Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 61

Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019  Guðni Valur Guðnason kringlukast- ari verður eini fulltrúi Íslands á heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Doha í Katar dagana 27. september til 6. október. Guðni verður á ferðinni strax á öðrum degi mótsins en undankeppnin í kringlukastinu hefst klukkan 13.15 að íslenskum tíma laugardaginn 28. september. Komist Guðni í úrslit keppir hann aftur á mánudagskvöldinu 30. september.  Sænski knattspyrnumaðurinn Vic- tor Lindelof skrifaði í gær undir nýjan samning við enska félagið Manchester United til ársins 2024. Lindelöf, sem er 25 ára gamall varnarmaður, kom til United frá Benfica í fyrra og hefur spil- að 74 leiki fyrir félagið. Þá á hann að baki 31 landsleik fyrir Svíþjóð og var kjörinn besti knattspyrnumaður Svía á síðasta ári.  Ída Marín Hermannsdóttir, 17 ára leikmaður kvennaliðs Fylkis í knatt- spyrnu, er með samningstilboð í hönd- unum frá Val en mbl.is greindi frá þessu í gær. Ída Marín hefur verið í stóru hlutverki í liði Fylkis í ár, hefur verið í byrjunarliði í öllum 17 leikjunum og skorað í þeim 7 mörk. Þá hefur hún skorað sex mörk í nítján leikjum með yngri landsliðum Íslands. Eitt ogannað KAPLAKRIKI/ÁRBÆR Guðmundur Hilmarsson Bjarni Helgason Leikmenn FH og ÍBV létu veðrið ekkert á sig fá og buðu upp á markaveislu þegar liðin áttust við í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í Kaplakrika í gær í stórundarlegum leik þar sem Morten Beck Gulds- med og Gary Martin skoruðu sína þrennuna hvor í 6:4 sigri FH. Eftir sárindin í bikarúrslita- leiknum á móti Víkingum um síð- ustu helgi var allt annar og betri bragur á FH-liðinu og í 80 mínútur lék liðið virkilega vel og bauð upp á blússandi sóknarleik. Staðan í hálfleik var 4:1 og hún var orðin 6:1 eftir klukkutíma leik. Stuðningsmenn FH voru farnir að búa sig undir að sjá sína menn ná tveggja stafa tölu en Eyjamenn, með Gary Martin í broddi fylk- ingar, náðu heldur betur að klóra í bakkann. Þeir skoruðu þrjú mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og náðu að einhverju leyti að bjarga andlitinu eftir skelfilega frammi- stöðu lungann úr leiknum og þá einkum og sér í lagi í varn- arleiknum. ,,Fyrstu 79 mínúturnar voru virkilega vel spilaðar af okkar hálfu. Það voru mikil vonbrigði í okkar herbúðum eftir laugardag- inn og maður veit aldrei hvernig menn svara fyrir sig og mæta liði sem er fallið og hefur ekki að neinu að keppa. En mér fannst strákarnir svara vel. Það voru menn að heltast úr lestinni í dag. Gummi Kristjáns, Davíð og Cedric og það tók smá tíma að end- urstilla. En við skoruðum sex mörk og hefðum getað skorað miklu fleiri. Svo hættu menn of snemma og var refsað fyrir það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Morgunblaðið eftir leikinn en með sigrinum er FH komið í dauðafæri að ná hinu eftirsótta Evrópusæti. ,,Staðan er góð hvað það varðar en þeir sem geta klúðrað því erum við sjálfir. Stigin þrjú í kvöld voru nauðsynleg. Það hefði skapað mikla spennu ef við hefðum ekki unnið,“ sagði Ólafur. Morten Beck og Gary Martin voru svo sannarlega menn leiksins. Beck skoraði þrennu annan deild- arleikinn í röð og hefur skorað sjö mörk í sex deildarleikjum og Gary er kominn í hörkubaráttu um að hreppa gullskóinn. Hann er einu marki á eftir Blikanum Thomasi Mikkelsen sem er markahæstur. Jónatan Ingi Jónsson var mjög sprækur í liði FH og lagði upp þrjú af mörkum sinna manna. Róð- urinn hefur verið þungur hjá Eyja- mönnum í sumar en nú tekur við uppstokkun og undirbúningur und- ir veru í fyrstu deildinni. Fylkir í fimmta sæti Fylkismenn tryggðu sæti sitt í efstu deild þegar liðið vann 3:1- sigur gegn Víkingi á Würth- vellinum í Árbænum. Hákon Ingi Jónsson kom Fylkismönnum yfir strax á 9. mínútu með fallegu skallamarki en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Vík- inga með marki á 56. mínútu eftir mikinn darraðardans í vítateig Fylkismanna. Helgi Valur Daní- elsson kom Fylki yfir með skalla eftir hornspyrnu á 86. mínútu. Emil Ásmundsson innsiglaði sig- urinn með þriðja marki Fylkis í uppbótartíma. Það var mikil bikarþynnka í leik- mönnum Víkinga í upphafi leiks en þeir voru heppnir að vera ekki 3:0- undir í hálfleik. Þeir komu hins vegar beittari inn í seinni hálfleik- inn. Þeir misstu hins vegar ein- beitinguna á 86. mínútu og missti þar af leiðandi af dýrmætu stigi. Fylkismenn gátu lagst sáttir á koddann í gærkvöld en eins og svo oft áður í sumar hefðu þeir átt að vera löngu búnir að klára leikinn. Víkingar voru ennþá þunnir eftir bikarsigurinn og ótrúlegt en satt þá geta bikarmeistararnir ennþá fallið um deild þegar tvær umferð- ir eru eftir af tímabilinu. Markaregn í Krikanum  Morten Beck og Gary Martin settu báðir þrennur  FH með níu fingur á Evrópusætinu  Fylkir getur enn náð 3. sæti  Víkingur gæti enn fallið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þrenna Danski framherjinn Morten Beck Guldsmed, fyrir miðju, býr sig undir að taka við boltanum í vítateig ÍBV í leiknum í gær. Hann skoraði þrennu og lék því sama leik og í síðasta deildaleik FH-inga, gegn Stjörnunni. 1:0 Hákon Ingi Jónsson 9. 1:1 Óttar Magnús Karlsson 56. 2:1 Helgi Valur Daníelsson 86. 3:1 Emil Ásmundsson 86. I Gul spjöldAndrés Már Jóhannesson, Ásgeir Eyþórsson, Daði Ólafsson (Fylki), Kwame Quee (Víkingi) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 6. Áhorfendur: 710. FYLKIR – VÍKINGUR R. 3:1 M Helgi Valur Daníelsson (Fylki) Ólafur Ingi Skúlason (Fylki) Daði Ólafsson (Fylki) Valdimar Þór Ingimundars. (Fylki) Birkir Eyþórsson (Fylki) Þórður Ingason (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) 1:0 Björn Daníel Sverrisson 25. 1:1 Gary Martin 28. 2:1 Morten Beck Guldsmed 30. 3:1 Morten Beck Guldsmed 35. 4:1 Steven Lennon 45. 5:1 Morten Beck Guldsmed 52. 6:1 Pétur Viðarsson 61. 6:2 Gary Martin 80. 6:3 Sigurður A. Magnússon 83. 6:4 Gary Martin 86. I Gul spjöldPétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson (FH), Priestley Griffiths, Oran Jackson, Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Dómari: Vilhjálmur Alvar Þór- arinsson, 7. FH – ÍBV 6:4 Áhorfendur: 276. MMM Morten Beck Guldsmed (FH) Gary Martin (ÍBV) MM Jónatan Ingi Jónsson (FH) M Pétur Viðarsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Steven Lennon (FH) Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Jonathan Franks (ÍBV) Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.