Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Í vari Íbúar á höfuðborgarsvæðinu áttu margir fótum sínum fjör að launa undan roki og rigningu í gær. Hið sama gilti um ferðamennina sem sumir leituðu skjóls þegar verst lét.
Eggert
Loftslagsmál verða í sviðsljósi
heimsfrétta á næstu dögum í
tengslum við sérstakan „aðgerða-
fund“ (Action Summit) sem boðað
hefur verið til mánudaginn 23.
september nk. af Antonio Guterres,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Í
aðdraganda hans mun ungt fólk
undir forystu Grétu Thunberg
minna rækilega á sig. Opinbert til-
efni fundarins eru brigður á gefn-
um loforðum þjóða heims um sam-
drátt í losun gróðurhúslofttegunda
samkvæmt Parísarsamkomulaginu
2015. „Komið ekki með ræður, fær-
ið okkur staðfestar áætlanir um
samdrátt“ segir í fundarboði. Þetta
á að vera fundur þar sem rík-
isstjórnir senda inn ákveðin og
sannfærandi dæmi um hvernig þær
séu að draga úr losun til að hamla
gegn loftslagsbreytingum sem nú
gera daglega vart við sig. Í því
samhengi má minna á, að hálf öld
er liðin frá því mælingar sýndu
greinilega í hvað stefndi (sjá línu-
rit, mynd 1). Með núverandi hraða í
aukinni losun stefnir í 3-5°C hækk-
un meðalhita á jörðinni í aldarlok,
sem gera myndi út af við siðmenn-
ingu okkar jarðarbúa. Hitabreyt-
ingin yrði að mati sérfróðra mest á
norðlægum slóðum. Afleiðingar
vegna hlýnunar eru nú taldar verða
mun alvarlegri en fyrir lá í aðdrag-
anda Parísarfundarins fyrir fjórum
árum. Trump forseti gaf þá út yf-
irlýsingu um að Bandaríkin myndu
segja sig frá Parísarsamkomulag-
inu. Á það reynir hins vegar ekki
fyrr en fjórum árum eftir að sátt-
málinn öðlaðist gildi, sem var 4.
nóvember 2016. Niðurstaðan hvað
það varðar fer því eftir úrslitum í
komandi forsetakosningum, þ.e. í
nóvember á næsta ári.
Stórveldi Asíu og litla Ísland
Kína sem losar mest allra þjóða
af gróðurhúsalofttegundum hlaut
fyrst eftir Parísarsamkomulagið lof
fyrir það að draga úr slíkri losun
með lokun kolaorkuvera. Nú hefur
sú þróun aftur snúist við með aukn-
um fjárfestingum þar heima fyrir
og auk þess lofa Kínverjar lánveit-
ingum til annarra þjóða, m.a. undir
merkjum áætlunarinnar um Belti
og braut, og þá án tillits til lofts-
lagsáhrifa. Indland er í fjórða sæti
um losun á eftir Kína, Bandaríkj-
unum og Evrópusam-
bandinu. Á Indlandi
hefur losun aukist
jafnt og þétt frá síð-
ustu aldamótum, að
stærstum hluta vegna
orkuframleiðslu, eink-
um með kolum sem
jafnframt valda alvar-
legri mengun, þar sem
dögum með yfir 35°C
hita hefur farið ört
fjölgandi síðustu ár. –
Litið til Íslands með
ríkulega endurnýj-
anlega orku kemur á óvart hátt
hlutfall losunar á íbúa og á heildina
litið, þ.e. 4.753 kílotonn CO2-ígilda
árið 2017. Var það aukning um 2,5%
frá árinu á undan og um nær þriðj-
ung frá viðmiðunarárinu 1990.
Framtíðarspá Umhverfisstofnunar,
sem er mikilli óvissu háð, gerir ráð
fyrir aukinni losun fram til ársins
2021, en að hún fari síðan lækkandi
niður í um 4.150 kílótonn árið 2035,
sem auðvitað er fjarri æskilegri út-
komu.
Danmörk sem fyrirmynd
Í Danmörku var eftir þingkosn-
ingar sl. vor mynduð ríkisstjórn
studd af fjórum flokkum sem settu
sér skýr og framsækin markmið í
loftslagsmálum. Í málefnasamningi
hennar er gert ráð fyrir að lögfesta
niðurskurð í losun
gróðurhúsalofttegunda
um meira en helming
frá núverandi stöðu
fram til ársins 2030
eða um 70% miðað við
árið 1990. Dan Jørgen-
sen ráðherra loftslags-
og orkumála í dönsku
stjórninni segir, að eigi
að ná þessum mark-
miðum sé brýnt að
breyta vinnuferlum í
áður óþekktum mæli
innan danska stjórn-
arráðsins, einnig í fjármála-
ráðuneytinu. (Information, 13. sept.
2019) Sett hefur verið á fót sérstök
stjórnarnefnd sjö ráðherra um
grænar breytingar. Á fyrsta fundi
hennar nýlega lagði loftslags-
ráðherrann fram til samráðherra
sinna nýútkomna bók eftir Jørgen
Steen Nilsen sem ber heitið Som
gjaldt det livet (Með lífið að veði).
Hann lét þau ummæli fylgja, að
ekkert nýlegt verk lýsi jafn vel þeim
áskorunum sem stjórnmálamenn
muni standa frammi fyrir næstu ár-
in. Eða með orðum höfundarins Nil-
sens: „Við verðum hér og nú að
snúa við rismiklu vaxtarlínuriti um
CO2-losun frá síðustu tveimur öld-
um yfir í ennþá brattara fall í sam-
drætti.“ (Sjá meðfylgjandi línurit,
mynd 2)
Þjóðverjar með böggum hildar
Ekkert ber hærra í þýskum
stjórnmálum nú um stundir en
væntanlega löggjöf um loftslagsmál.
Mikið hefur borið á milli ríkisstjórn-
arflokkanna um leiðir til að draga úr
losun, en stóraukið fylgi græningja
og fundur SÞ í New York um næstu
helgi þrýstir á um niðurstöðu. Bíla-
iðnaðinn og losun frá bifreiðum hef-
ur ásamt húshitun eðlilega borið
hátt í umræðunni. Fátt stendur
hjarta Þjóðverja nær en einkabíll-
inn og frjáls för án hraðatakmark-
ana á aðalleiðum (Autobahn). Hátt í
milljón manns vinnur við bílafram-
leiðslu, og aðhald og breytingar á
því sviði snerta því fjölmarga. „Das
Auto ist das identitätsstiftende Pro-
dukt der Deutschen“ segir Der
Spiegel 14. sept. 2019, þ.e. „bíllinn
er einkennistákn þýskrar fram-
leiðslu“. Þrátt fyrir mikið umtal um
að draga úr losun frá umferð hefur
lítið miðað í þeim efnum síðustu ára-
tugi. Því veldur ekki síst að á móti
minni orkueyðslu bifreiða hefur
þyngd þeirra og afl aukist (Sport
Utility Vehicle, SUV). Í Þýskalandi
sem víðar er mikið rætt um rafbíla,
en hlutur þeirra er enn smár. Helst
virðist nú stefna í að ákveðið gjald
eða skattur verði lagður á CO2-losun
þarlendis, e.t.v. um 50 evrur á tonn.
Enn vantar kjölfestu
í íslenska loftslagsstefnu
Við upphaf stefnuumræðu á Al-
þingi í síðustu viku skorti Katrínu
forsætisráðherra ekki almenn orð
um loftslagsvána: „Við munum nýta
efnahagslega hvata til að ná lofts-
lagsmarkmiðum, bæði græna skatta
og grænar ívilnanir. Matvælastefna
stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur
og þar verða loftslagsmarkmiðin
höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og
sjálfbærni. Við höfum ákveðið að
forgangsraða fjármagni til rann-
sókna á loftslagsbreytingum og að-
gerðaáætlunin sjálf verður í stöð-
ugri endurskoðun til samræmis við
niðurstöður vísindanna.“ Eftir er að
sjá hvort svo almennur boðskapur
verður látinn nægja af Íslands hálfu
í New York næsta mánudag. Hvað
sem því líður mun viðfangsefnið
áfram minna óþyrmilega á sig og
kalla á skýr viðbrögð.
Eftir Hjörleif Guttormsson
»Minna má á að hálf
öld er liðin frá því
mælingar sýndu greini-
lega í hvað stefndi, sbr.
meðfylgjandi línurit.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Loftslagsháskinn og ákall
Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir
Bandaríkin
Kína
Önnur OECD ríki
Aðrir
heimshlutar
Aukning koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti
fram til 1970 og líkleg þróun til aldamóta 2000
380
370
360
350
340
330
320
310
300
290
Hugmynd GCI um „Samdrátt og samleitni“ í losun
gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2000
Mynd 2:
ppm/rúmmálseiningu
Mælingar á Hawaii
1958
1970
milljarðar tonna af koldíoxíði
vegna brennslu kolefnaeldsneytis
8
7
6
5
4
3
2
1
0
1860 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020 2040 2060 2080 21001860 1880 1900 1920 1940 1960 1980 2000
Indland
2000 2050
Skv. þessum
hugmyndum
verði náð gildinu
450 ppmv
árið 2100.
Mynd 1:
Eftir Ambio I, 1, 1972. Birtist í Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eða náttúruvernd. Rvík 1974.