Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 14

Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Áhaustin byrja börnin á leik-skólum og í skólum og kom-ast í kynni við nýja stofna kvefveira með þeim afleiðingum að þau verða veik og fá hita. Barn sem er hitalaust en með væg kvef- einkenni getur vel sótt skóla eða farið í leikskólann en sé það með hita ætti það að vera heima. Mörkin eru mismunandi eftir mælum En hvenær telst barn með hita? Almennt er talað um að börn séu komin með hita ef líkamshiti þeirra fer yfir 38°C. Mörkin eru mismun- andi eftir því hvernig mælir er not- aður við að mæla hitann. Holhand- armælar, eyrnamælar eða ennis- mælar eru auðveldari í notkun heldur en endaþarms- eða munn- mælar en þeir eru nákvæmari. Endaþarmsmælir og eyrnamælir eru nákvæmastir. Ef þeir sýna 38°C er barnið með hita. Holhandarmælir er ekki eins nákvæmur og barn sem mælist með 37,2°C á holhandarmæli er með hita. Best er að mæla barn sem er í hvíld. Börn fá oftast hita af því að þau fá öndunarfærasýkingar eins og kvef eða magapestir. Slík veikindi geta smitast hratt á milli barna á leikskólum og í grunnskólum. Með því að kenna eldri börnunum að þvo sér um hendur eftir salernisferðir og áður en þau borða má draga úr smithættunni. Þau yngri þarf að að- stoða við þetta. Matarlystin kemur þegar barnið hressist Margir velta fyrir sér hvort ástæða sé að fara til læknis þegar barn fær hita. Vissulega getur verið full ástæða til þess en í flestum til- vikum eru þessar umgangspestir af völdum veirusýkinga og ekki hægt að ráða niðurlögum þeirra með sýklalyfjum. Gott er að skapa rólegt umhverfi og leyfa barninu að hvílast og sofa þegar það vill, án þess þó að þvinga það til að hvílast. Þó að barn sé með hita getur það verið hresst og leikið sér sem er í góðu lagi. Oft eru börn lystarlaus þegar þau fá hita en mikilvægt er að þau drekki vel. Við þessar aðstæður er því ágætt að bjóða barninu að drekka það sem því finnst gott og leggja áherslu á að það drekki vel. Mat- arlystin kemur þegar barnið hress- ist. Gott er að hafa barnið í léttum og þægilegum fatnaði. Gott er að fylgjast með hitanum eftir þörfum þó ekki sjaldnar en kvölds og morgna ef barnið er veikt. Ef barninu líður illa má gefa því hita- lækkandi lyf. Fáið ráð hjá heilsugæslunni Ef eitthvað af eftirfarandi ein- kennum kemur fram ætti að leita til heilsugæslunnar:  Hiti hefur varað í 3 sólarhringa og lækkar lítið við hitalækkandi lyf eða ef engin sýnileg ástæða ef fyrir hitanum.  Gult hor/slím hefur verið sam- hliða hitanum í yfir 3 sólarhringa  Barnið er með langvinnan sjúk- dóm, eins og sykursýki eða floga- veiki  Barninu finnst sárt að pissa.  Blæðing, útferð eða verkir í leg- göngum  Uppköst, niðurgangur eða verkir í maga  Verkur í eyrum eða hálsi  Barnið er með útbrot Á heilsugæslustöðvum er alltaf hægt að fá ráð og ef foreldrar hafa áhyggjur af veikindum barnsins eiga þeir ekki að hika við að hafa samband á heilsugæsluna sína. Al- menn ráð er líka hægt að fá á net- spjalli Heilsuveru en þar eru líka ít- arlegri upplýsingar um hita hjá börnum. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Er haustkvefið komið á þitt heimili? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Barn Á heilsugæslustöðvum er alltaf hægt að fá ráð og ef foreldrar hafa áhyggjur af veikindum barnsins eiga þeir ekki að hika við að hafa samband. Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu. Margrét Héðinsdóttir Sesselja Guðmundsdóttir Fern samtök hlutu á dögunum viður-kenningu Íslandsdeildar AmnestyInternational fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúd- entaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfis- sinnar. Loftslagsbreytingar ógna öllum „Öll fæðumst við með grundvallarréttindi, mannréttindi, en nú eru þessi réttindi í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ segir Anna Lúð- víksdóttr, framkvæmdastjóri Amnesty Inter- national á Íslandi. „Loftslagsbreytingar ógna lífi okkar allra á einn eða annan hátt en þær bitna verst á fólki í viðkvæmri stöðu og þeim sem þurfa að þola mismunun. Öll eigum við jafnt skilið að njóta verndar frá þessari al- heimsógn.“ Síðastliðinn mánudag, 16. september, hlaut Greta Thunberg og hreyfing skólabarna Fridays for Future æðstu viðurkenningu Amnesty International, Samviskusendiherra samtakanna 2019, fyrir baráttu sína gegn loftslagbreytingum. Heiðursverðlaunin voru fyrst veitt árið 2002 til að heiðra einstaklinga og hópa sem hafa stuðlað að mannréttindum með því að fylgja samvisku sinni. Á meðal fyrri heiðurshafa eru Nelson Mandela, Malala Yousafzai, Alicia Keys og Colin Kaep- ernick. Í skýrslu Global Commission on Adapta- tion (GCA) segir að til þess að koma í veg fyrir „loftslagsaðskilnaðarstefnu“ þar sem hinir ríku geti sloppið við áhrifin en ekki hin- ir fátækari sé þörf á billjón dollara fjárfest- ingum. Sá kostnaður sé þó mun minni en endanlegur kostnaður sem hljótist af ef ekk- ert verði gert. Peningar séu ekki stærsta hindrun aðgerða í loftslagsmálum heldur að vanti pólitíska forystu sem veki fólk af doða um þá umhverfisvá sem að steðjar. Vekja pólitíkusa af doða „Mér sýnist að það sé unga kynslóðin sem með forystu sinni og áræði muni vekja póli- tíkusa af sameiginlegum doða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. „Og mér sýnist reyndar svo að byltingin í skilningi á hættunni sem fylgir loftslagsbreytingum sé hafin hjá ungu fólki víða um heim. Með allt þetta flotta unga fólk sem hefur leitt loftslagsverkföllin hér á landi held ég að við þurfum ekki að óttast hvaða ákvarðanir verða teknar í framtíðinni þegar það hefur tekið við völdum, en það þarf að taka réttar ákvarðanir núna fyrir framtíðina.“ sbs@mbl.is Ungt fólk brýnt til dáða Mannréttindi eru í húfi, segir Amnesty á Íslandi. Í vikunni voru veittar viðurkenningar til íslenskra samtaka sem hafa látið lofts- lagsmál og hlýnun til sín taka og beitt sér fyrir aðgerðum á því sviði. Ljósmynd/Aðsend Viðurkenningar Ungt fólk leiðir byltinguna í loftslagsmálum, að mati Amnesty International. 1499 kr.kg Lambalæri af nýslátruðu 2799 kr.kg Lambahryggur af nýslátruðu ... hjá okkur í d a g H já bó nda í gæ r ... 999 kr.kg Lambasúpukjöt af nýslátruðu Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Lambakjöt af nýslátruðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.