Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 44
Höllu konuna hans enda fylgdi
hún honum eins og klettur í gegn-
um lífið.
Minninguna um kæran tvíbura-
bróður föður okkar varðveitum
við um ókomna tíð.
Elsku Halla, Þorvaldur, Þor-
björn Helgi, Margrét og fjölskyld-
ur, við sendum okkar hjartans
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Sigríður, Bryndís,
Ragnheiður og Íris Halla
Guðmundsdætur.
Með þungu hjarta kveð ég þig,
kæri frændi. Ég er hins vegar
þakklátur fyrir að nú hefur þú
fengið þinn frið og verðskuldaða
hvíld eftir líf vel lifað og erfið veik-
indi.
Nú eru orðin nokkur ár síðan
við héldum ítrekað að þú værir að
skilja við eftir langvarandi legu og
ég man ekki lengur hvað ég
kvaddi þig oft á sjúkrahúsi, full-
viss um að við myndum ekki hitt-
ast aftur í þessu lífi. En þú áttir
fleiri líf en kötturinn, var orðið
orðtak í fjölskyldunni þessi síð-
ustu ár. Fyrir mér er það bara
sönnun þess úr hverju þú varst
gerður, óslítandi harðjaxl og
næstum því ódrepandi. Alla vega
einu sinni kvaddi ég þig á leið
heim til borgar englanna og þú
varst meðvitundarlaus með ein-
hverja sýkingu, sem í þeóríunni
átti ekki að batna. En svo vakn-
aðir þú bara nokkrum dögum
seinna, tilbúinn í næstu lotu.
Undanfarin ár hafa verið sér-
staklega lærdómsrík fyrir mig,
því ítrekað hefur það komið mér á
óvart hve mikið við höfum átt
sameiginlegt í gegnum árin. Þú
sagðir mér sögur af skútunni
þinni og svaðilförum við siglingar
frá Reykjavík, þegar þú fleyttir
henni upp í fjöru á Kirkjusandi til
að þétta botninn.
Það kom mér líka á óvart
hvernig andlegar vegferðir okkar
voru samhliða. Hvorugur var of
spenntur fyrir trúarbrögðum en
þú sagðir mér frá reynslu þinni við
hugleiðslu og hreina tóninum sem
þú fannst í jafnvægi hugans. Báðir
leituðum við að hugarrónni sem
hugleiðslan veitir.
En það var kannski ekki mynd
af hinni leitandi sál sem ég hef átt
af þér í gegnum tíðina. Í mínum
huga varstu alltaf jaxlinn sem ég
sá, hin ódauðlega ímynd hreyst-
innar. Afrekssundmaður og sjó-
maður á fiskibátum, varðskipum
og millilandaskipum. Bræðurnir
sögðu sögur af þér úr iðnnáminu,
þegar þú tróðst einhverjum leið-
indagaur í strigapoka niðri í Víði,
hjá Guðmundi blinda, af því að
hann trúði ekki að þú gætir það.
Jú, létt verk fyrir þig, sögðu þeir.
Ég hef líka alla tíð dáðst að
þinni endalausu elju og vinnu-
semi. Þú hættir aldrei að vinna.
Fyrir mörgum árum fékk ég að
taka þátt í að verja ættaróðalið
sem lá undir skemmdum vegna
gallaðrar steinsteypu. Ég fékk að
vera með við klæðningu hússins
að utan með einangrun og akrílm-
úr og læra í raun nýtt fag. Nú hef
ég verið í burtu frá landinu bróð-
urpartinn af aldarfjórðungi og á
því árabili hefurðu aldrei hætt að
byggja eða endurbæta það sem
fyrir var. Ég geri ráð fyrir því að
núna sértu sestur í helgan, þótt að
fenginni reynslu sé það sé alls
ekki víst.
Ég á ekkert nema innilegt
þakklæti og djúpa virðingu fyrir
því sem við höfum átt saman að
sælda í gegnum árin, kæri frændi.
Þakklæti fyrir leiðsögn og stuðn-
ing þegar þér rann blóðið til
skyldunnar að sinna illa uppöldum
og ráðvilltum unglingi sem þurfti
á leiðbeiningu að halda. Ekki síst
er djúpstætt þakklæti fyrir kær-
leikann og stuðning þessi undan-
farin ár þegar fjölskyldan mín hef-
ur átt um sárt að binda. Kærar
þakkir, elsku frændi.
Elsku Halla, Þorvaldur, Helgi,
Margrét, fjölskylda og afkomend-
ur. Ég sendi ykkur samúðar- og
kærleikskveðjur, ást og um-
hyggju á þessum erfiða tíma.
Haraldur Kristjánsson.
✝ Þórður Har-aldsson fæddist
8. október 1939 í
Uppsölum í Sand-
gerði. Hann lést á
heimili sínu 6. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Ragnheiður
Sigríður Erlends-
dóttir húsmóðir og
Haraldur
Kristjánsson skip-
stjóri. Systkini hans eru Valdi-
mar Valdimarsson vélstjóri, d.
Eiginkona Þórðar er Halla
Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 1939,
maki til 62 ára. Börn þeirra eru
Þorvaldur Þórðarson, f. 1958,
Þorbjörn Helgi Þórðarson, f.
1961, og Margrét Elín Þórðar-
dóttir, f. 1967. Barnabörnin eru
Jón Þórir Þorvaldsson, f. 1980,
Daníel Þorbjörnsson, f. 1990,
Björn Breki Þorbjörnsson, f.
1997, Sunna Líf Þorbjörnsdóttir,
f. 1999, Halla Margrét Ásgeirs-
dóttir, f. 1990, d. 2006, Unnar
Freyr Ásgeirsson, f. 1994, og
Hekla Maren Oddsdóttir, f.
2013. Barnabarnabörnin eru
Aníta Rán Jónsdóttir Hlíðberg,
f. 2005, og Tanja Mist Jónsdóttir
Hlíðberg, f. 2010.
Útför Þórðar fer fram í Vídal-
ínskirkju Garðabæ í dag, 19.
september 2019, klukkan 15.
1975, Gunnar
Valdimarsson,
varðstjóri í lögregl-
unni, d. 2007, Krist-
ján Haraldsson
múrarameistari, d.
2017, Marinella
Ragnheiður Har-
aldsdóttir húsmóðir
og tvíburabróð-
irinn Guðmundur
Haraldsson
húsgagnabólstrari,
slökkviliðsmaður og skólastjóri
Brunamálaskólans.
Hann faðir okkar hefur kvatt
okkur í hinsta sinn. Og eins og
hann hafði óskað sér, þá gerði
hann það á Sunnuflötinni, sem var
hans uppáhaldsstaður í þessari
veröld, alveg frá því augnabliki
sem óbyggða lóðina bar fyrir augu
hans árið 1965. Við munum vel
þær stundir úti á verönd, horfandi
á hraunið á bak við hús í mjúkri
sumarbirtunni og pabbi að lýsa
fyrir okkur sinfóníunum sem hann
sá skrifaðar í útlínur hraunsins
þar sem það bar við kvöldhimin-
inn. Hann horfði og hlustaði á
þessar sinfóníur allt til síðasta
dags og náði þar tengingu sem var
hans eigin. Hann var næmur og
hafði sterka nærveru.
Pabba féll aldrei verk úr hendi.
Við erum þakklát fyrir hvernig
hann skilaði til okkar verkmenn-
ingu sem hann nam sjálfur í for-
eldrahúsum; útsjónarsemi og
vandvirkni. Hann kenndi okkur
svo margt, réttu handtökin í
grunnhandverki og hafði okkur
með sér í að bólstra, smíða og
veiða, sem hefur haft mikil áhrif á
líf okkar systkinanna. Þegar hann
hafði kennt okkur hvernig ætti að
fara að hlutunum treysti hann
okkur til að bjarga okkur sjálf.
Þetta vakti með okkur sjálfstraust
og trú á að við gætum gert nánast
allt, samanber að eitt okkar vann
sem verktaki í járnabindingum 16
ára.
Pabbi fann ekki aðeins lausn á
öllu og vissi ótrúlegustu hluti.
Hann var nagli. Ýmislegt kom upp
á í gegnum öll þessi ár, en hann lét
ekkert stoppa sig. Einhverju sinni
féll hann milli hæða um stigaop
þegar hann var við smíðar á Eyr-
arbakka. Hann prílaði upp aftur,
lemstraður og lauk verkinu, áður
en hann lét huga að meiðslum sín-
um. Öðru sinni, þegar hann skar
sig í fingur við vinnu úti í bílskúr,
gerði hann sjálfur að sárinu með
bólsturnál. Seiglan og þrjóskan
höfðu yfirleitt vinninginn.
Pabbi var góður sögumaður og
hafði gaman af að segja sögur.
Ekki síst sögur af ferðalögum á
yngri árum þegar hann var í sigl-
ingum. Þar á meðal sagði hann
okkur frá „heimsmeistaramóti“
fraktskipa í fótbolta á lagnaðarís á
Eystrasalti 1955. Eins hélt hann
upp á söguna af klúbbaferðinni í
Harlem í New York, þar sem þeir
skipverjar voru einu fölleitu gest-
irnir, hann 16 ára gamall. Landið
sitt þekkti hann af sjómennskunni
með pabba sínum og hafði litla
þörf fyrir að ferðast frekar.
Nema til Ástralíu, þangað lang-
aði hann alltaf að koma til að sjá
Suðurkrossinn. Það rættist þegar
hann heimsótti frumburðinn um
aldamót.
Síðustu árin átti hann við
heilsubrest að stríða, en það var
engu líkara en hann ætti níu líf;
hann stóð alltaf upp aftur. Erf-
iðast þótti honum að hafa ekki
lengur heilsu í að framkvæma, en
pönnukökurnar gat hann bakað
og sparaði það ekki og húmorinn
var aldrei langt frá pabba, bæði
var hann stríðinn og tók stríðni
vel.
Örfáum dögum fyrir andlátið
var verið að undirbúa fram-
kvæmdir við sólpallinn á Sunnu-
flötinni. Hann brosti út undir eyru
þegar allt var klárt og það var
greinilegt að hann gladdist yfir
því að þótt hann gæti ekki lengur,
þá væri til nóg af fólki sem kynni
og gæti og myndi sjá um hlutina.
Verkið kláraðist daginn áður en
hann lést og hann sá það eins og
það átti að vera.
Þorvaldur Þórðarson, Þor-
björn Helgi Þórðarson,
Margrét Elín Þórðardóttir.
Elsku Doddi afi.
Nú er hann afi minn, sem óhætt
er að segja að hafi verið stór hluti
af mínu lífi og ákveðinn fasti í
formúlu lífs míns, farinn frá okk-
ur.
Þegar við fjölskyldan fluttum
aftur heim frá Svíþjóð bauðst okk-
ur að koma okkur fyrir á neðri
hæðinni í húsinu sem hann, með
dyggri aðstoð ömmu og annarra,
byggði fyrir sig og sína, ættar-
óðalinu í rauninni. Þar fengu
stelpurnar mínar að kynnast lang-
afa sínum betur en þær höfðu
fengið fram að því vegna veru
okkar erlendis. Ég er jafnframt
ofboðslega þakklátur fyrir það að
hafa fengið að eyða þessum síð-
ustu mánuðum með honum og
fengið að upplifa þær samveru-
stundir sem maður yfirleitt tekur
sem sjálfsögðum hlut en skipta
samt svo miklu máli. Líkt og
kveðjan: „Hvernig var í
vinnunni?“ þegar ég kom arkandi
niður fyrir hornið í íbúðina okkar
og afi sat á efri pallinum að njóta
góða veðursins. Þegar afi hallaði
sér yfir handriðið og spurði:
„Hvað ertu að grilla núna?“ með
glott á vör. „Líður ykkur ekki vel
hérna hjá okkur?“ fylgdi iðulega í
kjölfarið á þessum styttri samtöl-
um okkar, sem ég svaraði alltaf á
sama hátt: „Jú afi minn, þú losnar
ekki við okkur strax!“ og þá glott-
um við báðir.
Ég gæti sagt ótal sögur af
manninum sem gat allt, kunni allt
og gerði allt. Þegar hann lagaði
brotna hjólabrettið hjá vini mín-
um snemma á síðasta árþúsundi.
Samverustundirnar í eldhúsinu á
Sunnuflötinni með meðfylgjandi
skrafi, ádeilum, hlátri, stríðni
o.s.frv.
Ósjaldan þegar ég datt við þá
fann ég afa í bílskúrnum að
gramsa eitthvað enda var bílskúr-
inn hans „heimavöllur“. Hann var
einn af þessum mönnum sem geta
hugsað hlutina upp og gerði það
fram á síðasta dag. Hann var einn-
ig maður verka en síðustu ár hafði
þrekið til þeirra minnkað vegna
heilsuleysis. Af þeim sökum hlýjar
brosið og ósnortna gleðin sem
skein af honum þegar síðasta
verkefni á Sunnuflötinni kláraðist
daginn fyrir andlát hans svo of-
boðslega mikið.
Ég gæti skrifað heila ritgerð
um hann afa minn en ég kýs að
enda þetta svona: „Afi, sjoppa, afi,
sjáðu sjoppa“ – „Nei, nei, álfarnir
kíkja upp í rassinn á mér“ –
„Sauðaþjófar“ – „hnuss, rjúpur
eru ekki matur“ – „gott skyggni á
Þórðarhöfða“. Ég veit að hann
brosir núna.
Jón Þórir, Gyða, Aníta Rán
og Tanja Mist.
Við tvíburarnir fæddumst á
Uppsölum í Sandgerði og bjugg-
um þar til sjö ára aldurs. Árið
1947 fluttum við til Reykjavíkur
ásamt foreldrum okkar og systk-
inum.
Þórður var alltaf kraftmikill og
duglegur og tók þátt í ýmsum
íþróttum. Hann spilaði fótbolta
með Fram, keppti í sundi sem
unglingur með sundfélaginu Ægi
og spilaði sundknattleik með fé-
laginu. Hann æfði einnig og
keppti í júdó. Hann náði oft góð-
um árangri í þeim íþróttum sem
hann stundaði.
Eins og unglingar á þessum
tíma byrjaði hann ungur að vinna
en á þrettánda ári fékk hann sum-
arvinnu hjá Reykjavíkurborg við
að grafa skurði. Þar átti að búa til
aðstöðu fyrir grænmetisrækt fyr-
ir bæjarbúa. Þetta var ekki vinna
fyrir óharðnaða unglinga en hann
stæltist við erfiðið.
Ári síðar var hann kominn í
sumarvinnu í frystihúsinu í Fífu-
hvammi í Kópavogi og vann þar
fullorðinsvinnu.
Þegar hann lauk gagnfræða-
skóla lá leið hans á sjóinn. Hann
byrjaði sem messagutti hjá Land-
helgisgæslunni eitt sumar en þeg-
ar hann hætti þar fór hann á
fragtskip. Hann réð sig sem
messagutti á Goðafoss og sigldi
skipið bæði til Ameríku og Evr-
ópu. Hann lenti í ýmsum ævintýr-
um á þessum tíma og nefndi hann
oft það atvik þegar skipið festist
vegna íss á ytri höfn erlendis í
heilan mánuð en að lokum þurfti
ísbrjót til að losa skipin úr höfn-
inni.
Hann fór síðar með föður sín-
um á vertíð en hann vann einnig á
fleiri fiskibátum.
Á átjánda árinu var hann svo
heppinn að kynnast eiginkonu
sinni Höllu Sigríði Þorvaldsdóttur
og átti með henni þrjú börn, Þor-
vald, Helga Þorbjörn og Margréti
Elínu. Þau leigðu til að byrja með
en fóru fljótlega að byggja í
Garðabæ á Sunnuflöt 24 og voru
þau með fyrstu frumbyggjendum
þar. Þórður sló upp fyrir húsinu
og byggði það að öllu leyti sjálfur
en þau bjuggu þar eftir það.
Þórður hóf nám í húsgagna-
bólstrun 1962 og lauk meistara-
prófi sjö árum síðar. Hann var tal-
inn frábær fagmaður. Um það bil
áratug síðar hóf hann einnig nám í
húsasmíði og starfaði við það á efri
árum.
Árið 1999 byggðu Þórður og
Halla sér heilsárssumarhús á
Eyrarbakka. Húsið er hið glæsi-
legasta og í stíl við eldri hús á
staðnum og fellur það vel inn í um-
hverfið. Þórður var með góða rödd
og hafði sérstakt dálæti á blústón-
list og naut þess að hlusta á hana.
Hann gerði ýmislegt í gegnum tíð-
ina, lærði t.d. á trompet, tók
einkaflugmannspróf og eignaðist
21 fets langa skútu. Hann naut
þess að sigla henni en hún sökk
við bryggju í Reykjavík í ofsa-
veðri. Af þessu má sjá að hann
kom víða við og naut vel lífsins á
langri ævi.
Kæri bróðir, ég þakka þér sam-
fylgdina í gegnum árin. Við höfum
brallað ýmislegt á þessum tíma og
stutt vel við bakið hvor á öðrum í
lífsins ólgusjó. Minning um góðan
bróður mun lifa áfram.
Við viljum votta Höllu, börnum
og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Guðmundur Haraldsson og
Guðfinna Sigurðardóttir.
Nú er komið að kveðjustund og
viljum við minnast Dodda, tví-
burabróður pabba, með nokkrum
orðum en hann var okkur kær.
Við komum oft í heimsókn á
heimili Dodda og Höllu á Sunnu-
flötinni en þar var alltaf líf og fjör
og margar skemmtilegar umræð-
ur sem áttu sér stað við eldhús-
borðið. Þegar við vorum litlar
þótti okkur mjög gaman að fara að
tína ber og leika okkur við lækinn
í hrauninu í bakgarðinum hjá
þeim. Okkur er það sérstaklega
minnisstætt þegar hús þeirra var
fullt af hvolpum og við eldri syst-
urnar þrábáðum um að fá að eiga
einn hvolpinn og taka hann með
heim. Í stuttu máli féll sú hug-
mynd ekki í eins góðan jarðveg
hjá foreldrum okkar.
Þeir bræður voru nánir og
fylgdumst við gjarnan með því
sem Doddi var að fást við í gegn-
um pabba. Þeir unnu stundum
saman að húsgagnabólstrun í bíl-
skúrnum hjá Dodda og var gaman
að koma og fá að kíkja á það sem
þeir voru að vinna að hverju sinni.
Doddi var skemmtilegur, svo-
lítill töffari og átti það til að vera
hrekkjóttur. Hláturinn hans er
okkur minnisstæður enda hló
hann af mikilli innlifun og þegar
þeir bræður komu saman var oft
mikið hlegið. Þeir gátu nú líka tek-
ist á og rökrætt hlutina enda ekki
alltaf sammála, sérstaklega þegar
umræðuefnið var pólitík.
Það er ekki hægt að minnast
Dodda án þess að nefna elsku
Þórður
Haraldsson
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar og ömmu okkar,
SÓLVEIGAR GUÐNÝJAR
GUNNARSDÓTTUR,
Baugakór 15-17, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar
HERU og starfsfólk líknardeildar Landspítalans.
Anton Kristinsson
Andri Már Helgason Ragna Lind Rúnarsdóttir
Ævar Þór Helgason
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA MÁLFRÍÐUR
JÓAKIMSDÓTTIR
frá Hnífsdal,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
14. september. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
23. september klukkan 13.
Einar Magnússon
Agnes Ásgeirsdóttir Snorri Gunnlaugur Bogason
Karl Kristján Ásgeirsson Guðlaug Jónsdóttir
Ásgeir Guðmundsson Sædís Kr. Gígja
og ömmubörn
Faðir okkar,
GUÐBJARTUR GUNNARSSON
kennsluráðgjafi og myndlistarmaður,
andaðist á sjúkrahúsi á Cebu á
Filippseyjum 23. ágúst eftir skamma legu.
Bálför fór þar fram að ósk hins látna.
Steinþór Guðbjartsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Guðbjartur Guðbjartsson