Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 30
ári og sé það í takt við tíðarandann,
æ fleiri leggi metnað í að flokka sorp
og skila á viðeigandi staði.
Kristján segir fyrirtæki, mat-
vöruverslanir, hótel og veitingastaði
vel geta flokkað betur en gert er nú
og þar liggi tækifæri. „Ég hygg að
fæstar matvöruverslanir flokki líf-
rænan úrgang, útrunnar vörur eru
yfirleitt urðaðar, því miður,“ segir
hann.
Svalbarðsstrandarhreppur
býður eldri borgurum upp á svo-
nefndar þriðjudagsmáltíðir, einu
sinni í mánuði yfir vetrartímann.
Þetta er þriðji veturinn sem þessi
háttur er hafður á. Um það bil 10 til
12 manns og ekki alltaf þau sömu
mæta hverju sinni, en blásið var til
leiks nú í liðinni viku með rjúkandi
kjötsúpu. Fólkið kemur saman í
mötuneyti Valsárskóla og á þar góða
samverustund. Nemendur í tónlist-
arskólanum koma gjarnan fram og
leika nokkur lög fyrir hópinn, fólkið
gæðir sér á krásum í boði sveitar-
félagsins og yfir þeim eru heims-
málin rædd. Að sjálfsögðu er svo
kaffisopi á eftir.
Björg Erlingsdóttir, sveit-
arstjóri í Svalbarðs-
strandahreppi, segir
eldri borgara ánægða
með framtakið og sjálf
reynir hún að vera
með á þessum sam-
verustundum. „Fólkið
hittist svo þess á
milli hér hjá mér á
skrifstofu sveit-
arstjórans. Þau
leggja undir
sig fundar-
herbergið og
bjóða upp á kaffi og kökur, smurt
brauð og ýmsar krásir sem þau hafa
með sér, þetta er svonefnt Pál-
ínuboð. Það er mikið spjallað um alls
kyns menn og málefni og auðvitað
hlegið heil ósköp. Ég sest oft inn til
þeirra og nýt stundarinnar með
þeim þegar færi gefst,“ segir Björg.
Sveitarfélagið er ekki bara
rausnarlegt við elstu borgarana í
hreppnum. Þau yngstu fá
einnig að njóta þess því
Svalbarðsstrandar-
hreppur rukkar foreldra
og forráðamenn barna í
leik- og grunnskóla ekki um
matarkostnað. Morgun-
og hádegismatur er í
boði sveitarfélagsins.
Björg segir að kostn-
aður hreppsins sé um
það bil 800 þúsund
krónur á mánuði fyrir
bæði grunn og leik-
skóla en þar er að auki
í boði kaffitími um
miðjan dag. Sá
háttur er hafður á
að sæti eru merkt
og krakkarnir
draga og geta því
lent í sæti úti um allan
matsal. Það virkar vel og
eldri nemendur aðstoða þá
yngri ef á þarf að halda. Björg
segir að eftir hrun hafi farið
að bera á því að foreldrar
væru að spara morgunmatinn og það
var leyst með því að bjóða upp á
hann endurgjaldslaust. Í kjölfarið
var ákveðið að bjóða einnig upp á
mat í hádeginu án endurgjalds.
Hið fornfræga félagsheimili
Hlíðarbær í Hörgársveit var selt á
dögunum. Kaupsamningur var und-
irritaður nýverið, sveitarfélagið
seldi, Regla Musterisriddara á Ak-
ureyri keypti. Musterisriddarar
tóku við rekstrinum nú á mánudag
og ætla að sögn Snorra Finnlaugs-
sonar, sveitarstjóra í Hörgársveit,
að nýta húsið undir sína starfsemi en
reka að auki félagsheimili í svip-
uðum dúr og var. „Við erum ánægð
með að þetta gekk upp, það er nokk-
uð síðan við auglýstum húsið til sölu.
Nú er það selt, verðið var ágætt og
við stöndum í heilmiklum fjárfest-
ingum í sveitarfélaginu og getum því
vel nýtt þessa fjármuni í aðra upp-
byggingu,“ segir Snorri.
Áfram verður hægt að leigja
húsið undir tækifærisveislur af öllu
tagi svo sem verið hefur, sem og til
funda- og ráðstefnuhalds og þá gerir
Snorri ráð fyrir að sveitarfélagið
efni þar til skólaslita Þelamerk-
urskóla áfram líkt og verið hefur. En
það voru einu beinu notin sem sveit-
arfélagið hafði af húsnæðinu.
„Það er mjög gott fyrir okkur
að losna undan því að reka húsið og
nýta söluandvirðið í önnur og þarfari
verkefni.“
Bruggverksmiðjan Kaldi á Ár-
skógsströnd framleiðir léttbjór sem
heitir Vertu kaldur og heldur að
auki utan um styrktarverkefni með
sama heiti. Það fé sem inn kemur af
sölu á léttbjórnum fer í samnefnt
styrktarverkefni. Bruggsmiðjan hef-
ur staðið fyrir Vertu kaldur verkefn-
inu tvö undanfarin ár og hefur
Krabbameinsfélag Akureyrar og ná-
grenni notið afrakstursins. Nú um
daginn afhenti starfsfólk Brugg-
smiðjunnar félaginu styrk að upp-
hæð 2,5 milljónir króna. Á liðnu ári
nam upphæði 1,8 milljónum króna.
Auk þess sem léttbjórinn var í boði
var hægt að styrkja verkefnið með
kaupum á armbandi sem starfsfólk
Bruggsmiðjunnar hannaði.
Molta Kristján
Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri Moltu í
Eyjafirði.
Molta, máltíðir,
mjöður og Must-
erisriddarar
Ljósmynd/Kaldi
Átak Söfnun starfsfólks Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi skilaði 2,5 milljónum króna sem Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis nýtur góðs af. Myndin var tekin nýverið við afhendingu á afrakstri söfnunarinnar.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Hlíðarbær Hörgársveit hefur selt Reglu Musterisriddara félagsheimilið.
ÚR BÆJARLÍFINU
Margrét Þóra Þórsdóttir
Eyjafjörður
Jarðgerðarstöðin Molta í Eyja-
fjarðarsveit fagnar 10 ára afmæli í
ár. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi
hefur það tekið á móti rúmlega 63
þúsund tonnum af lífrænum úrgangi
sem ella hefði verið urðaður. Með
því hefur verið komið í veg fyrir los-
un á 100 þúsund tonnum af koltví-
sýringi sem jafngildir losun allra
fólksbíla í Eyjafirði í tvö ár.
Úrgangur berst til Moltu frá
Skagafirði í vestri til Norður-
Þingeyjarsýslu í austri, slátur-
úrgangur kemur einnig til vinnslu
frá Akureyri og Húsavík. Molta þyk-
ir ágætis áburðargjafi og nýtist í
hvers konar ræktun og uppgræðslu.
Kristján Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Moltu, kynnti starf-
semi félagsins á fundi umhverfis- og
landbúnaðarnefndar Eyjafjarðar-
sveitar á dögunum. Að því er fram
kom á fundinum er farið að bera að-
eins á því að plast berist inn í stöðina
með flokkuðu lífrænu efni sem tekið
er inn til moltugerðar.
Kristján sagði að unnið væri að
lausn, en til er ljómandi fínt tæki
sem flokkar plast frá lífræna úr-
ganginum. Það kostar reyndar pen-
ing og óvíst hvenær félagið hafi ráð á
að ráðast í slík kaup.
Jarðgerðarstöð Moltu er starf-
andi á lóð neðan við bæinn Þverá í
Eyjafjarðarsveit. Samningur um
lóðina gildir til ársins 2038. Kristján
segir að hugað sé að öðrum framtíð-
arstað undir starfsemina, „við erum
að skima eftir nýjum stað einhvers
staðar í Eyjafirði, það er engin
pressa á okkur ennþá, en mjög lík-
lega þurfum við stærri lóð innan tíð-
ar,“ segir Kristján en félagið þarf 5
til 10 ha. lóð. Sorpmagn sem skilað
er inn til fyrirtækisins aukist ár frá Morgunblaðið/Margrét Þóra
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Íslenska verkfræðistofan Vista hef-
ur gert samning við veðurstofuna í
Katar um sölu á hugbúnaðarlausn
sem Vista hefur þróað. Nefnist hún
Vista Data Vision, VDV, og er not-
uð til að safna og birta mæligögn
frá sjálfvirkum mælistöðvum í jarð-
tækniverkefnum, sem og við um-
hverfis- og veðureftirlit.
Veðurstofa Katar mun á næstu
misserum vinna að uppsetningu 50
regnmælistöðva víðsvegar um
Doha, höfuðborg Katar. Starfs-
maður Vista mun fara til Doha og
aðstoða við að koma verkefninu af
stað og þjálfa starfsfólk veðurstof-
unnar í notkun hugbúnaðarins.
Markmið verkefnisins er að kort-
leggja betur úrkomu í Doha, sem
hefur aukist á undanförnum árum
og flóð verið algeng.
Tveir starfsmenn veðurstofunnar
voru nýlega hér á landi og funduðu
með verkfræðistofunni. Heimsókn
þeirra var einnig nýtt til að heim-
sækja Landsvirkjun og Veðurstofu
Íslands, sem einnig nota VDV-
hugbúnaðinn.
Veðurstofan í Katar
kaupir af Vista
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Úrval - gæði - þjónusta
Rafdrifnar
rúllugardínur
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.