Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 Gæsahjón á faraldsfæti Grágæsir eru nú margar á faraldsfæti en hópar þeirra sjást nú víða að búa sig undir far- flug suður á hlýrri svæði. Hluti þeirra lætur sig þó hafa íslenska vetrarkuldann og hefur vetursetu hér á landi. Kristinn Magnússon „Þetta er martröð!“ hrópaði Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúx- emborgar, síðdegis mánudaginn 16. sept- ember. „Ekki er unnt að taka framtíðina í gísl- ingu í von um aukið flokksfylgi,“ sagði hann einnig við kröftugt lófa- tak. Forsætisráðherrann flutti þennan boðskap þar sem hann stóð einn á blaðamannafundi fyrir framan stjórnarbyggingu í höfuðborg lands síns með autt ræðupúlt við hlið sér eftir að gestur hans, Boris John- son, forsætisráðherra Breta, hafði tekið skyndiákvörðun um að aka á braut að loknu einkasamtali þeirra vegna þess að honum mislíkaði and- brexit-hrópin sem voru gerð að hon- um. Bettel var heitt í hamsi þegar hann ræddi um stöðuna í brexit og sagði að nú ætti að „taka til hendi í stað þess að tala“ og áréttaði „við samþykkjum ekki neinn samning sem stangast á við sameiginlega markaðinn eða sam- komulagið [á Írlandi] kennt við föstu- daginn langa“. Darren McCaffrey, stjórnmála- ritstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Euro- news, spurði hvort líkja mætti ástandinu núna við „leiksýningu svo að Boris Johnson geti skellt skuldinni á ESB þegar allt splundrast í októ- ber?“ Bettel svaraði: „Nú er reynt að klína sökinni á okkur af því að ekki er unnt að kom- ast að samkomulagi. Það var ekki okkar ákvörðun að fara af stað með brexit.“ Breskir fréttaskýr- endur segja að Boris Johnson hafi verið leiddur í gildru. Það hefðu verið saman- tekin ráð að gera lítið úr honum. Rétt hand- an garðsins við stjórn- arbygginguna stóð hrópandi fámennur hópur brottfluttra Breta, þeim var ætlað, að sögn skýrenda, að niðurlægja Johnson fyrir framan blaðamennina. Hann hefði séð í hvað stefndi og þess vegna lagt til að blaðamannafundurinn yrði innan dyra og gengið á brott þegar Bettel hafnaði því. Ekki aðeins í Bretlandi mislíkaði mönnum framganga Xaviers Bettels. Kristilegi demókratinn Norbert Röttgen, formaður utanríkis- málanefndar þýska þingsins, sagði málflutning Bettels ekki „þjóna evr- ópskum málstað“. Bandaríski sendi- herrann í London, Woody Johnson, sýndi breska forsætisráðherranum samstöðu. Hann hefði auðvitað séð „gildruna“ en enginn þyrfti að kenna Bretum sem hefðu „stofnað stærsta heimsveldið“ og „stöðvað nasista“ hvernig þeir ættu að stjórna eigin landi, ekki einu sinni Brusselmenn. Juncker og Johnson vongóðir Upphlaup forsætisráðherra Lúx- emborgar dró alla athygli frá raun- verulegu erindi Boris Johnsons sem var að snæða hádegisverð með Jean- Claude Juncker, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, og Michel Barnier, brexit-samningamanni ESB. Eftir hádegisverðinn lýsti Johnson þeirri eindregnu skoðun að „góðar líkur“ væru á samningi á næstu vikum. Hann sagði að varnagl- inn vegna írsku landamæranna yrði að víkja svo að unnt yrði að semja. Forystumenn ESB halda fast í þá skoðun að eina leiðin til sam- komulags felist í því að Bretar leggi afdráttarlausar tillögur á borðið um hvernig losa megi um varnaglann, það er haga samskiptum ESB og Breta þannig til frambúðar að þeir verði ekki saman í tollabandalagi en samt verði opin landamæri milli Írska lýðveldisins og Norður- Írlands. Boris Johnson gerir mun minna úr vandanum vegna þessa en Theresa May, forveri hans. Jean-Claude Juncker sagði „vin- gjarnlegt“ andrúmsloft hafa ríkt í málsverði þeirra Johnsons og við- ræðum yrði „haldið áfram á miklum hraða“. Talsmaður breska forsætis- ráðherrans ítrekaði að „herða“ yrði á samtölum næstu daga. Brátt yrðu daglegir fundir viðræðuaðila. Þá mundu Barnier og brexit-ráðherrann hittast og einnig Juncker og John- son, þætti þess þörf. Þegar Johnson fór frá veitinga- staðnum voru blaðamenn aðgangs- harðir við hann. Þeir vildu vita hvort honum hefði tekist að fá vilyrði fyrir endurskoðun á viðskilnaðarsamningi Breta og ESB. Breski forsætisráð- herrann vonar að ný útgáfa af við- skilnaðarsamningnum liggi fyrir eft- ir leiðtogaráðsfund ESB-ríkjanna 17. og 18. október. Hann geti síðan kynnt hann og fengið samþykktan á breska þinginu þegar það kemur saman 19. október. Skömmu eftir fund Johnsons og Junckers birti framkvæmdastjórn ESB tilkynningu um að það væri á „ábyrgð“ Breta að leggja fram „laga- lega færar lausnir sem samrýmist viðskilnaðarsamningnum“ til að ein- hverju miði vegna varnaglans. Þá sagði „engar slíkar tillögur hafa enn borist“. Ekki allt sem sýnist Tvær andstæður birtast í þessum fréttum frá Lúxemborg. Annars veg- ar er neikvætt upphlaup forsætisráð- herrans Bettels og hins vegar vilji Junckers til að hraða viðræðum við Breta næstu vikur fram að leiðtog- aráðsfundi ESB eftir mánuð. Hvort er rétt? Er Boris Johnson á valdi blekkinga þegar hann lýsir bjartsýni um að sér takist að knýja fram nýja viðunandi niðurstöðu? Vill hann á þennan hátt réttlæta ákvörð- un sína um að senda breska þingið heim? Þeir sem telja sig þekkja klæki Brusselmanna segja að „gildran“ sem lögð var fyrir Boris Johnson í Lúxemborg hafi verið lúmskari en ætla mætti við fyrstu sýn. Bettel hafi verið „vondi karlinn“ en Juncker sá góði og vingjarnlegri til að villa um fyrir Johnson. Telja honum trú um að eitthvað hafi áunnist svo að síðar mætti vega að trúverðugleika hans og segja hann fávísan. Ekki er þó unnt að útiloka að öll brotin falli þannig saman að lokum að við blasi ný mynd sem sé meiri- hluta þingmanna í neðri málstofu breska þingsins að skapi. Johnson þótti ganga of langt þegar hann rak 21 þingmann úr flokknum vegna þess að þeir studdu ekki stjórnar- stefnuna í atkvæðagreiðslu. Í hópn- um voru nokkrir elstu og virðuleg- ustu þingmenn flokksins. Hefur Johnson verið hvattur til að friðmæl- ast við þá. Ákvörðunin um að reka þingið heim í fimm vikur leiddi til málaferla og þriðjudaginn 17. september tók breski hæstirétturinn málið fyrir með 11 dómurunum. Lögmaður sækjanda sagði að undanfarin 50 ár hefði enginn forsætisráðherra gripið til sambærilegrar misbeitingar á valdi. Lafði Hale, forseti hæsta- réttar, tók fram að niðurstaða í þessu máli mundi ekki ráða því hvernig Bretar færu úr Evrópusam- bandinu. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er sagt að þetta sé mál sem ljúka eigi á stjórnmálavettvangi en ekki fyrir dómi. Lögmaður Johns Majors, fyrrver- andi forsætisráðherra, ávarpaði dómarana skömmu fyrir lok mál- flutningsins í gær og mótmælti þing- hlénu. Minnt er á að Major sendi þingið heim fyrir kosningar 1997 til að komast hjá því að birt yrði skýrsla um að þingmönnum væri borgað fyr- ir að leggja spurningar fyrir ráð- herra. Frá því að Boris Johnson myndaði stjórn sína hefur hann búið sig undir þingkosningar samhliða tilraunum til nýrra samninga við ESB. Snilld- arbragðið er að nýtt ESB-sam- komulag í þinghléi verði lagt fram á þingi fyrir 31. október. Boða síðan til kosninga hvort sem brexit verður með eða án samnings. Eftir Björn Bjarnason »Upphlaup forsætis- ráðherra Lúxem- borgar dró alla athygli frá raunverulegu erindi Boris Johnsons til landsins. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Brexit-martröð eða snilldarbragð Síðastliðið vor var samþykkt breyting á lögum og þingsályktun er varðar innflutning á hráu kjöti og mat- vælum. Í henni var samþykktur rammi sem á að sjá til þess að ekki verði flutt inn kjöt og landbúnaðarafurðir til landsins sem ekki standast sömu kröfur og hér á landi. Sam- hliða hélt ríkisstjórnin blaðamanna- fund þar sem tilkynnt var að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að banna dreifingu á vörum á mark- aði sem innihalda ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería. Samþykkt þessi er mikilvæg, ekki bara bændum og framleiðendum hér á landi vegna sérstöðu búfjárstofna og sjúkdómastöðu heldur ekki síður fyrir neytendur. Neytendur hafa kallað eftir því að vörur á markaði séu framleiddar við skilyrði sem innifela góða meðferð búfjár, hreinleika afurða og varan innihaldi ekki bakteríur eða veirur sem geta valdið sjúkdómum í fólki og dýrum. Neytendur eiga rétt á því að ís- lenskur markaður verði verndaður fyrir sérhagsmunum heildsala og verslunarinnar þegar kemur að þessum þátt- um. Bann og bakteríur Ljóst var að vinna við fullgildingu lagabreyt- inganna og aðgerða í þingsályktun myndi taka tíma enda taka lög- in ekki gildi fyrr en um áramót. Þeirri vinnu stýrir ráðherra land- búnaðarmála. Hefur undirritaður fulla trú á því að hann klári málið með stæl. Hins vegar hefur lítið heyrst af málinu síðan í vor. Því spyr undirritaður hér: Hvað er að frétta af þessu máli, hæstvirtur landbún- aðarráðherra? Hvernig miðar vinnu við undirbúning banns við innflutn- ingi á vörum sem innihalda ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmra bakt- ería? Þessir hlutir þurfa að vera á hreinu á réttum tíma til að vernda ís- lenska hagsmuni. Samstarf um sátt Þær breytingar sem gerðar voru á málinu í meðförum þingsins frá því að málið kom frá ráðherra voru til þess fallnar að mynda sátt milli bænda, neytenda og ríkisvaldsins í þessu erfiða máli. Mikilvægt er að vinna málið áfram í sátt við bændur og neytendur til þess að fullnusta samþykkt þingsins. Sáttin þarf að ná alla leið á eldhús- borð neytenda og standa þarf við allt það sem samþykkt var í téðri þings- ályktun og lagabreytingu. Mun undirritaður ekki liggja á liði sínu í þeirri baráttu landi og þjóð til heilla. Eftir Þórarin Inga Pétursson Þórarinn Ingi Pétursson »Hvernig miðar vinnu við undirbúning banns við innflutningi á vörum sem innihalda ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería? Höfundur er varaþingmaður Norðausturkjördæmis og situr nú á Alþingi. thorarinnp@althingi.is Hvað er að frétta, hæstvirtur land- búnaðarráðherra?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.