Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta lítur vel út. Fiskurinn hefur vaxið vel, eins og við áætluðum og ef til vill aðeins betur,“ segir Gunn- ar Steinn Gunnarsson, framleiðslu- stjóri Laxa fiskeldis sem elur lax í sjókvíum í Reyðarfirði. Slátrun hófst á ný hjá Búlandstindi á Djúpa- vogi í byrjun vikunnar og fyrstu vikurnar verður eingöngu slátrað fiski frá Löxum fiskeldi en í næsta mánuði hefst slátrun einnig hjá Fiskeldi Austfjarða. Gunnar Steinn reiknar með að slátrað verði 4.000 tonnum úr Reyð- arfirði fram til áramóta og þá verði heildarframleiðsla ársins um 6.000 tonn. Slátrun hófst hjá fyrirtækinu síðla árs 2018. „Við stefnum að því að halda áfram slátrun eftir áramót og vera að fram á vor og að þá hefj- ist slátrun á laxi úr kvíum á öðrum stað í Reyðarfirði,“ segir Gunnar Steinn. Dregur úr stressi fisksins Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi standa saman að laxaslátr- un hjá Búlandstindi á Djúpavogi í samvinnu við fyrirtæki heima- manna. Sláturhúsið var lokað í fá- eina mánuði vegna lagfæringa og stækkunar á húsnæði fyrir slátrun og pökkun afurða og vegna teng- ingar nýrra tækja. „Við vorum að ljúka við að setja upp tæki sem við keyptum í fyrra,“ segir Elís Grét- arsson, framkvæmdastjóri Búlands- tinds. Helsta nýmælið er tæki sem deyf- ir eða svæfir laxinn með rafmagni þegar hann kemur inn í sláturhúsið og áður en honum er slátrað. Elís segir að fiskurinn syndi eðlilega úr brunnbátnum inn í þetta tæki. Að- ferðin dragi úr stressi í fiskinum sem skili betri afurðum og geri vinnu við slátrun þægilegri. Fyrir er tækni til kælingar, svokölluð ofurkæling, sem hjálpar til við að halda ferskleika afurðanna lengur en ella. Með þessum betrumbótum sem meðal annars fela það í sér að hægt verður að hafa fjórar slægingarvél- ar í notkun í stað þriggja á að vera hægt að slátra og pakka 100 tonn- um af laxi á dag. „Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að leysa úr ýmsum vandamálum áður en það tekst,“ segir Elís. Slátrun hefst hjá Fiskeldi Aust- fjarða úr sjókvíum þess í Berufirði í næsta mánuði. Vonast Elís til þess að eftir það verði hægt að reka slát- urhúsið allt árið, án mikilla stoppa vegna hráefnisleysis. Raunar er einnig unninn fiskur hjá Búlands- tindi, í aðskilinni vinnslu. Ágætt verð þrátt fyrir lækkun Fiskurinn frá Löxum fer mest heill og ferskur á Evrópumarkað, ekki síst til Englands, og er fluttur með skipum frá Austfjarðahöfnum. Gunnar Steinn hefur ekki miklar áhyggjur af verðlækkun á laxi sem varð í ágúst. „Það er gulltími núna en hann varir ekki að eilífu. Það er enn fínasta verð, þótt það sé heldur lægra en verið hefur, menn eru bara orðnir svo góðu vanir,“ segir Gunnar. Laxar fiskeldi eru með leyfi til eldis á 6.000 tonnum í Reyðarfirði og eiga von á 3.000 tonna viðbót þar. Önnur áform um stækkun eru í um- hverfismats- og leyfisveitingarferli. Gunnar Steinn segir að mikil stærðarhagkvæmni sé í fiskeldi. „Við þurfum að greiða fyrir upp- byggingu þjónustuiðnaðar sem er okkur nauðsynlegur en þarf ákveðna vinnu til þess að lifa af,“ segir hann. Nefnir hann köfunar- þjónustu og nótaþvott á Eskifirði þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og sláturhús á Djúpavogi. Afköst aukin í laxasláturhúsi og samfelld slátrun verður allt árið  Laxar fiskeldi hefja slátrun á ný á Djúpavogi  Laxinn dafnar vel í Reyðarfirði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reyðarfjörður Starfsmenn Laxa fiskeldis undirbúa það að dæla laxi úr sjókví í brunnbát. Laxinn er fluttur til Djúpavogs til slátrunar. Smíðavinklar Verð frá 3.490 kr. Hágæða útskurðarjárn og handverkfæri frá Austuríki Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is 6 stk sett 21.460 kr. 14 stk sett 55.490 kr. Gott úrval af stökum járnum Verð frá 3.530 kr. Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Kjullur Verð frá 3.540 kr. Útskurðajárnasett með hnífum 19.870 kr. Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Útskurðahnífar gott úrval Verð frá 1.990 kr. Sporjárn 4 - 40mmVerð frá 2.320 kr. Þvingur Verð frá 2.380 kr. Hallamál 0,5mm/m nákvæmni 4 lengdir Verð frá 2.190 kr. Útskurðajárnataska Verð 7.320 kr. Fulltrúar rannsóknarnefndar sam- gönguslysa hafa rætt við flug- mann vélarinnar sem brotlenti á Skálafellsöxl í fyrradag. Flugmað- urinn gekk rúman kílómetra frá flaki vélarinnar að þyrlu Land- helgisgæslunnar. Hann hlaut áverka á andliti og fæti en frekari upplýsingar um líðan hans hafa ekki fengist. Þorkell Ágústsson, rannsóknar- stjóri flugsviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgöngu- slysa, sagði við mbl.is að um bráðabirgðaupplýsingar væri að ræða og rætt yrði frekar við flug- manninn síðar. Vélin er af gerðinni Piper PA18 Super Club og ber einkennisstaf- ina TF-KAF. Hún er í eigu flug- klúbbsins Þyts. Vettvangsrann- sókn lauk seint á þriðjudagskvöld. Flakið var flutt niður af Skálafelli á sérútbúnum pallbíl með aðstoð björgunarsveita og komið fyrir í flugskýli rannsóknarnefndarinnar. Morgunblaðið/Hari Flugslys Flak flugvélarinnar á Skálafellsöxl á þriðjudagskvöld. Ræddu við flugmanninn  Rannsókn vegna flugslyss á Skálafelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.