Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 58
HK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sigríður Hauksdóttir, fyrirliði hand- knattleiksliðs HK, er meira en tilbú- in í komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna. HK voru nýliðar í deildinni síðasta vetur en liðið hélt sér uppi í efstu deild eftir sigur gegn Fylki í umspili um laust sæti í efstu deild. HK endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og er spáð sama sæti af fyr- irliðum og þjálfurum deildarinnar í ár. „Við erum búnar að æfa gríð- arlega vel í sumar og tímabilið leggst mjög vel í okkur í Kópavog- inum. Við teljum okkur vera búnar að styrkja leikmannahópinn frá síð- ustu leiktíð og við erum þess vegna bara spenntar og fullar tilhlökkunar fyrir vetrinum. Það kemur mér ekk- ert sérstaklega á óvart að okkur sé spáð sjöunda sætinu en að sama skapi förum við inn í alla leiki til þess að vinna þá. Þess vegna vona ég að við getum gert betur en sjöunda sætið og ég hef fulla trú á því að við getum það.“ Hópurinn reynslunni ríkari HK-ingar hafa bætt við sig reynd- um leikmönnum í sumar og telur Sigríður að það muni hjálpa liðinu mikið þegar líða fer á veturinn. „Leikmannahópurinn okkar er góð blanda af bæði ungum leik- mönnum og svo leikmönnum sem eru með reynslu úr efstu deild. Við erum að fara inn í okkar annað ár í úrvalsdeildinni og leikmannakjarn- inn er því reynslunni ríkari og breiddin í hópnum er orðin meiri. Við erum með fleiri góða leikmenn sem geta komið inn og gert gæfu- muninn, sérstaklega ef við verðum fyrir einhverjum skakkaföllum. Kópavogsliðið leikur heimaleiki sína í Kórnum í vetur en liðið hefur fram að þessu ætíð leikið heimaleiki sína í íþróttahúsinu Digranesi. „Við erum komnar með nýjan heimavöll núna og það var frábær stemning á fyrsta heimaleiknum gegn Val. Mér finnst það rökrétt skref hjá félaginu að hafa fært handboltann yfir í Kórinn á þessum tímapunkti. Meginþunginn af nán- ast allri starfsemi félagsins er í Kór- inn og þó að þetta taki kannski að- eins á þá HK-inga sem eru uppaldir í Digranesinu þá held ég að þetta sé til bóta. Sigríður segir að það sé mikill uppgangur hjá HK og að yngri flokka starfið blómstri sem aldrei fyrr. „Það er allt á uppleið í hjá félag- inu og við erum sem dæmi með mjög öfluga yngri flokka sem eru allir mjög stórir, bæði karla- og kvennamegin. Þeir hafa verið að gera frábæra hluti í sínum ald- urflokkum og þá hefur einnig verið mjög jákvæð þróun hjá meistara- flokkum félagsins. Bæði lið leika í efstu deild í vetur og vonandi ná þau bæði að halda sér þar. Það væri svo auðvitað gaman að sjá liðin vera í einhverri úrslitakeppnisbaráttu með meiri stöðugleika en verið hef- ur undanfarin ár. Markmiðin fyrir komandi tímabil eru skýr en ég held að það sé best að halda þeim innan hópsins. Vð ætlum okkur hins vegar að gera betur en í fyrra.“ Félaginu í hag að spila í Kórnum Morgunblaðið/Hari Markahæst Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði átta mörk fyrir HK í fyrsta leiknum um síðustu helgi þegar liðið beið lægri hlut gegn Val.  Sigríður ítrekar að reynslan frá síð- ustu leiktíð hafi styrkt Kópavogsliðið 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Díana Kristín Sigmarsdóttir Elva Arinbjarnar Hafdís Shizuka Iura Jóhanna Sigurðardóttir Kristín Guðmundsdóttir Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir Þjálfari: Halldór Harri Krist- jánsson. Aðstoðarþjálfari: Kristín Guð- mundsdóttir. Árangur 2018-19: 7. sæti og vann umspil. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  HK tapaði 23:31 fyrir Val í 1. umferð deildarinnar og fær Hauka í heimsókn í 2. umferð á laugardaginn kl. 16. MARKVERÐIR: Alexandra Von A. Gunnarsd. Melkorka Mist Gunnarsdóttir Sara Sif Helgadóttir Sunneva Einarsdóttir HORNAMENN: Azra Cosic Kolbrún Garðarsdóttir Lovísa Líf Helenudóttir Sigríður Hauksdóttir Tinna Sól Björgvinsdóttir LÍNUMENN: Ada Kozicka Elna Ólöf Guðjónsdóttir Sóley Ívarsdóttir ÚTISPILARAR: Ágústa Huld Gunnarsdóttir Berglind Þorsteinsdóttir Lið HK 2019-20 KOMNAR Alexandra Von Athena Gunnarsdóttir frá Fylki Jóhanna Sigurðardóttir frá Kongsvinger (Noregi) Kristín Guðmundsdóttir frá Stjörnunni Sara Sif Helgadóttir frá Fram (lán) FARNAR Eva Hrund Harðardóttir, hætt Helena Ósk Kristjánsdóttir, hætt Ragnheiður Ragnarsdóttir í Hauka (úr láni) Þórunn Friðriksdóttir, hætt Breytingar á liði HK  HK-liðið fékk góða eldskírn í deildinni á síðasta ári og kemur reynslunni ríkari til leiks núna.  Hópurinn er svo til sá sami og í fyrra, sem er kostur.  Markvarslan er mikið spurningarmerki þar sem báðir aðalmarkmenn liðsins hafa ekkert æft vegna höfuðmeiðsla og óvíst hvenær þær byrja.  Áhugavert: Hvernig Kristín nær að smita leik- menn af sínum eldmóði og krafti. Guðríður Guðjónsdóttir um lið HK Noregur B-deild: Aalesund – KFUM Ósló........................... 2:1  Aron Elís Þrándarson og Davíð Kristján Ólafsson léku allan leikinn með Aalesund, Hólmbert Aron Friðjónsson lék í 70 mín- útur en Daníel Leó Grétarsson fékk rauða spjaldið á 56. mínútu. Start – Nest Sotra.................................... 2:0  Aron Sigurðarson skoraði fyrir Start og lék allan leikinn. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Sandefjord – Strömmen ......................... 2:0  Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord en Emil Pálsson sat á bekknum allan tímann. Svíþjóð Bikarkeppnin, undanriðlar: Gautaborg DFF – Kristianstad.............. 1:5  Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad en Svava Rós Guðmundsdótt- ir var ekki í hópnum. Kalmar – Linköping................................ 0:1  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Linköping. Halmia – Limhamn Bunkeflo................. 1:3  Andrea Thorisson lék allan leikinn með Limhamn Bunkeflo. Brommapojkarna – Djurgården ........... 0:1  Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigur- mark Djurgården og lék í 60 mínútur en Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn.  aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Meistaradeild karla Flensburg – Elverum.......................... 26:19  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir Elverum. Sävehof – Rabotnik ............................. 25:24  Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot í marki Sävehof. Dinamo Búkarest – Kristianstad....... 28:25  Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 1. Danmörk Aalborg – Skanderborg...................... 26:26  Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék ekki með. GOG – Aarhus ...................................... 33:30  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 1. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot. Noregur Byåsen – Oppsal .................................. 30:27  Thea Imani Sturludóttir skoraði 5 mörk fyrir Oppsal. Frakkland Chartres – París SG ............................ 30:36  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir PSG. Austurríki West Wien – Ferlach ........................... 26:23  Guðmundur Hólmar Helgason skoraði ekki fyrir West Wien.  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.