Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 51
dóttir mín er hjá okkur. Dóttir
mín er annars það albesta við líf
mitt í dag og án hennar veit ég
hreinlega ekki hvar ég mundi vera
en það væri alls ekki eins gott,
vegna hennar vil ég gera hvað sem
er til að verða betri manneskja,“
segir hann einlægur.
Fór í hjáveituaðgerð
Eyþór er lengi búinn að glíma
við offitu. Í vor fór hann í hjá-
veituaðgerð sem hefur framkallað
miklar breytingar á lífi hans.
„Þessi ákvörðun var reyndar
tekin í fyrra og var mjög erfið. Ég
var efins um að ég ætti að stíga
þetta skref. Þannig var að ég var
orðinn 276 kg sem er það þyngsta
sem ég hef nokkurn tímann verið.
Ég var kominn í samstarf við
Reykjalund sem á allt mitt þakk-
læti skilið. Aðgerð var alls ekki
uppi á borði hjá mér því ég hrein-
lega var bara svo hræddur við
hugmyndina. Síðan bara 2-3 dög-
um eftir að ég var kominn inn á
Reykjalund þá fékk ég svaðalega
sýkingu í fótinn og var lagður inn
á Borgarspítala með 40 stiga hita
og allt í rugli. Við tóku tvær vikur
á spítala og átta vikur á sýklalyfj-
um samanlagt til að losna við
þessa sýkingu. Á þeim tíma talaði
læknirinn sem er yfir offitusviðinu
á Reykjalundi við mig um magaað-
gerð og hvort ég væri til í að hitta
lækni sem gæti frætt mig betur.
Ég samþykki það og hitti þá Að-
alstein sem sér að miklu leyti um
þessar aðgerðir sem gerðar eru á
Landspítalanum,“ segir hann.
Eyþór segir að hann hafi skrap-
að ákveðinn botn á þessum tíma
og segir að hann hafi bara ekki
getað meir.
„Ég var mjög brotinn andlega
og samþykkti að fara í aðgerð. Ég
áttaði mig á því að ástandið gæti
ekki versnað þaðan í frá. Í fram-
haldi af þessu öllu þurfti ég tíma
til að jafna mig eftir sýkinguna.
Ég var búinn að fara á einhver
námskeið á Reykjalundi og líka á
mikið af fundum en fagfólkið þar
hjálpaði mér mjög mikið í því að
breyta mataræðinu og byrja að
léttast.“
Eyþór segir að í framhaldinu
hafi verið ákveðið að hann væri í
nokkrar vikur á Reykjalundi í
undirbúningi áður en aðgerðin
sjálf væri gerð.
„Sá undirbúningur byrjaði í
mars eða beint eftir fertugs-
afmælið mitt, sem ég ákvað að líta
á sem svona snúningspunkt í mínu
lífi. Maður þarf víst að læra að
setja sjálfan sig í rétt andlegt
ástand.
Þarna var ég 254 kg og var að-
eins farinn að geta hreyft mig
smá, labbað og eitthvað. En út af
mataræðisbreytingum þá hafði
mér líka tekist að losna við syk-
ursýkitýpu 2 sem ég var greindur
með 2016, sem var stór plús fyrir
áframhaldið.“
Loksins rann dagurinn upp
Hjáveituaðgerðin sjálf fór fram
8. apríl síðastliðinn. Þá var Eyþór
búinn að léttast enn meira og
kominn niður í 245 kíló.
„Fyrir aðgerð var ég farinn að
ganga einn til tvo kílómetra á dag.
En ég játa að ég stressaðist rosa-
lega upp við að vita að það væri
svona stutt í þetta, hlutirnir eru
einhvern veginn alltaf minna mál
þegar þeir eru ekki að fara gerast
alveg strax,“ segir Eyþór.
Eyþór segir að það hafi komið
honum á óvart að aðgerðin var
miklu minna mál en hann grunaði í
upphafi.
„Aðgerðin sjálf er svo alls ekk-
ert mál og ég hálfskammast sín
fyrir að hafa verið hræddur við
þetta svona lengi. Ég fór í svæf-
ingu og var rúmfastur í hálfan
dag. Þá er mælt með að fara að
standa upp og labba aðeins um,
það hjálpar líka með að jafna sig
og losa loft sem er notað til að
gera aðgerðina. Síðan ferðu heim
daginn eftir, svo einfalt er það,“
segir hann og bætir við:
„Aðalvinnan tekur við heima,
þú þarft að lifa á vökva í
tvær vikur og síðan
maukuðum mat í tvær
vikur eftir það. Það
er samt alls ekki
eins mikið mál og
fólk mundi halda.
Eftir mauktíma-
bilið getur maður
síðan aðeins farið
að prófa sig áfram
með að tyggja.
Maður eiginlega
bara hægt og ró-
lega lærir að
borða alveg upp á nýtt,“
segir hann.
Eyþór þurfti að taka
það rólega fyrstu vik-
urnar og segir hann að
ekki sé mælt með mikilli
hreyfingu eftir aðgerð.
„Ég léttist líka frekar
ört fyrst til að byrja
með, sérstaklega á
vökva- og mauktímabilinu. En ég
var að detta niður um sirka 5-6 kg
á viku á þeim tíma. Margir vita
ekki að maður lendir alltaf reglu-
lega í svona stoppi þar sem maður
stendur alveg í stað og það er bara
alveg eðlilegt. Þá er líkaminn að
ganga í gegnum mikið og þarf að
aðlagast annað slagið.
Núna eru 23 vikur liðnar síðan
ég fór í aðgerð og ég er slétt 192
kg í dag eða 53 kg léttari en þegar
aðgerðin var gerð, og 62 kg frá því
að ég átti afmæli. Ég er enn að
léttast en ekki á sama hraða og
fyrst. Ég passa upp á að labba
töluvert og geri æfingar heima við
en er ekki byrjaður í ræktinni
ennþá en geri ráð fyrir að byrja á
næstu dögum.“
Spurður um mataræði sitt segist
Eyþór borða allt annan mat í dag
en áður.
„Mataræði er algerlega allt ann-
að en hér áður fyrr, bæði get ég
borðað rosalega lítið og matur fer
allt öðruvísi í mig en áður. Ég
reyni til dæmis mikið að vinna
með svona kjötkássurétti og nota
mikið grænmeti og baunir með
góðri sósu og kjöti. Ég læt það
duga mér. Oft bý ég til fjóra til
fimm skammta í einu. Laktósi fer
ekki vel í mig og ég þarf að passa
sykurneyslu og kolvetnainntöku.
Ég uppgötvaði mjólkurvörur frá
Örnu og er alveg ástfanginn af
þeim.
Maður þarf líka að passa að
borða millibita á milli mál-
tíða og passa að borða
nóg prótein til að koma á
móts við vöðvarýrnun.
Annars get ég ekki
borðað svona venju-
legan mat nema
bara í litlu magni
og maður verð-
ur að tyggja
vel og lengi.
Að kyngja of
hratt eða
tyggja ekki
nóg veldur
mikilli vanlíð-
an. Eins og
ég sagði þá
lærir maður
að borða upp
á nýtt. Ég veit í
raun ekkert hvaða
þyngd ég get búist
við fara niður í en
mér skilst að það sé
svona eitt til eitt og
hálft ár þar til maður
þurfi að fara virkilega
að hafa fyrir hlutunum
eins og fyrir aðgerð.
Þannig að siðirnir sem
maður temur sér á þeim
tíma og vinnan sem
maður leggur á sig
hjálpar allt svakalega.“
Morgunblaðið/Eggert
Keppti tvisvar
Eyþór Árni Úlfarsson
tók þátt í Biggest Loser
Ísland tvö ár í röð.
Breytt mataræði
Eyþór borðar allt öðru-
vísi mat í dag en áður.
Kílóin fjúka Eyþór Árni
er að ná heilsunni aftur
eftir hjáveituaðgerð.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
Hafðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
Í einkasölu gott 375m² atvinnuhúsnæði við Skútuvog
í Reykjavík. Húsnæðið á jarðhæð er 256m² með hárri
innkeyrsluhurð, lofthæð ca. 4,3m. Skrifstofur, kaf-
fistofa og snyrting á efri hæð, eru 119m² allt í mjög
góðu ástandi. Laust til afhendingar við kaupsamning.
Til sölu Láshúsið ehf, gott og rótgróið fyrirtæki ásamt
eigin 148m² húsnæði á jarðhæð við Bíldshöfða 16 í
Reykjavík.
Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist í 515m²
á jarðhæð með tvennum innkeyrsluhurðum og hárri
lofthæð, og 210m² á efri hæð, sem henta vel fyrir
skrifstofur og þh. Góð aðkoma og bílastæði á lóð.
Björgvin
Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík
Til s
ölu/
leig
u
Fyri
rtæk
i til
sölu
Til s
ölu
Bíldshöfði 16 , 110 Reykjavík Dragháls 10, 110 Reykjavík