefndinni, en aðrir flokkar
sátu hjá. Á þriðjudag lagði Björn
Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata,
það til að Karl Gauti Hjaltason, þing-
maður Miðflokks, yrði formaður, en
samkvæmt samkomulagi stjórnar-
andstöðuflokka á þingi hefur Mið-
flokkur formennsku í nefndinni.
Tvískipt stjórnarandstaða
Í samtali við mbl.is sagði Bergþór
að það væri „ákveðið prinsipp“ í hans
huga að flokkar á þingi ráði sjálfir
hverja þeir velji til formennsku í
þingnefndum. Hann sagði að það
hefði legið fyrir að stjórnarandstað-
an væri tvískipt, spurður um
óánægju með formennsku hans.
„Það kemur ekki á óvart að það sé
ósætti þar. Menn geta rétt ímyndað
sér hvort allir nefndarmenn séu sátt-
ir við t.a.m. formann stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar eða velferðar-
nefndar ef við horfum bara á for-
mennsku stjórnarandstöðuflokk-
anna,“ sagði hann.
Björn Leví var ósáttur með kjör
Bergþórs. Hann sagði Karl Gauta
hafa verið „augljósari kostinn“ til að
gegna formennsku. Hann sagði
þingmenn upplifa „ákveðna hótun“
af hálfu Miðflokksmanna. „Mér
finnst þetta ekki góð niðurstaða fyrir
þingið eins og það leggur sig. Við
upplifum ákveðna hótun sem þeir
gefa um að setja allt þingstarfið í
rúst ef þeir fái ekki sínu framgengt.
Þeir sýndu í orkupakkamálinu að
þeir geta það, orkupakkamálið var til
þess að þeir sýndu að þeir gætu sett
þingstörfin á annan endann. Aðrir
finnst mér eiginlega kóa með því,“
sagði Björn Leví.
Bergþór er
formaður á ný
Upplifi hótun af hálfu Miðflokksins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundur Bergþór Ólason var kjörinn
formaður með tveimur atkvæðum.