Morgunblaðið - 19.09.2019, Page 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
LJÓSADÖGUM
LÝKUR Á MÁNUDAG
20-50%
AF ÖLLUM LJÓSUM
KERTUM OG LUKTUM
30% AF ÖLLUM PERUM
„Hún“ nefnist nýtt dansverk sem
verður sýnt í Deiglunni á Akureyri í
kvöld kl. 20.30. Verkið er eftir Ólöfu
Ósk Þorgeirsdóttur sem sótti inn-
blástur í álit samfélagsins á sjálfs-
öryggi ungra kvenna. „Á undan-
förnum árum hafa orðið miklar
framfarir varðandi álit samfélags-
ins á því að konur eigni sér sína eig-
in kosti, styrk og möguleika, og því
ber að fagna. Við þurfum ekki leng-
ur að láta eins og það komi okkur á
óvart þegar okkur er hrósað. Við
vitum okkar eigin hæfni,“ segir um
verkið. Átta konur flytja verkið.
„Hún“ í Deiglunni
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Már Gunnarsson æfði tólf sinnum í
viku fyrir HM í sundi fatlaðra í
London og uppskar bronsverðlaun
og tíu Íslandsmet. Rætt er við Má í
blaðinu í dag en hann kom heim frá
London í byrjun vikunnar. Már setur
markið hátt á Paralympics sem
fram fer í Tókýó á næsta ári, en er
að auki með ýmis önnur járn í eld-
inum. »59
Már Gunnarsson upp-
skar ríkulega í London
ÍÞRÓTTIR MENNING
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefst í
dag og stendur yfir til og með 22.
september og er þetta í fjórða sinn
sem hátíðin er haldin. Hátíðin hefur
göngu sína á 48 stunda gaman-
myndakeppni þar sem fjöldi þátt-
takanda hefur skráð sig til leiks og
fær það verkefni að fullklára gam-
anmynd á 48 klst. undir hand-
leiðslu leikstjórans Arnórs Pálma
Arnarsonar. Á hátíðinni verða yfir
30 gamanmyndir sýndar, íslenskar
og erlendar, og
heiðursgestur
hennar í ár er
Edda Björg-
vinsdóttir. Upp-
lýsingar má
finna á ice-
landcomedy-
filmfestival-
.com.
Gaman á Flateyri
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir um 30 árum var farið lofsam-
legum orðum um Ísland í sérstöku
ferðablaði enska blaðsins The Times
og meðal annars sagt að á Arnarhóli
réði Skúli Hansen, einn áhrifamesti
matreiðslumeistari Reykjavíkur,
ríkjum við kraftaverkasmíði dag-
lega. „Ég gætti þess að láta vel-
gengnina ekki stíga mér til höfuðs,
því það sem fer upp kemur alltaf nið-
ur, og ég er mjög ánægður þar sem
ég er nú,“ segir meistarinn.
Skúli Hansen hefur starfað sem
matreiðslumeistari í 45 ár. Auk þess
var hann með matarþættina „A la
carte“ á Stöð 2 í nokkur ár, skrifaði
matreiðslubókina Matartíma í tilefni
40 ára afmælis Tryggingamiðstöðv-
arinnar 1997, var ritstjóri bókarað-
arinnar „Sælkerasafnsins“, sem
byggðist á franskri matargerðarlist,
og tók saman uppskriftir fyrir blöð
og tímarit.
„Í upphafi skyldi endinn skoða,“
leggur Skúli áherslu á og vísar til
þess að undanfarin nær tvö ár hafi
hann unnið hjá starfsbróður sínum á
Skólabrú, Jóhanni Sveinssyni, yfir-
matreiðslumanni hjúkrunarheimilis-
ins Grundar við Hringbraut, við að
útbúa heimilismat, rétt eins og þeg-
ar hann steig sín fyrstu skref í
matargerðarlistinni. „Konurnar í
eldhúsinu hjá Síld og fiski kenndu
mér handbragðið, þegar ég var að
læra á Holtinu, og ég bý að því.“
Í sviðsljósinu í 25 ár
Skúli lærði matreiðslu á Hótel
Holti og útskrifaðist 1974. Árið eftir
varð hann yfirmatreiðslumaður á
Holtinu, stofnaði Arnarhól 1980 og
hélt þar uppteknum hætti í um ára-
tug. Síðan tók við sambærilegt starf
á Skólabrú sem hann rak ásamt öðr-
um til 1998. „Þetta voru þrír af virt-
ustu matstöðum landsins og það
hlýtur að vera Íslandsmet að hafa
búið til sérréttamatseðla samfleytt í
um aldarfjórðung og vera allan tím-
ann í sviðsljósinu,“ segir Skúli.
Auk fyrrnefndra starfa tók Skúli
einnig að sér sérstök verkefni eins
og til dæmis opinberar veislur heima
og erlendis. „Eitt viðamesta verk-
efnið var að skipuleggja matseðla
vegna 200 ára afmælis Reykjavík-
urborgar og ég sá um veislur borg-
arinnar í Höfða í mörg ár.“
Glampi kemur í augun þegar hann
rifjar þetta upp. „Ég hitti nánast öll
stórmenni sem heimsóttu Ísland á
þessum árum og eftir að ég opnaði
Arnarhól átti ég sviðsljósið í ára-
tug,“ útskýrir hann. „Mikið var látið
með mig, en ég gerði mér grein fyrir
því að þetta tæki einhvern tímann
enda. Ég fékk aldrei frið og meira að
segja þegar ég var að kaupa í matinn
fylgdust aðrir viðskiptavinir grannt
með því hvað ég setti ofan í körf-
una.“
Þrátt fyrir að Skúli væri á varð-
bergi tók áreitið mikið á jólabarnið.
„Ég átti aldrei frí og var til dæmis
alltaf upptekinn um jól, áramót og
páska við að búa til veislumat fyrir
trausta viðskiptavini, jafnvel heima
hjá þeim. Í sannleika sagt tók mig
mörg ár að jafna mig eftir þetta
mikla álag.“
Morgunblaðið/Eggert
Á heimavelli Skúli Hansen, matreiðslumeistari í 45 ár, kann vel við sig í eldhúsinu á Grund hjúkrunarheimili.
Heimilismatur í hávegum
Skúli Hansen hefur starfað sem matreiðslumaður í 45 ár
Var sagður vera einn áhrifamesti matreiðslumeistarinn