Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
19-22 september
skoðið úrvalið á facebook
Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er.
Í TILEFNI AÐ BREITINGUM Á
ÁLNÁVÖRUBÚÐINNI
BJÓÐUM VIÐ 10% AFSLÁTT AF NÝJUM VÖRUM
OG 50% AFSLÁTT AF ÖLLUM ÚTSÖLUFATNAÐI
KAKA OGKAFFI ALLAHELGINAALLIR VELKOMNIR
Opið: Mánudaga-laugardaga frá 10-18, sunnudaga frá 11-17
„Karlar verða send-
ir í kvennaklefann í
Sundhöll Reykjavík-
ur. Loka þurfti karla-
klefa vegna viðhalds.
Fastagestum brugð-
ið.“ Þetta er fyrirsögn
á grein sem birtist í
Morgunblaðinu 13.
apríl sl.
„Við getum ekki
hent þeim út, félögun-
um,“ … en „karlarnir fá að nota
gamla kvennaklefann meðan á við-
haldi stendur,“ segir forstöðumað-
ur Sundhallarinnar í sömu grein.
Ennfremur er tekið fram í grein-
inni að ekki standi til að hrófla á
neinn hátt við klefunum sem eru
mörgum kærir. Hvers vegna gátu
karlarnir fengið kvennaklefana?
Voru þeir ekki ónothæfir vegna
mikilla skemmda? Svo hefur kon-
um verið sagt. En ekki þótti við
hæfi að vísa körlum, í nokkra
daga, í útiklefa meðan á viðhaldi
karlaklefa stóð. Sem var aðeins
þrif. En ráðamönnum Sundhallar
þótti við hæfi að „henda“ konum út
úr Sundhöllinni svo orð forstöðu-
manns sé notað. Ef orðið „félagar“
vísar til fastagesta karla þá eru
konur einnig fastagestir í Sund-
höllinni og klefarnir þeirra voru
þeim líka kærir.
Þegar Sundhöllin var opnuð eftir
lokun vegna byggingar útilaugar
var árlegu viðhaldi karlaklefa lokið
og þeir gengu að klefum sínum.
En Sundhallarkonum var mjög
brugðið þegar þeim var vísað út úr
Sundhöllinni og í nýbyggingu, út-
hýsi, sunnan við útilaugina. Þar
eru kvennaklefar sem
hvorki eru að neinu
leyti sambærilegir við
kvennaklefana í Sund-
höllinni, né standast
þær kröfur sem gera
má til búnings- og
baðklefa á nýjum
sundstað. Var konum
sagt að kvennaklefar í
Sundhöllinni hefðu
skemmst mikið við
byggingu útilaugar og
væru ónothæfir. Hluti
af þeim var eyðilagður
vegna breytinga. Ekki nóg með að
konum séu vísað út í nýbygg-
inguna heldur verða þær að ganga
þaðan langa leið utandyra til að
komast inn í Sundhöllina. Þetta
fyrirkomulag var viðunandi um
tíma meðan á viðgerð kvennaklefa
stæði en sá tími er löngu liðinn.
Engin viðleitni virðist hafa verið
sýnd (svo greinarhöfundur viti) til
að gera við þá og fjárskorti borið
við. Karlar virðast njóta algjörra
forréttinda í Sundhöllinni.
Í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu 5. desember 2018 (Greinir
á um …) er sagt að samkvæmt
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
sé gert ráð fyrir að borgin skili af-
gangi sem nemi um 3,6 milljörðum
króna á næsta ári, þ.e. á árinu
2019 sem m.a. yrðu notaðir í mikla
uppbyggingu innviða. Þessi góði
árangur í rekstri borgarinnar er
áréttaður í grein í Morgunblaðinu
8. maí sl. (Segir borgarstjórn …).
Þar eru m.a. talin upp metn-
aðarfull verk borgarstjórnar – t.d.
að áhersla hafi verið lögð á góða
innviði, framúrskarandi þjónustu
og fjárfest hafi verið í íþrótta-
mannvirkjum. – Hafi fjárskortur
hindrað viðgerð á kvennaklefum
Sundhallarinnar ætti þeirri hindr-
un nú að vera rutt úr vegi, en af
einhverjum ástæðum hafa ráða-
menn hvorki metnað né vilja til
verksins.
„Það má ekkert gera í þessu
húsi. Það verður allt að vera eins
og það hefur verið,“ segir for-
stöðumaður Sundhallarinnar enn-
fremur í fyrrnefndri grein sinni.
En því miður er ekki allt eins og
það var. Sundhöll Reykjavíkur er,
eða var, friðuð og er ein fárra
bygginga sem Reykjavík getur
státað af. Klassík að utan sem inn-
an. Enda var byggingin nefnd
„höll“. Það er með ólíkindum að
innviðum þessarar glæsilegu bygg-
ingar hafi að þarflausu verið
breytt svo kalla má skemmdar-
verk. Þeir sem stóðu að byggingu
útilaugarinnar og breytingum á
innviðum Sundhallarinnar hafa
ekki borið virðingu fyrir verki
Guðjóns Samúelssonar arkitekts,
ekki borið skynbragð á sérstöðu
Sundhallarinnar sem sundstaðar,
glæsileik hennar sem byggingar og
gildi hennar sem menningarverð-
mætis. Sundhöll Reykjavíkur átti
að varðveita í sinni upprunalegu
mynd. Hún er barn síns tíma og
átti að fá að vera það, hún ber
vitni um stórhug og metnað þeirra
sem reistu hana á erfiðum tímum.
Gildi hennar sem frábærs sund-
staðar hefur ekki rénað. Hafi þótt
nauðsynlegt að byggja útilaug á
þessum litla, auða bletti, sunnan
við Sundhöllina hefði þurft að haga
verki á annan hátt
Konur í borgarstjórn, íþrótta- og
tómstundasviði, Jafnréttisstofu
sem skv. grein í Morgunblaðinu 7.
maí sl. ber skylda til að sinna eft-
irliti með framkvæmd jafnréttis-
laga, Kvenréttindafélaginu sem
skv. grein í Morgunblaðinu 7. febr-
úar sl. fékk 10 milljónir til m.a. „að
takast á við kynjakerfið“, og aðrir
gæslumenn jafnréttis kynja í borg-
inni að sjá til þess að konur sem
sækja Sundhöllina séu ekki sýnd
sú óvirðing að ætla þeim miklu
verri aðstöðu heldur en körlum.
Jafnrétti kynjanna felst ekki ein-
göngu í því að konur fái til jafns
við karla hæst launuðu embættin
heldur á jafnrétti að ríkja á öllum
sviðum, einnig í hversdagsleikan-
um, í hinu lága sem hinu háa.
Það kemur úr hörðustu átt að
borgaryfirvöld og ráðamenn Sund-
hallar, en þeim er skylt að fram-
fylgja jafnréttislögum, skuli sýna
konum sem sækja Sundhöllina
misrétti sem jaðrar við kvenfyr-
irlitningu. Sú aðstaða sem Sund-
hallarkonum er ætluð er algerlega
óhæf. Gera þarf við kvennaklefana
sem fyrst svo konur fái þá aðstöðu
í Sundhöllinni sem þeim var frá
upphafi ætluð. Annað væri kyn-
bundið misrétti og er ólíðandi.
Konum úthýst úr Sundhöll Reykjavíkur
Eftir Eddu
Ólafsdóttur » Það kemur úr
hörðustu átt að
borgaryfirvöld og
ráðamenn Sundhallar
skuli sýna konum sem
sækja Sundhöllina
misrétti sem jaðrar
við kvenfyrirlitningu.
Edda Ólafsdóttir
Höfundur er sundhallargestur í 82 ár.
eddaolafs31@gmail.com
Langt fram á tuttugustu öld sá á
fjölda fólks vegna þess að það hafði
ekki nóg að borða. Í dag höfum við
allsnægtir. Samt vantar okkur alltaf
allt. Sama hvað við eignumst mikið.
Stjórnmálamenn segja að við þurf-
um að bæta lífskjörin. Það vita allir
að er þjóðarlygi. Fæstir þeirra segja
sannleikann um að við verðum að
jafna lífskjörin og hætta að bruðla.
Þeir sem nóg hafa þurfa ekki meira.
Samt fleyta þeir alltaf rjómann ofan
af. En hinir eru settir til hliðar. Guð-
mundur læknir Guðmundsson hinn
norðlenski var einn merkasti maður
hér vestra á sinni tíð. Hann endaði
líf sitt sem sveitarómagi. Sighvatur
Grímsson Borgfirðingur sagði m. a.
svo um Guðmund er hann kvaddi
hann:
„Hann varð fyrir sömu örlögum
og sumir Íslendingar hafa orðið
fyrir, og það enda þjóðkunnir ágæt-
ismenn, að starfslaunin hafa verið
fyrirlitning, í stað virðingar, og
skortur og ill aðbúð í ellinni.“
Hve margir af elstu kynslóðinni í
dag skyldu falla undir þessa skil-
greiningu fræðimannsins?
Auðunn vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma
569-1100 frá kl. 10-12.
„Skortur og ill
aðbúð í ellinni“
Öldrun Margir aldraðir búa við skort.